Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1995, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1995, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 33 Fréttir Sigurjón Haröarson með lax úr Víðidalsá i Húnavatnssýslu en áin var kom- in með 666 laxa í gærkvöldi. DV-mynd Þröstur Selá, Vopnafirði: Veiðiskapurinn gengur f eiknavel Veiðiskapurinn gengur einkenni- lega þessa dagana, í mörgum veiðiám er ágæt laxveiði og mikið af fiski en aðrar gefa minna og fiskinn vantar í þær sumar. Silungsveiðin er fín, bleikjan er væn úr sjónum og tekur skemmti- lega flugurnar hjá veiðimönnum. Sérstaklega eru svartar flugur sterk- ar í laxinum og silungnum. „Veiðin gengur vel í Selá og eru komnir 880 laxar á þessari stundu. Þetta hefur gengið feiknavel síðustu vikurnar og veiðimenn veitt vel,“ Veiðivon Gunnar Bender sagði Hörður „Kringur" Óskarsson í gærkvöldi, er við spurðum um Selá í Vopnafirði. „Það er mikill lax í ánni og þá sér- staklega á efra veiðisvæðinu. Það kom stórganga um mánaðamót og veiðimenn eru enn þá að veiða úr henni. Stærsti laxinn er enn þá 21 pund og það var erlendur veiðimaður sem veiddi fiskinn en veiðst hafa 18, 16, 15 og hellingur af 14 punda fisk- um. En flugan er sterk þessa dagana og veiðimenn veiða vel á þær. Það eru mest hængar sem veiðast þessa dagana og segja menn að þeir séu að elta hrygnurnar upp í í Selá,“ sagöi Hörður enn fremur. Gunnar Sv. Jónsson með fallega veiði á flugur úr Efri-Fossi á efra svæðinu i Selá i Vopnafirði. Flókadalsá komin í 200 laxa „Veiðin gengur ekki nógu vel en núna eru komnir 200 laxar á land og sá stærsti er 14,5 pund,“ sagði Ingvar Ingvarsson á Múlastöðum, er við spurðum um Flókadalsá í gærkvöldi. „Það voru hörku fluguveiðimenn hérna hjá okkur fyrir skömmu, Þórð- ur Einarsson og synir úr Hafnar- firði. Þeir veiddu 18 laxa í tvo daga á ýmsar flugur. Síðan komu veiði- menn með enga maðka og nýju sjón- varpsbeituna. Þeir fengu 7 laxa á þessa nýju beitu, eða allavega held ég að það hafi verið hún sem gaf þeim þessa veiði. Stærsti laxinn er 14,5 pund og veiddist á Pokabreiðu,“ sagði Ingvar í lokin. Gljúfurá og Hítará komnar yfir 300 laxa „Á þessari stundu eru komnir yfir 300 laxar úr Gljúfurá í Borgarfiröi og Hítará á Mýrum. Gljúfurá er kom- in með 303 laxa og Hítará 330 laxa,“ sagði Bergur Þ. Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, í gærkvöldi. „Veiðiskapurinn hefur gengið vel í Hítará og þá sérstaklega Hítará tvö, þar eru komnir 25 laxar á land. Það hafa verið þetta 4 til 6 laxar á dag þarna efra og Grjótáin hefur gefið best,“ sagði Bergur enn fremur. Af Soginu er það að frétta að Al- viðra hefur gefið langbest, eða 82 laxa, en veiðin mætti ganga betur þar. Vífill Gústafsson, 6 ára, með 6 punda lax úr Leifsstaðahyl á efra svæðinu í Selá í Vopnafirði. DV-myndir Vífill Oddsson Myndlistarskóh Margrétar er að fara af stað með ný námskeið. Skól- inn var stofaður í september í fyrra og hann er til húsa í Aðalstræti 4b. Boðið er upp á námskeið fyrir fólk á öllum aldri, bæði byrjendur og lengra komna. Kennt er í litlum hóp- um eða einkatímum. Sérstök fjöl- tækninámskeið fyrir börn og ungl- inga eru í boði. Fyrir fullorðna er um að velja teikningu I, II og III, vatns- lita-, akrýl-, olíu- og silkimálun. Einnig er boðið upp á nám í mynd- vefnaði og pappírsgerð. Leiðbeinandi á þessum námskeiðum er Margrét Jónsdóttir. Ti]kyimingar Félagsstarf aldraðra, Gerðubergi Á morgun, fimmtudag, helgistund kl. 10.30 í umsjón sr. Hreins Hjartarsonar, kl. 12 hádegishressing í kaffiteríu, kl. 13.30 fariö í heimsókn að Kjarvalsstöðum. Uppl. og skráning í s. 557 9020. Föstudag- inn 25. ágúst kl. 9 bútasaumur og fl. Kl. 12 verður spilasalur opnaður, vist og bridge, námskeið í perlusaumi er að hefj- ast. Umsjón Erla Guðjónsdóttir. Ferð Árbæjarsafnaðar Sunnudaginn 27. ágúst verður síðsumar- ferð Árbæjarsafnaðar farin. Lagt af stað frá Árbæjarkirkju kl. 9 árdegis. Guðs- þjónusta í Hrunakirkju kl. 11. Að henni lokinni verður haldið inn í Þjórsárdal og farið að Stöng. Á heimleið verður komið viö á Flúöum, farið um Brúarhlöð að Laugarvatni og síðan um Grímsnes til Reykjavíkur. Þátttakendur hafi með sér nesti. Bílferðin er farþegum að kostnað- arlausu. Skráning í Arbæjarkirkju á virkum dögum kl. 9-12. Sumarhappdrætti heyrnar- lausra Dregið var í happdrætti heyrnarlausra 18. ágúst sl. Vinningamir eru vöruúttekt frá Smith & Norland, 1.