Þjóðviljinn - 24.12.1958, Qupperneq 23

Þjóðviljinn - 24.12.1958, Qupperneq 23
JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS 1958 (23 Illuti af veggmálverki frá Tiryns. ÞjóðminjasafniS í Aþenu). borg, sem sýndi öll einkenni þess að vera hin forna Trója. Hún hafði eyðzt í eldi, eins og hún, hér var hlið, sem gat verið Skeahliðið, og höll, sem gat ver- ið höll Príamusar konungs. En hér voru engar gersemar, ekk- ert gull. í barnatrú Schliemanns voru guH og gerlsemar óað- skiljanlegar hinni fornu Tróju- borg. Við þetta bættist, að efna- hagur hans stóð orðið höllum fæti. Hann hafði haldið 150 verkamenn í þrjú ár, það höfðu verið fluttir til 250.000 ten.ings- metrar af jarðvegi, og samt voru þessar borgir langt frá því uppgrafnar að fullu. Hann ákvað að leggja árar í bát. Verk- inu skyldi hætt 15. júní 1873. g2 Ótrúlegir fjársjóðir. En það var líkt og hamingjan vildi umbuna Schliemann allt þetta erfiði. Að morgni næst- síðasta vinnudagsins var Schlie- mann staddur með konu sinni niðri í greftinum, við veggina, sem hann kallaði höll Príam- usar. Þá sér hann í moldarrofi eins veggjarins hvar glittir í málm, eirílát, og annan málm skærari. Það gat ekki verið missýn. En nú vofði yfir honum hættan, sem oft hefur orðið gullleitarmönnum dýr. Ef ein- hver verkamannanna kæmi auga á þennan glampandi málm, væri allt erfiði hans fyr- ir gýg. „Kallaðu paidos," sagði hann við konu sína, „kallaðu frí, segðu að ég eigi afmæli í dag. Sjáðu til þess að allir fari niður til þorpsins, verkstjórinn líka. Full laun í allan dag.“ Þegar allir voru úr augsýn, tóku við þessi æsandi augna- blik, sem Schliemann hafði beð- ið eftir alla æfi. Það var erfitt að komast að leirilátinu og hættulegt verk, því veggurinn gat hrunið yfir þau á hverri stundu. Með gætni tókst honum þó að komast að opi ílátsins og tók nú að tæma úr því í út- breitt sjal konu sinnar. Þau gáfu sér engan tíma til athug- unar, fyrr en þau höfðu komið byrðinni heim í kofann og lokað ramlega að sér. Og nú gaf á að lita. Fyrst komu upp tvö mikil gulldjásn, gullhlöð um enni og brjóst, með hálsmenum og eyrnalokkum, allt gert úr 90 keðjum með dýru skrauti, alls 12.271 hringur. Með djásnum þessum fylgdu 4066 hjartalaga gullhengi. Auk þessa voru 16 smáar guðamyndir úr gulli, 24 gullhálsmen, eyrnalokkar, hnappa, nálar eða samanlagt 8700 mismunandi gulldjásn. Síð- an var mikið af bikurum, skál- um og könnum úr gulli, silfri og rafi. En þó sat ekki við þetta. I sama grunninum fann Schlie- mann fleiri staði, sem geymdu miklar gersemar. Nú var hann ekki lengur í neinum vafa, að Trójuborg væri fundin. Það var önnur borgin, talið neðan frá. Því víðara sem hann gróf, því betur sannfærð- ist hann um þetta. Hann taldi sig áreiðanlega hafa fundið fjár- sjóði Príamusar konungs, sjálfa skartgripi Helenar fögru. Það kom reyndar í ljós að Schlie- mann látnum, að það er ekki borg nr. 2, eins og hann taldi, heldur borg nr. 7 A, sem er hin rétta Trója. Það rýrir þó ekkert fundvísi þessa undarlega manns. Q Gröf Agamemnons. En nú gerðust skjót tíðindi. Tyrkneska stjórnin hafði ekki hugsað sér að láta útlendan ævintýramann grafa úpp ómet- anleg dýrmæti í landi sínu og hafa þau á brott, meðan fjár- hirzlur ríkisins voru tómar. En Schliemann varð skjótari til; hann tók saman föggur sínar og var kominn yfir til Grikklands áður en varði. Brátt fór ný hugmynd að sækja á Schliemann. Hann hafði fundið Trójuborg, grafið upp fjársjóði Príamusar konungs og djásn Helenar fögru, — hví skyldi hann ekki lika finna gröf Agamemnons konungs í hinni gullnu Mýkenuborg Hómers. Margir fomfræðingar höfðu reynt fyrir sér, en enginn fund- ið konungsgröf, auk heldur gull. í óbilandi trú á sannleiksgildi Hómerskvæða réðist nú Schlie- mann til nýrrar atlögu í ág- úst 1876. Það var ekki borgin sjálf, heldur gröf Agamemnons, sem var honum mark. Gull- æðið var óneitanlega farið að segja til sín. Borgarstæði Myk- enu var þekkt og einstaka rúst enn ofan jarðar. Þegar Schlie- mann hafði ákvarðað staðinn, tóku verkamenn til óspilltra málanna. Þótt staðarval Schlie- manns virtist heldur ósennilegt, leið samt ekki á löngu, þar til komið var niður á tvöfaldan hring af stórum steinhellum, sem höfðu verið reistar upp á rönd, og benti til þess, að hér væri um einhverskonar þing- stað að ræða. Þegar hélt Schlie- mann því fram, að konungs- gröfin hlyti að liggja inni í hringnum. Er svæðið hafði ver- ið hreinsað, kom í ljós stein- altari, og nú þóttist hann ekki þurfa fleiri vitna við. Hvað lá beinna við, en að konungsgröf- in væri undir altarinu? Og þrem fetum neðar blasti ekki aðeins við ein gröf, heldur fimm, sem höfðu verið höggnar í klöpp- ina. Nú kom sami vandinn og í Trójuborg; það varð að koma verkamönnunum burt, áður en meira væri gert, Þegar þau hjónin voru orðin örugg um sig, tóku þau til óspilltra málanna. En hér varð að fara hægt, ef ekki átti að eyðileggja dýrmæt- an fund. í 25 daga lágu þau á hnjánum með vasahníf og te- skeið að áhöldum. B Gull og gersemar. Fyrsta gröfin hafði verið rænd einhverntíma í fornöld, en þó ekki að öllu leyti. í henni voru þrjár beinagrindur, og hafði aðeins verið hróflað við þeirri í miðið. Hinar tvær voru ríkulega búnar með gullgrímum yfir andlitinu, brynplötum yf- ir bringunum, gullspöngum um mittið, armböndum og hlífum yfir augum og enni. Og allt var þetta fegursta smíð. Það hefur ekki átt að láta þá fram- liðnu ganga skartlausa inn um hliðin annars heims, eða með þvælda bók á brjóstinu, eins og Framhald á 30. síðu.. Hver dagur byrjar vel meS Gillette BLADES IJllllillllllllllJIILjllllllllllllllJHI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.