Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1995, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1995, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Sljórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRiSTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskritt: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Þotulið stjórnmálanna Forseti íslands hefur gagnrýnt ráöamenn frjálsu kvennaráðstefnunnar í Kína fyrir að setja Kínastjóm úrslitakosti um að fara að reglum Sameinuðu þjóðanna um slíkar ráðstefnur, því að henni verði slitið að öðrum kosti. Forsetinn taldi þetta vera stríðsyfirlýsingu. Samkvæmt þessari skoðun forseta íslands hefðu vest- urveldin hvorki fyrr né nú átt að setja Serbum neina úr- slitakosti í Bosníu. Bretar og Frakkar hefðu ekki held- ur átt að setja Hitler úrslitakosti við upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar. Hún talar eins og Chamberlain gerði. Samkvæmt skoðun forsetans eiga stjórnarmenn lána- stofnunar ekki að setja framkvæmdastjóra úrslitakosti um að hætta að lána út í hött eða hætta störfum að öðr- um kosti. Yfirleitt ætti ekki að setja fólki neina úrslita- kosti um að fara að lögum og rétti, heldur tala það til. Það er óskemmtileg tilhugsun að reyna að ímynda sér, hvemig heimurinn væri, ef jafnan hefði verið farin milda leiðin. Og erfitt er að ímynda sér lögreglumenn ganga á eftir þjófi niður Laugaveg og reyna að fá hann til að brjótast inn á færri stöðum og stela minna. Hitt er svo annað mál, að enginn á að setja fram úr- slitakosti, nema hann ætli að standa við þá. Vesturveld- in stóðu ekki við úrslitakosti sína í Bosníu og ráðamenn frjálsu kvennaráðstefnunnar í Kína ekki við sína. Þá er betra að fara sér hægt og sleppa úrslitakostunum. En það var ekki þetta, sem forseti íslands var að gagn- rýna. Hún var ekki að gagnrýna, að fólk stæði ekki við úrslitakosti sína, heldur að það setti yfirleitt fram úr- slitakosti. Þannig tala atvinnumenn kurteisinnar, sem búa í heimi friðarhjals og vináttufroðu í skálaræðum. Kurteisisheimsóknir þjóðhöfðingja og ráðherra eru marklítill leikur, sem fer fram handan raunveruleikans. Þær koma ekki einu sinni á viðskiptum, því að leiðir éfnahagslegra framfara liggja ekki um skálaræður kjólfatafólks. Viðskipti fylgja allt öðrum lögmálum. Nú á dögum biðja viðskipti ekki um annað en að fá að vera frjáls. Um slíkt er fjallað í stofnunum á borð við Evrópusambandið, Efnahagssvæðið og arftaka GATT. Viðskiptakostir okkar fara eftir niðurstöðum í slíkum stofnunum, en ekki eftir friði og vináttu í skálaræðum. Staða Kína í heiminum og afstaða ráðamanna okkar, jafnt ráðherra sem forseta, minnir í flestum atriðum á samskiptin við Sovétríkin sálugu. Þangað þeyttust menn í langri röð kurteisisheimsókna til að tala um frið og vináttu og viðskipti í alveg marklausum skálaræð- um. Utanríkisráðherra hefur verið með forseta íslands í þessum kurteisisleik í Kína að undanfornu. Hann flytur okkur. nærri daglega hamingjufréttir um kínverskt ál- ver á íslandi og annað í þeim dúr. Hann virðist ekki vita, að í Kína er siður, að menn segi já, er þeir meina nei. Utanríkisþjónusta hefur hagnýtt gildi að því marki sem hún gætir hagsmuna íslands og fylgir þeim fram í stofnunum á borð Evrópusambandið og Efnahagssvæð- ið í viðskiptum og Atlantshafsbandalagið, Öryggisráð- stefnuna og Norðurlandaráð í pólitískum samskiptum. Það hefur ekkert hagnýtt gildi fyrir íslendinga, að for- setinn og utanríkisráðherrann séu að nudda sér utan í blóði drifna ráðamenn Kína. Ekki gagnaðist mönnum að nudda sér utan í ráðamenn Sovétríkjanna á sínum tíma. Og ekki hefði gagnast þeim að nudda sér utan í Hitler. Friður, vinátta og viðskipti í skálaræðum eru leikur þotuliðs stjórnmálanna og kemur ekkert við þeim kalda veruleika, sem fær fólk til að setja úrslitakosti. Jónas Kristjánsson I sjónvarpsfréttum í gær, 30.8., taldi forsætisráöherra aö ný afstaða til fyrirgreiðslu við íslensk fiskiskip í Noregi sýndi breytta stefnu Norðmanna sem nú nálgaðist íslensk viðhorf. Jafnframt sýndi Sjónvarpið enn einu sinni uppdrætti Norð- manna af þeim veiðislóðum í Norðurhafinu sem þeir hafa með einhliða norskri reglu- gerð, og í andstöðu við gildandi alþjóðarétt, lagt undir norska yfirstjóm og verja síðan með herskipum. Kysst á vöndinn Ekkert liggur fyrir um hver sé hin opinbera stefna íslands til veiða í Norðurhafinu og þannig er ekki vitað hvað for- sætisráðherann átti við. Samt liggur fyrir að í framkvæmd - de facto - hafa íslendingar að „I meira en 100 ár veiddu Norðmenn sína síld innan núverandi fiskveiðilög- sögu íslands." Einleikur Norömanna \ Norðurhafinu undanfórnu veitt aðeins í Smug- unni og þannig lotið ofbeldisað- gerðum Norðmanna, kysst á vönd- inn og orðið að athlægi um allan Noreg og víðar. Ekki er þó eining innan ríkis- stjórnarinnar um stefnuleysið um veiðiréttinn í Norðurhafinu því að utanríkisráðherrann hefir marg- sinnis lýst þeirri skoðun sinni að stjórnun veiða í Norðurhafinu ætti að lúta sameiginlegri stjórn ís- lands, Færeyja, Noregs og Rúss- lands sem ein eiga fiskveiðilög- sögu að Norðurhafinu. Þetta fær ekki stuðning samstarfsflokksins sem er áfram með buxurnar niður um sig í málinu, í algjöru stefnu- leysi. Hvert stefnir veit enginn. Afleiðing af stefnuleysi Svo kemur íslenski fiskiráð- herrrann í útvarpið til að skýra þjóðinni frá því að hann undrist það að norskur starfsbróðir hans hafi einhliða boðið Evrópusam- bandinu upp á samninga um kvóta í íslensk/norska síldarstofninum. Hann þarf þó ekki að látast því að þetta er bein afleiðing af stefnu- leysi íslands í málinu. í meira en 100 ár veiddu Norðmenn sína síld innan núverandi fiskveiðilögsögu íslands. Enginn ber meiri ábyrgð á þess- um ófarnaði en ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins sem áttu að stjórna þessum málaflokki síðast- liðin 5 ár en gerðu ekki og gáfu þannig Norðmönnum frjálsar Kjallarinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís hendur um útþenslustefnu þeirra á fiskveiðum í Norðurhafinu, sem þeir framkvæma nú með harðri hendi. Per Aasen, fyrrum sendi- herra Noregs hér, vill friðsamlega lausn með samningum milli utan- ríkisráðherra Noregs og íslands (sjá Mbl. 29.8.), í svipuðum anda og loðnusamningurinn frá 1980. Þetta er ekki hægt þótt þessi tvö lönd eigi mestan rétt til veiðanna. Aðeins með uppsögn Nýjar alþjóðlegar réttarreglur hafa tekið gUdi og aðUd Færeyinga og Rússa að samningum um veiðar í Norðurhafmu er óhjákvæmileg. Aðrar þjóðir eiga þar enga aðild að. Af sömu ástæðum er loðnu- samningurinn við Norðmenn nú úreltur. Honum á að segja upp og krefjast samninga mUli aUra þjóð- anna sem eiga fiskveiðUögsögu að Norðurhafinu um allar tegundir veiða. Það er ekki lengur hægt að láta Norðmenn vaða yfir veiðirétt hinna þjóðanna við Norðurhafið. Þetta verður aðeins gert með því að segja upp loðnusamningnum við Noreg og krefjast réttar Islands samkvæmt núgildandi alþjóðaregl- um. Yfirgangur Norðmanna hefir fyrir löngu fyllt mælinn og mál tU komið að íslenskir ráðamenn hysji upp um sig veiðibuxurnar og hefi- ist handa. Önundur Ásgeirsson „Enginn ber meiri ábyrgð á þessum ófarn- aði en ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sem áttu að stjórna þessum málaflokki síðast- liðin 5 ár en gerðu ekki.“ Skoðanir annarra Atvinnuleysi á Islandi eða erlendis? „Með þvi að framleiða vörur á íslandi aukum við atvinnu hér á landi og minnkum atvinnuleysi. Með því að flytja inn vörur frá útlöndum, sem hægt er að framleiða með jafngóðum árangri hér á landi, auk- um við atvinnuleysi á íslandi en drögum úr atvinnu- leysi erlendis. Hvort skyldi standa okkur íslending- um nær?“ Helgi Vilhjálmsson iðnrekandi í Mbl. 2. sept. íslenskt lambakjöt „Flestum ber saman um að íslenskt lambakjöt sé afbragðsgott. En það er einfaldlega of dýrt fyrir al- menna neyslu. Þá er framleiðsla vörunnar ekki alltaf sérlega kræsileg fyrir nútímamanninn . . . Ættu nú bændur að brýna vinnslur og kjötkaup- menn að framreiða kindakjöt á eins geðslegan hátt og flestar aðrar kjöttegundir. En satt best að segja er talsverður misbrestur á að svo sé . . . Tími er til kominn að fulltrúar bænda og neytenda fari að ræða saman, helst milliliðalaust. Semja má við eigendur kjötfiallanna, hverjir sem það eru, um að setja þau á markað fyrir sanngjarnt verð.“ Úr forystugrein Tímans 2. sept. Vaxandi launamunur „Það leikur tæpast nokkur vafi á því, að launa- munur hefur farið vaxandi á íslandi á undanförnum einum til einum og hálfum áratug. Eru hinir betur settu að fá meira í sinn hlut af efnahagsbatanum en hin svonenfda millistétt? . . Almenningur skilur ekki, hvers vegna fiskvinnslufyrirtæki í Danmörku geta borgað margfalt hærra kaup en fyrirtæki hér. Þessi samanburður og auknir möguleikar á vinnu í nálægum löndum valda því, að fólk, sem hefur vinnu hér leitar í auknum mæli til annarra landa." Úr forystugrein Mbl. 3. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.