Þjóðviljinn - 24.12.1958, Qupperneq 41

Þjóðviljinn - 24.12.1958, Qupperneq 41
JOLABLAD ÞJODVILJANS 1658 (41 Á einum af hafnai'bökkunum í Kristianíu stóð fyrir nokkrum árum. lítill, grámálaður timbur- skur með flötu þaki og en'gum reykháf. Hann var um það bil fjögra álna langur, en nokkru minni á breiddina. Sitt á hvor- um gafíi var einn lítill gluggi, og stóðust þeir á. Dyrnar sneru út að sjónum, og það var hægt að loka þeim bæði utan og inn- an frá með járnkrókum, sem festir voru í kengi úr sams- konar málmi. Kofi þessi var upphaflega byggður. handa ferjumönnunum, til þess að .þeir hefðu þak yf- ir höfuðið í regni og vetrar- kuldum, meðan þeir sátu og biðu eftir því, að einhver. skyidi koma og biðja um bát. Seinna, þegar litlu gufuskipin tóku að annast flutningana, höfðu ferjumennirnir flutt sig annað, eo skúrinn .stóð eftir og vaf til lítils nýtur. Þó var það einn sumartíma, að nokkrir grjótvinnumenn notuðu hann , tvisvar á dag til þess að borða í. Þeir voru að lagfæra hafn- arbakkann þar í grenndinni. Upp frá því var enginn, sem veitti þgssu, kpfas.krííli. nokkra athygli. Hann stóð bara þarna, vegna þess að hafnarnefndinni hafði ekki hugkvæmzt að láta rífa hann, og enginn hafði kvartað yfir því, að hann væri nokkrum til baga. 4 Það var eina nótt í desem- | ber, nokkru fyrir jól, að lög-1 regluþjónninn, sem var á verði) á hafnarbakkanum, nam stað- ar við ljóskerið fyrir utan ferjumannakofann. Hann tók úrið upp úr vasanum til þess að sjá hvað langt væri liðið nætur, en í því að hann brá því upp að ljósinu, heyrði hann eitthvert hljóð, sem líktist bamsgráti. Hann lét höndina síga, leit í kringum sig, og hlUstaði. Nei, þetta var bara misheyrn. Aftur ætlaði hann að gá á úrið, en þá heyrði hann hljóðið á ný, og eins og sussað væri á eitthvað um leið. Hönd hans seig aftur niður, og nú heyrðist ekkert. Hver skramb- inn gat þetta verið? Hann fór að snuðra þarna í kring, en gat ekkert séð, sem valdið gæti þessu. í þriðja sinn bar hann úrið upp að Ijósinu, og nú gafst honum næði tii þess að líta á það og sá að klukkan var að verða fjögur. Hann labbaði af stað í hægð- um sínum, fram hjá skúrnum, undraðist þetta- dálítið, en hugsaði að lokum, að þetta hefði allt verið tóm' ímyndun, eða hvað gæti það verið annað? Dálítilíi stundu síðar kom hann aftur, nálgaðist -kofann og renndi til hans augunum. Hvað var nú -þetta? Hann sá ekki betur en eitthvað hreyfði sig þarna inni. Ljóskerin fyrir ut- an- vörpuðu birtu frá báðum Amalie Skram: Umkomulaus móðir með kornabarn á brjósti — það er hin eilífa jólasaga hliðum gegnum glugganá svo að það leit út eins og kveikt væri inni. Hann gekk alveg að kofan- um og kíkti inn. Jú, svo sann- arlega. Það sat vera á bekkn- um undir glugganum, lítil, sam- anfallin mannvera. Hún sat álút og sýslaði við eithvað, sem hann gat ekki séð hvað var. Eitt skref fyrir hornið, og hann stóð við dyrnar og ætl- aði að opna, en Þær voru þá lokaðar. „Opnið!