Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON .Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: 563 2700 FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasiða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Gölluð brú og dýr Hús voru skipulögð of nálægt mótum Vesturlandsveg- ar og Höfðabakka löngu eftir að umferðaræðar voru skipulagðar á þann hátt, að ljóst varð, að umferð á gatna- mótunum mundi kalla á mikil umferðarmannvirki. Þessi mistök gera nýju brúna dýrari og óhagkvæmari en ella. Þrengslin við brúna valda því, að ekki er hægt að hafa umferðarslaufu við eitt hom hennar. Þetta takmark- ar kostina og leiddi til þess, að gatnamótin vom hönnuð án umferðarslaufa og með dýmm sveigjum á brúnni sjálfri að umferðarljósum, sem em á henni miðri. Slaufur gera umferðarljós óþörf. Þau spara ökumönn- um tíma og einkum þó eldsneyti. Þess vegna er yfirleitt reynt að fullnýta dýr gatnamót með slaufum, ef búizt er við mikilli umferð. Og þess vegna er reynt að þrengja ekki um of að stöðum, þar sem slík gatnamót verða. Miklabraut er dæmi um fyrirhyggju af þessu tagi, að undanskildum kaflanum um Hlíðamar. Víðast hvar er gott svigrúm til að koma fyrir umferðarmannvirkj um framtíðarinnar. Skipulag húsa við mót Vesturlandsvegar og Höfðabakka er frávik frá þessari fyrirhyggju. Áratuga gamalt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir, að þessi gatnamót taki við mikiili umferð. Eför þá ákvörðun gat enginn fullyrt, að ekki mundi einhvern tíma vera þörf á viðstöðulausri slaufuumferð á hominu. Og slíkt er ekki enn hægt að fullyrða árið 1995. Mislæg gatnamót með umferðarljósum bæta það ástand, sem fyrir var, en fela ekki 1 sér þann árangur, sem vænta hefði mátt af miklum kostnaði. Niðurstaðan er hallærisleg málamiðlum milh þarfarinnar annars veg- ar og erfiðra aðstæðna við gatnamótin hins vegar. Yfirleitt ofmeta skipulagsmenn og verkfræðingar ekki þörfina á svigrúmi við umferðaræðar og umferðarhom framtíðarinnar. Við höfum áður séð verra klúður en það, sem blasir við á þessum gatnamótum. Mót Hafnar- Úarðarvegar og Kársnesbrautar em dæmi um það. Þar var byggt á þrjá vegu of nálægt hominu. Ein afleið- ingin er sú, að umferðin frá Reykjavík út á Kársnes er ekki leidd í eðlilegan sveig áður en komið er að brúnni, heldur leidd yfir hana og síðan í snöggum sveig upp undir húsvegg og loks þvert yfir umferðaræð. ^ Reykjavíkursvæðið var snemma skipulagt sem um- ferðarkerfi, löngu áður en farið var að skipulegga einstök hverfi innan rammans. Þess vegna hefur víðast verið gott tækifæri til að hindra, að óhóflega þröng byggð tak- markaði kostina við gerð umferðarmannvirkj a. Ábyrgðarmenn hönnunar á gatnamótum Vesturlands- vegar og Höfðabakka bera sig mannalega og segja, að alltaf hafi verið vitað, að þar þyrfti ekki umferðarslauf- ur. Það er röng og sérkennileg fullyrðing. Þetta var þvert á móti aldrei vitað og verður seint vitað með vissu. Hinar dým sveigjur á nýju brúnni og umferðarljós hennar, sem sóa tíma og eldsneyti ökumanna, era minn- isvarði um fyrri skipulagsmistök, sem mörkuðu hönnun brúarinnar of þröngan