Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1995, Qupperneq 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995
Spurmngin
Hvaða mánuður finnst þér
bestur?
Magnea Tómasdóttir, vinnur í
Happahúsinu: Ágúst, þá er best
veður.
Hilma Marinósdóttir, vinnur við
heimilishjálp: Desember, þá eru
jólin.
Bóas Ragnar Bóasson, gerir ekk-
ert: September, veðrið er svo gott.
Egill Árni Pálsson nemi: Júlí, þá
er yfirleitt best veður.
Þorvaldur Skúli Pálsson við-
skiptafræðingur: Júlí, það hefur
vanalega verið best veðrið þá en
reyndar ekki núna.
Áse Guemm Björns hjúkrunar-
fræðingur: Maí, allt er að blómstra
og vakna til lífsins.
Lesendur
ísland á erlendum vettvangi:
Skortir snjalla
samningamenn
Stefán Guðmundsson skrifar:
Mér hefur fundist bera meira á
því nú í seinni tíð hvað við íslend-
ingar erum utanveltu í málefnum
sem snerta okkur á erlendum vett-
vangi. Ég verð nú að segja frá mínu
brjósti að einna best hafi Jón Bald-
vin formaður Alþýðuflokksins stað-
ið sig hvað þetta varðar og hef ég þó
aldrei kosið eða stutt hans flokk. En
hann var áberandi virkur og með-
vitandi um flest mál er að okkur
sneri á erlendum vettvangi.
Nú kemur hvert málið upp á fæt-
ur öðru í viðskiptum okkar við aðr-
ar þjóðir og ávallt koma þau okkur
gjörsamlega á óvart. Nú síðast má
nefna fund Norðmanna og Evrópu-
bandalagsins um síldarkvóta úr
stofni sem við teljum okkur eiga
með Norðmönnum og fleirum.
Spyrja má líka hvers vegna við ís-
lendingar gátum ekki rétt eins haft
frumkvæði að slíkum fundi með
Evrópubandalaginu. Sjávarútvegs-
ráðherra okkar hafði einmitt ljáð
máls á því að nauðsynlegt væri að
ræða við Evrópusambandið um
þessar veiðar.
Ekki skal bregðast að hver sú
ákvörðun eða tillaga sem skýtur
upp kollinum á erlendum vettvangi
og skiptir okkur máli kemur okkur
alltaf í opna skjöldu, eins og það er
svo faglega orðað af ráðamönnum
hér. Maður hefði haldið að sendiráð
okkar vítt og breitt um heiminn
væru einmitt mönnuð til þess að
hafa augun opin, lesa og fylgjast
með þarlendum fréttum og gera við-
vart um þær hreyfingar sem okkur
varða.
Satt að segja er ég farinn að trúa
Nú voru það þau Emma Bonino frá Evrópubandaiaginu og Jan Olsen sjáv-
arútvegsráðherra Noregs sem komu íslendingum á óvart með fundi sínum
um síldarkvótann.
því að það eina rétta sem við getum
gert sé að æskja inngöngu í Evrópu-
sambandið hiö fyrsta. Með því móti
værum við í samfloti við aðrar þjóð-
ir og í nánum tengslum við mikil-
væg framkvæmdaratriði sem við
þurfum hvort eð er að taka afstöðu
til, þótt við séum ekki innan EB.
EES-samningurinn virðist ekki
vera það fúllkomna haldreipi sem
við hefðum þurft og reiknuðum
með, því það er hjá EB sem málin
ráðast endanlega. Það verður okkur
því æ dýrkeyptara sem lengra líður
að gerast ekki fullgildir meðlimir
EB. - Nema við hefðum lagt áherslu
á NAFTA-aðild í byrjun. Það varð
hins vegar ekki ofan á að þrýsta á
þær dymar. Illu heilli.
