Þjóðviljinn - 24.12.1958, Qupperneq 27

Þjóðviljinn - 24.12.1958, Qupperneq 27
2E) JOLABLAÐ bJOÐVILJANS 1958 JOLABLAÐ ÞJOÐVILJANS 1958 (27 BÓLIVÍA — Fausto Aoiz: Fjölskyltla af aimara-cettkvísl. CHILE — José Ventnfelli: Vinnmnenn t sveit. s vartliHlf ARGENTÍNA — José C. Arcidiacono: Bóndi frá Catamarca. Suður-Ameríku Við höfum áður í jólablöð- um Þjóðviljans birt sýnis- horn af svartlist frá Mexíkó, . én á okkar dögum hefur sú listgrein staðið með meiri blóma þar en í nokkru öðru landi. Á þessum siðum er hins vegar engin mynd eftir hina frægu listamenn Mexí- kó, þótt engum geti dulizt að þær sem hér birtast bera svip af myndum þeirra. Enda þarf það ekki að koma á óvart, myndimar hér á síðunni eru allar frá Suður- Ameríku, menningar- og ættartengsl við Mexíkó eru náin, aðstæður svipaðar. Svartlistin stendur nú í miklum blóma um alla Suð- urAmeríku. Einn af listamönnum heimsálfunnar hefur sagt að skýringar á þessu blóma- skeiði svartlistarinnar þar sé að leita í ótrúlegri fátækt í- búanna, sem fæstir eru læsir. Til að vekja þetta fólk af dvala sínum, fá það til að skynja mátt sinn, opna augu þess, hefur myndin komið í stað hins ritaða máls. Og þar varð svartlistin lausnin, og þó einkum tréskurðar- myndin. Svartlistin er órðinn snar þáttur í lífi alþýðunnar í þessum löndum. Listamenn- irnir eru ekki háðir fáum auðugum söfnurum, eins og víða annars staðar, þeim er ekki hagur í að takmarka upplög myndanna, þvert á móti er svartiistin notuð í samræmi við eðli sitt, bætt við upplag hverrar myndar meðan einhver vill þiggja. Það eru verkamenn borg- anna sem safna þeim, klippa þær út úr blöðum og verka- lýðsritum, hinir örsnauðu bændur sveitanna sem kaupa þær fyrir lítinn skilding á ÚRÚGUAY — Eduardo Vemazza: Höfnin. mörkuðunum og hengja upp í kofum sínum þegar heim er komið. Skemmist ein myndin skiptir það ekki miklu máli, það má alltaf fá nýja. Enginn vafi er á því að rekja má þá vakningaröldu sem nú gengur yfir Suður- Ameríku að verulegu leyti til svartlistarvinnustofanna sem komið hefur verið upp víða í heimsálfunni að mexí- kanskri fyrirmynd. Að sjálf- sögðu eru gæði myndanna mjög misjöfn, en bæði lista- mennirnir sjálfir og þær milljónir sem listin er gerð fyrir eru þeirrar skoðunar að listgildi myndar og boð- skapur sá sem hún 'hefur að færa verði ekki aðskilin. BRASILÍA — Vasco Prado: Kúrekar. PERÚ — Camilo Blas: Á hásléttunni. BRASILÍA — Sapateiro: Skósmiðurinn. HAÍTÍ — Petion Savian: Jólabaðið. BRASILÍA -— Edgar Koetz: Þvottadagnr. BRASILÍA — Danubio Villamil Goncalves: í skólanum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.