Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1995 Afmæli Hörður Torfason Hörður Torfason, leikstjóri og söngvaskáld, Hátúni 6, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferiil Hörður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1961, stundaöi síðan sjósókn og ýmsa verkamannavinnu. Þá stund- aði hann verslunarstörf hjá Silla og Valda. Hörður hóf leiklistarnám hjá Æv- ari R. Kvaran en lauk því við Þjóð- leikhússkólann vorið 1970. Hann hefur starfað samfellt síðan sem leikstjóri og söngvaskáld. Hörður á að baki ríflega fjörutíu uppsetningar, hefur haldið ógrynni tónleika, hérlendis ogerlendis, og hefur sent frá sér sextán hljómplöt- ur með eigin söngvum sem hann hefur gefið út sjálfur. Hann var bú- settur í Kaupmannahöfn í rúmlega sautján ár en flutti aftur til íslands vorið 1991. Höröur var aðalhvatamaöur að stofnun Samtakanna ’78. Hann var sæmdur Þórshamarsverðlaunum sumarið 1995 sem eru mannrétt- indaverðlaun Félags samkyn- hneigðra á Norðurlöndum. Verð- launin fékk Hörður vegna baráttu sinnar fyrir réttindum samkyn- hneigðraáíslandi. Fjölskylda Systkini Harðar eru Kristján Karl Torfason, f. 26.1.1944, bifreiðarstjóri í Reykjavík; Hjördís Torfadóttir, f. 7.10.1946, fatahönnuður í Osló; Benedikt Már Torfason, f. 22.12. 1948, matreiðslumaður í Reykjavík; Magdalena Torfadóttir, f. 13.9.1950, skrifstofumaður í Kaupmannahöfn; Kristinn Örn Torfason, f. 11.4.1960, rafeindavirki í Kanada. Foreldrar Harðar eru Torfi Bene- diktsson, f. 1.1.1918, vélvirki í Reykjavík, ‘óg Anna Fanney Krist- insdóttir, f. 17.7.1923, þjónn í Kaup- mannahöfn. Ætt Torfi er sonur Benedikts, hrepp- stjóra í Broddanesi, síðar í Hafnar- firði og Kópavogi, Friðrikssonar, b. á Gestsstöðum á Ströndum, Magn- ússonar, á Skáldsstöðum, Jónsson- ar. Móðir Friðriks var Anna Jóns- dóttir. Móðir Benedikts var Ingi- björg Björnsdóttir, b. á Klúku í Miðdal, Björnssonar, prests í Tröll- atungu, Hjálmarssonar, ættföður Tröllatunguættarinnar, Þorsteins- sonar. Móðir Ingibjargar var Helga Zakaríasdóttir. Móðir Torfa var Magdalena, dóttir Jóns Jónssonar og Herdísar Jóns- dóttur. Anna Fanney er systir Jóseps, föð- ur Þórhalls, aðstoðarmanns sam- gönguráðherra. Anna Fanney er dóttir Kristins Halldórs, vörubíl- stjóra í Reykjavík, sonar Kristjáns Hálfdánar Jörgens, steinsmiðs Kristjánssonar, og k.h., Önnu Sig- ríðar, húsmóður Þorfinnsdóttur, b. í Efra-Hegranesi, Finnssonar, og k.h„ Guðrúnar Jónasdóttur. HörðurTorfason. Móðir Önnu Fanneyjar var Karó- lína Ágústína Jósepsdóttir, Sig- mundssonar, Hagalínssonar, Jó- hannessonar, Jónssonar, Teitsson- ar. SENDLAR Mikael Þórarinsson /////////////////////////////// Sendlar óskast á afgreiðslu DV. Vinnutími frá kl. 13.00-18.00 nokkra daga í viku. Upplýsingar í síma 563 2777. Tónmenntaskóli Reykjavíkur mun taka til starfa skv. venju í septembermánuði. Enn er hægt að innrita nemendur í eftirfarandi deildir fyrir skólaárið 1995-96: 1. Börn fædd 1989 í forskóladeild (Forskóli 1) 2. Börn fædd 1988 í forskóladeild (Forskóli 2) 3. Tréblástursdeild: nokkra nemendur á ýmsum aldri á blokkflautu, óbó og fagott. 4. Málmblástursdeild: nokkra nemendur á ýmsum aldri á horn, básúnu og túbu. 5. Auk þess nemendur á ásláttarhljóðfæri (slagverk). Hafið samband sem fyrst í síma 562-8477 ef óskað er eftir skólavist fyrir nemendur skv. ofanskráðu. Tónmenntaskólinn býður einnig upp á píanókennslu fyrir fötluð börn í samvinnu við Tónstofu Valgerðar. Einnig býður skólinn upp á músíkþerapíu. Upplýsingar um þennan þátt skólastarfsins veitir Val- gerður Jónsdóttir í síma 561-2288 frá og með miðviku- deginum 6. september, kl. 13.30-15.30. Nemendur sem þegar hafa sótt um skóiavist fyrir skóla- árið 1995^-96 komi í skólann að Lindargötu 51 dagana 4. og 5. september, á tímabilinu kl. 10—18, og hafi með sér afrit af stundaskrá