Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1995, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995
15
Reisn og raunsæi
í varnarmálum
Ekki deila menn um gömlu
kenninguna, aö diplómatíið hefjist
þegar stríði lýkur en endi þegar
stríð hefst.
Málið er að vísu ekki alveg
svona einfalt. Kenningin nægir þó
til að einkenna meginatriði
tveggja aðferða við að gæta örygg-
is, fullveldis og sjálfstæðis í sam-
skiptum ríkja.
Á eina hlið er hin hernaðarlega
aðferð. Byggður er upp nægjanlegur
herstyrkur til þess að fæla aðra frá
árás eða veijast árás. Viðauki við
þessa aðferð er aðild að vamar- eða
öryggisbandalagi eins og t.d. Nato.
Hin er aðferð diplómatísins. Þá
er öryggis gætt með því að efna til
friðsamlegra og vinsamlegra sam-
skipta og þeim viðhaldið við önn-
ur ríki og ríkjasamtök með utan-
ríkisþjónustu. Komi til hagsmuna-
árekstra eru þeir leystir friðsam-
lega með samningum, ekki vopna-
viðskiptum.
Öryggi íslands
Eraman af öldum tryggði hnatt-
ræn lega og einangrun öryggi ís-
lands. Tvær síðustu aldirnar vor-
um við á öryggissvæði breska flot-
ans, án þess við fyndum mikið fyr-
ir þvf. Með þríhliða samningi okk-
ar, Bandaríkjamanna og Breta
1941 fluttumst við af bresk/evr-
ópsku yfir á bandarískt öryggis-
svæði. Þar höfum við verið síðan.
Ekki er líklegt að á því verði
breyting í bráð.
Viðurkennt er að við gæslu eig-
Kjallarinn
Dr. Hannes Jónsson
fv. sendiherra
in öryggis þurfi ríki að taka tillit
til öryggis nágranna sinna. Þess
vegna gerðumst við stofnaðilar að
Nato 1949 og gerðum varnarsamn-
inginn við Bandaríkin 1951. Síðan
höfum við fylgt tveggja stoða ör-
yggisstefnu: aðild að Nato og varn-
arsamstarfi við Bandaríkin.
Aðlögun að breyttum
aðstæðum
Tveggja stoða öryggisstefna okk-
ar er skynsamleg. Við þurfum þó
ekki að frjósa fastir í gömlum
formum. Nato er í þróun og mun
breytast, framkvæmd varnar-
samningsins einnig.
„í endurskoðunarviðræðum samningsins
frá 1994 gætum við boðið að allt varnar-
liðið hverfi úr landi. Við tækjum að okk-
ur gæslu og rekstur varnarmannvirkj-
anna í viðbragðsstöðu fyrir Bandaríkja-
menn.“
Með þríhliða samningi okkar, Bandaríkjamanna og Breta 1941 fluttumst
við af bresk/evrópsku yfir á bandarískt öryggissvæði.
í friðsælum heimi nægir að
byggja öryggi okkar á diplómat-
ísku aðferðinni, alþjóðalögum og
Nato-aðild án hersetu. En vegna
öryggishagsmuna Bandaríkjanna
gætum við haldið varnarstöðvun-
um í viðbragðsstöðu með þeirra
tækjum og á þeirra kostnað.
Þannig mættum við óskum þeirra
um sparnað en nægjanlegum ör-
yggisviðbúnaði.
í endurskoðunarviðræðum
samningsins frá 1994 gætum við
boðið að allt varnarliðið hverfi úr
landi. Við tækjum að okkur gæslu
og rekstur vamarmannvirkjanna í
viðbragðsstöðu fyrir Bandaríkja-
menn með 60-100 manna sér-
þjálfaðri landhelgisgæslu - vík-
ingasveit. Einn íslenskur sjóliös-
foringi, annar bandarískur og
einn bandarískur herforingi land-
gönguliðs flotans hefðu yfirstjórn
á vamarsvæðinu. Á vellinum væri
flaggað íslenskum-, bandarískum-
og Nato-fána. Varaliðssveitir
„Northern Viking“ kæmu hingað
til heræfinga árlega. Skapist
hættuástand á það sér nokkurn að-
draganda. Þann tíma mætti nota
til að endurmanna varnarstöðv-
amar eftir þörfum.
