Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 Viðskipti HBáAkranesi med103milijóna hagnaðfyrstusex mánuði ársins Daníd Ólafeson, DV. Akranesi: Hagnaður af rekstri Haraldar Böðvarsson hf„ útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtrekisins á Akranesi, fyrstu sex mánuði ársins var 80 milljónir króna en var 103 millj- ónir króna allt árið 1994. Velta fyrirtækisins fyrstu sex mánuði ársins var 1,5 milljarðar en 2,5 milljarðar allt árið 1994. Hluthafar í HB eru nú um 652 og er Burðarás í eigu Eimskips stærsti hluthafmn með 10 prósent hlutaflár. Fyrirtækið gerir út tvo ísfisktogara, einn frystitogara og tvö loðnuskip, auk fiskverkunar og fiskmjölsverksmiðju. Fram- kvæmdir standa nú yfir við fisk- mjölsverksmiðju fyrirtækisins og kosta þær um 50 milijónir króna. Nathan&Olsen kaupirrekstur dagvörudeíldar Gengið hefur verið frá samn- ingum um kaup Nathans og 01- sens hf. á rekstri dagvörudeildar Kristjáns Ö. Skagfjörö hf. og tek- ur fyrirtækiö viö rekstri umboða dagvörudeildarinnar frá 22. ág- úst. Meðal erlendra umboða sem Nathan og Olsen hf. taka við eru JA/MONT, GROCERY INT. og Hellema. -GHS Tilboði tekið í smábátahöfn Ægír Már Kárason, DV, Suöumesjum: Tilboð í lokaframkvæmdir við smábátahöfnina í Grófinni í Kefla- vík voru opnuö á dögunum. Alls bárust fimm tilboð í hellulögn og steypuvinnu við frágang á svæð- inu. Haíharstjóm hafnarinnar Keflavík-Njarðvík samþykkti að taka tilboði lægstbjóðanda, Nes- prýði Iif. i Keflavík, sem hljóðaði upp á 2.875 þúsund. Það er 73,29 prósent af kostnaðaráætlun. Öll tilboðín voru undir áætlun. Kaupmenn í Mjódd standa í 30 milljóna króna framkvæmdum: Glerþak byggt yf ir göngugötuna í haust - aöalmáliö aö skapa skjól, segir Gissur Jóhannsson „Framkvæmdir hafa tafist af því að við þurftum samþykki allra eign- araðila en ég held að allir séu búnir að samþykkja þetta núna og að Ba- há’í trúfélagið hafi ákveðið að vera með. Hagsmunir eru mismunandi hjá mönnum eftir því hvar þeir eru staðsettir. Trúfélagið sá sér kannski ekki hag í því að vera með því að þeir eru á annarri hæð en það er eins og gengur," segir Gissur Jóhanns- son, formaður Svæðafélagsins í Míódd, en það stendur að byggingu glerþaks yfir göngugötu milli versl- ananna í Mjódd. Framkvæmdir við yfirbygginguna heflast í næstu viku og er stefnt að því að þeim verði lokið í byijun nóv- ember. Yfirbyggingin verður gegnsæ úr plasti og gleri með buröarvirki úr límtré og er búið aö framleiða allt í hana. Byggt verður yfir gangstétt- irnar milli verslananna við Þöngla: bakka 1 og 6 og Áifabakka 12,14 og 16 og á yfirbyggingin að efla sam- keppni við Kringluna og annað yfir- byggt verslunarhúsnæði í borginni. „Það hefur verið hugmyndin frá upphafi að byggja yfir göngugötuna milli húsanna. Eftir því sem fyrir- tækin hafa fest í sessi hefur komið í ljós að þaö yrði að drífa í þessu vegna veðráttunnar. Kaupmenn við yfir- byggðu göngugötuna í Garðabænum tala um 20 prósenta söluaukningu hjá sér en ég veit ekki hvað þeir hafa fyrir sér í því. Aðalmálið hjá okkur er að skapa skjól og gera verslunar- svæðið eftirsóknarverðara," segir Gissur. Búist er við að yfirbyggingin í Mjódd kosti um 30 milljónir fullgerð og eigi þá eftir að gera umhverfið vistlegt með til dæmis gróðri og bekkjum. Þegar hefur verið byggt yfir göngugötuna í verslunarkjam- anum í Garðabæ, auk þess sem kaup- menn við Laugaveg hafa árum sam- an barist fyrir því að fá byggt yfir Laugaveginn. -GHS Glerbygging í Mjódd Alfabakki 16 Úra- og skartgripaverslun > Alfabakki 14 ÁTVR Þönglabakki 14 Leikfanga- , verslun <o cr JL (S Alfabakki 12 Apótek Heimild: