Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1995, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 37 Rúrik Haraldsson og Þóra Friö- riksdóttir i hlutverkum sínum. Herbergi Veroniku í kvöld verður sýning í Kaffi- leikhúsinu í Hlaðvarpanum á spennuleikritinu Herbergi Ver- oniku en sýningum fer fækkandi. Leikritið hefur fengið góðar við- tökur og hefur verið uppselt á flestar sýningar. Leikritið gerist, eins og nafnið bendir til, í herbergi Veroniku í gömlu húsi í Massachusetts og Leikhús er hlaðíð spennu frá upphafi til enda. Óhugnanlegir atburðir úr fortíð og nútíð fléttast saman og enginn veit hvað verður fyrr en tjaldiö fellur. Höfundur leikritsins, Ira Levin, er þekktur og margverðlaunaður höfundur. Þekktustu skáldsögur hans eru Rosemary’s Baby og The Boys from Brazil. Leikrit hans, Deathtrap, var frumsýnt á Broadway 1978 og var sýnt 1809 sínnum og hefur ekkert banda- rískt sakamálaleikrit ná slíkum vinsældum. Leikendur eru fjórir, Gunn- laugur Helgason og Ragnhildur Rúriksdóttir, sem bæði útskrif- uðust nýlega frá leiklistarskóla í Los Angeles, og tveir af reynd- ustu leikurum þjóðarinnar, Rú- rik Haraldsson og Þóra Friðriks- dóttir. Leikstjóri er Þórunn Sig- urðardóttir. Tværfiðlur Fiðluleikar- arnir Elisabeth Zéuthen Schneider og Guðný Guð- mundsdóttir halda tónleika í kvöld kl. 21.00 í Fella- og Hóla- kirkju. Brúðubiflinn Brúðubíllinn verður með leik- sýningu sina við Bleikjukvísl í dag kl. 14.00 og í Freyjugötu kl. 10.00 í fyrramáhð. Samkomur Einu sinni var... í Klúbbi Listsumars á Akureyt'i verður flutt i kvöld ki. 22.00 í Deiglunni dagskráin Einu sinni var... Þetta er söngdagskrá með mörgum dægurlagaperlum. Söngvaka Á Listsumri á Akureyri verður söngvaka i kirkju Minjasafhsins í kvöld kl. 21.00. Fyrirlestrar á Víkingahátíó Jónas Krist- jánsson pró- fessor flytur fyrirlcsturinn Vínland hið góða í Víðistað- skóla kl. 10.00 og Vílhjálmur Örn Vilhjálms- son flytur fyrirlesturinn Hverjir voru fyrstu íslendingarnir? kl. 10.30. Tónleikar í Gjánni Hljómsveitin Lippstikk verður með tónleika í Gjánni á Selfossi í kvöld og annað kvöld. Skemmtauir þátttöku högurra hljómsveita, þekktra og óþekktra. Hljómsveitimar eru Quicksand Jesus, Botnleðja, Kol- rassa krókríðandi og Sagtmóðígur + óvænt. Það er því Ijóst að það verður mikið fjör i Tunglinu í kvöld og sjálf- sagt verða margir til að mæta og hlýða á framsækna tónlist. Húsið verður opnað kl. 22. Meöal hljómsveita sem koma Iram I Tunglinu i kvöld er Kolrassa krókríðandi Tunglið: • F • . • sveitir Skemmtistaðurinn Tungliö, sem er í miðbæ Reykjavík- ur, er einn af þeim skemmtistöðum sem sinna mikið lifandi tónlist og í kvöld verður boðið upp á sannkallaða stórtónleika. Þetta eru styrktartónleikar Félagsins með Hálendið er ekki allt opið Þeir sem huga á ferð inn á hálendi ættu að athuga vel áður en lagt er af stað hvar er opið og hvar ekki. Þótt komið sé fram í júlí eru vinsæl- ar ferðamannaleiðir enn lokaðar vegna snjóa og óvíst hvenær verður Færð á vegum Ástand vega hægt að opna þær, má þar nefna Sprengisandsleið, Dyngjufjallaleið, Arnarvatnsheiði og Fjallabaksleiðir. Öskjuleið og Kverkfjallaleið eru nú opnar en aðeins fyrir fjallabíla. Flestir vegir á láglendi eru greið- færir, en þó er mikið um að vega- vinnuflokkar séu við lagfæringar á vegum. Þá