Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Blaðsíða 26
38
MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1995
Fréttir
Launamunurinn á íslandi og í Danmörku:
Verðum að
f inna ástæðurn-
arfyrirþessu
- segir Bjöm Grétar Sveinsson, formaöur Verkamannasambandsins
„Þessi mikli launamunur á íslandi
og í Danmörku hlýtur að kalla á það
að við setjumst niður, bæði innan
verkalýðshreyfmgarinnar og einnig
með atvinnurekendum, og kryfjum
máliö til mergjar. Það þýðir ekkert
að koma með einhverjar einfaldar
og ódýrar skýringar eins og gert hef-
ur verið undanfarið og segja að það
séu ormar í flökum hér á landi og
annað þvíumlíkt. Það er eitthvað
meira sem veldur þessum mikla lau-
namun. Og ég vil taka það alveg skýrt
fram að það er ekki bara í fisk-
vinnslu sem launamunurinn er
svona mikill. Það er í öllum atvinnu-
greinum," segir Björn Grétar Sveins-
son, formaður Verkamannasam-
bandsins, í samtali við DV.
Bjöm Grétar er nýkominn heim frá
Danmörku þar sem hann kynnti sér
launamál og þá ekki síst með því að
ræða við íslenskt verkafólk sem flutt
hefur til Danmerkur og stundar þar
ýmsa algenga vinnu.
„Menn benda á að það sé minna
um pásur í dönskum fyrirtækjum en
hér á landi. Það er rétt, en launamun-
urinn er slíkur aö það eitt getur ekki
verið skýringin. Ég skal nefna dæmi
af íslenskum hjónum sem starfa í
húsgagnaverksmiðju. Vinnuvikan
hjá þeim er 37 stundir en ekki 40 eins
og á íslandi. Þau hafa hvort um sig
í laun 14 þúsund krónur danskar á
mánuði. Það er 161 þúsund krónur
íslenskar. Þegar búið var að draga
af þeim alla skatta og skyldur áttu
þau eftir 8.800 krónur danskar eða
101 þúsund krónur íslenskar. Og svo
má benda á að verð á fatnaði og mat
er mjög svipað á íslandi og í Dan-
mörku. Húshitunarkostnaðurinn í
Danmörku er svipaður pg á köldu
svæðunum svokölluðu á íslandi, þar
sem kynt er með rafmagni eða olíu.
Þá geta allir séð hvílíkur geipimunur
er á kjörum fólks hér og í Dan-
mörku. Við verðum að finna ástæð-
una fyrir þessu. Einfaldar skýringar
duga því ekki," sagði Bjöm Grétar.
Hann sagði að Verkamannasam-
bandið ætlaði nú að láta skoða þessi
mál mjög vel og þau verða síðan til
umræðu á þingi Verkamannasam-
bandsins í októberlok.
Július Sigurbjartsson með bleikjur sem hann veiddi á stuttum tíma i Óshyl
í Gijúfurá um helgina á maðk. 200 bleikjur og 22 laxar hafa veiðst í ánni.
DV-mynd G. Bender
Ólögleg sumarbústaðabyggð á Þingvöllum?
Stór hluti byggðarinnar
innan þjóðgarðsgirðingar
- segir í bók Bjöms Th. Bjömssonar
GljúfuráVíðidal:
22 laxar og
200 bleikjur
Föstudaginn 1. september birtist
frétt í DV um sumarbústað í landi
Kárastaða í Þingvallasveit sem Þing-
vallanefnd og byggingarnefnd
hreppsins gerði athugasemdir viö,
þar sem hún taldi bústaðinn og
mannvirki tengd honum hafa verið
byggð í trássi við bann. Ríkissak-
sóknari ákærði eigendur bústaðarins
og fer fram á að mannvirkin verði
numin á brott úr landinu vegna of
mikils umfangs þeirra.
Málið vekur upp spumingar um
hvort sumarbústaðabyggð við vatnið
rekist á við lög um friðun Þingvalla.
Bjöm Th. Björnsson listfræðingur
skrifaði um þessi mál í bók sinni um
Þingvelli sem gefin var út á síðasta
ári. Þar er því haldið fram að sumar-
bústaðabyggð undir Halhnum, suður
af Valhöll, sé öll innan þjóðgarðsins
og því sé hún ólögleg. Þjóðgarðsgirð-
ingin hefur verið sett niður á alröng-
um stað, um 2 km norðar en hún á
að vera, við Kárastaðanes í stað þess
að vera sett við Hestagjá.
