Þjóðviljinn - 24.12.1958, Page 25

Þjóðviljinn - 24.12.1958, Page 25
JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS 1958 (25 Valdskák Ekki hefur skáktaflið í nú- verandi mynd verið iðkað ýkja lengi hér á landi. Það var ekki fyrr en um aldamót, sem við tókum að laga taflið að fastmót- uðum alþjóðlegum reglum. Áður var þetta allt laust í reipunum og mun það ekki hafa verið fátítt ágreiningsefni hvaða reglum skýldi beitt. Menn greindi á um, í hve mörgum leikjum þyrfti að máta, eftir að kóngurinn var einn eftir á borð- inu, hvernig skyidi hróka, hvort hróka mætti úr skák o. s. frv. Þá mundi framhjáhlaup hafa þótt heldur kátleg íþrótt í þá daga og naumast vakið teljandi aðdáun. En auk alls þessa var mikið stunduð önnur tegund mann- tafls, raunar allfjarskyld því, þótt samur væri manngangur- inn. Það var hin svonefnda valdskák, en hún dró nafn sitt af því, að ekki mátti drepa vald- aðan mann. Urðu þá stöður oft flóknar og þvælingslegar, sem ekki var að kynja, þar sem mannakaup í venjulegum skiln- ingi voru útilokuð. Eina leiðin til sigurs var að olnbogast „með valdi“ inn fyrir óvinavíglínuna og máta kónginn, en svo var guði fyrir að þakka, að ekki nægði að valda hans hátign til að firra hann máti. Hér kemur sýnishorn af vald- skák. Hún er tefld í Grímsey árið 1902, en þar var þá skák- iíf í miklum blóma sem kunn- ugt er. Keppendurnir eru feðg- ar. Hvítt: Ingvar Guðmundsson. Svart: Albert Ingvarsson. 1. e4, e5 2. Rf3, Df6 3. Rc3,Df4 4. d3, Rc6 5. d4, d6 6. Be3, Bg4 7. Rd5, Ha—c8 8. Dd3, f5 9. Db5, Hc—b8 10. Rxc7f Kd7 11. Rd5, Dxe4 12. Bd3, Rf6 13. 0—0—0, Be7 14. Hli—gl, Hh—e8 15. Rd2, Bf3 16. Rb3, Ke6 17. Rc7t, Kf7 18. Dd5t, Kf8 19. Bc4 og svaitur gafst upp, því hann er óverjandi mát í næsta leik. Furðuleg lokastaða! Um riddara o. fl. Þýzki heimsmeistarinn dr. Emanuel Lasker (1868—1940) bjó yfir ríkri kímnigáfu. Það var ein af uppáhaldsskemmtunum hans, að bregða yfir sig nafn- leynd og skjóta upp kollinum sem óþekktur maður í einhverj- um skákklúbb. Á einu slíku ferðalagi settist hann að tafli gegn manni nokkr- um sem var í miklu áliti í sín- um félagsskap. Lasker tapaði af ásettu ráði fyrstu skákinni. Andstæðingur hans bauðst þá til að gefa honum riddara í for- gjöf. Lasker féllst á það og heppnaðist að tapa aftur, að visu með nokkrum erfiðismun- um. „Þetta er engin furða“ sagði Lasker stuttur í spuna, „þeim sem gefur riddara í for- gjöf er að því mikill hagur, því á þann hátt kemur hann hrók sinum fyrr í spilið og getur byggt upp öfluga sóknarstöðu. Nú skulum við skipta um og ég gef yður riddarana í forgjöf.“ Andstæðingur Laskers, sem taldi sigurinn auðsóttan á þann hátt, gekk að þessu og — tap- aði. „Þarna sjáið þér“ sagði Lask- er, „þetta sannar staðhæfingu mína. Gefið þér mér nú aftur riddara í forgjöf." Hinn gerði svo og — Lasker tapaði. Því næst gaf Lasker riddara í forgjöf og — vann. Þannig gekk það alllanga hríð; þeir gáfu riddara í for- gjöf á víxl, og jafnan vann sá, sem forgjöfina gaf. Að lokum lét andstæðingur Laskers Sann- færast og sagði: „Þér virðist alveg hafa á réttu að standa. Það er áreiðanlega hagkvæmt að gefa riddara í forgjöf!