Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1995, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995
27
I>V
íþróttir
Keflavík-FH
(1-0) 2-0
1- 0 Marco Tanasic (24.) eftir auka-
spyrnu Helga Björgvinssonar. Tanasic
skoraði með viðstöðulausu skoti fram-
hjá Stefáni Arnarsyni í marki FH.
2- 0 Jóhann B. Guðmundsson (47.) eftir
skemmtilegt spil Keflvíkinga inn i víta-
teig FH-inga.
Lið Keflavíkur: Ólafur Gottskálksson
- Helgi Björgvinsson Kristinn
Guðbrandsson, Karl Finnbogason - Jó-
hann B. Guðmundsson, Eysteinn
Hauksson (Georg Birgisson 63.), Ragnar
Steinarsson, Marco Tanasic Jó-
hann B. Magnússon (Róbert Sigurðsson
76.) - Ragnar Margeirsson Kjartan
Einarsson ;.VHjálmar Hailgrímsson 83.).
Lið FH: Stefán Arnarson - Jón Sveins-
son, Auðun Helgason, Níels Dungai -
Hrafnkell Kristjánsson, Ólafur Kristj-
ánsson Hallsteinn Arnarson, Þor-
steinn Halldórsson, Ólafur B. Stephen-
sen - Hörður Magnússon, Jón Erling
Ragnarsson.
Keflavík: 11 markskot, 3 horn.
FH: 6 markskot, 2 hom.
Gul spjöld: Ragnar S.(Keflavík), Krist-
inn (Keflavík), Hörður (FH).
Rautt spjald: Enginn
Dómari: Egill Már Markússon, ágæt-
ur.
Áhorfendur: Um 400.
Skilyrði: Norðan garri, fór að bæta í
vind þegar á leið og völlurinn mjög
blautur á köflum og þungur.
Maður leiksins: Marco Tanasic,
Keflavík. Lék mjög vel og byggði upp
ófáar sóknir Keflvíkinga í leiknum.
Hann skilaði einnig varnarhlutverkinu
með stakri prýði.
Leikiríkvöld
í kvöld klukkan 20 fara fram
fjórir leikir í 7. umferö 1. deildar-
innar í knattspyrnu. Þá leika
Akranes-Fram, ÍBV- KR, Breiða-
blik-Leiftur og Valur-Grindavík.
í bikarkeppni kvenna leika ÍBA-
Sindri.
Gautaborg vann
Eyjólfur Harðarson, DV, Sviþjóö:
Gautaborg sigraði Norköping,
2-0, í sænsku úrvalsdeildinni í
gærkvöldi. Sænski landsliðsmað-
urinn Hakan Mild lék á ný með
Gautaborg í leiknum eftir árs-
veru í atvinnumennsku í Sviss.
Sigur hjá Létti
Léttir sigraði Víking frá Ólafs-
vík, 4-3, í 4. deildinni í knatt-
spyrnu í gærkvöldi.
Bochumkaupir
Bochum, lið Þórðar Guðjóns-
sonar, keypti í gær Matthias Jock
frá Rot Weiss Jena og er hann 9.
leikmaðurinn sem liðið kaupir í
sumar.
Júlíus í Val
- hættur við að leika erlendis
Júlíus Gunnarsson handknatt-
leiksmaður hefur ákveðið að vera
áfram með íslandsmeisturum Vals
á næsta keppnistímabili. Mikil
óvissa hefur ríkt undanfarið um
hvar Július mundi leika og mörg
hð voru á höttunum eftir þessum
snjalla leíkmanni.
„Það er búið að vera ýmislegt
inni í myndinni. Fyrst ætlaði ég til
Svíþjóðár í skóla og leika með þar-
lendu iiði. Síðan hafði þýskur um-
boðsmaður samband við mig en
ekkert spennandi kom út úr því.
Þá ætlaði ég aftur að snúa mér til
Svíþjóðar en það var orðið of seint
upp á skólann að gera. Ég er mjög
ánægður aö vera áfram í Val. Það
er mikill hugur í liðinu og við ætl-
um að verja titilínn og reyna við
bikar,“ sagði Júlíus við DV í gær-
kvöldi.
ska boltanum
i eftir erlendum stórstjörnum
endur félagsins eru mjög óánægðir
eftir að þeir Paul Ince og Mark Hug-
hes voru seldir.
