Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 Fréttir dv Þrír gerðu athugasemd við stækkun álversins í Straumsvík: Ekki gert ráð fyrir vothreinsibúnaði sem er nauðsynlegur til að draga úr mengun brennisteinstvíoxíðs í útblæstri liki pessu mun aiverið I Straumsvik lita Ut et at stækkun pess verður. Nýi kerskálinn mun verða mjög nærri Reykjanesbrautinni. Stækkun álversins 1 Straumsvik: Nýr skáli samhliða þeim sem fyrir eru Þrír aðilar gerðu athugasemdir til Skipulags ríkisins vegna fyrirhug- aðrar stækkunar álversins í Straum- svik en frestur til slíks rann út síð- astliðinn mánudag. Þetta eru þing- flokkur Kvennalistans, Hjörleifur Guttormsson alþingismaður og um- hverfisnefnd Bessastaðahrepps. „Þessi athugasemd sem við send- um nú er til Skipulags ríkisins sem hefur fyrst og fremst með skipulags- framkvæmdir að gera. Aftur á móti eru okkar aðalathugasemdir varð- andi mengunarþáttinn. Það er Holl- ustuvernd ríkisins sem hefur með það að gera og hægt að skfla athuga- semdum við þann þátt til 15. sept- ember,“ sagði Kristín Halldórsdóttir, þingkona Kvennalistans, í samtali við DV. Hún segir að þingflokkur Kvenna- hstans leggi áherslu á að farið verði eftir ýtrustu kröfum um varnir gegn hvers konar mengun. Hún segir að samkvæmt því umhverfismati sem unnið hefur verið og í tillögum að starfsleyfi sem sem nú liggja fyrir hollustuvernd sé ekki gert ráð fyrir jafn ítarlegum kröfum varðandi brennisteinstvíoxíð í útblásturslofti og gerðar eru í Noregi og fleiri lönd- um. Þar af leiðandi sé ekki gert ráð fyrir vothreinsibúnaði sem sé nauð- synlegur til að draga úr mengun brennisteinstvíoxíös. „Við gerum athugasemdir við þá þætti sem gætu hugsanlega snert okkur hér. Þar er um að ræða loft- mengun og hávaða. Við skiptum okk- ur ekkert af því hvemig ísal tryggir aö hvort tveggja verði, bara að það sé tryggt," sagði Bjöm J. Bjömsson, formaður umhverfisnefndar Bessa- staöahrepps. Ekki náðist í Hjörleif Guttormsson alþingismann en hann gerir svipaðar athugasemdir og þingflokkur Kvennalistans varðandi brenni- steinstvíoxíð og vothreinsibúnað. „Það verður haldinn nýr fundur um málið næstkomandi mánudag. Síðan á ég von á því að ákvörðun um framhaldið varðandi stækkunina verði tekin fljótlega eftir það,“-sagði Rannveig Rist, verkfræðingur hjá ísal, um hvernig mál stæðu varðandi stækkun álversins í Straumsvík. Ef af stækkuninni verður eru menn að tala um að stækka álverið um helming. Það verður gert með þeim hætti að lengja nokkuð kerskálana tvo sem fyrir eru en bæta síðan við þriðja skálanum. Hann verður á milli Reykjanesbrautar og skála 2, sam- hliða honum. Öll rör og hreinsivirki verða á milli skálanna þannig að frá veginum séð verður bara slétt hhð skálans og sjónmengun því eins lítil og verða má. í athugasemdum sínum tekur þing- flokkur Kvennalistans undir þá hug- mynd sem komið hefur fram aö skál- arnir verði málaðir í litum sem falla eins vel að umhverfinu og frekast er unnt. Fiðrildið kóngasvarmi er með allt að tólf cm vænghaf. Þröstur Erlings- son, aðstoðarmaður á Náttúrufræði- stofnun, heldur á fiðrildinu. Fiðrildi fjúka til íslands - frá Suður-Evrópu í síðustu viku náðist nokkuð merkilegt fiðrildi á Djúpuvík á Ströndum. Hafði það sést þar sér- staklega á nóttunni og sótti mikið í blómin. Heitir það kóngasvarmi, kemur frá Suður-Evrópu og er grátt, með tólf cm vænghaf. Jóna Ingibjörg Bjarnadóttir og Helga Jónsdóttir fönguöu fiðrildið, settu það í krukku, frystu og sendu Náttúrufræðistofnun íslands. „Þetta er stórt og mikið fiðrildi sem berst hingað síðsumars af og til. En ekki í eins miklum mæh og núna. Ég hef heyrt um fimm dæmi. Þetta kemur frá Suður-Evrópu. Suðaust- anáttin er hlý og nær alla leið yfir hafið og skapar góð skilyrði," segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur. Segir hann htlar líkur á að þvílíkt fiðrildi lifi hér á landi. Árneshreppur: Gottfiskirí Regma Thorarensen, DV, Selfossi: Fiskirí er mun betra í Árneshreppi á Ströndum í ár heldur en var á síð- asta ári. Tíu bátar róa frá Norður- firði, aðkomubátar að mestu sem fiska yfir sumartímann og leggja upp hjá Guðsteini Gíslasyni. Oft vantar