Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1995, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 11 Vatnsþéttum þök svalir, tröppur og áveðursveggi með Aquafin-2K. Aquafin-2K er 2ja þátta sveigjanlegt múrefni, ætlað til vatnsþéttingar á steyptum flötum. Vatnsþétting á útitröppum var áður vandamál, en Aquafin-2K gjörbreytti dæminu. Við veitum 3ja ára ábyrgð á efni og vinnu. 4 ára reynsla af Aquafin-2K sannar okkur, að þar er komið efni sem ekki flagnar af, þrátt fyrir regn, frost og umgang. Húsahlynning hf. Alhliöa húsaviögeröir 567 3730 894 3324 567 0 7 6 6\ Skemmtilegt hf. býður nýja þjón ustu, Veisluna út i náttúrunni. Fallegt uppsett tjald á skemmti- legum stað með borðum og bekkjum. Grill og gjallarhorn, allt sem til þarf. Sjáum um flutn- ing veislugesta að og frá veisl- unni. Fjölbreytt tölvunám fer fram í Tölvuskóla Reykjavíkur. Tjaldalelgan Skemmtílegt hf., súni 5876777 Tölvuskóli Reykjavíkur: Fjölbreytt nám fyrir atvinnulausa Tölvuskóli Reykjavíkur er fimm ára gamall skóli sem býöur fjölbreytt námskeiö, bæði stutt sérhæfð nám- skeið og lengri starfsmannanám- skeið. Ollum námskeiðum fylgja námsgögn á íslensku og er bókaút- gáfa orðin snar þáttur í starfsemi skólans sem býður upp á fimmtán tölvubókatitla sem notaðir eru víðs vegar í skólum landsins og eru einn- ig til sölu á almennum markaði. Stuttu sérhæfðu námskeiðin eru 6 til 28 klst. og þar á meðal eru Window, ritvinnsla (Word), töflu- reiknir (Excel), gagnagrunnur (Acc- ess), tölvubókhald (Stólpi), tölvufjar- skipti (Intemet), glærugerð og aug- lýsingar (PowerPoint). Starfsmenntunamámskeiðin em allt að 212 klukkustundir og má þar nefna skrifstofutækni, sem er mjög vinsælt, en það námskeið er sífellt verið að bæta og breyta svo að það svari kalli tímans og sé ávallt sem hagnýtast. Þá má nefna Sérhæfða skrifstofutækni sem er 128 klst. Það námskeið inniheldur tölvuhluta Skrifstofutækninnar ásamt nokkr- um viðskiptagreinum. Loks má nefna Bókhaldstækni, 84 klst., þar sem meðal annars er farið í launaút- reikninga, virðisauka og fjárhags- bókhald á tölvu. Það er ekki aðeins í Reykjavik sem þessi námskeið eru haldin. Tölvuskóh Reykjavíkur hef- ur haldið þau á einum þrjátíu stöðum úti á landi. Nemendum boðið að þreyta próf Síðastliðinn vetur fór Tölvuskóli Reykjavíkur að bjóða fram fjölbreytt nám fyrir atvinnulausa, til dæmis tölvunám, bókhaldsnám og mála- nám. Skóhnn býður öllum nemend- um að þreyta próf eftir suma áfanga og með því að taka próf geta atvinnu- lausir hka útskrifast úr Skrifstofu- tækni. Skólinn hefur sett á laggirnar al- menna Internet-þjónustu undir nafn- inu Treknet. Athyglisverð nýjung er að Treknetið býður ókeypis skrán- ingu í netfangaskrá sem er öllum opin. Einnig er boðið upp á sérstaka rafpóstskráningu (e-mail) fyrir þá sem aðeins vilja nýta sér þann þátt Intemetsins. Námskeiðin sem Trek- net og Tölvuskóli Reykjavíkur standa fyrir eru sniðin að þörfum notandans. í boði eru grunnnám- skeið, framhaldsnámskeið og nám- skeið í gerð heimasíðna. Skipulegt sjálfsnám um at- vinnumál og tækifærasköpun Um sjö ára skeið hefur Háskóli Is- lands starfrækt skipulegt sjálfsnám um atvinnumál og tækifærasköpun. Um er að ræða þjónustu sem aðstoð- ar einstakhnga og fyrirtæki við að skapa sér ný og sérhæfö tækifæri í atvinnulífi á grundvehi upplýsinga