Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1995, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ1995
Fréttir
Fjölskylduharmleikur orðinn að sakamáli eftir sjö ára taugastríð:
Af i ákærður fyrir að
misnota barnabarn sitt
- 28 þolendur kynferðislegs ofbeldis afa leituðu hjálpar Stígamóta á síðasta ári einu
Ríkissaksóknari hefur gefið út
ákæru á hendur 63 ára karlmanni
fyrir að hafa misnotað barnabarn
sitt á tæplega íjögurra ára tímabili.
Hér er um að ræða margvíslega
kynferðislega misnotkun og er
ákæran í fimm liðum.
Samkvæmt upplýsingum starfs-
konu hjá Stígamótum í gær er mál
þetta ekki einsdæmi, samanber
ársskýrslu samtakanna.
„Það er ekki óalgengt að afar eða
stjúpafar séu gerendur í sifjaspells-
málum. Það er eins og ekkert sé
nýtt undir sólinni en því miður
sjáum við ekki nema toppinn á
ísjakanum hér,“ sagði starfskonan.
28 einstaklingar leituðu aðstoðar
Stigamóta á síðasta ári einu vegna
kynferðislegrar misnotkunar afa.
Grunsemdir í framangreindu
sakamáli, sem reyndar verður ekki
tekið til meðferðar hjá dómi fyrr
en i haust, hófust þegar stúlkan var
farin að biðjast undan því að fara
aftur „til afa og ömmu“. Sam-
kvæmt ákæru hafði kynferðisleg
misnotkun mannsins þá staðið yfir
á árunum 1988-1991. Barnið var þá
6-9 ára. í einum ákæruliðnum er
manninum gefið að sök að hafa
farið með stúlkuna í bíl sínum nið-
ur að höfninni í Hafnarfirði þar
sem hann misbauð baminu kyn-
ferðislega.
Eftir að grunsemdir vöknuðu var
leitað ásjár hjá Stígamótum vegna
barnsins. í kjölfar þess var málið
sent til Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins og maðurinn síðan kærður og
rannsókn fór fram. Ákæra hggur
nú fyrir en málflutningur fyrir
dómi verður þann 21. september.
-Ótt
Olafsfirðingar halda um helgina upp á 50 ára kaupstaðarafmæli sitt með veglegri hátiðardagskrá sem reyndar
stendur yfir í um vikutíma. Forseti íslands er væntanlegur í heimsókn á laugardag og um allan bæ hafa bæjarbú-
ar verið að snyrta og fegra bæinn sinn. Starfsmenn Trévers hf. voru t.d. að lagfæra gangstéttarkanta við aðal-
götu bæjarins þegar DV átti þar leið um i vikunni. DV-mynd gk
Hótanir ESB rnn að kæra löndunarbann íslendinga og Norðmanna:
Vona að fru Bonino íhugi málið
áður en hún gerir mistök
- segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
Garðakaup í Garðabæ:
Hagkaup
kaupir
- ef Orkan fær starfsleyfi
„Við höfum náð samkomulagi
um að taka yflr verslunina en
með þeim fyrirvara að samþykki
fáist hjá öörum verslunum og
þjónustuaðilum við Garðatorgað
Orkan fái að setja upp bensín-
dælu fyrir framan stórmarkað-
inn,“ sagði Óskar Magnússon,
forstjóri Hagkaups. Hagkaup
áformar að opna stórmarkað í
húsnæði Garðakaups í versla-
namiðstöðinni Garöatorgi í
Garðabæ. Ef allt gengur upp
sagði Óskar að Hagkaup myndi
opna í Garðabæ í október nk.
Skeljungur er hiuthafi í bensín-
sölufyrirtækinu Orkunni ásamt
Hagkaupi og Bónusi og rekur
stóra bensínstöð við hhðina á
Garðatorgi. Óskar sagði það engu
skipta. Hagkaup, og um leið Ork-
an, væri aö tryggja viðskiptavin-
um sínum alla þjónustu.
„Við erum tala um nettar dælur
einhvers staöar i kantinum. Við
teljum okkur hafa fengið vilyrði
frá bæjaryfirvöldum fyrir dælun-
um en eftir er aö fá samþykki
annarra rekstraraðila verslana-
kjamans,“ sagði Óskar.
Garðakaup er stærsta matvöru-
verslunin i Garðabæ, um 1.500
fermetrar, og þar hafa starfað
hátt í 50 manns. Óskar sagðist
reikna með að Hagkaup leitaði til
starfsfólks Garöakaups ef saran-
ingargengjuupp. -bjb
Aurskriður og
Ijón á túnum
Þórhallur Aamundascm, DV, SauðárkrMá;
Ekkert lát er á aurskriðum í
leysingunum norðanlands. I
fyrrinótt féll stór skriða í Göngu-
skörðum skammt vestan Sauðár-
króks við bæinn Heiði. Skriðan
var 200 metrar á lengd og um 80
metrar þar sem hún var breíö-
ust. Míkill framburöur fylgdi
hlaupinu sem féll á tún og bit-
haga. Minni skriða féll þama
skammt frá nýlega. Bæjarhús á
Heiöi voru ekki í hættu.