sinni úr grunnskólanum. Einnig á að greiða inn á skólagjaldið, sbr. heimsent bréf. Dragið ekki fram á síðasta dag að koma. Forðist þrengsli og óþarfa biðtíma. Skólastjóri Mikael Þórarinsson verkamaö- ur, Laugarvegi 37, Siglufirði, er sjö- tíu og fimm ára í dag. Starfsferill Mikael fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hann stundaði þar nám við barnaskólann en fór síðan ung- ur að vinna. Mikael hóf störf við síldarverksmiðjuna Rauðku á Sigluíirði er hann var þrettán ára, starfaði síðan við frystihúS Síldar- verksmiöju ríkisins um árabil og loks við frystihús Þormóðs ramma eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir í árslok 1993. Fjölskylda Mikael kvæntist 8.4.1950 Katrínu Þórnýju Jensdóttur, f. 8.12.1928, póstafgreiðslumanni. Hún er dóttir Jóns K.M. Steindórssonar, bifreið- arstjóra frá ísafirði, og k.h., Guð- rúnar Þórðardóttur húsmóður, úr Rangárvallasýslu. Börn Mikaels og Katrínar Þórnýjar eru Jens Gunnar, f. 8.6. 1949, flskmatsmaður og verkstjóri, búsettur í Noregi, kvæntur Sigr- únu Friðriksdóttur og eru börn þeirra Katrín Þórný, f. 26.2.1970, og Heimir Þór, f. 7.10.1974, auk þess sem börn Sigrúnar frá fyrra hjónabandi eru Friðrik Frímanns- son og Sigríður Frímannsdóttir; Hallfríður Emelía, f. 4.10.1950, bú- sett í Noregi, gift Lars Olav Grande og eru börn þeirra Ann Katrín, f. 23.9.1973, og Camilla, f. 25.5.1979; Þórdís, f. 4.6.1953, gift Sigurgeir Hrólfi Jónssyni sjómanni og eru böm þeirra Jón Gunnar, f. 8.6.1979, ogHelga Guðrún, f. 25.7.1995; Reg- ína Erla, f. 27.4.1955, gift Einari M. Karlssyni sjómanni og eru börn þeirra Mikael Þór Björnsson, f. 16.1.1974, Eva Karlotta, f. 4.2.1980; Auður Kapitóla, f. 18.2.1983, og Ragna Dís, f. 23.9.1985; Ragnar, f. 6.11.1957, búsettur í Noregi, kvænt- ur Marit Solbakken og eru börn þeirra Tomas Andri, f. 7.10.1981, og Ole Hákon, f. 8.7.1993. Systkini Mikaels: Jón Friðrik Marínó, f. 2.5.1905, nú látinn; Er- lendur Guðlaugur, f. 21.6.1911; Stefán Valgarður, f. 10.7.1914, nú látinn; Sigurgeir, f. 29.6.1917, nú látinn; Júlíus, f. 18.8.1923; Hólm- steinn, f. 1.12.1926; Einar, f. 9.6. 1929, og drengur og stúlka sem dóu íbernsku. Foreldrar Mikaels voru Þórarinn Ágúst Stefánsson, f. 12.8.1880, d. 1932, smiðurá Siglufirði, ogk.h., Sigríður Jónsdóttir, f. 25.12.1885, d. í maí 1975, húsmóðir. Maria Hermannsdóttir, Eskihlíð 16, Reykjavik. ''j' Ólafur Skúlason, Þórufelli 14, Reykjavík. ÞorsteinaS. Ólafsdóttir, Hólagötu 9, Vestmannaeyjum. Helga Hansdóttir, Hliðarvegi44, ísafirði. Hannes Jósafatsson, Brekkugötu 16, Hvammstanga. Hannes Sigurðsson, Aöalgötu 31, Ólafsfirði. Lárus Felixson, Hrannargötu7, Reykjanesbæ. Salóme Ósk Eggertsdóttir, Brekkustíg 14, Reykjavík. Gunnar Auðunn Ásgeirsson, Sörlaskjóli 48, Reykjavík. Trausti Bjarnason, Höfðaholti 6, Borgarnesi. Þórhildur Sæmundsdóttir, Kleppsvegi26, Reykjavik. Björn Þór Haraldsson, Suðurbrauts, Hofshreppi. 50ára Þórður Stefánsson, Sólvallagötu 11, Reykjavik. Jónmundur Pálsson, Mið-Móa, Fljótahreppi. Svala Sigurjónsdóttir, Geitlandi 29, Reykjavík. Helga Kristjánsdóttir, Yrsufelii 11, Reykjavik. 40ára Hildur Aðalsteinsdóttir, Rimasíðu 1, Akureyri. Gestur Heiðar Jónsson, Fífilbrekku, Akureyri. Auður Friðriksdóttir, Réttarholti, Akrahxeppi. Hreiðar Haukur Kárason. Marbakkabraut 17, Kópavogi. Guðrún Hafdís Óðinsdóttir, Hrafnagilsstræti 39, Akureyri. Sigrún Einarsdóttir, Smiðjuhóli, Álftaneshreppi. Eymundur Magnússon, Vallanesi, Vallahreppi. Soffía Árnadóttir, Týsgötu 1, Reykjavík. Ásta Gunnlaug Briem, Aragötu 7, Reykjavík. Unnur Guðrún Karlsdóttir, Hjallalundi 18, Akureyri. Védis Pétursdóttir, Kollugerði 2, Akureyri. Guðmundur Jens Bjarnason, Skeiðarvogi 33, Reykjavík. ÞórR. Björnsson, Bjamhólastíg 6, Kópavogi. LÁTTU EKKI0F MIKINN HRABA VALDA ÞÉR SKADA!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.