fólk þegar mikið aflast því bændur eru nú í heyskap. í dag mælir Dagfari Atvinnulausir úr felum Atvinnulausum fjölgaði í júlí. Það er nýtt á íslandi yfir hábjargræðis- tímann og von að menn spyrji: Hvað er að gerast? Félagsmálaráðherra hefur boðað þá stefnu að meina útlendingum að fá atvinnuleyfi og láta íslenskt vinnuafl hafa forgang. Það er góð og gild stefna ef ekki væru þau vandræði að íslendingar eru ekki fúsir til hvaða starfa sem er og neita að ganga í sum störf sem eru fyrir neðan þeirra virðingu. Helst mun það vera fyrir neðan virðingu íslenskra launamanna að starfa í fiski, enda er fiskvinnsla lítt að okkar skapi og hefur ekki annað í för með sér en að bjarga verðmæt- um. Það hentar okkur Islendingum ekki. Við vhjum ekki bjarga verð- mætum. Við viljum bara vinna við að sóa þeim. Þess vegna er stefna félagsmálaráðherra varhugaverð, ef engir útlendingar fá atvinnu- leyfi, því þá minnka verðmætin sem við, hinir íslensku launamenn, getum sóað. En ekki er allt sem sýnist og enda þótt tölur um fjölda atvinnulausra hafi hækkað er það mat fram- kvæmdastjóra Vinnuveitendasam- bandsins að þessi hækkun þýöi ekki endilega hækkun. Þórarinn V. Þórarinsson er einmitt útlærður og marghertur í aö útskýra flókna hluti á einfaldan hátt og Þórarinn segir „að nú eru hópar sem líta á sig og skrá sig atvinnulausa, sem ekki gerðu það áður. Þar má nefna", segir Þórarinn, „og þaö er ekkert leyndarmál að það er mjög áberandi að ungar konur með börn skrá sig atvinnulausar eftir barns- burð. Þeim hefur fjölgað mjög mik- ið. Einnig hefur þeim íjölgað sem nú mega skrá sig en áður var það skilyrði til að fá sig skráðan at- vinnulausan að vera í stéttarfé- lagi“. Þama er skýringin komin. At- vinnulausum hefur ekki fjölgað. Það era bara fleiri sem skrá sig! Þeir sem nú skrá sig í fyrsta skipti og hafa þó áður verið atvinnulausir era þess vegna ekki nýtt vandamál eða merki um að atvinnulausum hafi íjölgað. Þeir eru bara komnir úr felum. Hitt er sömuleiðis alvarleg mis- notkun á kerfinu að nú eru ungar konur farnar að skrá sig eftir bamsburð. Þetta hafa þær aldrei leyft sér áöur. Þórarinn segir að þeim hafi fjölgað sem eru ungar og eigi böm og láti skrá sig. Atvinnu- leysiö stafar sem sagt ekki af því að fleiri era atvinnulausir, heldur því að ungum mæðrum hefur fjölg- að. Það eru fleiri mæður sem eiga börn! Atvinnuleysið er með öðrum orðum vaxandi vegna fleiri bam- eigna. Þetta hefur auðvitað ekkert með atvinnumarkaðinn að gera og segir ekkert til um atvinnutækifærin. Þetta er hins vegar skráning um flölda barneigna og spurning hvort leyfa eigi ungum mæðram að skrá sig eftir barnsburð af því að þær hafa ekki gert það áður í sama mæli og er misnotkun á kerfinu. Þær eru beinlínis að eiga börn til að geta skráð sig atvinnulausar. Þá má vefengja réttmæti talna um atvinnulausa þegar fólk, sem er utan stéttarfélaga, skráir sig at- vinnulaust. Það fólk var ekki at- vinnulaust samkvæmt gömlu taln- ingunni af því að enginn er at- vinnulaus ef hann er ekki í stéttar- félagi. Og enginn er í stéttarfélagi nema hann hafi atvinnu. Þar af leiðandi er það ómark þegar þetta fólk kemur aftan að Vinnuveit- endasambandinu og Alþýðusam- bandinu og er að abbast upp á vinnumarkaðinn með því að segj- ast núna fyrst vera atvinnulaust. Það hefur í rauninni engan rétt til þess og vafasamt að túlka vaxandi atvinnuleysi með skráningu fólks sem skráir sig þótt það sé ekki í stéttarfélagi. Atvinnuleysið hefur því ekki far- iö versnandi, nema síður sé, vegna þess að ef maður dregur barneigna- fólkið frá og stéttleysingjana frá hafa tölurnar ekki hækkað því þetta fólk var allt atvinnulaust fyr- ir eða þá er að eiga börn án þess að hafa skráð sig áður en það átti bömin. Niðurstaðan er því sú aö atvinnu- leysið hefur ekki aukist og engin ástæða til að taka mark á nýrri skráningu, sem er svindl hjá fólki sem hefur verið atvinnulaust fram að þessu og eru hópar sem líta á sig sem atvinnulausa þótt þeir hafi alltaf verið atvinnulausir. Svoleiðis tölur eru ekki marktækar. Þaö er ekkert leyndarmál, að mati Þórar- ins V. Þórarinssonar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.