Hins vegar ollu þær miklu tjóni
að sögn Búa Agnarssonar, bónda
á Heiði. Tveir hektarar túns farið
undir aur. Lömb vom þarna á
beit en ekki vitað hvort þau lentu
í skriðunni. Fé leitaöi skjóls í
hvömmum neðst á svæðinu þegar
skriðan féll. Mikið vatn er í fjall-
inu vestan Tindastóls og því von
á fleiri skriöum. Á Heiði er fjárbú,
um 200 kindur, auk hrossa.
„Það er á kristaltæru að við höfum
heimildir til að banna landanir þegar
alvarlegur ágreiningur er fyrir
hendi. Það er engin leið til að knýja
fram samninga nema beita þeim ráð-
um sem við höfum til aö gera mönn-
um grein fyrir að það þarfað seroja
um þetta,“ segir Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsráðherra vegna hótaná
Emmu Bonino, talsmanns Evrópu-
sambandsins í sjávarútvegsmálum,
þess eölis að Norðmenn og Islending-
ar verði kærðir vegna löndunar-
banns þjóðanna á þau veiðiskip ESB
sem stunda veiðar í Síldarsmugunni.
Þorsteinn segist ekki hafa áhyggjur
af þessum hótunum. Samningurinn
um evrópska efnahagssvæðið sé al-
veg skýr í þessúm efnum.
„Ég tel kæru í þessu máli fráleita
og vona satt best aö segja að frú Bon-
ino íhugi málið vandlega og komist
að ítarlegri niðurstöðu áður en hún
gerir mistök í þessum efnum," segir
Þorsteinn.
„Það er ljóst af okkar hálfu að við
teljum að Evrópusambandið eigi
engan sögulegan rétt til veiöa á þessu
svæði. Þeir kvótar sem verða á end-
anum settir hljóta fyrst og fremst að
falla í hlut strandþjóðanna. Við leggj-
um á það megináherslu að réttur
strandþjóðanna og sögulegur réttur
til veiðanna verði viðurkenndur,"
segirÞorsteinn. -rt
Stuttar fréttir
Irving vill Staldrið
Irving Oil hefur sýnt áhuga á
að kaupa söluskálann Staldiið
við Breiðholtsbraut. Samkvæmt
Viðskiptablaðinu hafa Irving-
feðgar boðið Staldrinu 70 milljón-
ir króna.
Karlar í fæðingarorlof
Karlmaður, starfandi hjá því
opinbera, ætlar að láta á það
reyna fyrir dómstólum hvort
hann eígi rétt á fæðingarorlofl.
Samkvæmt RÚV nýtur hann
stuðnings jafnréttisráðs og BSRB.
Ótimabærar viðræður
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra telur ótímabært að
hefia viðræður við Evrópusam-
bandið um kvóta í Síldarsmug-
unni en samkvæmt RÚV telja
Norðmenn það óumflýjanlegt.
Vaxtalækkun
Vextir ríkisvíxla lækkuðu í út-
boði í gær. Aukinn þrýstingur er
á viðskiptabankana að lækka
vexti til almennings, ekki síst eft-
ir að Seðlabankinn lækkaði vexti
til þeirra.
ArnartilGrænlands
Skagstrendingur hf. hefur selt
frystitogarann Arnar HU til
Grænlands. Við það lækka skuld-
ir fyrirtækisins um 500 milljónir
samkvæmt fréttum RÚV.
Kúskel á 400 milljónir
Vestfirskur skelfiskur hf. á
Flateyri hefur gert þriggja ára
samning við Bandaríkjamenn um
sölu á kúskel. Samkvæmt Mbl.
er verðmæti samningsins um 400
milljónir.
Friðarstólpi fundinn
Fríðarstólpi fannst á æfinga-
svæði lögreglunnar í Saltvík ný-
lega en stólpanum, sem reistur
var við Hallveigarstaði árið 1986
af japönskum friðarsamtökum,
var stolið þaðan fyrir fjórum
árum. Mbl. greindi frá þessu.
Essofærlóð
Olíufélagið hf., Esso, hefur
fengið vilyrði borgaryflrvalda
fyrir lóð undir bensín- og þjón-
ustumiðstöð við Breiöholtsbraut
í Norðlingaholti.
Egillformaður
Egill Jónsson þingmaður hefur
verið skipaður stjórnarformaöur
Byggðastofnunar og Stefán Guö-
mundsson þingmaður varafor-
maöur. , -bjb
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 904-1600.
39,90 kr. mínútan.
r ö d d
jpr ■ ■■ ■■
FOLKSINS
-1600
J* Jj
Nei _2j
Á að heimila
innflutning á ís?
Alllf I »tafr»n» ktrflnu m>6 tónvalnlma g«ta nýtt »ti þ«»»a þ)6nu»tu.