Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1995 Afmæli Dagblaðsins Frjálst, óháð dagblað í tvo áratugi ■ Áttundi september 1975 markar tímamót í íslenskri Qölmiðlun. Þann dag leit dagsins ljós fyrsta eintak frjáls, óháðs dagblaðs. Þrátt fyrir grýtta slóð fyrsta spölinn var ljóst af við- tökunum að þörf var fyrir blaðið. Almenningur í landinu stefndi í átt til frjálsari tjáningar og af- dráttarlausari og heilbrigðari skoðanaskipta. Dagblaðið var í raun afsprengi Vísis sem hóf göngu sína árið 1910. Fyrsti út- gefandi og ritstjóri Vísis var Einar Gunn- arsson. í upphafi var ritstjórn- arskrif- stofan á heimili hans, Kirkjutorgi 6. Seinna flutti blaðið í húsnæði við Ing- ólfsstræti en síðustu árin voru ritstjórn- arskrifstofur í Síðumúlanum. í gegnum tíðina störfuðu á Vísi skarpir pennar og margir einstaklingar, sem síðar urðu áberandi í þjóðlífinu, stigu þar sín fyrstu spor á ritvellinum. Fyrir 20 árum skildu svo leiðir Vísis og Jónasar Kristjánssonar ritstjóra og Sveins R. Eyjólfssonar framkvæmda- stjóra. Stofnuðu þeir, ásamt nokkrum starfsmönnum Vísis, Dagblaðið sem kom út í fyrsta skipti 8. september, sem þá var mánudagur. Óhætt er að fullyrða að húsakynni blaðsins hafi verið nokkuð þröng í upp- hafi. Strax sjötta september var skúr, sem stóð þar sem bílageymslur utanríkisráðu- neytisins eru nú, tekinn á leigu. Þar var afgreiðsla og dreifing til húsa fyrst um sinn eða þar til sú starfsemi var flutt yfir í gömlu Harð- fisksöluna sem var til húsa í byggingu sem stóð fyrir framan núverandi húsakynni DV. Ritstjórn DB fékk inni í húsakynnum Vikunnar við Síðumúla 12. Var Vikunni ýtt inn í eitt herbergi en ritstjórn DB nýtti það pláss sem eftir var. Skeyting og filmuvinnsla var á fyrstu hæðinni í Síðumúlanum en fyrstu fimm mánuðina var blaðið prentað í Blaðaprenti sem var í eigu Alþýðublaðsins, Tímans, Þjóðviljans og Vísis. Frá fyrsta febrúar 1976 hefur blaðið hins vegar verið prentað í prentsmiðju Morgunblaðsins. 26. nóvember 1981 lauk svo harðri samkeppni blaðanna tveggja, DB og Vísis, með því að blöðin sam- einuðust. Frjáls fjölmiðlun var stofnuð og stóð fyrirtækið að útgáfu DV. Ritstjórnar- skrifstofur blaðanna voru sameinaðar með því að brjóta gat á vegginn sem hafði aðskilið þær en báðar voru þær í sama húsi í Síðu- múlanum. Áfram voru hin upphaflegu markmið DB, frjálst, óháð dagblað, höfð að leiðarljósi. og um svipað leyti flutti prentsmiðja Frjálsrar fjölmiðlunar í gamla Hampiðju- húsið við Þverholt 9 og sameinaðist ísafoldarprentsmiðju sem Frjáls fjölmiðlun hafði keypt áður. í árslok 1993 var fyrirtækið Tímamót, dótturfyrirtæki Frjálsrar fjölmiðlunar, stofnað um útgáfu Tímans. Níunda febrúar sl. hætti Hörður Einars- son, fyrrum útgefandi Vísis og annar útgáfustjóra DV, afskiptum af rekstri' DV Um árabil hafði verið unnið að byggingu stórhýsis við Þverholt, bak við gömlu Harðfisksöluna.' Sumarið 1985 fluttu allar deildir DV í núverandi aðalbækistöðvar Umfang starfsemi blaðsins jókst með árunum og að því kom að hún sprengdi utan af sér húsið. Blaðaaf- greiðsla, dreifing og markaðsdeild fluttu yfir götuna í hús númer 14 við Þverholt árið 1993 með því að selja Sveini R. Eyjólfssyni sinn hlut í blaðinu. Lauk þannig nær 14 ára samstarfi þeirra. Daginn eftir var tilkynnt að stjórn íslenska útvarpsfélags- ins hefði keypt 35 prósent af hlutafé Frjálsrar fjölmiðlunar. Eitt af meginmarkmiðum samningsins um hlutabréfakaupin var að fyrirtækin tvö ættu með sér samstarf á sviði margmiðlunar og rafrænnar fjölmiðlunar. DV steig svo skref i þá átt með því að hefja útgáfu blaðsins á Inter- netinu annan maí síðastliðinn. - PP/jrj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.