Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1995, Blaðsíða 24
Guðni Ágústsson vill að ríkiö eigi sitt. Frj álshyggj an, gráðug og grimm „Þá kemur frjálshyggjan, gráð- ug og grimm, og segir: Nú get ég og verð að fá þetta fyrirtæki." Guðni Ágústsson, i DV. Kynslóðin sem eyddi öllu Því miður er þessi kynslóð stjóm- málamanna enn til staðar, sú sem er búin að eyða um efni fram og skuldsetja komandi kynslóðir í 20 ár.“ Guðlaugur Þór Þórðarson i DV. Ummæli Pennavinur í vanda „Nú skilst mér að pennavinur minn, Magnús Árni, ætli sér í pólitík. Þá má hann búast við að fá mun verri einkunn en þá að hann sé uppskafningur af kalk- únakynslóð...“ Kolbrún Bergþórsdóttir i Alþýðublaðinu. Vill ekki vera blóraböggull „Ég er langt frá því að vera tilbú- inn að vera einhver blóraböggull í þessu máli.“ Halldór Jóhannsson, miðasölumaður á HM, f DV. Konursem langaði líka „Ég hef alltaf komist á þing í gegnum forval í mínum ílokki og ég gét ekki gert að því þó ég hafi eitthvert fylgi, en það hafa líka alltaf verið á eftir mér konur sem langaði líka.“ Guðrún Helgadóttir. Keanu Reeves leikur á bassa í hljómsveitinni Dogstar. Tónelskir leikarar Margir vinsæhr leikarar af yngri kynslóðinni eru einnig lið- tækir tóniistarmenn og eru í hljómsveitum. Johnny Depp er í hljómsveitinn P og hefur sagt að hann hafi ætlað sér aö verða tón- listarmaður, en orðið leikari af tilviljun. Aðrir þekktir leikarar sem eru í hljómsveit eru Bruce Willis, söngur og munnharpa í The Accelerators, Keanu Reeves, bassi í Dogstar, Dermot Mulron- ey, selló og mandólín í Sweet & Low Orchestra og Frank Whal- ley, trommur í The Niagaras. Blessuð veröldin Leikarar sem hafa komið lögum inn á vinsældalista Nokkrir leikarar hafa komið lög- um inn á vinsældalista og má þar nefna Bruce Wilhs, sem kom lag- inu Respect Yourself í fimmta sæti bandaríska hstans. Einnig má nefna Tracey UUman, Patrick Swayze, Steve Martin, Lee Mar- vin, Grace Kelly, (dúett með Bing Crosby) og Eddie Murphy. Sá leikari sem hefur átt flest lög á bandaríska vinsældalistanum er John Travolta, en fimm lög sem hann hefur sungið náðu inn á Ust- ann. Næstir á eftir honum eru The Blues Brothers (John Belus- hi, Dan Aykroyd) með fjögur lög og síðan Doris Day með þrjú lög. H/mWTU-TmAnTTR 9Q ÁnT'TCT 1 QQS Þurrt á mestöllu landinu Það má reikna með því að í dag hald- ist þurrt um mestallt landið og aldrei Veðrið í dag þessu vant vgrður nokkurn veginn jafn hiti, þó má reikna með að heit- ast verði á Suðurlandi, þar verður einnig mesta sólskinið. Áttin í dag er af norðan- og norðvestan, víðast gola eða kaldi. Víða léttir til. Hitinn verður á biUnu 1011115 stig. Á höfuð- borgarsvæðinu verður hæg norðlæg átt og gæti hitinn orðið aUt að 14 stig í dag. Sólarlag í Reykjavík: 21.17 Sólarupprás á morgun: 5.44 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.05 Árdegisflóð á morgun: 5.25 Heimild: Almanak Háskólans , Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 5 Akurnes aiskýjað 8 Bergsstaðir léttskýjað 4 Bolungarvík heiðskírt 3 Kefla vikurílugvöllur léttskýjað 7 Kirkjubæjarklaustur alskýjað 8 Raufarhöfn hálfsicýjað 2 Reykjavík skýjað 7 Stórhöfði skýjað 9 Bergen skýjað 12 Helsinki þokuruön. 15 Kaupmannahöfn skýjað 20 Ósló léttskýjað 18 Stokkhólmur léttskýjað 19 Þórshöfn rigning 12 Amsterdam þokumóða 19 Berlín heiðskírt 19 Chicago léttskýjað 18 Feneyjar þokumóöa 20 Frankfurt þokumóða 18 Glasgow hálfskýjað 10 Hamborg léttskýjað 19 London mistur 18 LosAngeles léttskýjað 18 Madríd skýjað 16 Malaga þokumóða 24 Mailorca skýjað 22 Montreal léttskýjað 16 New York heiðskirt 22 Nice skýjað 20 Nuuk alskýjað 4 Orlando léttskýjað 26 París þokumóða 20 Róm þokumóða 19 Valencía hálfskýjað 20 Vín heiðskírt 19 Winnipeg léttskýjaö 14 Ægir Már Kárascm, DV, Suðumesjum; „Mín framtiöarplön eru mörg, enda af mörgu að huga eftir að hafa dvaUð langdvölum erlendis á Maður dagsins sjúkrahúsi. Þaö er fyrst og fremst að nó upp heUsunni almennilega og fara vel með sig. Það má segja að til þess aö geta notið þess aö hafa fengið tækifæri á nýju Ufi sé aö Ufa