Finnist Bandaríkjamönnum
þetta ekki góður kostur er eðlilegt
að hlusta á þeirra tillögur. Annar
valkostur væri að bjóða þeim að
fara en við létum okkur nægja að
gæta okkar öryggis eftir
diplómatiskum leiðum og flögguð-
um fána íslands og Nato í varnar-
stöðvimmn.
Dr. Hannes Jónsson
Um öryrkjanna skarpa skatt
í ágúst koma skattarnir og
skelfa menn ýmist eða gleðja og
munu þeir síðarnefndu þó máske í
minnihluta.
Við hjá Öryrkjabandalaginu
fáum ærið vel að skyggnast inn í
skattaheim okkar skjólstæðinga,
framkvæmdastjórinn telur fram
fyrir tugi fólks og síðan fáum við
kvartanir og kærumál ansi margra
inn á borð til okkar. Öllum slíkum
marktækum kvörtunum er sinnt
eftir föngum og ófá bréf héðan
skrifuð til skattayfirvalda með
beiðni um mildilegasta miskunn
og náð. Reynsla okkar af þeim
kvörtunum er mjög góð, skattayfir-
völd sem framtalsnefndir mæta
sanngjömum óskum öryrkjanna
okkar nær undantekningalaust
svo að svörin vekja ánægju og end-
urgreiðslu.
Langt til seilst
En margt kemur í hug við kvart-
anir þessar. Sjálfsagt gjald allra
sem efni hafa á í Framkvæmdasjóð
aldraðra er ekki hátt en tekjulitla
öryrkja munar þó um þetta gjald
því þar er hver þúsundkallinn
þess virði. Jafnvel fólk undir skatt-
leysismörkum greiðir þetta gjald
og þykir okkur þá heldur langt til
lokunnar seilst. Gjaldskyldan ætti
auðvitað að vera við skattleysis-
mörkin eða vel það og víst þætti
okkur til athugunar að sleppa ör-
Kjallarinn
Helgi Seljan
félagsmálafulltrúi ÖBÍ
yrkjum a.m.k. fyrr við gjaldtöku
en öðrum, þ.e. með eitthvað hærri
tekjur í Ijósi þess mikla auka-
kostnaðar sem öryrkjar hafa oftast
af fótlun sinni.
En fleiri mál og stærri koma til
sögu. Aðstoð félagsmálastofnana,
hvers eðlis sem hún kann nú að
vera og hvaða orsakir sem 'liggja
að baki, er talin fram sem hreinar
tekjur, s.s. bætur og laun, og skatt-
lögð samkvæmt því. Oft er hér um
hreina neyöaraðstoð að ræða
vegna áfalla, breyttra aðstæðna,
óhjákvæmilegs aukakostnaðar
sakir fötlvmar o.s.frv. Engu að síð-
ur eru svo eftir á tekin rúm 40%
þessarar sértæku neyðaraðstoðar
og þykir fólki heldur hart við að
búa.
Höfnun heimildar
Við hér á bæ höfum átt fúndi
með fúlltrúum skattayfirvalda og
var þar bent á það að 66. grein
skattalaga heimilaði lækkun
álagningar og um slíka lækkun
ættu öryrkjar að sækja. Þar sem
við komum nálægt skattaframtöl-
um öryrkja og skattakærum nýt-
um við þessa ábendingu eðlilega
óspart og höfum oftast góðan ár-
angur af. Aðeins það að almennt
eru öryrkjar ekki meðvitaðir um
þessa heimildargrein því þó frá
henni sé glögglega greint í leið-
beiningum fer hún eðlilega fram
hjá mörgum.
Eins eru til dæmi um höfnun
þessarar heimildar, þó rök séu
ærin að okkar dómi, en fátíð eru
þau sem betur fer.
Nú hygg ég að félagsmálayfir-
völd vildu gjarnan fá að gera
greinarmun á því um hvers konar
aðstoð hafi verið að ræða, hvað að-
stoðin gekk út á eða hvaða bak-
grunn hún átti. í raun fyndist okk-
ur hér sjálfsagt af skattayfirvöld-
mn, fyrst þau ríghalda í fulla al-
menna skattlagningu þessa, að þau
kæmu í einhverju til móts við þá
er þurfa að þiggja.
Ágæt samskipti
Samskipti við skattayfirvöld eru
ágæt og ekki kvörtum við en okk-
ur hins vegar ljóst að langt er í frá
að við náum því að sinna nema
broti af þeim sem þyrftu að fá leið-
sögn um leiðréttingu.