“ kallaði hann og barði á hurðina. Hann heyrði einhvern þjóta upp og gefa frá sér iágt hræðslúóp um leið. Svo var allt hljótt. Hann barði aftur með kreppt- um hnefanum og endurtók: „Opnið þið þarna inni! Opnið undir eins“. „Hvað er þetta? Hvað gengur á? Það er.enginn hérna“ — var sagt með óttafullri röddu, alveg fast við dyrnar. „Opnið. Það er lögreglan!" „Drottinn minn, er það iög- reglan! — Ó, góði vinur, það er bara ég, ég geri ekkert af mér, bara aðeins sit hérna, skiljið þér“ „Viljið þér ekki gjöra svo vel að opna dyrnar undireins? Eða ég verð að taka til annarra ráða, Viljið þér. . . . .?“ Hann komst ekki iengra, hurðin opnaðist í einu vetfangi, og á sama augabragði laut hann inn um gættina inn í iágreist herbergið, þar sem hann aðeins gat staðið upprétt- ur. Blástiirs- hlJódfærS Stjt'iv hnrna- ***/ un gfíi n efasft á la. Vióurkennt vörumerkí „Eruð þér geggjaðar?! Að opna ekki fyrir lögreglunni! Hvað hugsið þér manneskja?“ „Fyrirgefið þér, herr.a lög- regluþjónn — ég opnaði eins og þér sjáið“. „Það var nú líka vitið meira“ — rumdi í honum. „Hver eruð þér eiginlega, og hver hefur leyft yður að setj- ast að hér?“ „Það er bara ég, hún Karen“ — hvíslaði hún. „Eg sit hérna- með barnið mitt“. Eínkaumboð: .JJPjóbfœraverz?. -JJeifladóttur s/f VESTURVfRI Lögregluþj ónninn tók nú að virða fyrir sér þá, sem talað hafði. Þetta var lítil og niögur stúlka, með mjótt, fölt andlit, og langt og djúpt ör á annarri kinninni eftir kirtla, og auð- sæilega ekki fullþroskuð. Hún var í ijósbrúnni yfirhöfn, ein- hverskonar jakka eða úlpu, og sniðið bar það með sér, að flík- in hefði einhvern tíma litið betri daga. Pilsið, sem var dekkra á litinn, var rifið og tætt að neðan og náði niður undir ökla. Á fótunum hafði hún götótt hermannsstígvél, með engum reimum í. Á öðr- um handleggnum hélt hún á vönflii, úr eintómum druslum. Út úr öðrum enda vöndulsins, stóð eitthvað hvítt. Það var barnshöfuð, sem var að sjúga magurt brjóstið á henni. Á höfðinu hafði hún rifna klút- druslu, bundna undir hökuna, og úfnar hárflétturnar í hnakk- anum stóðu út undan klútnum. Hún skalf af kulda frá hvirfli til ilja. „Eg hélt, að það gæti ekki verið neinum til meins, að ég sæti hérna“, sagði hún skræk- um rómi — „hann er hérna, þessi kofi“. Lögregluþjónninn var orðinn dapur í bragði. í fyrstu hafði hann hugsað sér að reka hana út með mergjuðum orðum og láta hana sleppa með áminn- ingu. En þegar honum varð lit- ið á þetta veslings barn, með litla aumingjann sinn á hand- leggnum, þar sem liún þrengdi sér upp að bekknum, hrædd og auðmjúk og þorði ekki að setj- ast niður, þá komu tár fram í augu honum. „Guð hjálpi mér, stúlka mín, hvað ert þú eiginlega að gera hér?“ Hún fann mildan hljóminn í rödd hans. Cttinn hvarf, og hún fór að gráta. Lögre'gluþjónninn tók í hurð- ina og lokaði henni. „Seztu niður“ — sagði hann —■ „það er þreytandi að standa og halda á barninu“. Hún seig hljóðlaust niður á bekkinn. „Jæja þá“, sagði lögreglu- þjónninn örvandi og settist sjálfur á bekkinn á móti henni. „O guð minn, góði herra lög- regluþjónn ■—- lofið mér að vera hérna“, bað hún snökt- andi í gegnum grátinn. „Eg skal ekki gera neitt af mér, ekki minnstu ögn — ég skal halda hreinu hérna — þér sjáið sjálf- ur, að það eru engin óhrein- indi — Þetta þarna eru brauð- skorpur" —■ Hún benti á klút- ræksnj á gólfinu. „Eg geng um á daginn og betla — í flösk- unni er vatnslögg. — Lofið þér mér að hírast hérna á næturn- ar, þangað til ég fæ vistina mína aftur, — bara að madcl-* aman komi“. — Hún þagnaðfl og snýtti sér á fingrunum ofl þurrkaði svo af þeirn á pits-> ræflinum. „Maddaman, hver er nú það?