Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1995, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RViK, SlMI: 563 2700
FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
Vestrænir aular
Símahleranir hafa leitt í ljós, aö her Bosníu-Serba er
stjómað af yfirmönnum júgóslavneska hersins. Enn-
fremur hafa fundizt skjöl, sem sýna, að yfirmönnum og
verkstjórum herja Serba em greidd laun af júgóslav-
neska hemum. Oargadýrin lúta yfirstjóm.
Einnig er ljóst, að það var júgóslavneski herinn, sem
miðaði út bandarísku könnunarþotuna, sem skotin var
niður yfir Bosníu. Loks hefur komið í ljós, að Júgóslavíu-
stjóm hefur áfram haldið að búa Bosníu-Serba vopnum
og vistum, þrátt fyrir formlega lokun landamæranna.
Áður var vitað, að Milosevits Serbíuforseti hóf stríðið
í Bosníu. Hann réð strax stefnu stríðsins, sem fólst í, að
geðveikum óargadýrum var sigað á óbreytta borgara,
með skipulögðum morðum og nauðgunum, pyndingum
og hreinsunum á tugþúsundum sakleysingja.
Lengi hefur verið vitað, að helztu ráðamenn Bosníu-
Serba em snargeðveikir morðingjar, þar á meðal Rado-
van Karadzik forseti og Radco Mladic herstjóri. Stríðs-
glæpadómstóllinn í Haag hefur mál þeirra til meðferðar.
Raunveruleg ábyrgð á stríðsglæpum Bosníu-Serba hvílir
þó hjá Slobodan Milosevits Júgóslavíuforseta.
Þótt alhr aðilar í styrjöld Serba, Króata og Bosníu-
manna hafi framið stríðsglæpi, er þó komið í ljós, að
meira en 90% glæpanna hafa verið framdir af Serbum og
í þágu krumpaðrar hugsjónar um Stór-Serbíu, sem er
undirrótin að hörmungum almennings á Balkanskaga.
Ráðamenn Vesturlanda hafa vitað þetta árum saman,
þótt þeir reyni að þegja yfir því. Það hefur lengi verið
vitað, að Milosevits Júgóslavíuforseti segir aldrei satt
orð, en fer sínu fram með undirferli og svikum. Samt em
vestrænir ráðamenn sífellt að semja við hann.
Umboðsmenn vestrænna ráðamanna og ráðamanna
Sameinuðu þjóðanna eru sí og æ að skrifa undir mark-
laus plögg á borð við vopnahléssamninga og senda ráða-
mönnum Bosníu-Serba marklaus hótunarbréf. Mótaðil-
inn hefur aldrei tekið mark á neinum shkum pappímm.
Þótt þetta sé allt hin mesta sorgarsaga, er hún ekki
gagnslaus með öllu. Þeir, sem vita vilja, sjá nú, að Vestur-
löndum er undantekningarlítið stjómað af villuráfandi
aumingjum, sem em ófærir um að takast á við verk-
efni, er krefjast greindar, framsýni og áræðis.
Þetta gildir raunar ekki aðeins um ráðamenn stærstu
ríkjanna á Vesturlöndum, svo sem Bandaríkjanna, Bret-
lands, Frakklands og Þýzkalands, heldur einnig nokk-
urra annarra ríkja, sem hafa með ýmsum hætti stuðlað
að hneykslinu, svo sem ráðamenn Grikklands og Spánar.
Þetta gildir líka um sáttasemjara, herstjóra og aðra
umboðsmenn umheimsins á Balkanskaga. Frægur af
endemum er pólitískur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna á
svæðinu. Einnig hafa sáttasemjaramir staðið sig afar illa,
þeir Vance, Owen og Stoltenberg. Þeir hafa leikið fífl.
Engin atburðarás hefur opnað þvílíka innsýn í hnign-
un og hrun Vesturlanda. Með afskiptum sínum af málinu
hefur Nató reynzt vera farlama öldungur, sem er gersam-
lega ófær um nokkuð annað en að nöldra og væla. Til-
gangsleysi Nató eftir lok kalda stríðsins er kristaltært.
