Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1995, Blaðsíða 22
.34 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 Fólk í fréttum Jón Arnar Magnússon Jón Amar Magnússon tugþrautar- maður átti stærstan þátt í sigri ís- lendinga í tugþrautarkeppninni í Laugardalnum um síðustu helgi er íslendingar tryggðu sér sæti í 1. deild Evrópubikarkeppninnar í tug- þraut. Starfsferill Jón Arnar fæddist á Selfossi 28.7. 1969 og ólst þar upp og í Hlíð og Hamratungu í Gnúpverjahreppi. Hann var í grunnskóla á Flúðum, lauk stúdentsprófi frá FS á Selfossi 1989, stundaði nám í jarðfræði við háskóla í Georgíu í Bandaríkjunum um skeið og lauk prófum við íþróttakennaraskólann á Laugar- vatni 1993. Jón Arnar stundaði sumarvinnu við Búrfellsvirkjun 1985-91. Hann flutti á Sauöárkrók 1993 og kenndi þar við grunnskólann sl. vetur. Jón Amar keppti í ýmsum íþrótta- greinum frá tíu ára aldri, en hóf þó ekki markvissar æfmgar í tugþraut fyrr en á síðasta ári. í fyrra setti hann íslandsmet í 300 m hlaupi, í 110 m grindahlaupi, í tugþraut, í langstökki, 60 m grindahlaupi, í sjö- þraut innanhúss og í 4x100 m boð- hlaupi en í ár hefur hann sett ís- landsmet í tugþraut og í grinda- hlaupi. Fjölskylda Eiginkona Jóns Arnars er Hulda Ingibjörg Skúladóttir, f. 3.9.1972, sjúkraliðanemi. Hún er dóttir Skúla Jóhannssonar, starfsmanns Mjólk- ursamlags Sauðárkróks, og írisar Sigurjónsdóttur hárskera. Systkini Jóns Arnars eru Harpa Sigríður Magnúsdóttir, f. 1976, nemi við FS á Selfossi; Einar Kári Magn- ússon, f. 1984, nemi við Barnaskóla Gnúpverjahrepps. Foreldrar Jóns Arnars eru Magn- ús Öskarsson, f. 28.10.1949, húsa- smiður í Hamratungu, og Þuríöur Jónsdóttir, f. 14.1.1952, fyrrv. lands- liðsmaður í frjálsum íþróttum og íslandsmethafi í fimmtarþraut, 100 m hlaupi, langstökki og sundgrein- um. Ætt Magnús er sonur Óskars, ljósa- manns hjá Þjóðleikhúsinu, Gissur- arsonar, b. í Litlu-Hildsey í Land- eyjum, Gíslasonar. Móðir Óskars var Árný Sigurðardóttir frá Litlu- Hildisey. Móðir Magnúsar er Sólveig Magn- úsdóttir, b. í Ámagerði í Fljótshlíð, Steinssonar, b. í Bjargarkoti, Magn- ússonar. Móðir Sólveigar var Sig- ríður, systir Kristínar, móður Árna Björnssonar lýtalæknis. Sigríöur var dóttir Jens, b. Árnagerði, Guðnasonar, b. á Torfastöðum, bróður Eyvindar, afa Magnúsar Kjarans stórkaupmanns, fóður Birgis Kjarans alþm. Systir Guðna var Steinunn, langamma Herdísar Þorvaldsdóttur leikkonu, móður Tinnu leikkonu og Hrafns kvik- myndagerðarmanns Gunnlaugs- barna. Móðir Sigríðar var Sigrún Sigurðardóttir, b. á Torfastöðum, Ólafssonar, b. á Kvoslæk, Am- björnssonar. Auk Þuríðar eru fjögur systkini hennar fyrrv. landsliðsmenn í frjálsum íþróttum, þau Sigríður, Sigurður, Kári og Guðmundur en synir Guðmundar eru Jón Birgir, fyrrv. landsliðsmaður í frjálsum íþróttum, og Ólafur, núverandi landsliðsmaður í frjálsum. Þuríður er dóttir Jóns, fyrrv. umdæmis- stjóra Bifreiðaeftirlitsins á Suður- landi, bróður Einars Gunnars, afa Einars Gunnars Sigurðssonar, landsliðsmanns í handbolta. Jón er sonur Sigurðar, b. í Seljatungu, Ein- arssonar og Sigríðar Jónsdóttur. Móðir Þuríðar er Sigríður, systir glímukónganna Gísla og Rúnars en dóttir Rúnars er Hrefna sem keppt hefur með landsliðinu í sundi. Syst- ir Sigríðar er Helga, móðir Svans og Þrastar Ingvarsson sem keppt Jón Arnar Magnússon. hafa með sundlandsliðinu og Þuríð- ar sem hefur verið í landsliðinu