Batteríið ö Þönglabakki 1 Matvöruverslun DV 1 Doilarinn helst stöðugur en þýskt mark lækkar Gengi Norðurlandamynta hefur lækkaö gagnvart þýsku marki und- anfama daga en horfur em á því að það styrkist næstu daga eða vikur. Þetta kemur fram í Gjaldeyrismál- um. Gengi Bandaríkjadollars gagn- vart íslensku krónunni hefur haldist nokkuð stöðugt að undanförnu og sama má segja um gengi pundsins. Gengi þýska marksins og japanska jensins hefur hins vegar hækkað gagnvart íslensku krónunni. Þorskur í gámum var seldur í Bret- landi í vikunni og fengust 137,67 krónur fyrir kílóið. Björgólfur EA og Rauðinúpur lönduðu afla í erlendum höfnum nýlega en ekki höfðu borist upplýsingar um landanir annarra skipa í gær. Björgólfur landaði í Bremerhaven og var enginn þorskur í aflanum en Rauðinúpur fékk 77,15 krónur í kílóið af þorski í Hull um miðjan mánuðinn. Litlar sveiflur hafa orðið á hluta- bréfum í Olís og Olíufélaginu en verð á hlutabréfum í Skeljungi, Eimskip- um og Flugleiðum hafa hækkað lítil- lega. Þingvísitala hlutabréfa hefur hækkað en þingvísitala húsbréfa hef- ur haldist svo til óbreytt. Álverð hefur haldist nokkuð stöð- ugtundanfamaviku. -GHS DV Þýskt-íslenskt verslunarráð stofnaðíhaust Fyrirhugað er að setja á lagg- imar Þýsk-íslenska verslunar- ráðíð í október og verður fljótlega eftir það opnuð þjónustuskrif- stofa í húsnæðí Verslunarráðs íslands. Nú þegar hafa yfir 60 þýsk og íslenskt fyrirtæki ogtélög skráð sig stofhendur að ráðinu. Sérstakt starfsfólk verður á skrifstofu nýja verslunarráðsins og munu ráðsfélagar standa und- ir rekstrinum með greiðslu fé- lagsgjalda, auk þess sem líklegt er að Deutscher Industríe- und Handelstag styðjí starfsemina fiáriiagslega. Þýsk-íslenska verslunarráðið mun eínbeita sér að því að auka upplýsingaskipti um viðskipta- kosti á íslandi og í Þýskalandí, standa fyrir verkefnum sem stuöla að auknum viðskiptum og samstarfi fyrirtækja og veita fé- lagsmönnum ýmsa fyiirgreiðslu. Að stofnun Þýsk-íslenska versl- unarráðsins standa Verslunarráð íslands, Sendiráð Þýskalands í Reykjavík og Sendiráð íslands í Bonn, svo og áhugasamir ein- staklingar frá báðum þjóðum. Hagkaupístað Garðakaupa í undirbúningi er nú að stór- verslunin Garðakaup í Garðabæ hætti rekstri á haustmánuðum, verslunin verði lokuð í mánuð og Hagkaup opni nýjan og glæsileg- an stórmarkað í húsnæði Garða- kaupa. Samkvæmt heimildum DV sjá sérfræðingar i hönnun stórmai'kaöa í Bandaríkjunum um að hanna og skipuieggja nýju verslunina. -GHS Bókaskemmaní Stjórnsýsluhúsið Daniel Ólafescm, DV, Akranesi: Bókaskemman og Pésinn fluttu nýverið í nýtt og glæsilegt hús- næði að Stillholti 18 á Akranesi en Bókaskemman er bóka- og rít- fangaverslun og Pésinn er aug- lýsinga- og sjónvarpsdagskrá sem dreift er ókeypis. Eigendur Pés- ans og Bókaskemmunnar eru hjónin Sigurður Sverrisson og Steinunn Ólafsdóttir, Eígendur Bókaskemmunnar og Pésans, Steinunn og Sigurður, i nýja húsnæöinu. DV-mynd Daniel RHumlnternetið erkomiðút Tólfta ritið i Ritröð Viðskipta- fræöístofnunar Háskóla íslands og Framtíöarsýnar hf. er komiö út og ber það heitið Internet í við- skiptalegum tilgangi. Höfundur er Marinó G. Njálsson tölvunar- fræðingur. -GHS UpplýsingaskiHi fráSkeljungi Daníel Ólalsson, DV, Akraneá: Stórum upplýsingaskiltum hef- ur verið komið fyrir á bensínstöð Skeljungs í Grafarvogi og á Akra- nesi og til stendur að setja annaö satns konar skilti a uina hensín- stöð Skeljungs í Reykjavík. Á upplýsingaskiltunum fær við- skiptavimu'inn upplýsingar um verö á bensíni og olíu í tönkum og sjálfsala.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.