heilbrigðu lífi,“ segir Ásdís Björg Stefánsdóttir úr Garði sem kom ásamtHjördísi Kjartansdóttur frá Sviþjóð um síðustu helgi en báöar höfðu farið í hjartaaðgerð þar sem skipt var um hjarta en auk þess fór Ásdís í mikla lungnaað- gerð. Þetta er búinn að vera frábær tími frá þvi ég kom heim. Þaö var haldin veisla i Keflavík fyrir mig og eiginmann rninn, Svembjöm S. Asdis Björg Stefánsdótfir. Reynisson, en hann hefur verið mér stoð og stytta meðan á þessu stóð. Um þaö bU sj ötíu manns komu 1 veisluna og var það mér mUdl ánægja að sjá aUt þetta fólk og kom það mér mikið á óvart. Ég bjóst við að aöeins fjölskylda min tæki á móti okkur þegar við komun en ekki þessi mikli fjöldi eins og raun- segist eiga fuUt af áhuga- málum: „Eg hef mikinn áhuga á jeppaferðum um landiö. Við hjónin áttum jeppa en seldum hann i fyrra. Nú má segja einnig að áhuga- málin sameinist því sem nauðsyn- legt er því ég verð aö ganga mikið og fara að hióla. Hestar hafa einnig aUtaf verið í miklu uppáhaldi og er aldrei að vita nema ég fái mér einhvem tímann hest.“ Ásdís mun fara aftur til Svíþjóðar eftir rúman mánuð í skoðun. Hún er afar þakklát og þakkar fyrir góð- an stuðning og hlýhug í hennar garð á meðan beðið var eftir að fara í aðgerðina. Ásdís er uppalin í Keflavík en býr í Garði. Myndgátan Lausn á gátu nr. 1297: Úrþvætti Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði Tveir Evrópuleikir Þrjú íslensk Uð taka þátt í Evr- ópumótunum í knattspyrnu, ÍA, FH og KR. KR lék sinn heimaleik í gærkvöldi og nú er komið að FH og ÍA. Bæði leika gegn írskum Uðum. FH gerði jafntefli við Glenavon á útiveUi og á því mikla möguleika á áframhaldandi þátt- • töku í keppninni. Þá má telja að ÍA eigi mikla möguleika á móti Shelboume, en ÍA vann góðan sigur í útileiknum. Báðir leikirnir heijast kl. 18. í kvöld verða einnig fjórir leikir i 1. deild kvenna. ÍA leikur gegn KR á heimavelli, ÍBA tekur á móti ÍBV, UBK leikur víð Hauka i Kópavogi og nýorðnir bikar- meistarar Vals leika á heimavelU gegn Stjömunni. AUir leikirnir hefjast kl. 18.30. Skák Fjórða tölublað tímaritsins Skákar er komið út. Meðal e&iis er grein Haralds Baldurssonar um glæstan sigur íslend- inga á ólympíuskákmóti bama í Las Palmas í maí, grein Helga Ólafssonar um Kasparov og Evans-brag og fleira. Lítum á stöðumynd frá Las Palmas, úr skák Svíans Berg, sem hafi hvítt og átti leik gegn ungverska stórmeistaranum Peter Leko: Skákin tefldist áfram 24. Bf5 Dd2 25. Hxe6 Dbl+ 26. Kh2 Hbl 27. Rfl Dxfl 28. Dd8+ og hvitur vann. Jú, lesandinn hefur rétt fyrir sér. Frá stöðumyndinni var 24. De8 + Kg7 25. Rh5 mátekki síðra. Jón L. Árnason Bridge Nú stendur yfir Spingold útsláttarkeppni sveita í Bandaríkjunum, sem er ekki ósvipuð keppni og Bikarkeppni Bridge- sambands Islands. Eitt dramatískasta spihð í Spingold-keppninni í ár er það sem hér fer á eftir og olli miklum sveifl- um. Sagnir gengu þannig á einu borðinu, austur gjafari og NS á hættu: V DG9 ♦ ÁK87 + G107543 ♦ DG1097 V 85 ♦ 532 + K86 —77— ♦ ÁK8652 *.• :o,M + ÁD92 ♦ 43 V ÁK1076432 ♦ D64 + - Austur Suður Vestur Norður 1* 3» 4* 5» 54 8f 6Á 7» P/h Suður var ótrúlega rólegur þegar hann lét nægja að segja þrjú hjörtu á suðurspil- in í fyrsta hring. Það breytti samt sem áður engu um það að NS náðu alslemm- unni í hjarta og þeim samningi er ekki hægt að hnekkja. Talan sem fékkst fyrir 7 þjörtu í NS var hins vegar í fæstum tilfellum neitt sérstaklega góð, því al- slemman var spiluð dobluð á mörgum borðum og jafnvel redobluð. Hins vegar er fómin í 7 spaða tiltölulega ódýr og fer aðeins 3 niður, en það er ekki auðvelt fyrir austur að sjá það að 7 hjörtu standa á spil NS. Á einu borði í keppninni fengu AV (Larry Cohen og David Berkowitz) hins vegar töluna þegar þeir voru dobl- aðir í 5 spöðum. Suður hafði áhuga á lauftrompun í spilinu og kom út með hjartatvistinn. Berkowitz sá að suður var að fiska eftir lauftrompun og lagði þess vegna niður laúfkónginn eftir að hafa tekið trompin og tókst þannig aö fá eitt tígulniðurkast og standa spilið. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.