í fjölþraut. Sigríður er dóttir Guö- mundar Kristins, b. að Hurðarbaki, bróður Kristgerðar, ömmu Jóns Unndórssonar, fyrrv. glímukóngs íslands og Gerðar, móður Einars Vilhjálmssonar spjótkastara. Guð- mundur var sonur Gísla, b. á Urr- iðafossi, Guðmundssonar. Móðir Guðmundar var Guðrún Einars- dóttir frá Urriðafossi. Móðir Sigríð- ar var Þuríður Árnadóttir, b. að Hurðarbaki, Pálssonar. Afmæli Páll Hannesson Páll Hannesson verkfræðingur, Grænutungu 3, Kópavogi, er sjö- tugurídag. Starfsferill Páll fæddist á Undirfelli í Vatnsd- al í Austur-Húnavatnssýslu og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1945 og verkfræöiprófi frá Danmarks Tekniske Hojskole 1952. Páll var verkfræðingur hjá MHSB Cos á Keflavíkurflugvelli 1953-54, verkfræðingur og verkleg- ur framkvæmdastjóri hjá Regin hf. 1955-58, þar af um tveggja ára skeið yfirverkfræðingur hjá Islenskum aðalverktökum á Keflavíkurflug- velli, var sjálfstætt starfandi verk- fræðingur 1959-62, bæjarverkfræð- ingur í Kópavogi 1962-64, stofnaði, ásamt öðrum, verktakafyrirtækið Hlaðbæ hf. 1965 og var fram- Til hamingju með afmælið 6. júlí 90 ára Aldís Pálsdóttir, Litlu-Sahdvík, Sandvíkurhreppi. Ásthildur Birna Kœrnested, Álfatúni 37, Kópavogi. Gunnlaugur Jósefsson, Míklubraut 13, Reykjavík. Jón Guðmundur Jakobsson, Kvíholti6, Hafnarfirði. 85 ára Haildóra Halldórsdóttir, Freyvangi 5, Rangárvallahreppí. 40ára 80 ára Sveinveig Sigurðardóttir, Múlavegi 9, Seyðisfirði. 75 ára Jöhannes Leifsson, gullsmíöameistari, Skúlagötu 40 A, Reykjavík. Hanneraðheiman. Björn Sigurðsson, Þelamörk 45, Hveragerði. 70 ára Trausti Björnsson, Hafharbraut 42, Neskaupstað. Þuríður Gísladóttir, Bjarnardal við Kirkjuból, Mos- vallahreppi. Siggeir Pálsson, Baugsstööum III, Stokkseyrar- hreppi. 50 ára Kjartan Hauksson, Brekkugötu 1A, Akureyri. Halldór Guðmundsson, Tómasarhaga37, Reykjavík. Ragnhildur Jónsdóttir, Skipasundi 49, Reykjavík. Guðrun Svanhvít Sigurðardóttir, Írabakka2, Reykjavík. Sólveig K. Andrésdóttir, Heiðarholti 1D, Keflavík. Vigfús Haukur Hauksson, Kársnesbraut 47, Kópavogi. Einar Ingvason, Lækjarbergi 40, Hafharfirði. Ásdís SvalaGuðjónsdóttir, Dælengi 11, Selfossi. Gigja Þórarinsdóttir, Hraunbæ, Aðaldælahreppi. Rikarður Sigfússon, Dalhúsum 55, Reykjavlk. Sigurður Sigurjónsson leikari, Stuðlabergi 14, Hafnarfiröi. Eiginkonahans erLisaC.Harö- ardóttir, Þautakaámóti gestum að heimilisínuí dagmillikl. 17.00 og 20.00. Sigrún Sigurðardóttir, Ofanleiti 11, Rcykjavik. Guðrún Björnsdóttir, Reynimel 29, Reykjavik. Haukur DavíðGrimsson, Álfatúni31, Kópavogi. yigdis Harðardóttir, Árholti 11, ísafirði. kvæmdastjóri þess til 1981, stofn- aði, ásamt öðrum, verktakafyrir- tækið Þórisós hf. 1970 er síðar sam- einaðist Hlaðbæ hf. og var fram- kvæmdastjóriþess 1970-75. Páll hætti rekstri 1982 og hefur síðan fengist við margháttuð áhugamál. Páll stofnaði, ásamt öðrum, Verk- takasamband íslands 1968 og var formaður þess 1971-74, auk þess sem hann sat um leið í stjórn VSÍ, er félagi í Rotaryklúbbi Kópavogs frá 1962 og forseti hans 1984-85, sat í stjórn Byggingasamvinnufélags Reykjavíkur 1958-81 og hafði verk- fræðilega umsjón með byggingu fjölbýlishúsa á þess vegum, var einn af stofnendum Dagblaðsins hf. 1975 og sat í varastjóm þess um tuttugu ára skeið og sat í lands- nefnd Bandalags jafnaðarmanna 1984-85. Fjölskylda Eiginkona Páls var Hjördísi Rannveig Pétursdóttur, f. 11.8.1926, d. 