Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1995, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 13 Léleg f öt, sem ekki passa Sæluboöendur ESB tala um, aö við ættum að fara í aðildarviðræðurr til þess að fá aö vita, hvað okkur byöist. Aðrir hafa likt þessu við að máta föt. Passi þau ekki, verði eng- in kaup gerð. „Snillingar" þessir hafa vafalaust aldrei tekið þátt í milliríkjastaríi í fjölþjóða- eða alþjóðasamtökum. Greinilega hafa þeir ekki hugmynd um, hvað þeir eru að babla. Heilvita menn máta ekki mis- sniðin föt úr lélegu efni, mörgum númerum of stór og á uppsprengdu verði. Þeir kanna markaðinn betur. Einmitt þetta gerist við ákvarð- anir ríkja um aðildarumsóknir að íjölþjóðasamtökum. Þau sækja ekki um aðild fyrr en eftir að hafa kynnt sér markmið, skyldur, starfsreglur, kostnað og ábata að- ildar. Ekki er farið í umræður „í plati“, enda enginn mótaðili til í slíkt. ESB-flíkin Við þurfum ekki vangaveltur um, hvort ESB-aðild „passi“ okkur. Það liggur ljóst fyrir í grundvallarsam- þykktum bandalagsins: Rómarsátt- mála frá 1957, Einingarlögunum frá 1987, Maastricht-sáttmálanum 1993, venjurétti ESB í dómsúr- skurðum, sjávarútvegsstefnunni o.fl. Á meðal grundvallarmarkmiða ESB (og fyrirrennara) er að skapa einn sameiginlegan innri markað, án innri tolla og viðskiptahindrana með iðnvöru, vinnu, íjármagn og þjónustu, en með sameiginlegum tollmúr og viðskiptastefnu gagn- vart utanbandalagsríkjum. í meg- inatriðum höfum við þegar öðlast aðild að þessum innri markaði með EES og fómað fyrir það m.a. um 8% skekktum viðskiptakjörum gagnvart utanbandalagsríkjum meö því að lækka tolla innfluttrar vöru frá EES um 4% og hækka tolla innfluttrar vöra frá Bandaríkjun- um, Japan og öðrum utanbanda- lagsríkjum um sem næst 4%. KjaHariim Dr. Hannes Jónsson ♦ fyrrv. sendiherra Aðild að ESB færði okkur sem næst engan ábata umfram EES, en við yrðum aö fórna til báknsins í Brussel fullveldi okkar til frjálsra milliríkjasamninga um tolla og viö- skiptamál. Bandalagið gerir alla slíka samninga fyrir hönd aðildar- ríkjanna. Við gætum því ekki sam- ið við Bandaríkin eöa önnur ríki um t.d. fríverslun. Samningsum- hoðið væri hjá ESB, ekki okkur. Önnur svið fullveldistakmark- anna vegna sameiginlegrar stefnu ESB eru sameiginleg stefna í efna- hags-, gengis-, gjaldeyris-, landbún- aðar-, samgöngu- og sjávarútvegs- málum. Markmiðið er, að hlutur bandalagsins verði meiri en aðild- arríkjanna á öllum þessum sviðum og þau lúti reglum þess. Síðan 1993 skal einnig stefnt að sameiginlegri stefnu í utanríkis- og öryggismál- um. Sjávarútvegsstefnan Af sameiginlegu sjávarútvegs- málastefnunni leiddi, að ESB ákvæði fiskveiðikvóta við ísland. Öll aðildarríkin fengju sama rétt og við til að veiða á mifli 12 og 200 mílna, athafna sig í íslenskri land- helgi og höfnum, fjárfesta í útgerð og fiskvinnslu, stofna útibú á ís- landi til útgerðar og fiskvinnslu. Þar að auki yrðum við að fram- selja fullveldi okkar til að gera sjáv- arútvegs- og fiskveiðisamninga. ESB yfirtæki þetta hlutverk. Ég hygg, aö aðeins örfáir íslend- ingar séu þeir gapuxar að taka að athuguðu máli ESB-aðild fram yfir víðsýna stefnu ríkisstjórnarinnar í Evrópu-, milliríkja- og utanríkis- málum. Hannes Jónsson Dr. Hannes Jónsson segir að samningsumboðið í samningum um tolla og viðskiptamál yrði hjá ESB en ekki okkur ef við gengjum í sambandið. „Aðild að ESB færði okkur sem næst engan ábata umfram EES, en við yrð- um að fórna til báknsins í Brussel full- veldi okkar til frjálsra milliríkjasamn- inga um tolla og viðskiptamál.