Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 12
12) JOLABLAÐ ÞJOÐVILJANS 1958 * !• If'l.nihli .*JUl lU*.i,vÍU*u Jyváskyla og blómarós frá Paijanne. eftir aðeins eins árs sambúð. Var hún þá að hugsa um að hverfa heim. Þau hjónin höfðu búið austur undir landamærum Rússlands, en nú fluttist hún til Sysma; þar sem maður hennar átti jörð, og settist þar að. Nokkru síðar giftist hún svo Jussa Peltola á Rantala og þar með var ráðið, að hún ílentist í Finnlandi. Eiga þau hjón tvo syni. Olavi Wille Juhani, 6 ára, og Tapani Arno Einar, 4 ára. G9 Skógarhögg- og elgsveiðar Á Rantala dvöldumst við í bezta yfirlæti í tvo daga og fræddumst meira af þeim hjón- um um Finnland og finnska bú- skaparhætti en við hefðum ann- ars átt kost. Rantala er meira en meðaljörð að stærð eða 25 hektarar ræktarlands. Auk_bess á Jussi aðra jörð þar í sveit- inni með 9 ha. landi. Annars er það skógurinn, sem bændurnir þarna lifa aðallega af. Á Jussi 300 hektara skóglendis. Af búfé höfðu þau mest kýr en einnig svin, hænsni og hesta. Sauðfjár- rækt er hins vegar mjög lítil þarna um slóðir, t. d. áttu þau hjón aðeins eina kind. Er mjólk- in það he^zta, sem þau selja af búf jórafurðum. Nokkur hluti ræktarlandsins er akrar og rækta bændur sjálfir allan þann kornmat, er þeir þurfa til heim- ilisins, en um sölu er ekki að ræða nema þau árin, sem upp- skeran er bezt. í sama akur- lendi er aðeins sáð þrjú ár í senn og þá skipt um land. Aðalsöluvara bændanna er skógur. Helztu trjátegundirnir, sem þarna eru ræktaðar, eru björk, sem mest er seld til smíða, og greni, sem notað er m. a. í pappír. Einnig er selt nokkuð af brenni og svo ösp til eldspýtnagerðar. Einn daginn g'ekk Jussi með okkur um land- areignina og sýndi okkur hana nema skóginn, við komum að- eins í jaðar hans. Skóginn fella bændurnir ýmist sjálfir eða þeir seiia félögum, sem kaupa hann, levfi til þess að höggva í landi sínu. Á jörðinni, sem Ásta fékk eftir fyrri mann sinn, er elgs- skógur. Fer Jussi þangað til elgs- veiða á haustin. Af elgnum má hins vegar ekki veiða nema ör- 1 fá dýr árlega og þykja veiðarnar 1 mesta sporf. Sagði Ásta, að það væri sumarfrí bónda síns, er hann reikaði um skóginn í leit 1 að elg. Sjáifur sýndi hann okk- 1 ur byssuskeftið sitt, en í það hafði hann markað- skoru fyrir hvern elg, er hann hafði lagt að velli. 1 Q f finnskri baffstofu Við hittum svo á, að daginn eftir að við komum til Rantala átti húsfreyjan fertugsafmæli. Komu nokkrir nágrannanna í heimsókn af því tilefni, þ. á m. tvær systur Jussa. Er önnur þeirra kaupkona í þorpinu, en hin er bóndakona og heitir mað- ur hennar Tapiola. Þau hjón buðu okkur öllum heim til sín um kvöldið, og skyldum við nú fá að kynnast hinu fræga finnska baði, en hvar sem kom- ið er í Finnlandi er baðstofa á nálega hverjum bæ, eða sauna eihs og þær nefnast á finnsku. Tapiola er garðyrkjubóndi og byrjuðum við á því að skoða gróðurhús hans, sem hann hit- ar með skógi, því að ekki er þar jarðhitinn. Er við höfðum lesið vínber af greinum í gróð- urhúsinu, gengum við karl- mennirnir til baðstofu. Bærinn stendur nálægt litlu vatni, Vehkajárvi, og er baðstofan á vatnsbakkanum, eins og títt er um finnskar baðstofur. Henni er skipt í þrennt. í fremsta hlut- anum stóðu vatnsilát og þar var ofninn, sem hitaði baðið. Er honum skipt í tvennt. Að neð- anverðu er eldhólfið, en í efra hluta hans, sem gengur upp í sjálfan baðklefann, eru steinar. Inn af þessari forstofu er lítill klefi, þar sem menn afklæðast og þerra sig að baði loknu, og loks er baðklefinn sjálfur. Er ofninn í einu horni hans, en í hálfhring í kringum hann eru bekkir, sem setið er á. Þegar við settumst fyrst inn í baðklefann, var þar allheitt en þurrt loft. Síðan var skvett vatni á steinana í ofninum og gaus þá upp mikil hitabylgja. Var þetta gert nokkrum sinnum og tók þá skjótt að hitna í baðinu og fór setan að gerast okkur óhæg. Lá mér við andköfum í hvert skipti, sem skvett var á steinana. Meðan setið er í bað- inu ausa menn sig stöðugt volgu vatni og linar það mikið hinn þurra hita. Einnig hafa menn vendi mikla af mjúkum viðar- greinum, sem dýft er í vatn, og slá sig með þeim í bak og fyrir. Þótti mér það mikil þrekraun, því að heitt var undan höggun- um, en gerði þó sem aðrir. Er við höfðum setið i baðinu all- langa hríð, snaraðist Jussi út. Ekki var það þó fyrir þá sök, að hann þyldi verr hitann en aðrir, því að hann er manna inestur vexti og hraustastur, heldur vildi hann gefa okkur til kynna, sem óvanir vorum, að nú þyrftum við ekki að sitja lengur. Við sátum þó enn um stund, en smátíndumst