Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1995, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 6. JÚLl 1995 3 Fréttir BÓK SEM ALLIR GRILLMEISTARAR VERÐA AÐ EIGNAST Þorsteinn Pálsson: Fiskistof a hef ur hert mjög sínar athuganir „Fiskistofa hefur í samræmi við þá umfjöllun sem verið hefur hert mjög sínar athuganir. Umræða um vax- andi svindl hefur gert það að verkum að eftirlit Fiskistofu eykst að sama skapi,“ segir Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra. Fiskistofa hefur að undanfórnu kannað mörg fiskvinnslufyrirtæki með það fyrir augum að upplýsa kvótamisferli. Rannsóknin hefur beinst að bókhaldi fyrirtækjanna með það fyrir augum að skoða sam- ræmi á milli innkaupa á fiski og út- seldra afurða. Komi misræmi í ljós fá forráðamenn viðkomandi fyrir- tækja bréf þar sem þeim er gefinn kostur á að skýra muninn. Ef það tekst ekki leggur Fiskistofa á gjald í samræmi við það magn sem vantar skýringar á. -rt Lögreglan: Margtígeymslum Tuttugu manns gistu fangageymsl- ur lögreglunnar í Reykjavík í fyrri- nótt og er það óvenjumargt í miðri viku. Þrír voru á vegum fíkniefna- deildarinnar, tveir í úttekt en fímmt- án vegna ölvunar. Aiit síðasttaida fólkið hefur átt í erfiðleikum vegna áfengisnotkunar. Áfengisvarnafull- trúi lögreglunnar ræðir við fólkið eftir nóttina og reynir að verða því innan handar ef einhverra sérstakra aðgerðaerþörf. -sv Skipið sem veiddi fyrir Fiskbúðina okkar enn ekki sektað: Andvirði af lans var * VAKA-HELGAFELL Síðumúla 6, 108 Reykjavík • Glœsilegar Ijósmyndir afhverjum rétti. • Spennandi uppskriftir að grillréttum og nýstárlegu meðlœti. • Einfaldar og pœgilegar leiðheiningar. lagt í starfsmannasjóð - vil ekkert tjá mig um málið, segir útgerðarmaður Lóms HF „Eg vil ekkert tjá mig um málið á þessu stigi,“ sagði Guðmundur Svav- arsson, útgerðarmaður togarans Lóms HF sem á yfir höfði sér sekt og veiðileyfissviptingu vegna sölu á þorski fráTfí hjá vigt. Eins og DV skýrði frá í gær var Fiskbúðinni okkar í Kópavogi gert að greiða rúmar 1700 þúsund krónur vegna ólögmæts sjávarafla. Um var að ræða 11 tonn af smá- þorski sem verslunin hafði keypt af togaranum Lómi HF frá Hafnarfírði án þess að aflinn færi á vigt. Fiskur- inn var hausskorinn og ísaður í kör og landað þannig. Fiskistofa komst á snoðir um málið eftir að varðskips- menn fóru um borð í Lóm og fundu kör með hausskornum smáfiski. Þrátt fyrir að fiskbúðin hafi verið „sektuð" fyrir að kaupa fiskinn hefur útgerðin samkvæmt heimildum DV enn ekki fengið bréf frá Fiskistofu vegna málsins. Eftir því sem næst verður komist er um að ræða sölu áhafnarinnar á fiskinum til fiskbúð- arinnar án þátttöku útgerðarinnar. Andvirðið var látið renna í starfs- mannasjóð sem áhöfnin notaði til ferðalaga og skemmtana. Slíkir sjóð- ir eru alþekkt fyrirbrigði og hafa hingað til ekki verið gerðar athuga- semdir við þá af hálfu opinberra að- ila. Guðmundur Karlsson, yfirmaður veiðieftirlits Fiskistofu, sagði í sam- tali við DV að Fiskistofa gerði ekki athugasemdir viö að sjómenn tækju sér fisk í soðið. Öðru máh gegndi þegar fiskur væri tekinn til að selja. „Það ber að gefa upp allan þann fisk sem seldur er. Ef um er að ræða þorsk eða annan þann fisk sem er undir kvóta verður að leggja fram kvóta á móti honum,“ segir Guð- mundur. Samkvæmt þessu verða þau 11 tonn sem áhöfn Lóms seldi fiskbúð- inni kvótasett. Það þýðir að Fiski- stofa mun draga þau af þorskkvóta skipsins. Andvirði slíks kvóta losar eina milljón króna, miðað við mark- aðsverð á slíkum kvóta. -rt Togarinn Lómur HF sem áður hét Baldur EA og var gerður út frá Dal- vík. Fiskbúðinni okkar í Kópavogi var gert að greiða rúmar 1700 þús- und krónur vegna ólögmæts sjávar- afla. Verslunin keypti smáþorsk frá skipinu sem Fiskistofa telur að hafi verið ólöglegt þar sem aflinn fór ekki á vigt. NY ISLENSK GRILLBOK í þessari nýju íslensku matreiðslubók er fjöldi uppskriíta að girnilegum grillréttum. Má þar nefna skötusel á spjóti, kjúklingabita með pastasalati og svínalundir með fyllingu, auk uppskrifta að meðlæti, góðum sósum og kryddlögum. Hér ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi! Ritstjórar bókarinnar eru þau Björg Sigurðardóttir og Hörður Héðinsson en þau sjá um uppskriftir og matreiðslu hjá Nýjum eftirlætisréttum, matreiðsluklúbbi Vöku-Helgafells.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.