Middlesboro vill
Wright og Joninhio
Middlsboro, sem komst upp í úrvals-
deildina í vor, er á höttunum eftir
varnarmanninum Mark Wright frá
Liverpool. Búist er við að kaupin
gangi eftir um helgina en Liverpool
er tilbúið að selja kappann. Þá er Bry-
an Robson, stjóri Middlesboro, búinn
að vera í Brasilíu í 10 daga að fylgjast
með brasilíska landsliðsmanninum
Joniniho og er tilbúinn að borga 3,5
milijónir punda fyrir leikmanninn.
Forráðamenn Chelsea ætla sér langt
í úrvalsdeildinni næsta vetur. Liðið
er þegar búið að kaupa Ruud Gullit
frá Sampdoria og Mark Hughes frá
Man. Utd. En forráðamenn Chelsea
ætla ekki að láta þar við sitja og eru
tilbúnir að eyða 7 milljónum punda í
fleiri leikmenn.
Leeds á eftir Ruben Sosa
Leeds hefur haft frekar hljótt um sig
á markaðnum en nú er liðið tilbúið
að borga 5 milljónir punda fyrir sókn-
armanninn Ruben Sosa hjá Inter á
Ítalíu. Sosa hefur mikinn áhuga á að
leika í Englandi. Howard Wilkinson,
stjóri Leeds, telur Sosa hinn full-
komna félaga við hlið Tony Yeboah
sem keyptur var til liðsins í fyrra.
Aston Villa keypti Draper
Forráðamenn Aston Villa hafa ekki
setið auðum höndum í sumar. Villa
pungaði úr buddunni háum fjárhæð-
um í leikmenn í síðasta mánuði og
liðið bætti um betur í gær þegar það
keypti Mark Draper frá Leicester á
rúmar 3 milljónir punda. Þar með
hefur Villa keypt fyrir rúmlega 9
milljónir punda á hálJFum mánuði. Þá
er hðið einnig á eftir Hollendingnum
Aaron Winter sem leikur með Lazio
og Lee Sharpe frá Man. Utd.
Keflvíkingar beittir
- léku sóknarbolta og sigruöu slaka FH-inga, 2-0,1 gærkvöldi
Ægir Már Karason, DV, Suðumesjum:
Loksins fóru Kéflvíkingar að leika
sóknarbolta og mjög beittar aðgerðir
þeirra dugðu vel gegn bitlausum
FH-ingum í 1. deildinni í Keflavík í
gærkvöldi. Kelfvíkingar sigruðu, 2-0,
og eru komnir með góða stöðu en
FH-ingar eru hins vegar í mjög slæm-
um málum eftir 6 tapleiki í röð.
Pressa Keflvíkinga og beittur sókn-
arleikur var FH-ingum ofviða og hin
nýja leikaðferð Keflvíkinga, 3-5-2,
gafst mjög vel. Keflvíkingar tóku
mjög fljótlega öll völd á vellinum og
þaö var aðeins spurning hvenær
fyrsta markið kæmi. Marko Tanasic,
besti maður vallarins, braut ísinn
fyrir heimamenn og þeir bættu síðan
öðru markinu við snemma í síðari
hálfleik. Baráttuglaðir Keflvíkingar
héldu síðan öllum sóknaraðgerðum
FH-inga niðri og Ólafur Gottskálks-
son markvörður varði mjög vel í tví-
gang þegar á þurfti að halda.
„Þetta var mjög sætur sigur og við
ætluðum okkur ekkert annað. Við
lékum vel í heildina," sagði Ólafur
Gottskálksson markvörður en hann
haföi tvöfalda ástæðu til að fagna því
honum fæddist stúlkubarn klukkan
8 í gærmorgun.
