Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON L-
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 563 2700
FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpV/www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
Formannsslagurinn
Alþýðubandalagið fer um þessar mundir óhefð-
bundna leið til að velja sér nýjan foringja til að taka
við formennsku í flokknum á haustdögum.
í stað þess að láta flokkssamkomu á borð við lands-
fund eða flokksþing kjósa á milli manna, eins og
tíðkast hefur í íslensku stjómmálaflokkunum um ára-
tuga skeið, hafa allir flokksmenn í Alþýðubandalaginu
rétt til að greiða atkvæði á milli þeirra tveggja fram-
bjóðenda sem gefið hafa kost á sér.
Þetta er vafalaust tilraun til að reyna að fá flokks-
menn til að taka virkari þátt í starfsemi Alþýðubanda-
lagsins. Það er enda áberandi að eitt helsta umræðu-
efnið í kosningabaráttunni milli frambjóðendanna,
Margrétar Frímannsdóttur, alþingismanns, og Stein-
gríms J. Sigfússonar, alþingismanns og núverandi
varaformanns Alþýðubandalagsins, er einmitt fámenn-
isvaldið í Alþýðubandalaginu og áhuga- og áhrifaleysi
almennra félagsmanna.
Stjórnmálaflokkamir hafa svo sannarlega átt undir
högg að sækja í baráttunni um áhuga og virkni al-
mennings á undanfornum árum. Þar kemur auðvitað
ekki síst til að valkostimir í þjóðfélaginu eru orðnir
svo fjölbreyttir. Fólki finnst einfaldlega mun ánægju-
legra að eyða takmörkuðum frítíma sínum í flest ann-
að en hefðbundið félagsstarf. Þetta áhugaleysi á reynd-
ar ekki aðeins við um stjómmálaflokkana heldur líka
verkalýðsfélög og margs konar aðra félagastarfsemi.
Það kom greinilega í ljós í þeim viðtölum við bæði
formannsefhin í Alþýðubandalaginu sem birt vom í
nýjasta helgarblaði DV að litið er á þetta sem alvarleg
vandamál í flokknum.
Margrét Frímannsdóttir sagði fullum fetum að Al-
þýðubandalagið hefði ekki lengur þær rætur í þjóðfé-
laginu sem flokkurinn hafði áður. Mikilvæg málefni
væm lítt rædd. Hinn almenni flokksfélagi hefði lítil
áhrif á stefnumörkun. Og hún hefur sett það fram sem
meginverkefni sitt að breyta þessu ef hún nær kjöri
sem næsti formaður flokksins.
Steingrímur J. Sigfússon tekur í reynd undir gagn-
rýnina á flokksstarfið en vísar því á bug að hann beri
sem varaformaður flokksins undanfarin ár einhverja
meginsök á þessu ástandi. Það er því ljóst að báðir
frambjóðendumir era sammála um dapurlegt ástand í
innri málum Alþýðubandalagsins en ósammála um
hvar sökin liggi.
Það er einnig athyglisvert að viðtölin við Margréti
og Steingrím í DV benda til þess að ekki sé um vem-
legan málefhaágreining að ræða þeirra á milli, þótt út
á við sé gjaman litið á þau sem fulltrúa mjög ólíkra
arma innan Alþýðubandalagsins. Afstaða þeirra til
einkavæðingar ríkisfyrirtækja virðist til að mynda
ekki ósvipuð, og sama á reyndar við um annað áber-
andi deilumál síðustu vikna, hina makalausu fram-
kvæmd GATT-samningsins.
Forvitnilegt verður að sjá hvaða áhrif þessi opinberi
formannsslagur hefur á samheldni innan Alþýðu-
bandalagsins og starfsemi þess næstu misseri. Það sjá
allir að baráttan á milli fylkinganna er mjög hörð.
Fólki er smalað inn í flokkinn af miklum krafti til þess
að greiða þar atkvæði, svipað og víða hefur gerst í
meira og minna opnum prófkjörum flokkanna. Þrátt
fýrir góð orð um að frambjóðendur muni sætta sig við
úrslitin er ljóst að þeir sem tapa þessum slag munu
ima hag sínum illa.