og þekkingar. Frá upphafi hefur Jón Erlendsson verkfræðingur haft for- stöðu með sjálfsnáminu. í þessu námi fá þátttakendur, ein- stakhngar og fyrirtæki aðstoð við að afla sérhæíðra upplýsinga um hvers kyns ný tækifæri, stór eða smá eftir atvikum. Að auki eru þátttakendur aðstoðaðir við að afla almennrar þekkingar á rekstri og viðskiptum. Jón segir að nú nái upplýsingaþjón- ustan til áttatíu þúsund erlendra að- ila. Megintilgangurinn meö sjálfsnám- inu er að virkja sem flesta til skipu- legrar og sívirkrar vinnu viö að efla sjálfa sig með það fyrir augum að vera undir það búinn að mæta hvers kyns áfóllum (t.d. samdrætti, at- vinnumissi o.fl). Eins að vinna á sí- virkan hátt aö því að finna eða skapa ný tækifæri fyrir sig eða vinnuveit- anda sinn. Þá er þátttakendum hjálp- að að finna og afla hvers kyns rita og sambanda. Ritin eru nýtt til sjálfs- náms, en það fer fram á einstakhngs- grundvehi eða í 5-6 manna hópum. Gert er ráð fyrir að hver þátttakandi sé með 1-2 tækifæri eða hugmyndir í skoðun á hverjum tíma, ýmist fyrir sjálfan sig eða vinnuveitanda sinn eða báða. Skoðun þessara hugmynda sé leiðarljósið í annarri þekkingar- öflun. Með þessari aðferð er hægt að koma tilteknum fróðleik til skila fyr- ir htinn hluta af þeim tilkostnaði sem fylgir venjulegri kennslu. Á móti kemur aö ekki geta allir nýtt sér þjónustu þessa. Aðferðin krefst þess að viðkomandi hafl góða málakunn- áttu og mikinn áhuga á því sem hann er að gera. FRÍSTUNDANÁM Kvöldnámskeið í Miðbæjarskóla og Gerðubergi ÍSLENSKA: íslenska, stafsetning og málfræði. ítarleg yfirferð. íslenska fyrir útlendinga; I, II, III, IV (í I. stig er raðað eftir þjóðerni nemenda). íslenska fyrir útlendinga I - hraðferð. Kennt fjög- ur kvöld í viku. ERLEND TUNGUMÁL: (byrjenda- og framlialdsnámskeid) ■ Danska, norska, sænska, enska, þýska, hollenska, franska, ítalska, spænska, portúgalska, gríska, búlgarska, rússneska, japanska, arabíska. Talflokkar í ýmsum tungumálum. Áhersla lögð á tjáningu daglegs máls, lesnar smásögur, blaðagreinar o.s.frv. VERKLEGAR GREINAR: Fatasaumur, bútasaumur, skrautskrift, postulínsmálun, bók- band, stjörnuspeki, silkimálun, glerskurður, teikning, málun, módelteikning, teikning og litameðferð fyrir 13-16 ára. AÐSTOÐ VIÐ SKÓLAFÓLK OG NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN: Stærðfræði á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Nemendur mæta með eigið námsefni og fá aðstoð eftir þörfum. Fámenn- ir hópar. Stafsetning og málfræði. ítarleg yfirferð. DANSKA, NORSKA, SÆNSKA, ÞÝSKA fyrir 6-10 ára gömul börn til að viðhalda kunnáttu þeirra í málunum. Byrjendanámskeið í þýsku. NÝ NÁMSKEIÐ: Trúarbragðasaga - yfirlitsnámskcið: Fjallað verður um helstu trúarbrögð heims. Kennari: Dagur Þorleifsson. Listasaga: Fjallað verður um helstu tímabil listasögunnar frá upphafi myndgerðar fram á okkar daga. Kennari: Oddur Albertsson. Glerskurður: Kennari: Ingibjörg Hjartardóttir. Módelteikning: Kennari: Kristín Arngrímsdóttir. Ritlist: Kennarar: Elísabet Brekkan og Árni Árnason. Svæðanudd: 60 stunda námskeið. Kennari: Gunnar Friðriks- son. Öskjugerð: Kennari: María Karen Sigurðardóttir. Innritun fer fram í Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1, dagana 14. og 15. september kl. 17.00-20.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.