Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 Spumingin Hlakkar þú til haustsins? Ólafur Vestmann sjómaður: Já. Tinna Björg Sigurðardóttir nemi: Nei, ég kvíði fyrir að byrja í skólan- um. Valgerður Sigurðadóttir nemi: Já, þótt það verði undarlegt að byrja í skólanum. var ekki eins og ég bjóst við að það yrði. Halla María Árnadóttir: Já, upp- skerutíminn verður þá í fullum gangi. Guðmundur Ólason nemi: Já, þá er svo gaman. Lesendur Öryggisbúnaður - spamaður fyrir heilbrigðiskerfið Skarphéðinn H. Einarsson skrifar: Nú gerist það æ algengara að til viðbótar við bílbeltin séu bílar búnir svonefndum líknarbelgjum sem komið er fyrir í stýrishjóli öku- mannsmegin en fyrir ofan hanska- hólf farþegamegin. Verði bílhnn fyrir höggi af ákveðnum þunga spretta þessir belgir upp á sekúndubroti og grípa ökumann og farþega, sem þá ná ekki að slengjast á framrúðu, stýr- ishjól eða mælaborð. - Líknarbelg- irnir afstýra þannig stórfelldum meiðslum á höfði og efri hluta líkam- ans. Fram undir þetta hafa líknarbelgir einkum verið aukabúnaður, sem kaupendur bifreiða hafa getað valið um að hafa í bílum sínum eða hafn- að. Nú eru þeir í vaxandi mæh orðn- ir fastur hluti af búnaði bílsins. Um það er ekki deilt að búnaður þessi sparar heilbrigðiskerfinu stórfé með því að draga úr meiðslum í umferðaróhöppum eða jafnvel af- stýra þeim alveg. Það sést glöggt þeg- ar haft er í huga að maður sem neyð- ist til að liggja á sjúkrahúsi í eina viku kostar heilbrigðisþjónustuna milljónarfjóröung, lauslega áætlað. - Höfuð- og bijóstholsáverkar taka þó oft mun lengri tíma en eina viku. í nágrannalöndunum hafa stjórn- völd gripið þennan möguleika til sparnaöar í heilbrigðiskerfinu tveim höndum og hvatt til þess að hann sé í öllum nýjum bílum, með því að gefa afslátt af aðflutningsgjöldum bíla með líknarbelgjum sem nemur áætluðu verði belgjanna. í Dan- mörku nemur þessi afsláttur núna Liknarbelgur i stýrishjóli. - Enginn afsláttur veittur af þessum búnaði hér, segir bréfritari. 7.600 d.kr. (u.þ.b. 88 þús. kr. ísl.) fyr- ir hvern líknarbelg í bíl. í Noregi er hann 5.075 n.kr. (u.þ.b. 51.700 kr. ísl.) fyrir hvern líknarbelg í bíl. Hér á landi hefur mikið verið rætt um nauðsyn þess að spara í heil- brigðiskerfmu. En hér er enginn af- sláttur veittur af þessum búnaöi, sem augljóslega á þó eftir aö spara fé og sársauka. Þvert á móti verður að greiða sömu aðflutningsgjöld af kostnaðarverði líknarbelgjanna og af bílnum í heild. Sama er að segja um læsivarða hemla, sem eru mikilsverður örygg- isbúnaður þar sem þeir gera öku- manni kleift að stýra bílnum jafn- hliða nauðhemlun, og menn missa miklu síður vald á bílnum sínum þótt þeir þurfi að hemla snögglega við slæmar aðstæður. í grannlöndum okkar er veittur afsláttur sem nemur aukakostnaði af læsivörðum heml- um - hér eru þeir tollaðir í topp. Ungir sjálfstæðismenn á móti jöf nuði Jón Kristjánsson skrifar: Það var góð ábending hjá Jóhönnu Sigurðardóttur í DV á mánudag að það sem Samband ungra sjálfstæðis- manna er að boða í húsnæðismálum er rakin fijálshyggja sem gengur þvert á jafnaðarstefnuna. Fleira í þessum tillögum þessara ungu manna gengur þvert á jafnað- arstefnuna. Áætlað er í tillögum þeirra sem þeir samþykktu á þessu