bás. Þama hefði átt að vera bein brú með góðum slaufum á öllum homum gatnamótanna. Vonandi láta menn sér þetta að kenningu verða. Þegar hönnuðir skipuleggja byggðarhverfi framtíðarinnar, er mikilvægt, að þeir gefi gott svigrúm við hom umferðar- æða, svo að mannvirki í nágrenninu séu ekki fjötur um fót, þegar kemur að hönnun á rándýrum gatnamótum. Mislæg gatnamót kosta skattborgarana mikið fé, sem nýtist þá aðeins ökumönnum til fullnustu, að niðurstaO- an feh í sér gatnamót með viðstöðulausum akstri. Jónas Kristjánsson Greiöslurnar renna beint til tvö þúsund bænda fyrir að framleiða 9000 tonn af kjöti. Það eru yfir 100 þús- und krónur á sauðfjárbónda á mánuði," segir Stefán Ingólfsson í grein sinni. Sauðfjárbændur eða ungir borgarbúar Framsóknarmenn fara meö hús- næðismál og landbúnaðarmál. í síðustu kosningum fengu þeir fylgi ungs fólks með loforðum um að taka á skuldum heimilanna. Flokk- urinn er einnig málsvari bænda. Nú renna 2700 milljónir í styrk til sauðfjárbænda á ári en 1300 millj- ónir í húsnæðisaðstoð til Reykvík- inga. Framsóknarmenn geta skipt þessu fé á annan hátt og lagt aukna áherslu á málefni unga fólksins. Hagsmunir nýrra og gamalla kjós- enda togast á. Vandi á tvennum vígstöðv- um Framsóknarmenn fara nú með húsnæðismál og landbúnaðarmál. Mikill vandi er í báðum málaflokk- um. í landbúnaði endurspeglast vandi landsbyggðarinnar. Sauð- fjárrækt hefur hrakað í tvo áratugi og fátt bendir til bjartari tíma. Að óbreyttu getur hún ekki framleitt jafn ódýra vöru og greinar sem hún keppir við. Grundvöllur greinar- innar, sem burðaráss í íslenskum landbúnaði, er brostinn. Sauðfjár- ræktinni verður ekki haldið gang- andi nema með stórfelldum greiðslum af opinberu fé. í hús- næðismálum endurspeglast vandi ungs fólks í þéttbýb. Með breyting- um á húsnæðislánakerfmu hefur fótunum verið kippt undan hús- næðiskaupum margra fjölskyldna. Af því leiðir síaukinn greiðslu- vanda heinúlanna. Skuldasöfnunin kemur verst niður á ungu fólki á stærstu þéttbýhsstöðunum. Stuðn- ingur við húsnæðiskaupendur minnkar stöðugt. Grundvöbur þess að ungt fólk geti almennt búið í eigin húsnæði er að bresta. Aðeins skipulagsbreytingar og aukin opin- ber aðstoð geta breytt því. Sauðfjárbú eða ungtfólk í þéttbýli Ef marka má fjclmiðla nemur beinn opinber stuðningur við sauðfjárbændur 2700 mibjónum á ári. Greiðslurnar renna beint til tvö KjaUarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur und fjölskyldna, sem eru í vanskb- um með húsnæðislán, eru líklega hátt í 8 þúsund í Reykjavík. Hver fær féð? í síðustu kosningum höfðuðu framsóknarmenn tb ungra kjós- enda í þéttbýb með loforðum um að taka á skuldasöfnun heimil- anna. Það náði vel tb fólks og skb- aði flokknum góðri kosningu í kjör- dæmum þar sem fylgi var lítið fyr- ir. í þingbð flokksins bættist ungt fólk sem vafalaust þekkir hús- næðismálin betur en vanda land- búnaðarins. En Framsóknarflokk- urinn hefur um áratugi verið helsti málsvari bænda. Traustasta fylgið er enn í landbúnaðarkjördæmum og núverandi kerfi framleiðslu- stýringar var tekið upp þegar hann fór með landbúnaðarmál í rbús- „Nú renna 2700 milljónir í styrk til sauðfjárbænda á ári en 1300 milljónir í húsnæðisaðstoð til Reykvíkinga.