Við vitum að víða á félagsvett-
vangi okkar er unnið gott og gagn-
legt starf til aðstoðar okkar fólki
en allra best væri þó ef stjórnvöld
og löggjafi leyfðu skattayfirvöldum
sanngjarnt svigrúm í svona tilvik-
um. Það verður aldrei nógu oft ít-
rekað að það er til annarra sem á
að sækja þá fjármuni, þær fúlgur
sem rétt gætu við ríkissjóðshall-
ann og að því þarf fyrst og síðast
að snúa sér. Það verður aldrei ör-
yrkjanna hlutverk.
Helgi Seljan
„Gjaldskyldan ætti auövitað að vera við
skattleysismörkin eða vel það og víst
þætti okkur til athugunar að sleppa ör-
yrkjum a.m.k. fyrr við gjaldtöku en öðr-
um.“
Meö og
á móti
Á að krefjast greiðslu
fyrir björgun?
Hvetur fólk
tilað
tryggja sig
Helgi Hallvarðs-
son, skipherra hjá
Landhelgisgæsl-
unni.
„Fólk verð-
ur að gera sér
grein fyrir því
að það kostar
mikla peninga
að halda úti
björgunar-
þjónustu og
björgunar-
menn leggja
sig oft í mikla
hættu. Fyrir
þetta er eðli-
legt að krefjast greiðslu, sérstak-
lega vegna þess að það hvetur
fólk til að tryggja sig áður en
lagt er upp í ævintýraferðir.
Mér virðist sem oft skorti mik-
ið á að ferðamenn, einkum ís-
lenskir, hugsi um að tryggja sig.
Viti menn það fyrirfram að það
kostar peninga að láta ná í sig
upp á fjöll aukast líkumar á að
þeir kaupi sér tryggingu. Erlend-
ir ferðamenn em miklu oftar
tryggðir fyrir óhöppum en ís-
lendingar.
í undantekningartilvikum
geta aöstæður verið slíkar að
ekki er ástæða til að krefjast
greiðslu. Það á einkum við um
vandræði sem skápast af ófyrir-
sjáanlegum ástæðum og trygg-
ingar taka ekki til, en það eru
imdantekningartilvik.
Oftast er það svo að fólk hefur
ekki gætt þess að tryggja sig
þannig að kostnaðurinn við
björgunina fellur á björgunarfé-
lögin sjálf. Þetta mun breytast ef
farið verður að krefjast greiðslu
fyrir björgunarstörf.
Eftir að Landhelgisgæslan
fékk nýju þyrluna er aukin þörf
á að innheimta björgunarlaun
vegna þess að hún er dýrt tæki.“
Eðlilegur her-
kostnaður
Á meðan
viö íslending-
ar viljum fá 20
milljarða í
gjaldeyristekj-
ur af ferða-
mönnum er
það bara eðli-
legur her-
kostnaður að
við greiðum
fyrir björgun
manha sem lenda í erfiðleikum
vegna ófyrirsjáanlegrá hörm-
unga.
Það væri gríðarlégt áfall fyrir
ferðaþjónustua í landinu ef
ferðaskrifstofurnar þyrftu ad
setja í allar auglýsingar að þeir
sem koma til landsins verdði að
gera ráð fyrir að greiba milljónir
króna í björgunarlaun lendi þeir
í náttúruhamiorum sem trygg-
ingar ná ekki yfir.
Við kynnum ísland sem land
ævintýranna og þessara ævin-
týra er að leita á stöðum sem
stundum geta reynst hættulegir.
Ferðamenn koma ekki bara til
að sjá Reykjavík út um bílrúðu.
Þeir vilja komast í ævintýrin
sem viö auglýsum og þeirra er
að leita uppi á fjöllum.
Auðvitað lenda sumir í ógöng-
um vegna óvitaskapar en í þeim
tilvikum flestum greiða trygg-
ingar hugsanlegan kostnað við
björgun. En þegar um ófyrirsjá-
anlegar ástæður er að ræöa er
eðlilegt að landsmenn greiði
kostnaðinn. Að öðrum kosti er
hætt við að ferðamenn þori ekki
að koma til landsins.“ -GK
Helgl Jóhannsson,
forstjóri Samvinnu-
ferða/Landsýnar