-5. vinningur kr. 30.000,- nr. 2530, 2083, 582, 2218, 912. 6.-15. vöruúttekt kr. 20.000,- nr. 2369, 85, 1322, 163,1148,416,913,1141,312 Og 1475.16.-25. vöruúttekt kr. 10.000,- nr. 328, 1717, 2610, 1674, 2303, 737, 251, 635, 2713,1930. 26.-36. vöruúttekt kr. 5000,- nr. 172, 1461, 769, 1801, 1633, 1673, 299, 2614, 61, 1023, 1690. Hægt er að vitja vinninga á Klapparstíg 28, Reykjavík. Tapaðfundið Seðlaveski fannst Seðlaveski merkt Valynda Bates fannst. Upplýsingar í s. 587 3076 í dag og næstu daga. Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra sviðið kl. 20.30 Rokkóperan Jesús Kristur SUPERSTAR eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber Fimmtud. 24/8, uppselt, biðlisti, föstud. 25/8, uppselt, laugard. 26/8, uppselt, biðlisti, fimmtud. 31/8, föstud. 1/9, laugard. 2/9. SALA AÐGANGSKORTA HEFST FÖSTUDAGINN 25/8. FIMM SÝNINGAR aðeins kr. 7.200 kr. Miðasalan verður opin alla daga frá kl. 13-20 meðan á kortasölu stendur. Tekið er á móti miðapöntunum i sima 568-8000 frá kl. 10-12 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Ósóttar miðapantanir seldar sýningardagana. Gjafakort - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur- Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. TJARJSARBÍÓ Söngleikurinn JÓSEP og hans undraverða skrautkapa eftirTim Rice og Andrew Lloyd Webber. Föstud. 25/8 kl. 23.30, laugard. 26/8 og sunnud. 27/8, fjölskyldusýn. kl. 17.00 (lækkað verð), sunnud. 27/8 kl. 21.00. Miðasala opin alla daga i Tjarnarbiói frá kl. 15-21. Miðapantanir, simar: 561 0280 og 551 9181, fax 551 5015. „Það erlangtsíðan undirritað- ur hefur skemmt sér eins vel í leikhúsi. “ Svelnn Haraldsson, leiklistargagnrýnandi Mbl. „Það hlýtur að vera i hæsta máta fúllynt fólk sem ekki skemmtir sér á söngieiknum um Jósep. “ Ásgeir Tómasson, gagnrýnandi DV. Bleikur bakpoki tapaðist Lítill, bleikur bakpoki tapaðist viö stræt- isvagnaskýlið á Artúnshöfða. Finnandi vinsamlegast hringi í Sigrúnu, s. 588 4083. Safnaðarstarf Áskirkja: Samverustund fyrir foreldra ungra barna í dag kl. 13.30-15.30. Dómkirkjan: Hádegisbænir kl. 12.10. Leikið á orgelið frá kl. 12.00. Léttur há- degisverður á kirkjuloftinu á eftir. Fella- og Hólakirkja: Helgistund í Gerðubergi fimmtudaga kl. 10.30. Háteigskirkja: Kvöldbænir og fyrirbæn- ir í dag kl. 18. Neskirkja: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.05. Seltjarnarneskirkja: Kyrrðarstund kl. 12.00. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimil- inu. r min m ov 904-1700 Verð aðeins 39,90 mín. Fólk í atvinnuleit Félagsmálaráðuneytið vekur athygli á að vinnuafl vantar til fiskvinnslu víða um land. Vinnumiðlanir veita nánari upplýsingar. Félagsmálaráðuneytið, 21. ágúst 1995 ftíllft fVIH DV 9 0 4 - 1 7 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. _3Lj Fótbolti _2j Handbolti : 3] Körfubolti ,4[ Enski boltinn 5 i ftalski boltinn JBJ Þýski boltinn 7] Önnur úrslit 8[ NBA-deildin Jl| Vikutilboð stórmarkaðanna [2j Uppskriftir yy Læknavaktin [21 Apótek íl[ Dagskrá Sjónvarps _2j Dagskrá Stöðvar 2 3 j Dagskrá rásar 1 4| Myndbandalisti vikunnar - topp 20 _5j Myndbandagagnrýni ij6j ísl. listinn , -topp 40 7j Tónlistargagnrýni 8j Nýjustu myndböndin srnmmmm y Krár 21 Dansstaðir Z 1 Leikhús 4 [ Leikhúsgagnrýni 5j Bíó 6] Kvikmyndagagnrýni ngsnumer _lj Lottó : 2 j Víkingalottó 3j Getraunir ^ÍUA QliYlri 904-1700 Verð aöeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.