Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1995 Menning Dreggjar mannlífsins Sýning íslenska leikhússins á gamalfrægu leikriti Maxíms Gorkís er svolítiö hrekkjaleg á yfirboröinu en engu aö síður er aldrei langt í sáran undirtón. Þrátt fyrir umfjöllunarefni, sem trauðla getur talist létt- meti, bregður fyrir allt að því galsafengnum atriðum og stundum nokkuð yfirdrifnum leikstíl sem leikend- urnir hafa ekki allir jafnvel á valdi sínu. En þegar upp er staðið felst þó styrkur sýningarinn- ar í því að koma til skila innsýn í sálarlíf persónanna með nokkuð nýstárlegum hætti sem er hráslagalegur og strákslegur í senn. Yfirbragðið skapast ekki hvað síst af innieggi Megas- ar, sem leggur til nýja þýðingu verksins, og jafnframt af nýrri leikgerð þeirra Egils Ingibergssonar og Þórar- ins Eyfjörð, leikstjóra sýningarinnar. Það er óhætt að segja að Megas nýtir þetta tækifæri í botn til að hrista ærlega upp í málfari persónanna og smella inn í' textann þekktum frösum úr götumáli dagsins í dag. Það er einkar ánægjulegt aö sjá valinn hóp af ungum leikurum fá alvöru tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og úrvinnslan er í heildina öguð og góð undir stjóm leikstjórans, þó að stundum hafi að minu mati verið farið fullgeyst í áherslumar. Verkið gerist í einhverri ólýsanlegri vistarvera utan- garðsfólks sem hefur misst fótanna í samfélaginu og virðist við fyrstu kynni heldur einsleitur hópur. En textinn og framvinda verksins afhjúpa smám saman ólíka einstaklinga þar sem hver á sína sögu og sínar sorgir. Samskiptin eru skrautleg, svo að ekki sé meira sagt, og samfélag utangarðsfólksins endurspeglar marga þætti mannlegs breyskleika. í sýningunni í Lindarbæ er verkinu hiklaust svipt inn í nútímann, enda getur það svo sem gerst hvar . og hvenær sem er. Umfjöllunarefnið er fyrst og fremst mannlegt eðh, sem breytist víst seint, þó að samskipt- in geti tekið á sig mismunandi myndir við ólíkar að- stæður. Leikendahópurinn er stór og eins og áður sagði er sérstaklega ánægjulegt að sjá öguð vinnubrögð og sam- stillingu ungra leikara, sem eiga að baki strangt leik- listarnám og nokkra reynslu á sviði. Úr þeirra hópi má nefna þau Benedikt Erhngsson, Bryndísi Petru Bragadóttur, Sigurþór Albert Heimis- son, Hinrik Ólafsson, Valgeir Skagfiörð, Þorstein Bachmann og Steinunni Ólafsdóttur, sem öll náðu sterkum tengslum við þær persónur sem þau léku. Þá er og vert að nefna Harald G. Haralds í hlutverki Lúka. Öll umgjörð og tæknivinna við sýninguna er metnað- Harald G. Haralds í hlutverki Lúka i leikritinu daganna sem sýnt er i Lindarbæ. djúpi Leiklist Auður Eydal arfull og mikið í lagt. Hljóðmynd er skemmtilega unn- in og tónar undir atriðum líkt og í kvikmynd. Förðun og hárgreiösla voru líka áberandi skemmtilega unnar. Leikmyndin er hráslagaleg eins og vera ber en búning- arnir þóttu mér æði misjafnir, sumir ágætlega við hæfi en aðrir ótrúlega fríkaðir. íslenska leikhúsið sýnir i Lindarbæ: í djúpi daganna Höfundur: Maxím Gorki Þýðing og aölögun: Magnús Þór Jónsson - Megas Leikgerð: Egill Ingibergsson og Þórarinn Eyfjörð Leikmynd: Þorvaldur Böðvar Jónsson Búningar: Linda Björg Árnadóttir Hljóðmynd: Bong, Eyþór Arnalds og Móeiður Júniusdóttir Hár og förðun: Kristin Thors Ljósahönnun: Egill Ingibergsson Leikstjórn: Þórarinn Eyfjörð Kraf tur og dulúð Eiríkur Smith í Hafharborg og Stöðlakoti í hartnær hálfa öld hefur Eiríkur Smith verið meö afkastamestu listmál- urum þjóðarinnar og hafa mörg verka hans aukreitis veriö í stærri kant- inum. Það var mikið um dýrðir í Hafnarfirðinum fyrir réttum fimm árum