“ Er myrkur í samkynhneigð? „Samkynhneigð og kynvilla er myrkur,“ segir Gunnar Þorsteins- son, forstöðumaður Krossins. Er hann skipaður dómari hér á jörð af Drottni eða dæmir Drottinn sjálfur? Skrif Gunnars í Krossinum stinga mig oft óþægilega. Hver er þessi maður sem getur dæmt aðra svo illþyrmilega í nafni Jesú Krists? Hann talar um lygina og sannleikann, myrkrið og ljósið, og segist sjálfur ganga með Kristi í ljósinu. Hann segir að samkyn- hneigð sé myrkur sem kristnir menn líði ekki og að það sé verið að gera atlögu að lífinu ef samkyn- hneigðir fái að ganga í hjónaband. Öll börn Guðs? Mér er spum, hver skapaði Gunnar og hver skapaði samkyn- hneigða? Var það ekki hinn sami Guð? Erum við ekki öll börn Guðs? Ég viðurkenni að ég er áreiðan- lega ekki eins vel lesin í hinni helgu bók Biblíunni og Gunnar. Þó finnst mér oft eins ög um allt aðra Biblíu sé að ræða en þá sem ég ólst upp við og kynntist við fermingu en þá bók sem Gunnar vitnar svo oft í. Það er helst á skrifum Gunnars að sjá að hann vilji útskúfa sam- kynhneigð úr okkar ágæta þjóðfé- lagi. Eru kannski fleiri sem Gunnar KjaLaiinn Birna Smith húsmóðir telur vera myrkurverur .sem hann vill útskúfa úr þjóðfélaginu? Ég hélt að við ættum að virða allar persónur jafnt og dæma ekki, hvorki eftir litarhætti, þjóðerni, stööu eða kyni. „Dæmið ekki, svo þér verðið ekki sjálfur dæmdur," sagði Kristur forðum. „Það sem þér gjörið einum af mínum minnstu bræðrum, það gjörið þér mér.“ Og eitt af boðorð- unum tíu, sem ég vænti að Gunn- ar, hinn mikli biblíufræðari, kunni utan að, er: Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig. Tilgangur Krists Ég held að við megum ekki mis- skilja tilgang Krists með veru sinni hér á jörðu fyrir hartnær 2000 árum. Ég held að tilgangur hans hafi varla verið að láta dýrka sig sem persónu, heldur gjöröir sínar. Hann kom til þess að boöa frið manna á milli, kenna mönnunum að elska hver annan, hversu ólíkir sem þeir voru, sýna hver öðrum umburðarlyndi og kærleika. Það er greinilegt að það dugar skammt að sitja með Biblíuna í fanginu alla daga, ákalla Drottinn og segjast ganga með honum, en geta síðan ekki sýnt meðbræðrum sínum, sem eru kannski ekki eins skapaðir og hann, skilning, um- burðarlyndi og kærleika. Margir hafa sagst koma í nafni Drottins og falið sig á bak við hahn, en hafa allt annað en frið í huga. Það er greinilega engin trygging fyrir því að maðurinn sé boðberi ljóss og friðar, þótt hann vitni stöð- ugt í Biblíuna. Sá sem boðar frið þarf fyrst að finna frið innra með sér sjálfum. Þann frið finnur einungis sá sem lítur inn á viö, eflir og bætir eigin persónu, þá hopa fordómar og