þingi á Akureyri aö ekki verði byggt tónlistarhús. Hvað hafa þessir menn á móti tónlist. Má meirihlutinn ekki byggja tónlistarhús bara vegna þess að þeir hafa ekki áhuga á því? Einnig boða þeir að atkvæðavægi verði jafnað. Að jafna atkvæðavægi er ekki í samræmi við jafnaðarstefnuna, ekki eins og aðstæður eru núna. Mis- munandi atkvæðavægi er nauðsynlegt til að jafna kjör landsmanna. Þótt ég sé Reykvíkingur fmnst mér að lands- byggðarfólk eigi að fá fleiri þingmenn þangað til búið er að jafna stöðu lands- byggðar og höfuðborgarsvæðis. Ungum sjálfstæðismönnum finnst að selja eigi ríkisbanka og 120 ríkis- fyrirtæki fyrir aldamót. Það finnst mér ekki gott. Fjöldi fólks vinnur hjá þessum fyrirtækjum og aðstæður þess munu versna töluvert eins og fram kom þegar reynt var að einka- væða SVR. Þeir segja líka að fækka eigi ríkisstarfsmönnum um 3.000 á kjörtímabilinu. Það verður ekki hægt í samvinnu viö Framsóknar- flokkinn því hann hafði það á stefnu- skrá sinni fyrir kosningar að fjölga störfum í landinu. Að gera 3.000 manns atvinnulaus mun ekki hjálpa til viö það. Ég held að framsóknar- menn séu miklu skynsamari en sjálf- stæðismenn í þessum efnum. í ályktun Sambands ungra sjálf- stæðismanna er sagt að fjöldi bænda búi við kröpp kjör. Til þess aö laga það leggur það til að stuðningur til þeirra verði minnkaður! Þetta skil ég ekki. Hvernig eiga kjör bænda að batna ef fjárframlög til þeirra eru minnkuð? Ég held að tillögur ungra sjálfstæð- ismanna séu engar jafnaðartUlögur eins og Jóhanna Sigurðardóttir benti á í DV. Þær ganga bara út á að færa fjármagnið í hendur auðvaldsins á suðvesturhorninu. Það eru kannski foreldrar ungra sjálfstæðismanna, eða hvað? Rúnar f lytur frá Kef lavík íbúi Reykjanesbæjar skrifar: Nú er það svart. Rúni Júl hefur ákveðið að flytja úr bænum. Það er hverjum bæ mikilvægt að í honum búi slíkar stjörnur sem Rúnar Júl- íusson er. Rúnar var meðal þeirra sem komu Keflavík á kortiö í rokk- inu. Ef Reykjanesbær á einnig að vera þekktur fyrir rokktónlist verða rokkaramir að búa á staðnum. En svo verður víst ekki. Því miöur. Sá dagur sem Rúnar flytur úr bænum MMM\þjónusta allan sólarhringinn Aöeíns 39,90 mínútan - eða hringið í síma 563 2700 milli kl. 14 og 16 Bréfritari segir að Rúnar Júlíusson hafi verið meðal þeirra sem komu Keflavík á kortið. verður svartur dagur í sögu bæjar- ins. Brottflutningur hans mun hafa mjög slæm áhrif á rokkið í Reykja- nesbæ. Við erum mörg sem erum aðdáendur Rúnars. Ég mundi vilja að hann skipti um skoðun og væri áfram í bænum hjá okkur. En ef Rúnar er staðráðinn í að flytja verð- ur víst svo að vera. Ljóst er að þeim bæ sem Rúnar flyt- ur til verður mikill fengur að meist- aranum. Ef hann flytur til Reykja- víkur styrkir hann rokkið töluvert þar. Þar er þaö, held ég, nógu sterkt fyrir. Reykvíkingar hafa nóg af rok- kurum og poppurum. Ef Rúnar vill virða byggðastefnu í rokkmálum hins vegar held ég aö hann flytji ekki þangað. Þá væri kannski betra að flytja til bæja eins og Grindavíkur. Þar mætti styrkja rokkið meira. Byggöastefna í rokkmálum er mik- ilvægari en menn halda. Það verður að halda jafnvægi í þeim málum eins og öðrum. Það er engin ein ástæða fyrir því aö menn flytja eins mikið til