“ spurði lögreglubjónninni „Hún, sem ég' var hjá í vistn . inni, — Eg hafði svo ágætaai stað, fékk fjórar krónur á mán-. uði í kaup og morgunverð. Svoi lenti ég í þessu óláni, og' þá varð ég auðvitað að fara. Hún, maddama Olsen fór sjálf og kom mér fyrir á gustukahæÞ inu. Hún er svo góð, húni maddama Olsen. Eg vann hjá henni alveg þangað ti! ég fór á hælið til að ieggjast. Því húni er ein, hún maddama Ólsen. og hún lofaði mér >að vera þangað til ég gat ekki meir. Eni þá var það, að hún maddama Ólsen varð að fara í ferðalag, hún er yfirsetukona, og hútí! veiktist og varð að ieggjast I rúmið úti í sveitinni, og mér er, sagt að hún komi ekkí íyxr elli um jól“. „Guð varðyeiti mig, að ganga svo.na um og dragast með barnið, rneðan . þér bíðið eítj* maddömunni.'"Er nokkui t vit I slíku?“ Lögregluþjónninn hristl höfuðið. „Eg á hvergi höfði mínu afl að halla“ — sagði hún kjötar-> andi. „Því síðan hann pnbbl dó, er enginn, sem tekur svayi mínu, þegar hún stjúpa rekur mig út.“ „En barnsfaðirinn?" „Hann“, sagði hún, cg ryk.kjUI svolítið til höfðinu. „Það verður ekki détt veþW að ná í hann“. „En þú hlýtur að vita, að þaÆ er hægt að fá hann -da'mdaai til að borga með barninu?" „Já, svo er sagt“ — svaraðl hún. „En hvernig á að. íayal að, þegar hann finnst ekki?’* „Gefðu mér upp nafnjð hanst, þá skal ég sjá um, að það verfl® náð í kauða“. ,,Jaa“ ef maður vissi nú þnð'a — sagði hún ofboð stilhlega. „Hvað ertu að segja! Veíztul ekki nafnið á manninum, scrxti þú átt barnið með?“ Karen stakk upp í sig bendi-t í'ingrinum, og saug hann, Húö hallaðist fram yfir sig. Þaið færðist kjánalegt, umkomvlausfl bros yfir andlitið. „N-e-i“, hvíslaði hún með langöreginnjj áherzlu á hverjum staí, cg tób ekki út úr sér fingurinn. „Aldrei á ævi mihni heíi é|j heyrt annað eins. Jesús minis góður! Hvernig í ósköpununcj kynntist þú honum?“ „Eg hitti hann á götunni íj kvöldin, þegar dimmt var orð» ið“, sagði hún. „En þa£ van ekki langur tími, þangað tj| hann hvarf, og síðan heíi éa aldrei séð hann“. „Hefirðu ekki reynt að :.pyrJ-> ast fyrir um hann?“ „Eg hefi alltaf verið að því3 en enginn veit hvað orðið hef- ur af honum. Hann hefur lílt-1 lega komið sér fyrir uppí sveit,, og annað hvort hefur hantí passað kýr eða hesta, ég fanrt það á lyktinni af honum“. „Guð hjálpi mér, þvílíkii framferði", buldraði logreglu- þjónninn. „Þú verður að leitfu á náðir fátækranefndarir,nar“, sagði bann hærra. „Þetta get- ur ekki gengið svona", „Nei, það geri ég aldrei‘% sagði hún skyndilega, cg þaí! var þrái í röddinni. Framhald á -52. - .ðu«

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.