Atburðarásin hefur sýnt, að þjóðskipulag Vesturlanda
leiðir nú til vals á ráðamönnum og öðmm ábyrgðar-
mönnum, sem kunna að geta ráðið við hversdagsleg við-
fangsefhi heima fyrir, en em alveg ófærir um að gæta
víðra langtímahagsmuna Vesturlanda í umheiminum.
Þessir ráðamenn og ábyrgðarmenn munu reynast jafn
óhæfir um að mæta öðrum aðsteðjandi vandamálum, svo
sem af hálfu ofsatrúarmanna og hryðjuverkamanna.
Jónas Kristjánsson
Mikið drasl rekur á fjörur t Bitrufirði á Ströndum, eins og greinarhöfundur bendir á.
Mengun sjávar
Umhverfismál verða sífellt
stærri málaflokkur, enda fólk oröið
meðvitað um það hvað hrein nátt-
úra er nauðsynleg til að lifa sóma-
samlegu lífi.
Til skamms tíma hefur Mengun-
ardeild Siglingamálastofnunar rík-
isins farið með þau málefni á veg-
um íslenska ríkisins er varða
mengun sjávar.
Árið 1987 var athygli stofnunar-
innar vakin á miklu drasli sem rak
á fjörur í Bitrufirði á Ströndum.
Farið var norður og aðstæður
kannaðar. Ruslið í íjörunum þá var
aðallega mjólkurumbúðir, inn-
kaupapokar frá verslunum víðs
vegar á landinu, ýmiss konar plast,
þar á meðal brettaplast og áburðar-
pokar, plastbrúsar undan olíu o.fl.
og brotnir fiskkassar. Að lokinni
þessari ferð var haft samband við
LÍÚ og á vegum samtakanna voru
gerð plaköt sem dreift var til félags-
manna. Eftir þetta hafa fjörurnar
verið skoöaðar árlega og kom fljót-
lega í ljós árangur af áróðri LÍÚ
þar sem mjólkurumbúðir hurfu
nánast alveg úr fjörunum, svo og
innkaupapokar. Hins vegar fór að
bera meira á veiðarfæraafgöngum,
trollstykkjum og ýmsum öðrum
hlutum, svo sem plastkúlum.
Á þeim árum sem liðin eru síðan
farið var að skoöa fjörurnar í Bitru-
firði hefur ýmislegt rekið á fjörurn-
ar, þar á meöal stórar netadræsur
sem bundnar hafa verið saman og
grjót sett inn í til að sökkva þeim.
Þessi netaknippi eru misstór og
hafa einnig komið í veiðarfæri tog-
skipa á togslóðum og valdið þeim
miklum erfiðleikun við að ná inn eig-
in veiðarfærum með þessu í. Skip-
stjómarmenn sumra skipanna hafa
sagt að svona ófognuöur gæti auð-
veldlega sökkt litlum togskipum.
Á Alþingi í vetur voru samþykkt
lög um að Mengunardeild Siglinga-
málastofnunar færi undir Holl-
ustuvernd ríkisins og sinnti deildin
sömu verkefnum og áöur nema
KjaUarinn
Eyjólfur Magnússon
deildarstjóri hjá Hollustu-
vernd ríkisins
þeim sem varða mengunarvama-
búnað skipa. Á vegum Hollustu-
verndar var nýlega farið norður og
skoðaðar fjörur í Bitrufirði og við
sunnanverðan Steingrímsfjörð. í
þessari skoðunarferö var mjög
áberandi netaafskurður og troll-
stykki, og blátt plast sem menn
kannast við sem millilag í pakkn-
ingum frá frystitogurum. Einnig
kassabönd úr plasti sem gætu verið
frá sömu aðilum. Að sögn íbúa á
þessu svæði er mest af drasli eftir
norðanstæðar áttir.
Undirritaður hefur fylgst með
þessum málum frá árinu 1987 og
er þeirrar skoðunar að herferðin
sem LÍÚ stóð fyrir á sínum tíma
hafi ekki skilað sér til lengri tíma.