höfuðborgarsvæðisins og þeir gera. Þær eru margar. Ein er sú að Reykjavík er í hringiðu skemmtana- iðnaðarins. Rokkið er hluti af hon- um. Líkja má brottflutningi Rúnars við það ef HaObjörn Hjartarson flytti frá Skagaströnd eöa Gunnar flytti frá Hlíðarenda. Maðurinn sem kom staðnum á kortið fer og staðurinn verður ómerkOegri fýrir vikið. Þjóðvegurinn blódi drifinn Þuríður skrifar: Fyrir skömmu birtist frétt með þessari fyrirsögn í DV. Blóðið á þjóðveginum reyndist vera larabsblóð. Bændur mega lofa guð, í stað þess að kvarta, á með- an blóðið er ekki mannablóð. Mörg slys og mikið tjón hefur hlotist af skepnum á þjóðvegum, þrátt fyrir aö Vegagerðin (við) eyði milljörðum króna í girðingar meðfram vegum. AOt of ofl er sauðfé fyrir utan en ekki fyrir innan þessar giröingar á beit í vegköntunum, þar sem Vega- gerðin hefur sáð í sár. Þetta virð- ast vera ákjósanleg beitilönd fyr- ir suma bændur. Það er oft ergi- legt að sjá fé nagandi og spark- andi í nýgræöingi sem á að þekja vegkantana. Það skyldi þó ekki verða blýmengun í kjötinu af vegalambinu! Það mætti athuga þaö. ABs staðar annars staðar en hér á landi, með okkar fomaldar- búskap, bera menn ábjngð á sín- um skepnum, að þær valdi ekki slysum á þjóðvegum. Við hin segjum: Burt með skepnumar af þjóðvegum - ef ekki er ábyrgðin ykkar. Berjist f yrir skylduaðild Háskólanemi hringdi: Ég skora á stúdentaráð að berj- ast meö kjafti og klóm gegn því að skylduaðOd að þvi verði af- numin. Þau lög sem ekki leyfa slíkt vinna gegn hagsmunum stúdenta, eru óréttlætanleg og ber aö afnema. Stúdentaráð verð- ur ekki svipur hjá sjón ef skyldu- aðOdin verður afnumin. Laxveiðar Jón Guðmundsson hringdi: Hvað ætli mikOl peningur farí samtals á ári í laxveiðiferöir? Hér er fjölcii fólks sem stundar þetta sport. Á sama tíma er fjöldi fólks við hungurmörk. Ég held að raenn ættu að finna sér eitthvað uppbyggilegra að gera en að kvefja saklaus dýr i veiðiám landsins. Vísitala neyslu- verðshækkar Stefán Magnússon skrifar: Nú kemur fram í fréttum að vísitala neysluverðs fari ört hækkandi. Ekki síst vegna ört hækkandi matvælaverðs. Þannig hefur ferskt græmneti hækkað um hvorki meira né minna en 34%. Lambakjöt hækkað um rúm 5%. Orlofsferðir tO útlanda hækkuðu um 2,5% Þetta eru allt tölur sem byggjast á opinberum nýlegum upplýsingum. Breyting á vísitölu neysluverðs svarar tO um tæpum 4% á ársgrundvelö. Ég yröi ekki undrandi þótt verð- bólgan kæmist i þetta 5-6% í árs- lok, og þá er auöveldur eftirleik- urinn og allur niður á við fyrir þjóðarbúið. Ekki heilbrú íneinu Pétur Jónsson skrifar: Ég er farinn að haOast að því að það sé einfaldlega ekki heil brú í neinu sem innt er af hendi hjá hinu opinbera. Ég nefni nokkur dæmi: Símaskrána, tollskrána og toOareglurnar. Það er áfengis- löggjöfin og útfærsla hennar. Þaö eru umferöarmálin, gatnagerð og vegagerð. Það eru dómsmálin og framkvæmd þeirra. Það eru fé- lagsmáhn og ríkissósíalisminn, sem hendir peningum svo að segja beínt í uppivööslulýð, let- ingja og gervOistamenn. Þetta ætti að nægja í biii frá iangþreytt- um og langpfndum skattgreiö- anda er borgar ávallt sitt en horf- ir upp á ósómann sem rennur frá opinbera bákninu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.