Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1995 15 Hvers vegna er f lótta- mönnum hafnað? Kjallarinn Árni Bergmann rithöfundur „Ekki vonum fyrr að menn spyrji eftir ís- lenskri stefnu í flóttamannamálum og góðra gjalda vert að kröfur um að ísland standi við skuldbindingar í þessum efnum fá sterkari undirtektir en oft áður.“ Þurfum fyrst og síðast að losa okkur við þá hræsni sem spyr fyrst að því hvar mannréttindi voru brotin eða hvaðan flóttamaður kemur, segir m.a. í grein Árna. - Starfsmaður SÞ ræðir við flóttafólk í Zaire. Allt í einu er byrjuð umræða í fjölmiðlum um þann vansa að ís- lendingar loka dyrum sínum á flóttafólk. Engin efhuð þjóð taki við færri flóttamönnum undan Bosníustríðinu en einmitt við - með tilliti til fólksfjölda. Reyndar megi telja þá flóttarnenn sem hér hafa fengið hæli á sl. árum á fingr- um annarrar handar. Þetta er því miður ný saga og gömul: á fjórða áratugnum fengu gyðingar sem hingað leituðu und- an Hitler einatt kaldar kveðjur og var reynt að flæma þá burt - eins og fram hefur komið í ágætum samantektum Einars Heimisson- ar. Ekki vonum fyrr að menn spyrji eftir íslenskri stefnu í flótta- mannamálum og góðra gjalda vert að kröfur um að ísland standi við skuldbindingar í þessum efnum fá sterkari undirtektir en oft áður. Tortryggni eða hræsni? Alþýðublaðið spurði þrjá þing- menn á dögunum að því hvernig stæði á aumlegri framgöngu ís- lendinga í þessu máli. Tveir þeirra vísuðu til þess að íslendingar væru yfirleitt tortryggnir í garð útlendinga. Sú skýring átti ef til viU við á fjórða áratugnum en á seinni tímum er hún aðeins lítill hluti svarsins. Margt annað kem- ur til. T.d. sú sérgæska í alþjóð- legu samstarfi sem hér er landlæg. Alltof margir frammámenn í þjóð- félaginu hafa talið sér það til tekna að þeir geti slegið í fjölþjóðastofn- unum og sjóðum meiri peninga tfl íslands en við látum sjálfir af hendi - þessi freka hagsmuna- gæsla setur vafalaust sinn svip á nísku samfélagsins gagnvart er- lendum nauðþurftarmönnum. En að mínu viti hafa íslensk stjórnvöld fyrst og síðast skotið sér á bak við pólitíska hræsni. Ég á við það að íslensk stjórnvöld hafa á sl. áratugum fylgt í reynd þeirri stefnu að flóttamaður sé að- eins sá sem kemur frá kommún- istalandi. Þá sjaldan að ríkis- stjórnir gáfu sérstakt samþykki fyrir því að hingað kæmu nokkrir tugir flóttamanna í einu voru þeir frá Ungverjalandi, Víetnam eða PóUandi. Þeim var nær alltaf synj- að um landvistarleyfi hér sem hingað leituðu úr löndum harð- stjóra sem báru hægrisvip. Það voru óskráð lög að böl heimsins væri kommúnískt og annað kæmi okkur ekki við. Að horfa í eina átt Þessi hræsni er hliðstæð þeirri sem Jóhanna Eyjólfsdóttir hjá Am- nesty minnti á í umræðu um mannréttindamál í sjónvarpi ekki alls fyrir löngu. Sú hræsni sér mannréttindabrot eða sér þau ekki allt eftir því hverjir pólitískir hentugleikar hvers og eins eru. Þessi hræsni var með fuilu fjöri á kaldastríðsárum þegar margir féflu í þá gryfju að viíja aðeins tala um mannréttindabrot í Argentínu, Chfle eða Tyrklandi (ef þeir voru vinstrisinnar) eða þá aðeins í Sov- étríkjunum og Tékkóslóvakíu (ef þeir voru hægramegin í tUver- unni). Um mannréttindabrot í Kína töluðu menn eða þögðu eftir