Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Blaðsíða 36
SÍMATORG DV 904 1700 FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLVSINGAR - ASKRIFT - OREIFING: 563*2700 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokaö Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL. 6-8 LAUGARDAGS OG MÁNUDAGSMORGNA Strætisvagnar: Fargjöld _ hækkuð um * 10 prósent „Þaö eru viðræður á milli Almenn- ingsvagna og SVR um hækkun á far- gjöldum," segir Arthur Morthens, stjómarformaður SVR. „Það verður stjórnarfundur í báðum fyrirtækjum í næstu viku og þá skýrast málin væntanlega." Athur segir að rétt sé að Almenn- ingsvagnar hafi farið fram á hækkun á verði Grænu kortanna í strætó. Samkvæmt heimildum blaðsins mun vera rætt um u.þ.b. 10% meðal- hækkun á farajöldum hjá SVR en Arthur segir: „Eg vil ekki nefna nein- ^ar tölur því engin endanleg niður- staða er komin. Það er verið að tala um að hækka sumt minna en annað. Það á eftir að fara í gegn um hver meðaltalshækkunin verður." ---------------------1---- Reykjanesbraut: Stöðvaðurá 165 km hraða Lögreglan í Keflavík stöðvaði öku- mann á Reykjanesbrautinni sl. laug- ardagsmorgun á 165 kílómetra hraða, rétt við afleggjarann í Voga. Ökumaðurinn var að flýta sér heim til Keflavíkur eftir að hafa verið á skralli í Reykjavík en var allsgáður. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum. Alls voru 16 ökumenn stöðvaðir fyrir hraðakstur í umdæmi Keflavík- urlögreglunnarumhelgina. -bjb Glæfraakstur __ á Glerárgötu Glæfraakstur varð þess valdandi að þrír bílar skullu saman á Glerár- götu á Akureyri síðdegis í gær. Tveir ungir ökuþórar ætluðu sér í kapp- akstur þegar þeir lentu aftan á þriðja bílnum. Engin meiðsl urðu á fólki en bílarnirerutöluvertskemmdir. -bjb Fótbrotnaði á Laugavegi Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fótbrotinn göngumann í Hrafntinnu- sker á laugardag og flutti til Reykja- GS^íkur. Hann hafði verið að ganga Laugaveginn. Gunnar Hjálmarsson, tvitugur Reykvíkingur, er illa farinn í andliti eftir að gamall maður ók hann niður á Laugaveginum á laugardagsmorgun og flúði af vettvangi. Lögreglan náði tali af manninum eftir að hann hafði fengið sér sundsprett í Laugardal. DV-mynd ÞÖK PUtur illa slasaður eftir ákeyrslu: Okumaður- inn f lúði ogfórísund - pilturinn íhugar að kæra Tvítugur Reykvíkingur, Gunnar Hjálmarsson, er illa slasaður á höfði og með eymsli í baki og öxl eftir að gamall maður ók hann niður við Laugaveg 15 og flúði af vettvangi um hálfáttaleytið á laugardagsmorgun. Félagar Gunnars gátu tekið niður númer bílsins og fann lögreglan hann skömmu síðar á bílastæði sundlaugarinnar í Laugardal. Lög- reglan lét manninn klára sundsprett- inn áður en hún hafði tal af honum. Hann gaf þá þau svör að hann hefði ætlað að gefa sig fram við lögreglu síðar um daginn. Gunnar var ásamt þremur félögum sínum að ganga niður Laugaveginn, Gunnar aðeins inni á götunni en hin- ir uppi á gangstétt. Bíllinn kom þá að og segir félagi Gunnars að gamli maðurinn hafi ekið utan í Gunnar með þeim afleiðingum að hann skall í götuna með höfuðið og rotaðist. Maðurinn ók strax af vettvangi án þess að líta svo mikið sem aftur fyrir sig, að sögn félaga Gunnars. Gunnar sagði í samtali við DV að hann hefði ekki rankað við sér fyrr en um miðjan dag á laugardag. Hann viðurkennir að hafa verið