er þegar búið að setja nýja klæðingu á suma þjóðvegi og þar getur myndast steinkast. E3 Hálka og snjór S Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir mÞungIæ[t 0 Fært fjallabílum Þórhildur Guðjónsdóttir Litla stúlkan á myndinni, sem alans 2. maí kl. 16.09. Hún var við hefur hlotið nafnið Þórhildur, fæðingu 3700 grömm að þyngd og fæddist á fæðingardeild Landspít- 51 sentímeti-a löng. Foreldrar -------------- hennar eru Elísabet Hildiþórsdótt- Bam dacrsins Gt}én I1!aldul:ss<m °ser Þó<% ________^ hildur fyrsta barn þetrra. Ed Wood (Johnny Depp) segir leikurum hvernig á að gera hlut- ina. Ed Wood Johnny Depp er meðal athyglis- verðustu ungu leikara í Holly- wood. Þessa dagana má sjá hann í tveimur úrvalsmyndum í Reykjavík. í Don Juan DeMarco leikur hann ungan mann sem heldur sig vera frægasta elsk- huga sem uppi hefur verið og í Ed Wood leikur hann þann versta kvikmyndaleikstjóra sem uppi Kvikmyndir hefur verið. Ed Wood, sem er svart/hvít kvikmynd, er leikstýrð af Tim Burton sem meöal annars var leikstjóri fyrstu tveggja Bat- man myndanna. Þar er fylgst með ævi Eds Woods frá því að hann gerði fyrstu kvikmynd sína og fram yfir þriðju myndina og er staðnæmst við kynni hans og leikarans Bela Lugosi en Martin Landau fékk óskarsverðlaunin fyrir túlkun sína á Lugosi. Johnny Depp er eftirsóttur leik- ari en hann er vandlátur á hlut- verk. Það var í kvikmynd Tims Burtons, Edward Scissorhands, sem hann fékk fyrst þá miklu athygli sem hefur fylgt honum síðan. Af öðrum myndum, sem hann hefur leikið í, má nefna Arizona Dream, Benny and Joon og What’s Eating Gilbert Grape. Nýjarmyndir Háskólabíó: Tommy kalllnn Laugarásbíó: Don Juan DeMarco Saga-bió: Kynlífsklúbbur í paradís Bióhöllin: Die Hard with a Vengeance Bióborgin: Ed Wood Regnboginn: Before Sunrise Stjörnubíó: í grunnri gröf Gengiö Almenn gengisskráning LÍ nr. 162. 06. júlí 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 62,640 62,900 63,080 Pund 99,860 100,260 99,790 Kan. dollar 45,740 45,970 45,810 Dönsk kr. 11,6010 11,6600 11,6600 Norsk kr. 10,1660 10,2170 10,2090 Sænsk kr. 8,6450 8,6880 8,7000 Fi. mark 14,6910 14,7650 14,8680 Fra. franki 12,9560 13,0210 12,9550 Belg. franki 2,2028 2,2138 2,2157 Sviss.franki 54,5200 54,7900 55,0200 Holl. gyllini 40,4300 40,6400 40,6700 Þýskt mark 45,3100 45,5000 45,5300 ít. líra 0,03864 0,03888 0,03873 Aust. sch. 6,4380 6,4770 6,4810 Port. escudo 0,4293 0,4319 0,4309 Spá. peseti 0,5203 0,5235 0,5210 Jap. yen 0,73520 0,73890 0,74980 irskt pund 102,670 103,280 102,830 SDR 98,13000 98,72000 99,10000 ECU 83,5200 83,9400 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan b 7 8 10 ii il H *1 * J * j vr x' 21 J 2Í \ Lárétt:l pyntingartæki, 7 hopa, 8 kom- ast, 10 kúga, 12 skökk, 13 kusk, 15 raki, 17 augabragð, 19 dreggjar, 21 fljótið, 22' boröaði, 23 tilfmning. Lóðrétt: 1 hrotta, 2 kvendýr, 3 keyri, 4 kostnaður, 5 hanga, 6 konu, 9 græðgi, 11 kjána, 14 prakkaraskapur, 16 athyglin, 18 þjófnaður, 19 baga, 20 drykkur. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 konsúll, 7 eril, 8 lak, 10 skræf- ur, 11 tif, 12 gáta, 14 illur, 16 ós, 17 róar, 18 áts, 19 æðrast. Lóðrétt: 1 kestir, 2 orki, 3 nirflar, 4 slæg- ur, 5 úlf, 6 laut, 9 krassa, 13 árás, 15 lóð, 16 ótt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.