því hvort þeir áttu von á því að geta átt mikla verslun við það land eða töldu sig hafa pólitískt gagn af fjandskap Kínverja við Sovét- menn. Sem betur fer voru aUtaf til ein- staklingar sem yfirstigu þessa tvö- feldni. Ef þeir voru vinstrisinnar lögðu þeir sig fram um að for- dæma mannréttindabrot sem framin voru í yfirskini baráttunn- ar gegn heimsauðvaldinu, ef þeir voru borgaralegir húmanistar for- dæmdu þeir ekki síst valdníðslu sem réttlætti sig með baráttunni gegn heimskommúnismanum. Slík afstaða hefur haft mikU áhrif þótt ekki hafi henni tekist að kveða niður þá hentistefnu sem áðan var á minnst. Og það er víst að ef við Islend- ingar ætlum að eignast stefnu í mannréttindamálum og flótta- mannastefnu sem við ekki þurfum að skammast okkar fyrir þá þurf- um við fyrst og síðast að losa okk- ur við þá hræsni sem spyr fyrst að því hvar mannréttindi voru brotin eða hvaðan flóttamaður kemur. En spyrja aðeins: Hvað getum við gert og hvernig kemur okkar lið- sinni að bestu haldi? Árni Bergmann Brandarabokin Líklega er skattskráin það rit á íslandi sem beðið er með mestri eftirvæntingu ár hvert. Eftirvænt- ingin byggist einkum á tvennu. í fyrsta lagi spenningnum yfir því að sjá hvað tölvur skattkerfisins hafa skammtað okkur sjálfum í gjöld til hins opinbera og svo hinu að sjá hvernig nágranninn hefur farið út úr glímunni við skattkerf- ið. Nágranninn á stóra jeppanum Nú þegar þetta dæmalausa rit- verk skattkerfisins hefur enn á ný litið dagsins ]jós get ég ekki orða bundist yfir vesalingnum honum nágranna mínum. Allt það sem sá maður má þola. Það er ekki bara 300 fermetra einbýlishúsið sem þarf að kynda og halda viö, sumar- húsið við Álftavatn, þriggja og hálfrar milljóna króna jeppinn sem hann keypti í vor, Kanarieyja- ferðin um jólin, Mallorcaferðin um páskana, laxveiðiferðimar í allt sumar, allir „dinnerarnir", að ég nú ekki tali um nýársballið á Hót- el íslandi, og vera svo hundeltur af þessum fjandans smásálarlegu skattayfirvöldum sem ætlast til að hann greiði heilar 50.000 í opinber Kjallarinn Unnur Stefánsdóttir leikskólakennari, annar vara- þingmaður Framsóknarflokks- ins í Reykjaneskjördæmi. gjöld. Mikið hvað á sumt fólk er lagt. Hvernig er þetta hægt? Það er ekki að ástæðulausu að skattskráin hefur fengið þetta nafn í munni almennings. Og ekki er að furða þótt fólk verði undrandi þeg- ar dæmi eins og það sem að fram- an er rakið blasa við. Hvernig er þetta hægt? Hvemig er hægt að horfa upp á það ár eftir ár að sama fólkið komi sér undan því að greiða eðlileg gjöld til samfélags- ins? Hvernig komast sömu menn- irnir upp með það ár eftir ár að greiða vinnukonuútsvar og illa það? Þetta gerist á sama tíma og rík- isstjórnin situr á löngum fundum til þess að skera niður útgjöld rík- isins á næsta ári um eina litla 10 milljarða. Og hvað á að skera? Jú, auðvitað er það samneyslan, vel- ferðin, sem verður verst úti í slík- um niðurskurði. Týndu milljarðarnir Fullyrt er að ríkissjóður verði af 10-15 milljarða króna tekjum árlega vegna undanskota frá skatti. Ef þessir milljarðar næðust í hús þyrfti ekki að skera niður vel- ferðina og við gætum meira að segja átt nokkuð afgangs upp í af- borganir af erlendum lánum þjóð- arinnar. Skattkerfið er mikið og göfugt kerfi og leyndardómar þess miklir. Það er vafalaust ofdirfska af venju- legu fólki að ætla sér að skilja það. En ég get samt ekki varist því að velta því fyrir mér hvernig hann nágranni minn fer að þessu þegar ég veit að sjálf þarf ég að borga u.