Þjóðviljinn - 24.12.1943, Page 25

Þjóðviljinn - 24.12.1943, Page 25
ÞJÖÐVILJINN 23 yfir okkur. Lendingarhjólin skullu með dynki niður á jörð- ina einu sinni, síðan aftur. í þriðja skiptið heyrðist eng- inn dynkur, aðeins veiklulegt brothljóð, og vélin lá á hlið- inni á fletinum , eins og sœrt dýr. Við hlupum. Steve frændi kom þangað fyrstur. Hann seildist inn í stýrishúsið og rétti sig upp með Martein í fanginu. Marteinn var fölur og vott hár var klístrað yfir enninu, og annar fótur hans hékk skrítilega niður, en hann glotti. „Ég gat það næstum“, sagði hann. Allt, nema lent“. Svo leið yfir hann. Skömmu síðar en þetta var gekk ungfrú Wilmot einu sinni inn til Marteins. Það var búið að gera við fótbrot hans; læknirinn var farinn og ég var háttuð. Ég heyrði þegar hún bankaði á dyrnar hjá honum, og ég heyrði greinilega gegnum þunnan vegginn hvað þau töluðu. „Marteinn“, sagði hún, „því tókstu flugvélina? Því gerðirðu okkur svona hrædd?“ Hann svaraði henni ekki þangað til hún hafði ávarpað hann aftur blíðlega. „Ég hélt, að það væri svo gott að deyja i flugvél“, sagði hann. Það var hljómur í röddinni, sem ég hafði aldrei heyrt þar fyrr. „En þegar ég lyftist frá jörðinni og sá, að ég gat stjórnað henni einn, gleymdi ég þessu öllu. Ég gleymdi öllu nema fluginu". „En hvers vegna langaði þig til að deyja, Marteinn. Ég hélt, að þér liði orðið vel“. Aftur þagði Marteinn, og hún sagði: „Marteinn, þú skalt segja frá þessu, það er betra fyrir þig. Að bæla það niður með sjálfum sér fyllir mann sorg og vanlíðan, sem læknast aldrei“. „Þér hlæið að mér“. „Nei, Marteinn, þú veizt, að ég geri það ekki. Ég skal aldrei hlæja að þér“. „Það var út af því, sem María frænka sagði — um yður og Steve frænda, þér skiljið, ég gæti — ef til vill, ef til þess kæini, vanizt, því — það var aðeins hvernig hún sagði það — það var eitthvað svo óvænt og svo — svo við- bjóðslegt". „Þér þykir líka vænt um mig“, sagði ungfrú Wilmot blíðlega. „Er það ekki, Marteinn? Þér þykir vænt um mig, og þegar þú hélzt, að ég væri að gera það, sem þú kallar viðbjóðslegt, það urðu þér svo mikil vonbrigði, var það ekki? Ég' vildi, að þú hefðir treyst okkur betur, Mar- teinn, en ekki látið yfirbugast strax við fyrsta orðið“. „Ég veit það ekki. Ég held, að ég hafi verið brjálaður. Aftur á móti, þcgar ég var kominn upp í loftið breyttist allt“. Ilann var mjög æstur. „Ég var svo rólegur uppi, fann svo mikinn frið. Mérvfannst ég vera svo voldugur, að mér væru allir vegir færir. Og þá hugsaði ég ekki um neitt nema flugið og það, að koma flugvélinni óskemmdri niðúr á jörð“. „Þér tókst það líka næstum. Steve segir, að það sé dularfullt hvernig þér tókst með svona lítilli æfingu“. „Ha, sagði hann það?“ „Og eftir þetta skólaár ferðu á flugskóla. María frænka ætlar að sjá um það“. Marteinn sagði upp aftur og aftur: „Er þetta mögu- •s>3iiiiiiuiiiiniiiiiitiiiiiniuiiiiiiiiic3iiiuiiiiiuniuiiimiiiniiiiiiuiiiira>iiiuiiiiiiBuiuiiiiiiimui)iiiiiuniuiiiiiiii<5> I GLEÐILEG JÓL ! KEXVERKSMIÐJAN ESJA H. F. EE ?iiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiii3itiiHiiiiiiuiiiiiiiiuiicaiiiiiiiiiiiic]iiiuiiuHiaimiiiiiiuaiiiniuiniuiiiHiiiRiu:iiinimitiit»> <S>3lllllllllUIC]|llllllllHIC3llllllllllllUllllHUIlUC3lllllllillllUIUUIllllllC3llllllllllllUIIIIItl1llltC3tUiUllllUUlllllllltll<5. I GLEÐILEG JÓL ! G. HELGASON & MELSTED H. F. | •3>lllltlllllinilllllllllll[]IIIIIIIIIIIIC3lllll!IIIIIIC3IIIIIIIIIIIIC3llllllllllllCailllllllllllClllllllllllllClllllllllllltUllllllllllllC<* •>3llllllllllllC3lltlllllllllCailllllllllllUlllllllllHICailllllllllll[3IUUIIIIIIIC3llllllllllllUIIIIIIIIIIIIC3lillllMllllC3IIIIIUIIII<S> GLEÐILEG JÓL ! KJÖTBOÐIN borg *>iiiiiiniiiniiiiiiiiiiiic3iiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiii[}iiiiiiiiiiii»iiiiiiiiiiiic]iiiiiiiiiiiic]iiiiiiiiiiiic}iiiiiiiiiiiiniiiiiiiiinic«:« •:«]|IIIIUilillC3imilimiinilllltllilllC]IIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIIIIIC3llillHIIIIIC3tllllllillllC111HltlllltlC]llllllllllll[]llllllllllK:« 1 GLEÐILEG JÓL ! c i VERZLUNIN KJÖT & FISKUR *imHiiiiiC]iimiiiimc3iiiiitmiiic3iiiiiitiim[]iiiimiiiiic]miiiiiitiic3mimimic]iiiimiiiii[3iiiiiimiiic]iiiiiiiiiiiic* «:«3iiiiimiiiic3iiHiiiimic3iiHHiiiiuc3miiimiit[3iiiimmiic3mimmii[3iiiitiiiimc3iiiiHiHHiC3mHmmtcaiiiiiiiitii^ 1 GLEÐILEG JÓL ! | RAFALL, VESTURGÖTU2 | 1 I *UIIIIIIUI[IHIIIIHIII0HIIUIIIIIUIIUIIIIIIIIt]llllllll!ll|[llll!lllllll01llllllllltClllllllllllll[lllll)lllllli:ailllllllllllt<S>

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.