Þjóðviljinn - 24.12.1958, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 24.12.1958, Qupperneq 19
Þegar þetta kemur fyrir augu lesenda má búast við því að eld- flaug hafi verið skotið frá jörð- inni í námunda við tunglið og ef til vill hefur tunglið fengið gervitungl sem hringsólar um- hverfis það. alveg eins og það sjálft snýst í sífellu umhverfis jörðina okkar. Það er a. m. k. skamms tíma að yfirborð tunglsins væri naktir klettar og storknað hraun. Menn töldu að gígarnir á tunglinu, sem vel má greina í jafnvel iitlum sjón- aukum, væru eldgígar sem spú- ið hefðu úr sér glóandi lirauni endur fyrir löngu. Fáir hallast nú að þessari ur fært rök fyrir því að gígarnir á tunglinu stafi frá loftsteinum sem fallið hafa á það með ógn- arkrafti. Þessir loftsteinar hafa sumir hverjir ekki verið nein smástykki, þar sem sumir gíg- arnir eru margir kílómetrar í þvermál. Hafa verður í huga að loft- Nú líður ekki á löngu þar til íyrstu mennirnir íara til tunglsins. — Enn veit enginn með neinni vissu hvað þeirra bíður þar. vist að ekki'mun líða á löngu þar til okkur gefst kostur á að kynnast þessum förunauti okk- ar um geiminn betur en full- komnustu tæki hafa'hingað til gert okkur kleift. Við vitum annars heilmikið um tunglið. Við þekkjum stærð þess (þvermálið 3476 km eða rúmlega V4 af þvermáli jarðar), efnismagn þess (um 0,012 af efn- ismagni jarðar), fjarlægð þess frá jörðu (356.000 — 407.000 km, að meðaltali 384.000 km) snún- ingshraða þess um sjálft sig og umhverfis jörðu (27.32 sólar- hringar) o. s. frv. Við þekkjum einnig allvel yfirborð þess helmings tunglsins sem ævin- lega snýr að jörðu og segja má að nú hafi hver blettur þess verið kortlagður og lionum gef- ið nafn. Engu að síður eru enn ótal mörg atriði sem enginn veit full skil á. Yfirborð tunglsins er u.þ.b. jafnmikið að flatarmáli og Afríka og Ástralía eða um 38,5 milljónir ferkílómetra. Það hef- ur verið haft fyrir satt til skoðun. Þegar árið 1949 héldu tveir ástralskir stjörnufræðing- ar, Piddington og Minnet, því fram að hinar miklu hitasveifl- ur á yfirborði tunglsins, sem hægt er að mæla með tækjum hér á jörðinni, gætu ekki stafað einvörðungu af því að tunglið snýst^svo hægt um möndul sinn. Sem áður segir fer tunglið eina umferð um sjálft sig á rúmum 27 sólarhringum. Hver dagur á tunglinu svarar því til um 14 daga á jörðinni og sama máli gegnir um næturnar. Þetta á- samt því að ekkert gufuhvolf er á tunglinu til að jafna niðui’ hitanum og draga úr hitasveifl- unum töldu menn nægilega skýringu á því að hitinn kemst upp í allt að 100 stigum á Celsí- us og niður í allt að 100 mínus- stigum. Hinir áströlsku stjörnu- fræðingar töldu sig hinsvegar geta sannað að á yfirborði tunglsins hlyti að vera hitaein- angrandi ryklag. Um þessa kenningu hafa síð- an staðið miklar deilur. Brezki . prófessorinn Thomas Gold hef- steinarnir falla til tunglsins í heilu líki, þar sem þeir verða ekki fyrjr neinni mótstöðu að heita má á leiðinni. Öðru máli gegnir um þá loftsteina sem falla til jarðar, þeir eyðast flest- ir upp á leið sinni gegnum gufu- kvolfið. Prófessor Gold hefur reiknað út að loftsteinarnir hitti yfirborð tunglsins með a. m. k. 50 km hraða á sekundu og brjótist langt niður undir það. Við þrýstinginn myndast mörg hundruð þúsund stiga hili sem bræðir og eimir bex-gmassann. Gold gefur þá skýrgingu á því að gígskálai-nar eru þrátt fyrir ógnai'lu’aft loftsteinanna tiltölu- lega grunnar þannig, að aðeins þunnt lag á yfirborði tunglsins sé úr hörðu grjóti. Þegar ioft- steinninn springur með ofsa- ki-afti langt undir yfirborðinu, sýgst linari massinn inn að sprengistaðnum og aðeins í miðjum gígnum myndast lítil keila. Ryklagið á tunglinu á einnig að stafa frá loftsteinum, að áliti Golds. Loftsteinunum rignir í sífellu yfir það, stórurn og smá- um, milljónir steina á hverjum degi. Flestir þeix'ra eru að vísu svo smáir að þeir geta eiginlega ekki kallast steinar, miklu fremur rykkoi’n, 1—2 millimeti'- ar í þvermál. En þegar rykkorn sem er eitt gramm fellur á yfir- borð tunglsins með 50 lcm hraða á sekúndu samsvarar það því að 2,5 kg byssuskot falli á yfir- borð jarðai'. Það haía verið taidir um 44.000 gígar á yfirborði tungls- ins, sumir eru aðeins nokkrir metrar, aðrir hundruð kíló- melra í þvermál. Þetta er eng- inn óskaplegur fjöldi, þegar þess er gætt að loftsteinar hafa verið að falla á tunglið í 2—-3 milljarða