Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1995 17 L § » i Fréttir Ársþing Sambands sveitarfélaga: Óttast að hópur ungs f ólks komist aldrei á vinnumarkað - segir Páll Pétursson félagsmálaráðherra Öm Þóiarinsson, DV, Fljótum: „Stór hluti þeirra 5000 sem skráð eru atvinnulaus um þessar mundir er ungt fólk og ég óttast að það stefni í að talsvert stór hópur ungs fólks komist aldrei út á vinnumarkaðinn heldur bíði þess atvinnuleysi þegar skólagöngu lýkur,“ sagði Páll Péturs- son félagsmálaráðherra þegar hann ávarpaði fulltrúa á ársþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um síðustu helgi. Páll sagðist telja það mikla at- vinnuleysi sem nú væri með engu móti ásættanlegt. Á síðasta ári hefði ríkissjóður greitt tæpa fjóra millj- arða króna í atvinnuleysisbætur. Páll Pétursson. r DV-mynd Örn Hann sagði og að brýnt væri að leysa fjárhagsvanda þeirra einstakhnga sem ættu í mestum erfiðleikum. Þar væri þó ekki eingöngu atvinnuleysi um að kenna. Margir hefðu reist sér hurðarás um öxl við að komast í eig- ið húsnæði - ekki síst á verðþólguár- unum. Mikil umræða var á þinginu um atvinnumál og var í lok þess sam- þykkt ályktun þar sem beint var til félagsmálaráðherra og ríkisstjórnar- innar að mörkuð verði stefna um eflingu atvinnulífs í landinu í sam- hengi við stefnumótun í menntamál- um, heilbrigðisþjónustu, samgöngu- málum og skattamálum. Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd ásamt acupunchturmeðferð með lacer Sérhæfing við bólgu í herðurn, baki og höf- uðverk. ELSA HALL Langholtsvegi 160, sími 568-7702. P i I ð * Þetta hús var kallað bakaríið á árum áður. Verið er að klæða það að utan og skipta um þak. DV-mynd Róbert Gömul hús gerð upp á Suðureyri Róbert Schmidt, DV, Suöureyii: Tvö gömul hús við Aðalgötu hér á Suðureyri eru í endurbyggingu en húsin hafa staðið auð og legið undir skemmdum í mörg ár. Annað þessara húsa er hugsað sem sumarbústaður í framtíðinni en hitt verður heUsárs íverustaöur. Það hús er langt komið að utan. Súgfirðingar eru aö vonum ánægðir yfir að þessi gömlu hús séu byggð upp 'að nýju - gædd lífi og fegurð. ✓ Eykur hæfni og árangur einstaklingsins. ✓ Byggir upp leiðtogahæfileika. ✓ Bætir minni þitt og einbeitingarkraftinn. ✓ Skapar sjálfstraust og þor. ✓ Árangursríkari tjáning. ✓ Beislar streitu og óþarfa áhyggjur. ✓ Eykur eldmóðinn og gerir þig hæfari. Innritun og upplýsingar í síma: 581 2411 SPARISJOÐUR MÝRARSÝSLU Borgarbraut 14, Borgarnesi Brúartorgi 1 (Hyrnan), Borgarnesi n SPARISJÓÐUR KÓPAVOGS Digranesvegi 10 n SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA Borgartúni 18 Síðumúla 1 Rofabæ 39 \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.