2.1.1989, húsmóðir. Hún var dótt- ir Péturs Péturssonar, kaupmanns á Akureyri, og Þórönnu Pálmadótt- ur húsmóður. Dætur Páls og Hjördísar Rann- veigar eru Þóranna, f. 31.7.1951, jarðeðlisfræðingur og veðurfræð- ingur, starfar við Veðurstofu ís- lands, var gift Þorsteini Ólafssyni dýralækni og eru börn þeirra Sig- rún, Hjördís og Anna en síðari maður Þórönnu er Jónas Sigurðs- son, kennari og tölvari; Hólmfríður Guðrún, f. 28.4.1955, M.Sc. í tölvun- arfræðum og kerfisfræðingur hjá Kerfi hf., gift Guðmundi Skúla Stef- ánssyni íþróttakennara og eru börn þeirra Páll, Garðar Snorri og HjörturPálmi. Alsystkini Páls: Ásta, f. 14.7.1926, kennari í Kópavogi; Jón, f. 2.6.1927, framkvæmdastjóri á Blönduósi; Guðrún, f. 19.4.1931, d. 20.7.1945; Bjami Guðlaugur, f. 5.7.1942, fræðimaður. Hálfbróðir Páls, samfeðra, er Guðmundur, f. 22.9.1960, hús- gagnasmiður í Reykjavík og víðar. Foreldrar Páls voru Hannes Páls- son, f. 18.4.1898, d. 15.1.1978, b. á Undirfelli og síðar stjórnarráðs- fulltrúi í Reykjavík, og k.h., Hólm- fríður S. Jónsdóttir, f. 1.6.1903, d. 20.1.1967, húsfreyja. Ætt Hannes var bróðir Bjöms, fyrrv. alþm. á Löngumýri, og Huldu, móð- ur Páls félagsmálaráðherra, Péturs yfirlæknis og Más héraðsdómara Péturssona. Hannes var sonur Páls, b. á Guðlaugsstöðum í Blöndudal, bróður Guðmundar prófessors. Páll var sonur Hannes- ar, b. á Eiðsstöðum, Guðmundsson, alþm. á Guðlaugsstöðum, Arnljóts- Páll Hannesson. sonar, b. á Guölaugsstöðum, Illuga- sonar, b. á Guðlaugsstöðum, Hann- essonar. Móðir Hannesar var Guðrún Bjömsdóttir, b. í Grímstungu í Vatnsdal, Eysteinssonar, bróður Ingibjargar, langömmu Friðriks Sophussonar flármálaráðherra. Hólmfríður var dóttir Jóns, b. á Undirfelli, Hannessonar. Móðir Hólmfríðar var Ásta Bjamadóttir, b. í Þórormstungu, bróður Kolf- innu, móður Bríetar Bjarnhéðins- dóttur. Bjarni var sonur Snæbjarn- ar, b. í Forsæludal, bróður Margr- étar, móður Arnljóts Ólafssonar, prestsáBægisá. Páll er að heiman á afmæUsdag- inn. Elsa Bjömsdóttir Elsa Björnsdóttir húsmóðir, Hof- gerði 6, Vogum, Gullbringusýslu, er sextugídag. Fjölskylda Elsa fæddist í Stykkishólmi og ólst þar upp. Hún flutti í Vogana 1957 og hefur átt þar heima síðan. Elsa giftist 29.12.1956 Jóhanni IngimarHannessyni, f. 17.4.1933, bílstjóra. Hann er sonur Hannesar Lárusar Guðjónssonar og Sigurjónu Guðrúnar Jóhannsdóttur. Börn Elsu og Jóhanns Ingimars eru Sigrún Jóna, f. 14.10.1956, sölu- maður í Reykjavík, gift Þorsteini Þór Gunnarssyni framkvæmda- stjóra og eiga þau tvö börn; Hannes Lárus, f. 8.10.1959, bílstjóri í Vogum, kvæntur Jóhönnu Björgvinsdóttur, húsmóður og verkakonu, og eiga þautvö börn. Systkini Elsu eru Kristín Björns- dóttir, f. 24.10.1931, forstöðumaður dvalarheimilis aldraðra í Stykkis- hólmi, gift Benedikt Lámssyni kaupmanni; Guðrún Björnsdóttir, f. 8.7.1934, verkakona í Stykkis- hólmi, gift Sveini Davíðsssyni vél- gæslumanni; Hildimundur Björns- son, f. 15.1.1938, vörubílstjóri í Stykkishólmi; Viðar Björnsson, f. 7.8.1943, skipstjóri í Stykkishólmi, kvæntur Katrínu Ósk Sigurðardótt- ur húsmóður. Foreldrar Elsu voru Björn Hildi- mundsson, f. 2.5.1906, d. 29.9.1983, vegaverkstjóri í Stykkishólmi, og Elísabet Magnúsdóttir, f. 21.4.1912, d. 18.10.1984, húsmóðir. Elsa og Jóhann taka á móti gestum Elsa Björnsdóttir. í Glaðheimum í Vogum laugardag- inn 8.7. nk.kl. 19.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.