síðan út eftir því sem hitinn óx. Fór Þór- ólfur síðastur okkar íslending- anna, en Taipola bóndi hélzt við lengst allra. Sögðu Finnarnir okkur á eftir, að allheitt hefði verið orðið í baðinu, en þeir vildu reyna í okkur þolrifin. Þegar út kom, steyptu sumir sér í vatnið og fengu sér sund- sprett. Síðan þerruðum við okk- ur og klæddumst. Var baðið á- kaflega hressandi eftir á, og höfðum við félagarnir á orði, að við yrðum að koma okkur upp finnskri baðstofu, er heim kæmi. Bl Saliti og koskenkorva Þegar baðinu lauk, var setzt úti fyrir húsinu og þar var bor- inn fram drykkur sá, er sahti er nefndur. Það er heimagert öl, sem bruggað er úr byggi. Er það gulbleikt á lit, eilítið á- þekkt skyrmysu nema ekki súrt heldur með svolítið römmum keim. Er drykkur þessi lítið eitt áfengur og mikið drultkinn við hátíðleg tækifæri þarna um slóðir. Gerðust menn brátt glað- ir og reifir og hófust hinar fjörugustu samræður á „skandi- navisku“, því að Jussi og fleiri Finnanna töluðu nokkuð sænsku. Einnig túlkaði Ásta, ef á lá, en hún talar orðið reiprennandi finnsku. íslenzkunni hefur hún þó ekki týnt niður, og heyi’ðist enginn hreimur í mæli hennar, hins vegar þarf hún stundum að leita að orðum, sem ekki eru orðin henni töm. Síðar um kvöldið var okkur borið kartöfluvín. Er það tært ■ og litlaust en mun sterkara en sahtiið, enda nefnist það kosk- enkorva á finnsku, en það mun þýða fossniður á íslenzku. Er sagt að menn fái slíkan nið fyrir eyrun, ef þeir drekka mikið af drykknum. Veit ég ekki hvort það er rétt hermt, en tel það ekki ólíklegt. Laust eftir mið- nætti kvöddum við okkar á- gætu gestgjafa með virktum og gengum heimleiðis í kvöldblíð- unni eftir eitthvert skemmtileg- asta kvöld, sem ég hef lifað. fg Titlar og' tímahvörf Tvívegis meðan við dvöld- umst á Rantala fór Ásta með okkur í gönguferðir um þorpið, en það heitir Sysma eins og héraðið og er fremur lítið sveitaþorp en með miklum menningarbrag. Það vakti at- hygli okkar hve mikið var þar af nýjum opinberum bygging- um, s. s. skólahús, sjúkrahús, elliheimili o. fl. Er það mikið átak af ekki stærra byggðar- lagi að koma slíku upp á fáum árum, enda eru skattar háir í Sysma. En hér var umbóta þörf, því að allt var áður í niður- níðslu. Áður var mikill hluti sveitarinnar í eigu stórjarðeig- enda og aðalsmanna, er sinntu lítt opinberum framkvæmdum. Nú eru aðalstitlarnir orðnir lítið annað en nafnið tómt, t. d. hitt- um við gömul hjón af aðalsætt- um, sem lifa núorðið á hænsna- rækt. Eftir stríðið urðu miklar breytingar á þarna í sveitinni. Þá kom margt Karela úr austur- héruðunum, er settust þarna að, og var stórjörðunum skipt niður og þeim fengið landið. Með Kar- elunum kom nýr ai dblær. Þeir eru að eðlisfari glaðværari og mannblendnari en hinir hrein- ræktuðu Finnar, er alltaf hafa fengið orð fyrir að vera þögulir og fáskiptnir líkt og margir ís- lendingar. Henda þeir sjálfir gaman að því, og sagði Ásta okk- ur m. a. eina sögu, sem þeir segja oft þessu til sönnunar. Er hún eitthvað á þessa leið: Það var á sveitabæ, er fjölskyldan sat að snæðingi, að sonurinn, tvítugur að aldri, hófst allt í einu upp úr eins manns hljóði og skipaði, að sér væri rétt brauðið. Allir hrukku við, því að enginn hafði fyrr heyrt hann mæla orð af vörum, og var hann haldinn mállaus. g[ Timbriff sagaff Meðal þess, sem við skoðuð- um þarna í þorpinu, var sögun- arverksmiðja. Hún stendur við vatn og er timbrinu fleytt að henni í stórum flotum. Síðan er því stjakað á færibönd, er grípa trjábolina og flytja þá í sögina, sem er geysiafkastamikil, sagar eitt og hálft tré að me'ðaltali á mínútu. Eftir að trjánum hefur verið flett, eru skífurnar flutt- ar burt á vögnum, sem ganga á spori, og þeim staflað í hlaða og þurrkaðar. Síðan eru þær fluttar burt á bátum eftir vötn- unum eða á bifreiðutn, Öll er þessi verksmiðja furðulega ein- föld að gerð, og til þess að nýta hráefnið sem bezt brenna vélarn- ar, sem knýja hana áfram, sagi. Er það nýleg uppfinning. B íslenzk fjöll og finnskir ' skógar Ætla mætti að óreyndu, að. það væri erfitt fyrir íslending að setjast að með jafn óskyldri þjóð og Finnum og semja sig að þeirra siðum og háttum. En Ásta virðist una hag sínum vel, og hvarvetna sáum við þess merki, að hún hafði unnið sér virðingu fólksins og vináttu, lagað sig að háttum þess og þó haldið sínum heimavenjum um margt. Hefur hún þannig reynzt verðugur fulltrúi lands síns og þjóðar. Þótt undarlegt kunni að virðast eru Finnar lika furðu Tapani Arno Einar og Olavi Wille Juhani.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.