Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1995 41 I>V Nýgift á Hótel Sögu Þau eru nýgift og lukkuleg, Svavar Gunnarsson og Guðbjörg Óskars- dóttir, en létu sig þó ekki muna'um að mæta í stemninguna á Hótel Sögu eftir vel lukkaða veislu, reiðubúin að djamma fram á rauða nótt. Bjöggi í sveitastemningu Þeim fer fækkandi sveitaböllunum á mölinni með Bjögga Halldórs á Hótel íslandi. Brátt mun vetrardagskráin fara í gang og þá verður endurvakin | sýningin hans Bjögga sem naut fá- dæma vinsælda síðasta vetur. j) Undirföt fyrir veturinn Módel ’79 voru með tískusýningu á Hótel Sögu á laugardagskvöldið. ) Stúlkurnar sýndu úlpur frá Útilífi og undirföt frá Bláa fuglinum við góðar undirtektir áhorfenda. Hljóm- | sveitin Gleðigjafarnir hélt svo uppi stemningu það sem eftir lifði kvölds- ins. Tunglið, Tunglið taktu mig Það var hiti í kolunum á Tunglinu á laugardagskvöldið'. Það var dansað um allt, á hliðarpöllum, í fataheng- inu og jafnvel uppi á hátölurunum, eins og þessi herramaður gerði svo listilega vel. Hringiðan Síðasta helgin í Fjölskyldugarðinum Halldór Halldórsson nýtti tækifærið í góða veðrinu á laugardaginn og fór í Fjölskyldugarðinn síðustu opnunarhelgi hans í sumar. Þar var margt til dundurs eins og vanalega og Halldór var hæstánægður með að fá að sitja á lögguhjóli og þykjast bruna eftir breiðgötum. DV-myndir TJ Hundasýning íKópavogi Um helgina fór fram hundasýn- ing í íþróttahúsi Digranesskóla í Kópavogi. Þar voru bæði hvolpar og fullvaxnir hundar sem kepptu í mörgum flokkum. Saga Her- mannsdóttir var hrifrn af honum Þengli sem er 7 ára írskur seti. Yngismeyjarnar Stína, Guðrún og Ragga voru í fullu fjöri á pökkuðu dans- gólfinu á Astró þegar DV rakst á þær á laugardagskvöldið. Hver diskósmell- urinn rak annan og fólk fékk ekki við neitt ráöið þegar danslöngunin greip þaö. ÞÓRSHAMAR Byrjenda- námskeið eru að hefjast KARATE Karatefélagið Þórshamar sími: 551 4003 Módelnámskeið - model ~jg Það verða ekki allir módel en okkur er öllum nauðsyn að öðlast sjálfstraust og fágaða fram- komu, þess vegna bjóðum við hjá Model 7 9 eftirfarandi módelnámskeið þar sem tekið verður fyrir: Ganga/sviðsframkoma Framkoma/mannleg samskipti Pósur/snúningar Förðun/hárgreiðsla Næringarfræði Tískusýning í lok námskeiðs ásamt afh. prófskírteina. Leiðbeinendur verða toppfólk hvert í sinni grein, enda viljum við aðeins það besta fyrir nemendur okkar. Vikunámskeið Mánaðarnámskeið 2ja mán. námskeið Við viljum minna á að skráning í Unglingamódel '95 er hafin. Ljósm. Asta Upplýs- og innritun í s. 588-8855 og 588-8783 alla virka daga milli 13 og 17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.