Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1995, Page 24
24
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995
Sviðsljós
Vilhjálmur litli Englandsprins fer að heiman:
Kjólföt í yfirstétt-
arskólanum Eton
Kaflaskipti verða á miðvikudag í
lífi Vilhjálms litia prins, sonar þeirra
Karls, ríkisarfa á Bretlandi, og Díönu
prinsessu, þegar hann hefur skóla-
göngu sína í hinum merkilega
heimavistarskóla bresku yfirstéttar-
innar, Eton, þar sem nemendur
klæðast kjólfótum. Foreldrar litla
prinsins, sem nú er orðinn þrettán
ára og næstur að ríkiserfðum á eftir
foður sínum, vona að við námslok,
væntanlega eftir fimm ár, verði hann
orðinn að þroskuðum fulltíða manni,
hæfum til að stjórna konungdæm-
inu.
Skólayfirvöld segja að komið verði
fram við Vilhjálm eins og hvern nem-
anda annan og jafnvel æsifréttablöð-
in hafa lofað að láta strákinn í friöi.
Svona að mestu leyti.
„Við höfum alls ekki í hyggju aö
birta neinar fréttir eða myndir sem
gætu skaðað prinsinn á meðan hann
er í Eton,“ sögðu ritstjórar blaðsins
Sun.
Díana prinsessa er ósköp ánægð
með að sonurinn skuli fara í Eton.
Pabbi hennar og bróðir námu þar,
auk þess sem skólinn er ekki langt
frá Windsor-kastala Elísabetar
drottningar og sjálfri höfuðborginni
London. Mamma verður því aldrei
Vilhjálmur litli prins sem er að verða
stór.
langt undan ef prinsinum skyldi leið-
ast vistin.
Karl faðir hans á þá ósk heitasta
að námsárin verði auðveldari en þau
voru honum á sínum tíma í heima-
vistarskólanum í Skotiandi. Karl litli
þurfti aö sæta miklu aðkasti af hálfu
skólafélaga sinna.
„Þetta er algjört helvíti. Ég er
hræddur við að fara í rúmið á kvöld-
in,“ skrifaði Karl í bréfi til föður síns.
Skólabróðir hans var ekki hissa.
„Hvernig er hægt að koma eðlilega
fram við svona strák þegar mynd af
mömmu hans er á peningunum sem
maður eyðir í skólasjoppunni?"
Astralski leikarinn Mel Gibson leikur aðalhlutverkið í myndinni Braveheart, sem við gætum kallað Djarfhuga á íslensku, skoskan mann fyrr á öldum
sem sveið framferði Breta gagnvart Skotum. Bretar réðu Skotlandi á þeim tima, rétt eins og þeir gera nú. En maóur þessi var hreint ekki á því að þola
slíkan ójöfnuð af hálfu Breta. Hann blés því til uppreisnar og gott ef honum tókst ekki að stökkva breska hernum á flótta eftir langa, grimmilega og umfram
allt blóðuga bardaga. Mel Gibson hefur sagt einhvers staðar að ofbeldið í gömlu myndunum hans um Óða-Max komist ekki í hálfkvisti við það sem er
í Braveheart enda menn þar m.a. sundurslitnir af hrossum. Hér hefur Mel komið sér fyrir milli tveggja hraustra Skota, að sjálfsögðu allir i skotapilsum,
við frumsýningu myndarinnar í Skotlandi um helgina. símamynd Reuter
Gene Hack-
man að semja
Gene Haekman ætiar ekkert að
slá slöku við þótt aldurinn sé far-
inn að færast yfir hann. Sá gamli
er að ganga frá samningum um
aðleika í myndinni The Chamber
sem byggð er á samnefndri skáld-
sögu eftir hinn sívinsæla John
Grisham. Aðdáendur Hackmans
ættu annars ekki að missa af hon-
um í kafbátatryllinum í bænum.
Gekk ekki upp
hjá Bette
Stórstjörnumar i Hollywood
hafa stundum svo mikið að sýsla
að þær hafa hreinlega ekki tíma
aflögu til að gera ýmislegt sem
þær langar þó til. Þannig var það
meö hana Bette Midler sem bæði
syngur og leikur. Húnhaföi hugs-
að sér að vera með í næstu mynd
Woodys Allens en því miður var
bara ekki hægt að koma því við.
Hún er þó að fara að leika í mynd
með Whoopi Goldberg og vonandi
með Gene Hackman þar á eftir.
Whoopi við að
fara á taugum
Í Holly wood er eftir hermt, held
því aldrei linni. Eða hvað? Who-
opi Goldberg ætlar að leika í
mynd sem áttí aö heita Konur á
barmi taugaáfalls, rétt eins og
mynd hins spænska Almodovars.
Nú er búiö aö breyta titlinum og
heitir hún Taugatrekkt. Whoopi
kann kvenna best að leika slikar
konur. Sá gamalreyndi Herbert
Ross sfjórnar.
TÓMSTUNDIR
///////////////////////////////
16 síðna aukablað um tómstundir og
heilsurækt fylgir DV á morgun.
Meðal efnis verður umfjöllun um það
sem stendur almenningi til boða
í vetur til líkamlegrar heilsubótar.