Þjóðviljinn - 24.12.1943, Síða 5
ÞJÓÐVILJINN
3
' V.
„Ljáðu mér
hann“,
sagði hún
með djúpu
og rólegu
röddinni.
„Ljáðu mér
hníjinn".
skólarnir þar væru ólíkir skólunum hér. María frænka
spurði hana hvers vegna hún hefði verið að koma hingað,
þar sem það hefði hlotið að vera svo miklu þægilegra og
ánægjulegra fyrir hana að vera kyrr, og ungfrú Wilmot
svaraði aðeins því, að það hefði verið of þægilegt og
ánægjulegt, „það reyndi ekkert á mann þar“, sagði hún.
Svo heyrði ég nafn Marteins nefnt, og ég hætti lestr-
inum og fór að hlusta.
★
„Drengurinn ykkar, Marteinn“, sagði ungfrú Wilrnot,
„er víst nokkuð skapmikill. Mér finnst hann dálítið und-
arlegur — ég þyrfti að vita — hvert beinist áhugi hans
helzt, hr. Lamson ? Ilafið þét beint huga hans inn á nokkra
sérstaka braut? Ég hefði viljað reyna að þroska hjá hon-
um það, sem þér hafið helzt innrætt honum hér á heim-
ilinu—“
Steve frændi hló dálítið vandræðalega. „Ég er hræddur
um, að það sé ekki á mínu valdi“, sagði hann. „Ég er
mjög önnum kafinn. Systir mín er sú eina, sem hefur
nokkuð með börnin að gera. Hún —•“
„Hafið þér nú átt í einhverjum vandræðum með hann?“
skaut María frænka inn í, „það er svo sem auðvitað. Ef
nokkur er á hraðri leið í tukthúsið, þá er það —“
»0, jæja, María“, Steve frændi hló vandræðalega eins
og áður, „Taktu nú ekki drengjagletturnar of alvarlega, Þú
lætur ungfrú Wilmot halda, að við séum að ala upp
óbótamann“.
„Hvað eruð þér að ala upp, hr. Lamson?“ spurði ung-
frú Wilmot, og rödd hennar hljómaði mjúk og jöfn.
„Ég óska ekki, að þér —“
„Ég sagði: hvað eruð þér að ala upp? Þér virðist ekki
vita, hvað hann langar til að verða eða fyrir hvað hann
er hneigður. Ungfrú Lamson jagar hann og segir honum,
að hann sé efni í glæpamann. Sá eini, sem sér, að honum
líður illa er lnin litla systir hans. Hvað nlið þér upp með
slíku móti?“
Eödd hennar hafði verið róleg og þœgileg nllt til enda,
svo að manni varð illt við, þegar María frænka fór að tala,
og slitrótta röddin ætlaði að rífa vegginn.
„Hví dirfist þér“, sagði hún. „Hví dirfist þér að vaða
hingað inn eins og þér gerið og vera með aðfinnslur við
okkur. Ég yfirgaf allt til þess að koma og sjá um þessa
munaðarleysingja. Og svo dirfist þér —“ Eg heyrði stól
dreginn til hliðar og tíð skref Maríu frænku yfir stofugólf-
ið. „Eg vissi, strax og ég heyrði að þér munduð koma, að
þér hlituð að vera fröm og leiðinleg, þar sem þér gátuð
tekið að yður starf eins og þetta. Góða nótt“.
Dyrnar skullu aftur og andartak var liljótt í stofunni.
Svo sagði Steve frændi: „Ég bið' afsökunar“.
„Biðjið engrar afsökunar, ef þér viljið gera svo vel“,
sagði imgfrú Wilmot, „ég verðskuldaði þetta. Ég hafði