“ En ekki heppnaðist Lasker alltaf jafnvel að dyljast á þess- um ferðalögum sínum. Þannig rakst hann dag nokkurn á blind- an skákmann — sem var þó miklu sterkari en margur sjá- andi — og tóku þeir skák sam- an. Eftir að Lasker hafði leikið nokkra sérstaklega sterka leiki, rétti blindi maðurinn sig upp í sæti sínu, brosti og sagði: „Ó, dr. Lasker, ekki satt?“ Skákvísur Skákíþróttin og kveðskapar- listin hafa stundum blandað blóði saman. Einkum var það mikil hefð að láta fjúka í kviðl- ingum er símskákkeppni var háð, og munu margar snjallar vísur fyfa fæðzt við slík tæki- færi, þótt fæstar þeirra kunni ég. Og þar sem ég man ekki eftir nema þremur í svipinn, þá finnst mér ástæðulaust að vera að liggja á þeim. Svo bar við í þorpi einu á Norðurlandi fyrir u. þ. b. þrem- ur áratugum, að sá orðrómur komst á kreik, að eldri maður þar á staðnum hefði verið „yngdur upp“ 'af lækni sínum, er var mikill færleiksmaður í sinni grein. Sagt var, að fyrir- svarsmenn hreppsfélagsins hefðu ekki verið sérlega hrifnir yfir þessu líknarverki hins hug- vitssama embættisma'nns, en hinsvegar varð þessi meinta læknisaðgerð mesti hvalreki fyrir gárungana. Skömmu síðar háðu þorpsbú- ar símskákkeppni við nágranna sína, skákmenn í öðru norð- lenzku þorpi. Við það tækifæri fengu þeir íyrrnefndu eftirfar- andi vísu senda: Skákbrautir Jólablaðsiii' Fyrstu verðlaun: 300 krónur ABCDEFGH ABCDEFGH co I>* co CSl m 4 ;///, ' m&', 'wWíi 1 x í I i : L ' v' co CD lO co CSJ H K i m $ Ifi m r ap® m ■6 Í ? í ! x & ii % S t !i ! Í m ipíP 'WÆf, M A. Hvítur mátar í f jórða B. Hvítur mátar í: fimmtá leik. leik. Önnur verðlaun: 200 krónur ABCDEFGH ABCDEFGH co CD to 00 CSJ m m ■ h co \ i ii IK ^ m Ka m c- fsm r mm mm #) m m II i i p m CD 1 g r.j ID í i í ?f. mm m, m. m m m m CO I I é f 1 @Sfl H IH <M t m Ci i§ §8 K rH ppp p|i • 111 C. Hvítur mátar í þriðja D. Hvítur mátar í þriðja leik. leik. Þriðju verðlaun: 100 krónur ABCDEFGH ABCDEFGH * M i a m m bsí co £þ- co IH ijgp wm wm mm wz. wm H w \ wstk íÍB ÉH ý, i wá m. E. Hvítur mátar í öðrum F. Hvítur mátar í þriðja leik. leik. ii fyrir miðlongsmemi og meistara Jólablaðið birtir að þessu sinni sex skákdæmi og verða veitt verðlaun fyrir réttar lausn- ir þeirra. Þeim verður þannig úthlutað, að veitt verða ein verð- laun kr. 300,00 fyrir fullar lausnir á dæmum a og b báðum saman, 200,00 kr. fyrir fullar lausnir á næsta flokki, dæm- ■ um c, og d, og loks kr. 100,00 fyrir lausnir á e og f. Að sjálfsögðu getur hver og einn glímt við ail’a flokkana, en halda skal hann lausnum þeirra vandlega aðgreindum, er hann sendir þær til blaðsins, þar sem síðar verða dregnar út rétt- ar lausnir á flokknum hverjum í sínu lagi. Hefur þannig sá, sem ekki leggur í þyngstu þrautirn- ar, jafna möguleika og hinir að hreppa önnur eða þriðju verð- laun. Hinsvegar eru möguleik- ar fyrir þá, sem leysa að fullu öll dæmin að vinna kr. 600,00, ef heppnin er með. Menn eru á- minntir um að senda fullar lausnir. Gefnir skulu upp allir varnarleikir svarts, sem nokk- urt sjálfstætt gildi hafa og hvernig hvítur mátar þá