Það verður að telja líklegt að
veiðarfæradraslið komi frá skip-
um, sumt hefur getað farið í sjóinn
vegna óviðráðanlegra orsaka en
mestu af.þvi er fleygt fyrir borð.
Öllum trollhlutum sem eru bundn-
ir saman og farg með er fleygt sam-
kvæmt fyrirmælum yfirmanna
skipanna. Þeir ættu að vita að
svona aðgerðir eru lögbrot og geta
einnig orsakað slys, ekki aðeins
þegar þetta kemur í veiðarfæri
skipa heldur einnig þegar minni
bátar eru að fá þettg í skrúfuna,
þvi það er ekki í öllum tilvikum
þegar bátar fá net í skrúfu að það
séu þeirra eigin veiðarfæri. Smærri
afskurður úr trollhlutum sem rek-
ur á land orsakar sjaldan slys en
mengar unihverfið. Þeir sem
fleygja þessu rusli í sjóinn eru sóð-
ar og koma verulegu óorði á sjó-
mannastéttina.
íbúar á þessum svæðum fara á
hverju ári og hreinsa fjörurnar,
Þaö er mjög ósanngjarnt aö þeir
skuli þurfa að leggja á sig mikla
vinnu við að þrífa ósómann. Menn
hafa örugglega annað og betra við
tímann að gera en að hreinsa upp
rusl eftir aðra.
Eyjólfur Magnússon
„Þessi netaknippi eru misstór og hafa
einnig komið í veiðarfæri togskipa á
togslóðum og valdið þeim miklum erf-
iðleikun við að ná inn eigin veiðarfær-
um með þessu 1. Skipstjórnarmenn
sumra skipanna hafa sagt að svona
ófögnuður gæti auðveldlega sökkt litl-
um togskipum.“
Skodanir annarra
Ekki mikið gagn aff Gatt
„Það var því almenningi í landinu mikil nauðsyn
að innflutningur á landbúnaðarvörum stuðlaði að
lægra vöruverði, enda vandfundin meiri kjarabót
fyrir barnmargar fjölskyldur og láglaunafólk, en
lækkun á matvöruverði. Á þessi eðlilegu rök var
ekki hlustað heldur reynt að bæta bölið meö því að
benda á eitthvað annaö og sagt að aðrir gengju jafn-
vel enn lengra í vemdarstefnunni. Það era ekki hald-
bær rök enda skiptir útfærsla annarra þjóða okkur
engu máli. Ef þæc vilja halda sig við þá misráðnu
stefnu að ríkisstyrkja og vernda landbúnað, þá er
það þeirra vandamál, ekki okkar.“
Leiðari Viðskiptablaðsins 5. júlí.
Mjólk ekki dýrari hér
„Fuilyrt hefur verið að innflutningur matvæla
verði til mikilla hagsbóta fyrir neytendur, ef hann
væri fullkomlega frjáls. í þessu sambandi er það at-
hyghsvert að í nágrannalöndunum er það þannig í
raun, að á mjólkurvörum er sáralítill verðmunur og
dæmi eru um það að mjólk sé dýrari þar heldur en
hér á landi. Verðmunur er meiri á ýmsum kjötvör-
um. Alls er óvíst um hvemig verð á uppboðsmörkuð-
um erlendis myndi skila sér hérlendis.“
Leiðari Tímans 5. júlí.
Fiskveiðilögregluríki
„Hver eru svo úrræði „kerfisins" gagnvart þessum
vandamálum? Þau hafa meðal annars sést í tillögum
Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra. Vanda-
málin á að leysa með enn strangari refsingum og
viðurlögum annars vegar og hins vegar einhvers
konar fiskveiðilögregluríki... Þegar fiskveiðilög-
regluríki af þessum toga verður komið á laggirnar
verða væntanlega engin vandkvæði á því að finna
þau 12 þúsund nýju störf, sem Halldór Ásgrímsson
og Framsóknarflokkurinn hafa lofað að skapa til
aldamÓta.“ Sighvatur Björgvinsson í Alþbl. 5. júlí.