“ þúsund bænda fyrir að framleiða 9000 tonn af kjöti. Það eru yfir 100 þúsund krónur á sauðfjárbónda á mánuði. Það eru háar fjárhæðir sem þó hafa lækkað síðustu ár. Bændur leggja áherslu á að halda þessum styrk óskertum í nýjum búvörusamningi. í Reykjavík eru tugþúsundir fjölskyldna að kaupa húsnæði, þar á meðal fjölmargt ungt fólk. Eina opinbera aðstoðin er vaxtabætur, greiddar í gegnum ' skattakerfiö. Á þessu ári fá hús- næðiskaupendur í Reykjavík út- borgaðar 1300 miUjónir í vaxtabæt- ur. Það er öb aöstoð ríkisins við höfuðborgarbúa sem eru að reyna að kaupa sér húsnæði. Vaxtabæt- urnar hafa lækkað stöðugt reiknað á föstu verðlagi á meðan greiðslu- vandinn vex stöðugt. í hópi 18 þús- stjóm. í húsnæðismálum og land- búnaðarmálum verða fljótlega teknar mikbvægar ákvarðanir um skiptingu á opinbera fé. Takmark- að fjármagn er tb ráðstöfunar því ríkissjóður eyðir meiru en hann aflar. Áöurnefndum 2700 milljón- um má þó væntanlega skipta á miUi ungra húsnæðiskaupenda og sauðfjárbænda. Framtíð sauðfjár- ræktar sem atvinnugreinar og sjálfseignarstefnunnar í húsnæðis- málum takast á. Ef framlag til sauðfjárbænda minnkar um helm- ing má auka húsnæðisaðstoðina um 50%. Brátt mun koma í ljós hvorir hafa meira vægi, sauðfjár- bændur eða ungir húsnæðiskaup- endur í þéttbýU. Stefán Ingólfsson Skoðanir artnarra Ný tækiffæri á haffinu „íslendingar hafa enga reynsiu af túnfiskveiðum og vita lítið um fiskinn annað en aö hann er til í niðursuöudósum og notaður í salat og sem álegg á brauö ... Nauðsynlegt er að hefja skipulega leit á þeim hafsvæðum, sem við þekkjum lítiö sem ekkert til. Viö erum þegar famir að veiða tegundir, sem engum datt í hug að nýta fyrir nokkrum árum. Ný- legt dæmi er búrinn, sem veiddur hefur verið í grennd við Vestmannaeyjar. Þótt minna hafi orðið úr þeim veiðum en vonir stóöu tb er ástæða tb að leggja aukna áherzlu á þær.“ Úr forystugrein Mbl. 22. ágúst. Röng skilaboð til ungdómsins „Fjölmiðlunin er vitandi vits eða óafvitandi sífebt að koma misvísandi og röngum skbaboðum tb unga fólksins varðandi fikniefnanotkun ... Vafasamar fyrirmyndir og og röng skbaboð eru ein af þeim ástæðum sem valda því að eiturefnanotkun vex eftir því sem harðar er barist gegn henni ... Öflugustu íjölmiölarnir eru á bandi þeirra sem lofa og prísa fíkn og lausung og þarf enginn að vera hissa þótt krakkarnir gefi sjálfum sér lausan tauminn á um- brotatímum gelgjuskeiðsins.“ Oddur Ólafsson í Tímanum 19. ágúst. Stríðið um bestu bitana „Þeir vita hvert þeir ætla að fara með ríkisbankana og Póst og síma og hverjir eiga að fá þá, og bíða auövitað spenntir eftir að þeir komist í þennan sölu- búning... Ég ítreka enn sem fyrr, að hvort sem þaö eru einkabankamir eða Póstur og sími sem settir verða í hlutafélög, þá hefst hömlulaust stríð um að kaupa bestu bitana en ríkið situr eftir méö þjón- ustuna og tapið ... Málinu er ekki lokið.“ Guðni Ágústsson alþm. í Tímanum 22. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.