Þess vegna getur þessi virðingarverða tilraun til að
velja flokksformann með lýðræðislegri hætti en áður
hæglega orðið til þess að auka á sundrungu og flokka-
drætti í Alþýðubandalaginu - einu sinni enn.
Elías Snæland Jónsson
„Mannsæmandi laun eru hins vegar enginn aihliða mælikvarði" segir m.a. í greininni.
Verkfall
og kauphækkun
verðmæti eigin fjár) eitthvað svip-
aður og af ríkisskuldabréfum hjá
þeim félögum sem eru á verðbréfa-
þinginu. Það er ekki furða þótt illa
gangi að fá fram áhættufé á íslandi
ef stöndugustu fyrirtækin gefa af
sér sömu ávöxtun og ríkið í góðær-
um en minna þess á milli.
Sameiginlegir hagsmunir
Laun á íslandi eru lág og fyrir-
tækin hagnast lítið. Fyrirtækin
sækja því tæpast hagnaðinn í
lægri launum né sækja launamenn
hærri laun af hagnaði fyrirtækj-
anna. Framlegð hér er lág, eða um
85% af meðaltali OECD-ríkjanna.
Af nágrannalöndunum er aðeins
Noregur lægri en þar hafa menn jú
olíuna.
Orðið „framlegð" fer í taugarnar
á mörgum og til eru þeir sem
halda því fram að framlegð sé ekki
„Það má vafalaust nefna margar ástæður
þessa öfuga sambands milli verkfallsdaga
og launa. Ein þeirra er að ef fólk er á
mannsæmandi launum þá þurfi það ekki
að fara í verkfall.“
Kjallarinn
Lárus Elíasson
framkvæmdastjóri
Er þessu þannig farið? Ef borið
er saman fjöldi vinnustunda í
verkfalli og laun í mismunandi
löndum OECD kemur í ljós að
þessu er öfugt farið. Segja má að
fyrir hvern verkfallsdag tapast
laun þess dags og auk þess 7.300
kr. í væntanlega lægri launum
sökum hans.
Meiri verkföll - lægri laun
Það má vafalaust nefna margar
líklegar ástæður þessa öfuga sam-
bands milli verkfallsdaga og launa.
Ein þeirra er að ef fólk er á mann-
sæmandi launum þá þurfi það
ekki að fara í verkfail. Mannsæm-
andi laun eru hins vegar enginn
alhliða mælikvarði, við höfum t.d.
bætt inn í þennan mælikvarða 200
fm steinsteypuhöllum, vídeóum og
utanlandsferðum.
Önnur skýring á sambandi verk-
falla og launa er eyðilegging verð-
mæta. Hvaö varð um fiskinn sem
ekki var veiddur í Síldarsmugunni
eða á Reykjaneshryggnum í sum-
ar? Eru þeir nemendur sem hafa
upplifað verkfoll til lengri eða
skemmri tíma af leiðbeinendum
sínum undanfarin ár lélegri starfs-
kraftur en ella? Hvað varð um tap-
aðar vinnustundir sjúklinga sem
biðu eftir aðgerð í verkfaUi sjúkra-
liða og meinatækna, svo ekki sé
minnst á kvalir þeirra sömu?
Það má leiða líkur að því að
Flugleiðir og aðrir ferðaþjónustu-
aðUar verði að slá af verði sínu
sem samsvarar vegnum væntan-
legum óþægindum ferðamannsins
af verkfallsaðgerðum á íslandi.
Það þýðir að Flugleiðir gætu selt
sín fargjöld einhverjum prósentum
dýrara ef þær gætu tryggt sínum
farþegum að þeir muni ekki verða
fyrir óþægindum vegna verkfaila
(sbr. Svissair t.d.).
