Þjóðviljinn - 24.12.1943, Síða 12
10
ÞJÖÐVILJINN
I^eiKsysturnar fÓLASAGA fyrlr börriín
Einu sinni var tréhestur. Hann stóð uppi á hillu í leik-
fangabúð. Það var fleira á þeirri hillu: skip, bifreið, járn-
brautarlest og brúða. Oft komu foreldrar inn í búðina
og keyptu eitthvað fallegt. En enginn vildi hestinn. Búð-
arstúlkan tók skipið, bifreiðina og járnbrautarlestina,
hvert á fætur öðru, vafði þau innan í pappír og sendi þau
burt. En hesturinn og brúðan urðu eftir.
Það liðu margir dagar og margir komu til að kaupa leik-
föng, en hesturinn og brúðan voru samt kyrr á sínum
stað, bæði tvö.
Hvernig haldið þið, að hafi staðið á því?
Það er leiðinlegt að segja frá því, en þau voru svo Ijót.
Konan, sem átti brúðuna, hafði áhyggjur af þessu og sagði
við sjálfa sig: Nú læt ég hestinn og brúðuna út í gluggann.
Það má þó reyna það.
Þegar þau voru komin út í gluggann, sá þau fjöldi
manns, en enginn gerði sér ferð inn í búðina til að kaupa
þau.
Einn góðan veðurdag komu tvær litlar stúlkur, sem
leiddust, því að þeim kom alltaf vel saman. Þær námu
staðar fyrir utan gluggann og stóðu þar lengi steinþegj-
andi.
„Sjáðu brúðuna! Ég hef aldrei á ævi minni átt svona
fallega brúðu“, hvíslaði Sigrún. „Mig langar til að eiga
hana'*.
„Mig langar meira til að eiga hestinn. Ég hef aldrei átt
hest“, sagði hin. Hún hét Margrét.
„Ég ætla að biðja mömmu að gefa mér brúðuna í jóla-
gjöfsagði Sigrún.
„Þá ætla ég að biðja mömmu mína að gefa mér hest-
inn i jólagjöf“, sagði Margrét.
Daginn eftir komu báðar telpurnar að glugganum.
„Brúðan mín er hér enn“, sagði Sigrún.
„Og hesturinn minn er hér enn“, sagði Margrét.
„Brúðan mín á að heita Laufey“, sagði Sigrún. „Ég
ætla að sauma henni afskaplega fallegan kjól“.
„Og hesturinn minn á að heita GIófaxi“, sagði Margrét.
Hann á að standa á hillu ofan við rúmið mitt“.
Telpumar urðu nú að fara heim til sín aftur.
„Verið þið blessuð og sæl, Laufey og Glófaxi“, sögðu
þær. Sigrún og Margrét komu að búðarglugganum á hverj-
um degi og töluðu við brúðuna og hestinn. Einu sinni
var mamma Margrétar með henni.
„Sjáðu, mamma, sjáðu, mamma. Þessa brúðu langar
Sigrúnu til að eiga. Og mig langar til að eiga hestinn.
Hann heitir Glófaxi, mamma. Viltu ekki gefa mér hann
á jólunum?“
„Ég þori ekki að lofa því, elskan. Ég þarf að kaupa
handa þér skó og sokka fyrir jólin, og svo náttúrlega
kerti“. x
„Hefurðu svona litla peninga, mamma?“ Þetta segir
mamma Sigrúnar líka. Hún getur ekki keypt, handa henni
brúðuna“.
Daginn eftir stóðu telpurnar enn fyrir utan gluggann.
„Við fáum ekki Glófaxa og Laufey í jólagjöf, en við
skulum fara hingað á hverjum degi, til að horfa á þau, ef
þau verða kyrr í glugganum“, sagði Margrét.
Þær læddust alla leið heim til Sigrúnar.
-----Það var kominn aðfangadagur. Glófaxi og Lauf-
fyy stóðu enn úti í búðarglugganum.
Konan, sem átti búðina, náði í Laufeyju, sýndi ein-
hverri konu hana og sagði, að þetta væri svo Ijómandi
lagleg brúða. „Við höfum selt margar svona brúður“, sagði
hún.
„Hún er svo lítil. Og hún er bara í léreftskjól. Ég vil
stóra brúðu. Og hún á að vera í fallegri kjól en þetta“,
sagði aðkomukonan.
„En svo höfum við allavega leikföng“, sagði búðarkon-
an. „Hérna er í^glulega laglegur hestur. Það er alltaf ver-
ið að spyrja eftir svona hestum. Því miður er bara einn
eftir“. ^
Búðarkonan teygði sig aftur út í gluggann og náði í
Glófaxa.
„Æ, þetta er ósköp ómerkilegur hestur. Hann kostar
bara tvær krónur“, sagði ókunna konan og henni gramd-
ist, að láta bjóða sér þetta hyski.
Búðarkonan tók Laufeyjij og Glófaxa ög setti þau aftur
út í gluggann.
Skammt frá húsinu, þar sem Sigrún átti heima, bjó
kona, sem hét Anna. Hún átti svolitla stelpu, sem var
svo óþæg, að veslings Anna komst ekki fet frá henni, og
hún stóð á orgunum, ef hún fékk ekki allt, sem hún vildi,
Anna þurfti að fara út í bæ og kaupa margt fyrir jólin og
átti fjarskalega annríkt.
Þá bað hún Sigrúnu stundum að vera hjá krakkanum.
Hún gerði það, og Anna var fjarskalega þakklát. Á að-
fangadag þakkaði hún Sigrúnu ósköp vel fyrir og gaf henni
tvær krónur.
Sigrún hljóp strax af stað og stanzaði ekki fyrr en hún
kom að búðarglugganum, þar sem Glófaxi og Laufey voru.
Þau voru enn á sama stað.
Sigrún staðnæmdist við gluggann og var að hugsa um
það, hvort það væri leiðinlegt, að Margrét skildi ekki geta
fengið Glófaxa, því að hún gat eignazt brúðuna.
Sigrún stóð hugsandi, lengi, lengi, utan við gluggann.
Seinast fór hún inn í búðina. Og hvað haldið þið að hun
hafi keypt? Hún keypti Glófaxa.
-----Margrét litla var heima og var að hjálpa mömnni
sinni fyrir jólin. Hún var líka búin að teikna ljómandi
fallega mynd, sem mainma átti að fá í jólagjöf. En það
var leyndarmál.
Margrét átti tvær krónur í aurabauknum sínum. Ilún
bað mömmu sína ósköp vel að lofa sér, að eyða þeim
fyrir jólin. En mamma sagði, að börn ættu ekki að venja
sig á að eyða sínum síðasta eyri, það væri meira gaman.
að safna aurum.
Margrét sagðist ætla að kaupa dálítið.