„Við verðum greinilega að þjappa
okkur saman. Ég er mjög sár að við
skyldum ekki gera betur og það vant-
aði eitthvað í okkur,“ sagði Ólafur
Kristjánsson, fyrirliði FH-inga, eftir
leikinn.
David Platt er á leið til Man. Utd.
Hlvikinga í gærkvöldi. Keflvikingar höfðu
i og FH-ingar áttu ekkert svar við honum.
DV mynd BG
Allt eftir bókinni
- á Wimbledonmótinu í tennis 1 gær
Bandaríkjamennirnir Pete Samp-
ras og Andre Agassi tryggðu sér
sæti í undanúrslitum í einliðaleik
karla á Wimbledonmótinu í tennis í
gær ásamt þeim Boris Becker frá
Þýskalandi og Goran Ivanisevic frá
Króatíu. Sampras sigraði Japanann
Matsouka, 6-7, 6-3, 6-4 og 6-2, eftir
jafna byrjun og Agassi lék mjög vel
þegar hann vann Hollendinginn
Jacco Eltingh frekar auðveldlega,
6-2,6-3, og 6-4. Becker, sem af mörg-
um er talinn sigurstranglegastur,
sigraði Frakkann Cedric Pioline, 6-3,
6-1, 6-7, 6-7 og 9-7, í mjög góðum
leik sem er talinn sá besti á mótinu
til þessa. Ivanisevic komst í undan-
úrslitin með sigri á Rússanum Yevg-
eny Kafelnikov, 7-5, 7-6 og 6-3.
NMíhandbolta:
ísland í
5. sætinu
íslenska unglingalandsliðið í
handknattleik, 18 ára og yngri,
hafnaði í 5. sæti á opna Norður-
landamótinu í Gautaborg. íslend-
ingar sigruðu Færeyinga, 25-18,
í fyrradag en í leikhléi var staðan
13- 9 fyrir ísland. Markahæstur
íslendinga í leiknum var Harald-
ur Þorvarðarson meö 5 mörk.
íslendingar unnu síðan Sló-
vaka, 30-23, eftir að hafa leitt
14- 10 í leikhléi. Markahæstir
voru Þröstur Helgason með 7
mörk og Einar J.ónsson með 6.
í gær léku íslendingar síðan um
5. sætið við Dani og sigrauðu
25-19 í mjög góðum og skemmti-
legum leik. Markahæstir í þeim
leik voru Einar Jónsson með 5
mörk og Gunnar Gunnarsson
með 4 mörk.
Valsmenn mæta Haukum
- hefja titilvörnina 13. september
Valsmenn hefja titilvörn sína á Selfoss-Stjarnan, ÍR-Grótta og
heimavelli gegn Haukum í 1. deild- Víkingur-Afturelding. Önnur um-
inni í handbolta en búið er að raða ferð verður leikin 17. september én
niður leikjum. Fysta umferðin fer þá mætast Sfjarnan-Valur, Hauk-
fram 13. september. Aðrír leikir í ar-Víkingur, KR-FH, KA-Aftur-
umferðinni eru FH-ÍBV, KR-KA, elding, Grótta-Selfoss og ÍBV-ÍR.
Tækniskóli HK
Knattspyrnudeild HK býður ungum Kópavogsbúum, 7-15 ára, upp á sér-
stök námskeið í knatttækni í júlí og ágúst. Námskeiðin eru haldin á gras-
völlunum við Álfatún í Fossvogsdal, fyrir og eftir hádegi. Kennarar eru
Tomislav Sivic og Miodrag Kujundzic. Tekið er við skráningum á skrifstofu
knattspyrnudeildar HK, sími 554-1793, alla virka daga klukkan 10 til 10.45
og klukkan 12.15 tii 12.45 og einnig er hægt að láta skrá sig á staðnum.
Kennt er alla virka daga og verð er sem hér segir: 4 vikur - 1.000 krónur,
2 vikur - 700 krónur, 1 vika - 400 krónur.
Knattspyrnudeild HK
KOPAVOGS
Kópavogsbúar
Mætum á völlinn
í kvöld kl. 20.
BREIÐABLIK - LEIFTUR
W’ _
, Afram, Breiðablik .