Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1995, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 5 Fréttir Ami Sverrisson, framkvæmdastj óri St. Jósefsspítala í Hafnarfirði: Verðum að taka stórar og afdrif aríkar ákvarðanir - ef ekki verður tekið á uppsöfnuðum flárhagsvanda fyrir árslok „Svona uppsöfnun vegur mjög þungt fyrir sjúkrahús sem er ekki með hærri fjárveitingu en sem nemur 280-290 milljónum króna á ársgrund- velli. Ef ekki verður einhver úrlausn mála verðum við að taka stórar og afdrifaríkar ákvarðanir um þjónustu okkar. Allur niðurskurður hefur verið óraunhæfur af hálfu hins opin- bera undanfarin ár og vantað heild- aryfirsýn og stefnu. Ríkisstjórnin verður að taka á þessum málum með einhverjum hætti fyrir árslok,“ segir Árni Sverrisson, framkvæmdastjóri St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Gríðarlegur íjárhagsvandi íþyngir rekstri St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og stefnir í að rekstur spítalans verði neikvæður um 60 milljónir króna um næstu áramót. Af þessum 60 milljón- um eru um 40 milljónir uppsafnaður vandi vegna niðurskurðar á fjárlög- um til spítalans 1992 og rúmlega 20 milljónir vegna fjárfestinga á þessu ári. Árni segir að vandi St. Jósefsspít- ala sé svipaður og vandi hinna sjúkrahúsanna á höfuðborgarsvæð- inu. Vandinn þar sé nú þegar um 600-800 milljónir króna og enn bætist við fyrir þetta ár. „Stjómin á eftir að fjalla um þetta þó að menn hafi velt ýmsu fyrir sér. Spítalinn er svo lítil rekstrareining að hann þolir enga minnkun. Ef hann fær ekki að njóta sín í þessari stærð er alveg spurning hvort það á ekki bara að leggja eininguna niður en ég get ekki séð neina einingu í kerfinu sem gæti tekið við þessari þjónust. Skynsemin segir mér því að það sé engin önnur leið en að leyfa spítalan- um að njóta sín. Við þurfum fjárveit- ingu til að leiðrétta uppsafnaðan vanda. Að öðru leyti eigum við að geta haldið okkur á réttu róli,“ segir Árni. Reglugerð meingölluð í framhaldi af setningu reglugerðar um ferliverk hefur St. Jósefsspítali aukið talsvert sértekjur sínar. Árni telur reglugerðina meingallaða og segist hafa rætt hana við heilbrigðis- ráðherra því aö fá sjúkrahús á höfuð- borgarsvæðinu fari eftir henni. Verði reglugerðin afnumin og sértekjur spítalans falli niður gæti myndast 35 milljóna fjárhagsvandi hjá St. Jó- sefsspítala. Verði reglugerðinni breytt þannig aö öll sjúkrahús fari eftir henni eigi spítalinn hins vegar möguleika á að auka sértekjur sínar. „Mörg sjúkrahús á landinu eru að fara verulega fram úr fjárlaga- rammanum og St. Jósefsspítali er eitt af þeim. Þetta er vandi sem við „Smugulæknishérað“ mannað: Óðinnvæntanleg- uráfimmtudag „Ég reikna með aö Óðinn verði kominn í Smuguna á fimmtudaginn. Við gerum ráð fyrir að hann verði þarna næstu tvo mánuðina," segir Helgi Hallvarðsson, yfirmaður gæsluframkvæmda hjá Landhelgis- gæslunni um for varðskipsins Óðins norður í Smugu. Um borð í Óðni er Sigurpáll Schev- ing læknir sem mun sinna Smugu- sjómönnum næstu vikurnar í þessu afskekktasta læknishéraði íslend- inga. Helgi segist eiga von á að læknirinn muni hafa nóg að gera á svæðinu og vitnar til reynslunnar frá síðasta sumri. Um átta hundruð sjómenn eru nú á þessum slóðum. stöndum frammi fyrir og við hlaup- um ekki frá honum en hann er ekki auðleystur. Menn eru ekki búnir að finna neina lausn,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra. Um 160 starfsmenn eru á launaskrá hjá St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. -GHS Méb því aö smella af á Kodakfilmu í sumar geturöu unniá til í Ijósmyndasamkeppni DV og Kodak. Hvort sem þú ert á ferðalagi innanlands eða erlendis skaltu setja Kodakfilmu í myndavélina og gera þannig góðar minningar að varanlegri eign. | Veldu síðan bestu sumarmyndina þína og sendu til DV, Þverholti 11 í Reykjavík, | fyrir 26. ágúst í haust. § - fyrir bestu innsendu sumarmyndina á Kodakfilmu: Flugmiðar fyrir tvo með Flugleiðum til Florida, að verðmæti 120.000 kr. É Canon EOS 500, með 35-80 mm linsu, að verðmæti 45.900 kr. \ Mjög fullkomin og jafnframt léttasta SLR myndavélin á markaðnum. Canon EOS 5000, með 38-76 mm linsu, að verðmæti 39.900 kr. Nýjasta SLR myndavélin. Mjög einföld í notkun. Canon Prima Zoom Shot myndavél, að verðmæti 18.990 kr. Ný Zoom vél - hljóðlát og nett. Canon Prima AF-7, að verðmæti 8.990 kr. Sjálfvirkur fókus, filmufærsla og flass. Canon Prima Junior DX, að verðmæti 5.990 kr. Sjálfvirk filmufærsla og flass. /jNB FLUGLEIDIR Skilafrestur er til 26. ágúst 1995. Myndum ber að skila til DV, Þverholti 11. Tryggðu þér litríkar og skarpar minningar með Kodak Express gæðaframköllun á Kodak Royal-pappírinn. Hann er þykkari en venjulegur Ijósmyndapappír og litir framkallast frábærlega vel. .^:daÉ Gotf verð Kpsípís gæði Þinn hagur glæsilegra verðlauna ^ 0 Flugmiðar * til Florida fyrir tvo. Canon EOS 500 myndavél. Canon EOS 5000 myndavél. Canon Prima Zoom Shot myndavél Canon Prima AF-7 myndavél. Canon Prima Junior DX myndavél. Adalverðluun 3. verðlauh 4. verðlaun 5. verðlaun 6. verðlaun HöfuðborgarsvæJið Verslanir Hans Petersen hf: Austurveri, Bankastræti, Glæsibæ, Grafarvogi, Hamraborg (Kópavogi), Hólagarði, Kringlunni, Laugavegi 82, Laugavegi 178 og Lynghálsi. Myndval: Mjódd. Hafnarfjörður: Filmur og Framköllun. Keflavík: Hljómval. Akranes: Bókav. Andrésar Nielssonar. Isafjörður: Bókav. Jónasar Tómassonar. Sauðárkrókur: Bókuv. Brynjars. Akureyri: Pedrómyndir. Egilsstaðir: Hraðmynd. Sclf oss: Hans Peterscn, Vöruhósi K.Á. GÆÐAFRAMKÓLLUN -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.