Öll á sama báti
Ef við lítum á ísland sem stórt
heimili er það ljóst að við getum
ekki skipt þeim verðmætum á
milli heimilismanna sem ekki var
aflað. Túristamir sem hættu við
koma ekki þetta árið og það sama
gildir um Smugufiskinn. Það má
að vísu lifa eitthvað betur um
skemmri tíma með því að taka er-
lend lán eða með því að selja
mjólkurkúna (fiska umfram þol
fiskistofna), en hvort tveggja dugar
einungis um skemmri tíma og
gamla lögmálið um að það er ein-
ungis hægt að eyða því sem er afl-
að er áfram í fullu gildi.
Það eru alltaf einhverjir að
græða, sem betur fer. Það fær
mörg okkar hinna til að leggja
okkur meira fram. Þaö er hins veg-
ar döpur staðreynd að á liðnu ári,
þar sem flestir tóku andköf yfir því
hvað stóru fyrirtækin voru að
græða, þá var ávöxturinn (þ.e.
hagnaðurinn miðað við markaðs-
allt; við gætum sætt okkur við
lægri framlegð og lifað samt sátt
við okkar. Fólkiö sem er að flýja
lág laun á íslandi þessa dagana,
m.a. til Dcmmerkur, er á öðru
máli.
Okkur íslendingum fjölgar um
2% á ári og það fólk sem er á leiö
inn á vinnumarkaöinn á heimt-
ingu á því að það eigi framtíð. Það
er ekki lausn að hrekja fjölgunina
úr landi.
Ég skora á aðila vinnumarkað-
arins og stjómvöld að taka hönd-
um saman um mótun langtíma-at-
vinnustefhu, þ.m.t. breytingar á
vinnulöggjöf, þannig að fámennar
stéttir séu ekki aö eyöa milljóna
verðmætum fyrir fárra króna
hækkanir.
Lárus Elíasson
Skoðanir annarra
Sameiginlegur veikleiki
„Sameiginlegur veikleiki allra vinstri flokkanna
er, að í þeim er ekki nægilega lifandi pólitískt starf
til að flokkarnir geti skammlaust endurnýjað orð-
ræðuna sem er forsenda þess að þeir verði áhuga-
verður valkostur fyrir kjósendur . . . í augum al-
mennings eru stjórnmál löngu hætt að vera spum-
ing um líf eða dauða. Þeir eru æ færri sem greiða at-
kvæði í kosningum til að styðja málstað, eins og al-
siða var áður þegar pólitískar línur voru skýrar ...
Að óbreyttu blasir áframhaldandi stöðnun við
vinstri flokkunum."
Úr forystugrein Vikublaðsins 1. sept.
Steinrunnin fyrirbæri
úr fortíöinni
„Við Islendingar sitjum uppi með; Fiskveiðasjóð,
Iðnlánasjóð, Iðnþróunarsjóð, Ferðamálasjóð, Stofh-
lánadeild landbúnaðarins, Byggingarsjóð Húsnæðis-
stofnunar, Lánasjóð námsmanna o.fl. Allt meira og
minna óþörf steinrunnin fyrirbæri úr fortíðinni. Að
auki eigum við þrjá veikburða banka og 30 enn
minni sparisjóði. Ekki má gleyma 65 lifeyrissjóðum
... Það kann að reynast erfitt að búa bankastofhan-
ir undir komandi samkeppni að óbreyttu skipulagi."
Pétur Blöndal alþm. í Mbl. 1. sept.
Pólitískur rétttrúnaður
„Ásakanir um fordóma og kynþáttahatur eru að
verða ískyggilega tíðar hér á landi. Vafalaust má
finna dæmi um slíkt hugarástand og oft láta menn
óvarleg orð falla um þá sem þeir telja að ekki séu
„eins og við“ ... En nú er skörin farin að færast upp
í bekkinn, þegar pólitíski rétttrúnaðurinn er farinn
að veitast að ráðherra fyrir að rækja skyldustörf og
heilum stjómmálaflokki, sem er úthrópaöur í fjöl-
miðlum og talinn vera hreiöur kynþáttahatara."
Úr forystugrein Tímans 1. sept.