í hverju tilfelli. Þyki einhver vafi á því að viðkomandi hafi gert sér allar meginleiðir ljósar, þá geta- þær lausnir ekki komið til verðlauna a. m. k. ekki ef aðrar fyllri berast. Lausnir skulu hafa borizt til Þjóðviljans fyrir 15. janúar merktar „Skákþrautir“. Hrókur fást að frúarliupp fór meff blíffuorffum. skyldu þeir hafa yngt ’hann upp eins og' karlinn forffum? Eftirfarandi vísa mun fædd á Sauðárkróki: Mörgum viff því hugur hraus lireinlífaffra á Króknum, þegar frúin fatalaus fór á móti hróknum. Á þriðju vísunni veit ég engin deili: Þú hefur lengi þvælzt viff mát þér til lítils sóma. Hafffu nú á liöndum gát höfuffkúpan tóma. Gef stu ekki iipp með betra tafl „Veit ég það Sveinki" kynni einhver að segja sem þætti á- minning þessi óþörf. En það er svo gott að vita að slík hrösun hefur margan hent, meira að segja sterka skákmenn. Lítum á eftiríarandi stöðu- mynd. ABCDEFGH co fl r i .é t- 4 4 CD *SB í 4 a i lO WS M M " M IS § iS H co fH fUjf Él iiS <M ö f. 3 a \./i l|SB r-H PHiIBJ i;I ÍH Sá sem stýrir hvítu mönnun- um er Jose Capablanca, fyrr- verandi heimsmeistari, frá Kúbu. Brezki skákmeistarinn Sir George Thomas er með svart, en hann var á sínum tíma í hópi þrautþjálfuðustu meistara í heimi. Hvítur á leikinn og lék 1. Da8. Meistara Tómási láðist að sýna í verki hina frægu þraut- seigju Bretans, því hann gafst þegar í stað upp! Ekki er ég í vafa um, að ýms- ir hefðu farið að hans dæmi, því í fljótu bragði sýnist ekki annað liggja fyrir svörtum, en óverjandi mát eftir 8. reitalín- unni. En við nánari athugun kem- ur í Ijós að síðasti leikur hvíts Da8 var afleikur, sem hefur í för með sér peðstap. Svartur gat nefnilega svarað 2. Hxe8 með 2. — — Hxa8 og 2. Dxa2 með 2.------Hxb8 og hefur þá í báðum tilfellum peði meira og ágæta stöðu. Það gat því vel farið svo, að hvitur hefði oyðið að gefast upp um það lauk. En hér með er ekki öll sagan sögð. í stað 1. Da8 átti Capa- blanca nefnilega einfalda leið til umráða, sem hefði raunveru- lega þvingað svartan til upp- gjafar í öðrum leik. Rétti leikurinn var 1. Hxe8, Dxe8 2. Da4! og þar sem svarta drottningin er bundin við vörn kóngsins, tapar svartur heilum hrók. í framkvæmdinni varð afleikurinn þannig einum leik fljótvirkari en hinn rétti leikur. Nokkur huggun má það vera okkur minni spámönnum skák- arinnar, að heimsfrægir meist- arar skuli gera sig seka um svona „viðvaningslegar“ yfir- sjónir. Eftirfarandi sögu læt ég fala við innkaupsverði: Dag nokkurn sátu skákmenn tveir að tafli. Gerðist staðan æði flókin og það svo mjög, áð hún óx keppendum yfir höfuð, í þeim skilningi, að þeir höfðu hvorugur vald á henni lengur og vissu trauðla hvor betur stóð. Kom þar að lokum, að báðir fylltust örvinglan. Loks verður öðrum að orði um leið og hann leikur: „Þetta er víst búið“. Orð þessi, sem raunar voru mælt í vonleysi yfir eigin stöðu, misskildi andstæðingurinn á þann veg, að hér væri um upp- gjafaráskorun til sín að ræða, og svaraði um hæl: ,,Já, ég gef það.“ Biíreiða- verkstæðið Múli, « Suðurlands- braut 121. Sími 3-21-31« |

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.