Það er sífelld kergja í samskiptum
okkar við erlend bandalög og við-
skiptasambönd og má eflaust rekja
hana til þeirrar staðreyndar að við
eigum ekki nægilega góðum samn-
ingamönnum og sérfræðingum á að
skipa sem fýlgjast náið meö þeim
hreyfingum sem sifellt eru í gangi á
erlendum vettvangi, upplýsa okkur
samstundis og vera milliliðalausir
ráðgefendur íslenskra ráðamanna.
Útvarpsráð og fíklar þess
Magnús Sigurðsson skrifar:
Ég las stutta ádrepu á Útvarpsráð
(best að rita það með stórum staf,
þetta er víst sérstakt heiti) í dálkum
þessum sl. fimmtudag. Mér fannst
ádrepan ágæt og tímabær. Einmitt
nú þegar hið opinbera er að basla
við að finna feita bita hjá sjálfu sér
til niðurskurðar. Af nógu er að taka
en það er eins og þau embættin sem
hraustast sjúga fé úr ríkissjóði og
lengsta hafa armana séu einmitt hin
sömu og sárast eru grátin af ráða-
mönnum ef minnst er á klippingu
eða aflimun. - Þetta á auðvitað við
um öfl opinber embætti, stór og
smá.
Útvarpsráð hefur verið við lýði
svo lengi sem ég man. Það er þó
næsta víst (eins og einn þekktur
starfsmaður RÚV er vanur að segja)
að ekki gerir ráð þetta hið minnsta
gagn og vinnur því ekki fyrir kaup-
inu sínu. Margir hafa hins vegar
ánetjast þessu óþurftaráði og afltaf
mannar fjórflokkurinn það eftir
hverjar kosningar. Þeir eru því
orðnir æði margir nefhdafíklamir
sem ánetjast hafa Útvarpsráöi gegn-
um tíðina.
Ég undrast alltaf að flokkur eins
og Sjálfstæðisflokkurinn, sem þó
hefur haft uppi tilburði, a.m.k. í
orði kveðnu, til að fækka í opinbera
bákninu, skuli hafa geð í sér til að
skipa menn í ráðið. Að ekki sé nú
talað um þá flokksmenn sem þar
sitja, að segja sig ekki úr ráðinu
sjálfviljugir. Með því móti yrði stór-
um steini velt til að ryðja brautina
til fækkunar ráða og nefnda hjá
hinu opinbera. - En pilsfaldur ríkis-
ins er þykkur og allir vilja í skjólið.
Farþegar með Cargolux frá íslandi
Sigurbjöm skrifar:
Stórflutninga-flugfélagið Cargolux
hefur nú viðkomu hér á landi viku-
lega í Ameríkuflugi sínu frá Kefla-
vík til New York og Houston í
Bandaríkjunum. Með þessu er kom-
in á veruleg samkeppni um fragt-
flutninga í lofti héðan ffá íslandi.
Þetta er okkur nauðsyn því mun
betri meðferð er á vörunni með stór-
um breiðþotum Cargolux heldur en
minni flugvélunum sem héðan
fljúga.
Flugvélar Cargolux hafa verið út-
búnar með farþegarými á efra dekki
breiðþotna sinna og hafa m.a. flutt
farþega frá Lúxemborg til Hong
Kong og annarra staða í Austur-
löndum. Er þá ekki eðlilegt að Car-
golux bjóði íslenskum farþegum
þessi sæti á leiðinni til og frá
Bandaríkjunum?
Á hverjiun degi verða Flugleiðir
að hafna farþegum á þessari leið
vegna yfirbókana hjá félaginu og
jafnvel greiða erlendum farþegum
dvölina hér á landi. Ef Cargolux
gæti tekið farþega hér til Bandaríkj-
anna minnkaði þörfin að einhverju
levti á að kosta erlenda farheea
Flugleiða hér végna yfirbókana. -
Auk þess sem íslenskir farþegar
kynnu að fá eitthváð lægri fargjöld
með Cargolux vestur um haf, til
samræmis við erlenda farþega Flug-
leiða. Hér er eitthvað fyrir yfirvöld
samgöngumála hér að pæla í - með
hag neytenda fyrir augum, ekki
Fluglelða.