þ.b. 400 krónur af hverjum 1000 krónum í skatta og útsvar. Unnur Stefánsdóttir „Hvernig er hægt að horfa upp á það ár eftir ár, að sama fólkið komi sér undan því að greiða eðlileg gjöld til samfélagsins? Hvernig komast sömu mennirnir upp með það ár eftir ár að greiða vinnujkonuútsvar og illa það?“ Meöog ** ■ ■ a moti Uppsagnir fríðinda hjá Hafnarfjarðarbæ Lækka mín eigin laun „Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur tekið þá ákvörðun að segja upp fastri yfirvinnu og öðrum fríðind- um sem starfs- menn hafa og ekki er samið um sérstaklega bæiarstjóri. í kjarasamn- ingum viðkomandi stéttarfélaga. Þetta er gert með það í huga að reyna að komast að því hvernig staða þessara mála er í raun og veru og lækka rekstrarkostnað bæjarins. Samþykktin var gerð til að þetta lægi laust á borðum og menn gætu farið ofan í þessa hluti. Það verður afls ekki tekið á þeim lægst launuðu. Þetta snýr fyrst og fremst að toppunum í bæjarkerfmu. Ég er náttúrlega einn af þeim og þessi tillaga fæddist hér á borðinu hjá mér. Ég mun að sjálfsögöu taka þetta á mig líka - fyrstur allra - en ég veit ekki hvað það nemur miklu. Ég vildi fara í það að lækka laun með einu pennastriki um 10 pró- sent en það var taliö eðlilegra að menn kynntu sér stöðuna fyrst. Uppsagnarfresturinn er þrír mánuðir. Á þeim tíma verður farið ofan í þessi mál og þau könnuð. Þetta verður að sjálf- sögðu unnið í samstarfi við for- mann Starfsmannafélagsins, starfsmannastjórann og fjár- málastjóra bæjarins, þó svo vilji til að þeir eigi allir hlut að máli sem yfirmenn hjá bænum.“ I Guðmunds- son, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar. Oskapleg ólga „Ég er al- gjörlega á móti þessum upp- sögnum. Þaö er óskaplega ólga meðal staifsmanna út af þessu máli og alveg klárt að við berj- umst gegn þessu af krafti. Það er alveg sama hvernig litið er á máliö, þaö veröur aldrei hægt að mæla með þessum aðgerðum. Ef menn hefðu viljað endurskipuleggja eða hagræða þá hefur Starfs- mannafélag Hafnarfjarðar alltaf verið tilbúið til að taka þátt slíku og þá heföi verið sniðugt að óska eftir viðræðum við félag- ið, fara gegnum kerfiö og finna hvort hægt sé að hagræöa í staö þess að setja allt strax í svo mik- ið uppnám að það tekur langan tíma að lægja öldurnar. Bílastyrkir og föst yfirvinna stafsmanna Hafnarfjarðarbæjar eru samningsbundin. Grunntaxt- ar eru mjög lágir. Föst yfirvinna er alltaf unnin vinna og þvi mætti kannski lita á uppsögnina sem ósk um að starfsmennirnir vinni sömu vinnu fyrir minni pening. Þaö er verið aö minnka það sem lítið er og væntanlega er gert ráö fyrir að menn skili sömu vinnu. Það þarf að kanna aflar hliðar málsins og athuga hvort þetta sé brot á kjarasamn- ingi. Ef svo er þarf að benda mönnmn á aö kjarasamningar eru í gildi. Það er ekki sniðugt gagnvart starfsmönnum að fara einhliða í svona stórfefldar aö- geröir. Svoleiöis virkar mjög ifla í starfsmannahaldi." -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.