um- burðarleysi á hæl og rými skapast fyrir ljós og kærleik. Birna Smith „Það er greinilegt að það dugar skammt að sitja með Biblíuna 1 fanginu alla daga, ákalla Drottin og segjast ganga með honum, en geta síðan ekki sýnt meðbræðrum sínum, sem eru kannski ekki eins skapaðir og hann, skiln- ing.. Rýmri afgreiðslutími ATVR Þjónustu- fyrirtæki „Að undan- förnu hafa ýmis opinber fyrirtæki ver- ið einkavædd til hagsbóta fyrir neyt- andann. Enn eru þó til nátttröfl í , „ Baldvln Hatstcinsson, kerfinu Og er löj^rsðingurFétagsisl. ÁTVR eitt af stériumpmanna. þeim nátttröllum. Um áraraðir hefur það verið eitt af einkennum verslunar með áfengi að neytand- anum er gert eins óhægt um vik og mögulegt er að nálgast áfengi. Veikburða tilraunir forsvars- manna ÁTVR til að svara kafli neytenda hafa verið framkvæmd- ar með hangandi hendi. Verslun með áfengi er ekkert ööruvísi eða merkilegri en hver Önnur versl- un. Áfengi og neysla þess er liluti af menningu okkar, eins og ann- arra þjóðfélaga, hvort sem mönn- um likar það betur eöa verr. Verslun alls staðar í heiminum hefur verið að breytast hægt en örugglega í átt til meíra fijáls- ræðis. íslendignar hafa ekki fariö varhluta af þessari breytingu. Eitt af megineinkennum þessa fijálsræðis er lengri afgreiðslu- tími verslana. Þó svo að fyrir- tæki, sérstaklega þjónustufyrir- tæki á borö við ÁTVR, séu í eigu hins opinbera er ekki þar með sagt að þau þurfi í engu að svara kröfum neytenda eða kafli tímans. Þaö er eðlileg ogsjálfsögð kurteisi við kúnnann að fylgja þeim breytingum sem orðiö hafa alls staðar í heiminum og lengja afgreiöslutíma verslana ÁTVR eins og allra annarra verslana." Eykur drykkju „Það er staðreynd að eftir því sem áfengi er aö- gengilegra og auðveldaraaö nálgast það, eykst drykkj- an að sama skapi Það er .. „ „ „ , . , Jon K. Guöbergooon. þ VI alger starismaður Áíengis- Óþarfi að vamaráðsrikislns. lengja afgreiðslutíma ÁTVR. Sér- staklega eins og ástandið er orðið í vímuefnamálum í dag. Það eitt segir mér að þaö sé óþarfi að auö- velda aðgang aö áfengi því eins og við vitum er áfengi undanfari annarra vímuefna. Við heyrum daglega fréttir af því ástandi sem virðist'fara dagversnandi í vímu- efnamálum og hið opinbera ætti því frekar aö auka forvarnir en aö rýmka afgreiðslutíma áfengis- sölunnar. Rannsóknir sýna að eftir því sem erfiöara er aö nálg- ast áfengi því minna er drukkiö. Það eru einnig margir sem segja að ef áfengi hefði verið fundiö upp núna yrði það flokkað með ólög- legum vímuefnum. Aðalatriöið er þaö að áfengi má ekki vera sjálfsagður hlutur sem menn stinga í innkaupakörfuna með öðrum vörum eins og mjólk- inni. Börn og unglingar hafa nú þegar allt of mikið af áfengi fyrir augunum. Það má ekki opna nýj- an kamar eða flytja inn nýja teg- und af dömubindum með vængj- um þá þarf að skála fyrir því. Það er sama hvort þaö er veriö að jaröa eöa skíra, alltaf verða menn að skála. Ég held aö þetta sé ekki gott, því sjálfsagöara sem áfengið er og því auðveldara sem er að nálgast það, því meira er drukk- ið." -GMB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.