Þjóðaratkvæði
um deilumál
G. P.Á. hringdi:
Það er orðið tímabært fyrir
löggjafann að leiöa þjóðarat-
kvæðagreiðslu í lög. Þar má
leysa ýmis deilumál og henni
yrði þjóðin að hlíta, rétt eins og
kosningum til Alþingis. Mörg
viðkvæm deilumál verða reynd-
ar ekki leyst nema með þjóöarat-
kvæöagreiðslu. Ég nefni aðild
okkar að Evrópubandalaginu,
sölu léttvina og öls í matvöru-
mörkuðum, deilumar um fisk-
veiðiheimildir og kvótaúthlutun,
aðskilnað eða ekki aðskilnað rík-
is og kirkju, sölu á ríkisbönkum
og margt fleira. Með þessum
hætti ynnist líka meiri tími fyrir
þau störf á Alþingi sem það á að
sinna. Nefnilega lagasetninguna.
En hún er unnin í hjáverkum nú
um stundir.
Bjálfaskot í
Bjálfafelli
Gísli sknfar:
Ég las frétt um að veiðimaður
einn hér hefði skotið tarf og kú í
einu skoti í Bjálfafelli. Ég hélt
satt að segia að ekki væri stund-
uð svona skotmennska í landinu.
í alvörulöndum er veiðimönnum
gert skylt að miða sérstaklega út
hvert veiöidýr á landi og skjóta í
bóg þess. Þarf ekki að setja skot-
mönnum hér strangar reglur um
veiðiaðferöir?
Skiptir Kína
máli?
Heimir skrifar:
íslenskir fjölmiölar mæra nú
mjög Kína, að undanskildu DV,
sem hefur, að því mér virðist,
sjálfstæða skoðun á hinni oþin-
beru heimsókn þangað þessa
dagana. Bæði RÚV og t.d. Morg-
unblaðið gera því skóna að Kína
skipti miklu máli fyrir okkur ís-
lendinga viðskiptalega. Þar
kunni t.d. að leynast gjöfulir
framtíðarmarkaðir fyrir sjávar-
afurðir okkar. Þetta eru vita von-
lausar vangaveltur. Við höfum
meira en nóg af mörkuðum mun
nær okkur. Kína skiptir því
engu máli fyrir okkur til eða frá.
Framleiðslan
kostar sitt
H. Ó. skrifar:
í fréttaauka á laugardegi í júní
sl. var fjallað um Eistland. Þar
var m.a. sagt að landbúnaður þar
nyti engra styrkja eða stuðnings
og innflutningur landbúnaðar-
vara væri alveg frjáls og óhindr-
aöur. Hagur bænda þar væri
hins vegar svo bágur að þeir
ættu ekki fyrir nauðþurftum.
Þetta er nákvæmlega það sem
ritstjórar DV og foringjar krata
og krataliðið virðist vilja. Þetta
„innflutningslið“ sér ekki eða
vill eljki heyra að það kosti eitt-
hvað að framleiða matvöru og
paö telur sig víst of fint til að
neyta þess sem er íslenskt.
Ekki skerða
ellilífeyri
Kristinn Sigurðsson skrifar:
Nú stendur til að lækka ellilif-
eyri eða skerða hann. Ég skora á
viðkomandi ráðherra að falla frá
þessu því ellilífeyrir er fyrst og
fremst allt of lágur og svo.er
þetta tiMnningamál gamla fólks-
ins. Ég vil benda ráðherra á að
bamabætur og bamabótaauka
mætti fremur skerða enda þarf
meirihluti fólks ekki á þessum
bótum að halda. Eðlilegra væri
að þær bætur miðuðust við tekj-
ur fólks þannig að láglaunafólk
fengi óskertar bætur. Einnig
mætti benda ríkisstjórninni á að
eigendur laxveiðiáa borga litla
sem enga skatta en hafa miklar
tekjur af erlendum ferðamönn-.
um. Látið gamla fólkið i friði,
það væri meiri reisn yfir því.