ára. Athuganir með ratsjám hafa leitt í Ijós að 10.000 ,,loftsteinar“ a. m. k. vei’ða að stjörnuhröpum í gufu- hvolfi jarðar — á sekúndu! Þessi rykkorn eimast svo fljótt og svo hátt uppi, að aðeins „aska“ þeirra berst til jarðar, en einstaka stærri loftsteinar komast þó alla leið. Talið er að þungi jarðar hafi frá örófi alda aukizt á þennan hátt um eitthvað nálægt einum milljarði lesta. Nokkrir hinna stæi'stu loft- steina sem fallið hafa á jörðina hafa reyndar myndað hér gíga sem svipar mjög til þeirra sem eru á tunglinu. Með athugunum úr lofti hefur þannig fundizt hringlaga dæld í Norður-Ame- Tunglið, teikning eftir tékkneska stjörnufi-æðinginn J Klepesta. Hinir ótal gígar sjást greinilega. ríku, nærri því hálfur annar kílómeti'i í þvermál og urn 200 metra djúp, og þykir ekki vafi á að loftsteinn hafi myndað hana. Flestir vísindamenn munu nú hallast að því að ryklagið á yfir- borði tunglsins sé staðreynd, en hitt eru þeir ekki sammála um hve þykkt það er. Prófessor Gold og ýmsir aði'ir halda því fi-am að það sé margir metrar á þykkt. Sé það rétt myndi enn ein hættan bætast við á ferðalagi jarðarbúa til tungls- ins. Þeir myndu beinlinis sökkva á kaf í rykið. En aðrir eru þeirrar skoðun- ar að ryklagið sé aðeins nokki'ir millimetrar eða í hæsta lagi tveir—þrír sentimetrar á þykkt. í því sambandi benda þeir á mælingar sem gerðar hafa verið á sólarljósinu sem tunglið end- urkastar. Hætt er við að ekki verði fyllilega gengið úr skugga um hvorir hafi rétt fyrir sér fyrr en fyrsti maðurinn hefur stigið fæti á tunglið. Hvenær vei'ður það? Vísinda- menn eru ekki vanir að fullyrða meira en þeir þykjast geta stað- ið við og þess vegna er víst ó- hætt að trúa þeim þegar þeir segja að ekki muni líða meira en nokkur ár þangað til hægt verður að senda meixn til tungls- ins. Þýzki geimfarafræðingur- inn, prófecsor Eugen Sangér, hefur nýlega bent á að allar lík- ur séu á því að í Sovétrílcjunum sé nú mest kapp lagt á að und- irbúa geimfárir manna. Það sé sennilega skýringin á því að sovézkir vísindamenn hafi ekki reynt að verða á undan banda- rískum starfsfélögum sínum að senda ómannaða eldflaug til tunglsins. Annað dæmi um bjai-tsýni vísindamanna er að pi'ófessor Sánger telur engan vafa á því að eldílaug verði skotið til ann- ai'ra reikistjarna, Marz eða Ven- usai’, alveg á næstu árum. Það væi'i sennilega of mikil bjart- sýni að halda að það yrði nú fyi’ir áramót, en mikið lengur myndi það ekki dragast. Hins vegar dró hann ekki dul á að óskaplega crfitt myndi að stýi'a þeim eldflaugum með sjálfvii'k- um tækjum eða með boðum frá jörðinni, og hann var þeirrar skoðunar að í rauninni myndi ekki hægt að reiða sig á slík geimför nema þau gætu borið menn sem stjórnuðu ferð þeii'ra. Þess vegna.er 1 Sovétríkjunum lögð megináherzla á undirbún- ing slíkra geinxferða. En snúum okkur aftur að tungiförunum. í hinum mikla sjónauka á Palomarfjalli í Bandaríkjunum getum við hæg- lega skoðað yfirborð tunglsins. Ljósið sem frá tunglinu bei'st magnast svo í sjónaukanum að það er sem við lítum það berurn augum í 37 krn fjarlægð. Þetta er þó ekki alveg i'étt, vegna þeii’ra truflana sem Ijósið verð- ur fyrir á leið sinni gegnum gufuhvolf jai’ðar. Fullk’omna mynd af yfirborði tungisiris get- um við þá fyrst gert okkur þeg- ar þeii'ra truflana gætir ekki lengur. En íunglið vei'ður sjálft í framtíðinni einhver ákjósan- legasti staður til athugana á ná- lægum og íjarlægum stjörnum, einmitt vegna þess að umhverf- is það er ekkert gufuhvolf. Efn- ismagn tunglsins er svo lítið og aðdráttarkraftur þess því svo veikur að lofttegundir haldast ekki við þar. Þess vegna er held- ur ekkert vatn á tungiinu, það myndi þegar gufa upp og „rjúka út í veður csg vind“, eða í'éttara sagt út í geiminn. Það er því næsta ólíklegt að nokkur merki lífs finnist á tunglinu. En vísindamenn fara sem ságt varlega í sakirnar og þeir vilja ekki fullyrða of mikið. Það get- ur leynzt líf á tunglinu. Það er ekki með öllu óhugsandi að þar séu til svonefndar anaerobískar bakteríur, en þær geta dafnað án ildis (súrefnis). Gg enginn treystir sér til að segja fyrir með neinr.i vissu hvað er á þeim 3/7 hiutum tunglsins sem mannleg augu hafa aldi’ei litið. Flestir vísjndamenn búast að vísu ekki við að þar liti mjög öði’U vísi út en á þeirri hliðinni sem að okkur snýr, — en hvec veit? ,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.