Þjóðviljinn - 24.12.1943, Qupperneq 8
6
ÞJÓÐVILJINtf
Ógnir nútímastyrjalda bitna ekki sizt á börnum og konum. Myndin er úr spcensku borgarastyrjöldinni, tekin cftir
eina af loftárásum fasista.
Heims um ból helg eru jól.
Signuð mær son guðs ól,
frelsun mannanna, frelsisins lind,
frumglæði ljóssins, en gjervöll mannkind
meinvill í myrkrunum lá.
Héimi í hátíð er ný.
Himneskt ljós lýsir ský.
Liggur í jötunni lávarður heims,
lifandi brunnur hins andlega seims,
konungur lífs vors og ljóss.
Lftir ógftir Napóleonsstyrjalda í þýzkum þjóðlönd-
Um var loks kominn friður á jörðu, þegar þorpsprest-
Uriftn þýzki í Alpadalnum orti þennan jólasálm og
söngkennari þorpsins gerði við sálminn hið angursára
fagnaðarlag, sem orðið er grunntónn jólahaldsins, for-
boði jóla í tilhlökkun barnanna, eftirómur þeirra hjá
okkur fullorðnum.
En „hið heilaga bandalag" réð álfunni, einhver harð-
svíraðasta klíka afturhaldsdrottnara, sem Evrópusag-
an greinir, og þá voru reistar svo rammar skorður
gegn heilbrigðri uppeldisþróun í ýmsum þýzkum
löndum, að enn gjalda menn þess lengi.
Sál alþýðu í fjötrum, í meinvillu myrkranna, and-
varpar í þessu ljóði og lagi. Og þegar lagið rís að
óvörum með afli og sigurvissu í orðunum: „frelsun
mannanna, frelsisins lind“, — er það bælda mannrétt-
indaþráin sem varpar okinu við „mikinn fögnuð, sem
veitast mun öllum lýðnum“.
Þessa jólanótt var þorpspresturinn sóttur til að
skíra nýfætt barn verkamanns, sem hjó viðarkol og
sveið þau í skógi og hafði ekki nema hreysið hjá
vinnustaðnum yfir f jölskyldu sína. Innan við þröskuld
í sótuga bjálkahjallinum birtist prestinum sama sýnin,
sem forðum var í Betlehem: mannssonur fæddur og
lagður í jötu og móðirin eins og henni væri fæddur
frelsari og gefið guðsríki. Áður en næsta dagsól var af
himni, var orðið úr sýninni ljóðið og lagið Heims
um ból.
Með sumarsól ársins, sem fór í hönd, lagði sálmur-
inn af stað að vinna heiminn, boða frelsið, ljósið og
fyrirheit örsnauða barnsins. Fjögur börn úr einum
jAlpadalnum flökkuðu um Þýzkaland og sungu lagið
inn i hjörtu fólksins.
Sama ár var send út hin illræmda Karlsbadtilskip-
un í þýzkum löndum — um hefting málfrelsis og rit-
frelsis, — því að alþýðu dreymdi um að varpa okinu.
'Réttri öld eftir, að sálmurinn varð til, hrundu skyndi-
lega öll hásæti keisara, konunga og fursta, sem að
Karlsbadtilskipun stóðu, óg endurrísa aldrei. Sálm-
urinn lifði. Enn er aldarfjórðungur liðinn, og hálfu
grimmari höft en Karlsbadtilskipunin ríkja í þýzkum
löndum. Sálmurinn lifir. Ef til vill verða ekki önnur
jól liðin, þegar nýjasta kúgunarvaldið hrynur í þýzk-
um löndum, en sálmurinn og fagnaðarboðskapur lýðs-
ins lifir.
Sú þjóð, sem á þrár og innblástur þessa ljóðs og
ótal slíkra ódauðlegra verka, getur aldrei týnt fyrir-
heitinu um barn öreigans: Verið óhræddir, því sjá:
Þér munuð finna uftgbarft reifað og liggjandi í jötu.
Ciní/íeortri