ölvaður en það réttlæti ekki að ökumenn geti flúið af vettvangi eftir slys sem þetta. Farið var með Gunnar á slysadeild Borgarspítalans. Þar voru tveir skurðir í andliti hans saumaðir sam- an með alls 14 sporum, þar af 11 í augabrún. Að lokinni aðhlynningu fékk Gunnar að fara heim. Eftir því sem leið á laugardaginn fór hann áð finna fyrir meiri eymslum í andliti. Það endaöi með því að hann þoldi ekki kvalimar og fór aftur á spítalann um kvöldið. Við skoðun læknis kom þá í ljós að Gunnar var einnig kinn- beinsbrotinn. Þá var hann farinn að fmna fyrir eymslum í baki og öxl. „Það er ótrúlegt að lenda í svona löguðu. Það er ljóst að ég verð frá vinnu næstu daga,“ sagði Gunnar sem starfar á bílaverkstæði í Reykja- vík. Hann sagðist ætla að kanna laga- legan rétt sinn, hvort hann gæti lagt fram kæru á hendur ökumanninum fyrir framferði sitt. -bjb Fimmfaldur lottóvmningur: Laumufarþegi um borð í Goðafossi: Rúmeni fannst hálf- tíma fyrir brottf ör - reyndi áður við Bakkafoss Hálftíma áður en Goðafoss, skip En dæmið gekk ekki upp. Eimskips, hélt frá Sundahöfn á Það gekk heldur ekki upp fyrir föstudagskvöldið til Bandaríkj- nokkrum dögum þegar hann gaf anna kom laumufarþegi í leitirnar. sig á tal við skipverja um borð í Það var Rúmeni sem ætlaði að Bakkafossi. Bakkafoss var þá á leið smygla sér með skipinu en skip- til Englands en Rúmeninn spurði verjar komu honum í hendur Út- hvort skipið væri ekki að fara til lendingaeftirlitsins og lögreglu. Kanada. Þegar hann fékk upplýs- Rúmeninn var með ferðatösku og ingar um austurleið skipsins fór skjólfatnað með sér og leit út fyrir haim í burtu og sást fara frá Bakka- að hafa undirbúið máliö afar vel. fossímeðferðatösku. -bjb Tveirfállmilljónir Tveir fengu fyrsta vinning, rúm- lega ellefu milljónir hvor, í lottói á laugardag. Var potturinn fimmfald- ur. Miðarnir sem fyrsti vinningur kom á voru seldir í söluturninum að Hagamel 67 í vesturbæ og Báru, að Hafnargötu 6 i Grindavík. Vinnings- hafarnir höfðu ekki gefið sig fram í gærkvöld þegar blaðið fór í prentun. Þetta var í annað skipti sem pottur- inn náði að verða fimmfaldur. Fyrra skiptið var í desember á síðasta ári. Nú voru ellefu með bónusvinning, um 146 þúsund krónur á mann. 402 voru með fjóra rétta, fá 6870 krónur, og 13.441 voru með þrjá rétta og fá 470 krónur. Friðriksmótið: Jóhann einn efstur Jóhann Hjartarson stórmeistari er einn efstur að loknum tveimur um- ferðum á afmælisskákmóti Friðriks Ólafssoúar. Jóhann Hjartarson lagði Smyslov, fyrrum heimsmeistara, í aðeins 16 leikjum og Bent Larsen vann Friðrik Ólafsson, en öðrum skákum annarrar umferðar lauk með jafntefli. Hannes Hlífar Stefáns- son er í öðru sæti með 1 'A vinning. Jóhann mætir Hannesi Hlífari Stef- ánssyni í þriðju umferð í dag klukk- anl7. -ÍS LOKi Hann er víða varasamur Laugavegurinn! Veðrið á morgun: Yfirleitt bjart veður Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlægri átt á morgun, strekkingsvindi allra austast og þar er búist við rigningu. Annars staðar á landinu verður vindur fremur hægur og yfirleitt nokkuð bjart veður. Hiti veröur á bilinu 7-14 stig. Veðrið í dag er á bls. 44 1 . V L * x . 'mt'/FILL/ ■ 8 farþega i ig hjólastólabíl 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 L#TT« alltaf á Miövikudögxun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.