í texta Bjöms segir: „I lögunum um
friðun ÞingvaUa frá 7. maí 1928 segir
um takmörk þjóðgárðsins á þennan
veg (2. gr. a): „Aö sunnan: Frá hæstu
brún Arnarfells í beina stefnu á
Kárastaði, yfir Þingvallavatn og upp
á vestari bakka Almannagjár." Lína
þessi sker Kárastaðanes aUangt
sunnan Lambagjár, þannig aö öll
sumarbústaðaröðin undir Halhnum
er innan þjóðgarðsins."
Og síðar segir í texta Björns: „Ætl-
unin var að engin mannvirki, og þá
síst í einkaeigu manna, tálmuðu því
að „Þingvelhr við Öxará og grenndin
þar (skuh) vera friðlýstur helgistað-
ur allra íslendinga,“ svo sem segir í
1. grein laganna."
-ÍS
Hvolsá og Staðarhólsá:
mm mmmmmwm
Veiðiþjofar
aðnætur-
þeli
„Við tókum ijóra veiðiþjófa nið-
ur í lóni Hvolsár og Staðarhólsár
um miðja nótt en i netinu, sem
þeir .höfðu skömmu áður lagt,
voru lax og shungur. Þeir þóttust
ekki eiga netið,“ sagði Sæmundur
Kristjánsson veíðivörður i gær-
kvöldi. Á fóstudagsnóttma lögðu
fjórir veíðimenn net í lónið en
vom gómaðir.
„Laxinn var 18 punda en bleikj-
an 4 pund. Við vorum búnir að
fylgjast með þeim þónokkurn
tíma leggja netin. Þeir sögðust
vera að laga bíl sem þeir höfðu
skihö eftir kvöldið áöur en vom
allir vel fulhr. Lögreglan i Búð-
ardal var kvödd til og mennirnir
allir kærðir fyrir þjófnaöinn. Þeg-
ar þessir menn komu tii veiða í
fyrra í ámar fundum við líka
net, sem þeir hafa átt, þá vom 6
laxar í því,“ sagði Sæmundur
ennfremur. -G. Bender
„Það var gaman að veiða þessar
bleikjur, þær tóku allar maðk. Við
sáum lítið af laxi,“ sagði Júlíus
Sigurbjartsson við Gljúfurá um
helgina en hann veiddi á stuttum
tíma 8 bleikjur í Óshylnum í ánni.
Þær tóku allar maðk og þær stærstu
vom 3 pund.
Gljúfurá hefur gefið 22 laxa og
hann er 18 pund sá stærsti en hann
„Það eru komnir 1630 laxar hérna
í Norðurá og við veiðum til 10. sept-
ember núna. Upp og niður gengið var
í fyrrdag en það fékk lítið enda tóku
þeir það rólega," sagði Halldór Niku-
lásson, veiðivörður í Noröurá, í gær-
kvöldi en Norðurá heldur ennþá
efsta sætinu.
Rétt fyrir neðan Norðurá, í öðru
sætinu, er Þverá með 1615 laxa en
síðan kemur Laxá á Ásum með rétt
veiddist í Beigalda á maðk. 200
bleikjur hafa veiðst og flestar í Óshyl,
neðst í ánni. Stærstu bleikjurnar eru
kringum 4 pundin. Mokbleikjuveiði
hefur verið í Hópinu og bóndi einn
sagðist vera hættur netaveiði i
vatninu vegna þess að hann torgaði
ekki öhum fiskinum. Hann fór bara
á beijamó um helgina í staðinn.
-G. Bender
1500 laxa á tvær stangir í þriðja sæt-
inu. Rangárnar eru í fjórða sæti með
1400 laxa, síðan í fimmta sætinu Laxá
í Leirársveit með 1300 laxa. í sjötta
sætinu er Langá á Mýram með 1255
laxa en í sjöunda sæti er Selá í
Vopnafirði meö 1150 laxa og áttunda
Grímsá í Borgarfirði með rétt 1100
laxa. í níunda og tíunda sætinu em
svo Laxá í Aðaldal og Laxá í Kjós
með rétt um 1000 laxa hvor.
Friðriksmótið í skák
Það var Björn Bjarnason menntamálaráðherra sem setti Friðriksmótið í
skák í Þjóðarbókhlöðunni á laugardaginn. Hann lék kóngspeðinu fram um
tvo reiti fyrir Friðrik Ólafsson, heiðursgest mótsins. Mótið er haldið i tilefni
þess að Friðrik, okkar fyrsti stórmeistari í skák, varð sextugur á árinu.
DV-mynd TJ
Þessi vígalegi erlendi veiðimaður kastaði flugunni fyrir neðan Króksbrúna
í Norðurá seinni partinn í gær en laxinn vildi ekki taka. I hylnum voru 20
laxar og Norðurá var í efsta sætinu með 1630 laxa. DV-mynd G. Bender
Veiöitoppiirinn:
Heldur Norðurá toppsætinu?