þegar Eiríkur færði Hafnarborg að gjöf safn verka eftir sig frá yfir fiög- urra áratuga ferh en Eiríkur var jafnframt fyrstur til að sýna í Hafnar- borg, árið 1988. Nú um helgina var svo opnuð í Hafnarborg stór sýning á nýjum verkum eftir Eirík í tilefni af sjötugsafmæli hans. Eins og Pétrún Pétursdóttir, forstöðumað- ur Hafnarborgar, bendir á í sýning- arskrá er það einmitt í eðli Eiríks að leita sífellt nýrra leiða og koma á óvart og það er ekki misbrestur á því í Hafnarborg að þessu sinni. Jafnframt sýningunni þar hefur Eiríkur sett upp sýningu á áður ósýndum afstraktvatnslitamynd- um frá sjöunda áratugnum í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg í Reykjavík. Morgunbirta eftir Eirík Smith. Myndlist Ólafur J. Engilbertsson Vatnslitaverk í Sverrissal ----------------------------------- Sverrissalur Hafnarborgar er einnig uppfullur af vatnslitamyndum en þær eru 27 talsins og allar frá síðustu árum. Þar er um að ræða mun náttúrutengdari og raunsærri útfærslu en í eldri vatnslitamyndunum í Stöðlakoti. Fígúmr birtast af og til í landslagi Eiríks líkt og svipir af öðru plani og dulúðin er einn veigamesti þáttur listar hans nú sem fyrr. Vatns- litamyndirnar í Sverrissal bera talsverðan svip af þeirri samþáttun ein- faldra skuggamannsmynda og landslags sem Eiríkur sýndi á Kjarvalsstöð- um fyrir þremur ámm. Slík samþáttun gengur vel upp í verkum eins og Morgunn við vatnið (1), Bláar tjarnir (9) og Tvær vemr og vatn (14) þar sem einfaldleiki og tær birta ráða ríkjum. Síöri era myndir eins og Vordag- ur í hrauni (16) og Vor í hrauninu (23) sakir einhverrar nákvæmnisár- áttu sem virðist á stundum gagntaka listamanninn. Olíuverk Olíuverkin eru meginefni sýningarinnar í Hafnarborg og eru þau 33 talsins, flest af stærri gerðinni. Hér eru á ferðinni mun meiri afstrakt- verk en á sýningunni fyrir þremur árum og um margt sérstakt að koma úr natúralísku landslagi vatnslitaverkanna í þetta nánast hreinræktaða afstrakt. Verk Eiríks leyna á sér og vinna á. Þau hafa mörg hver til að bera innibyrgðan kraft sem brýst út þegar síst skyldi og flest virka verk- in best úr nokkurri fiarlægð. Kraftbirting (2), Haustglóö (5), Sólarátt (6) og Leysing (26) em allt verk sem búa yfir slíkum krafti sem nær að brjót- ast fram vegna tiltölulega einfaldrar miðleitinnar myndskipunar. Hins vegar er of margt minni verka á sýningunni sem ekki er jafnmikið spunn- ið í vegna þess að flæði í uppbyggingu myndflatarins er ekki markvisst og deyfð yfir htapallettunni. Stöölakot Vatnslitamyndimar í Stöðlakoti em að mínu mati sterkasta framlagið í þessa sýningaseríu Eiríks. Þar er í senn um aö ræða svipsterka heild og einfalda og látlausa úrvinnslu. Hér sýnir Eiríkur svo að ekki verður um villst að hann er með okkar allra fremstu vatnshtamálumm. Sérstak- lega vil ég nefna th Abstraktionir nr. 2 og 3 í neðri sal sem kraftmiklar samsetningar. Sú fyrmefnda, sem og nr. 12 í stiganum og nr. 21 uppi, eru sérstaklega áhugaverðar vegna þess hvemig hstamaðurinn nær að skapa mettað yfirborð með því að ganga fram á ystu nöf í tækninni. Einfaldar perlur eins og nr. 9,10 og 11 standa hka fylhlega fyrir sínu í einfóldum tærleika. Sýningar Eiríks Smith standa báöar til 25. september. Millifært á reikninga. .. Peningaúttektir. a Fengið yfíríit. Nú getur þú lagt inn og greitt reikninga. c Þu getur lagt inn a innlánsreikninga í sparisjóðnum. NYJUNG SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR Reykjavíkurvegi 66 Strandgötu 8-10 SPARISJÓÐURINN í KEFLAVÍK Tjarnargötu 12, Keflavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.