Þjóðviljinn - 24.11.1974, Side 3
Sunnudagur 24. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SiÐA 3
¥
C'r frystihúsinu I Hnifsdal
Gigja Tómasdrtttir
Á nóttunni standa þær
viö erfiða vinnu á færi-
bandi.
Á daginn hugsa þær um
börn og heimili.
Þetta er líf margra
ísfirskra kvenna stóran
hluta úr árinu, en í rækju-
vinnslunum þar er unnið á
þrískiptum vöktum allan
sólarhringinn og færi-
bandið aldrei stoppað
nema í matartímunum.
Þetta kom fram I rabbi við
Gigju Tómasdóttur, verkakonu á
ísafirði, um aðstæður útivinnandi
kvenna þar vestra.
Meirihluti kvenna á fsafiröi
vinnur úti, sagði Gigja og það
jafnt þótt þær séu mæöur og
húsmæður, en vinnustaðirnir eru
fyrst og fremst frystihúsin tvö og
fjórar rækjuvinnslur. En þótt
atvinnuþátttaka kvennanna sé
viöurkennd staðreynd og sjálf-
sagt þyki, að þær bregðist ekki
þegar bjarga þarf aflaverðmæt-
unum, eins og viðast hvar við
sjávarsiðuna, er ekki að sama
sakpi búið aö þeim og börnum
þeirra af hálfu bæjaryfirvalda.
Eina barnaheimilið I bænum
rúmar ekki nema örlitinn hluta
barna útivinnandi kvenna og tek-
ur heldur ekki börn nema annað-
hvort fyrir eða eftir hádegi, engin
allan daginn.
Forsíðumyndin
Kristján Kristjánsson, ung-
ur myndlistarmaður og teikni-
kennari, er höfundur forsiðu-
myndar Þjóðviljans i dag.
Málverkið nefnir Kristján:
„Sórni Æslands, sverð þess og
skjöldur”.
Kristján hefur annars
mestan áhuga á grafik og coll-
age-myndgerð og stefnir á
framhaldsnám erlendis. Hann
stundaði nám i Myndlista- og
handiðaskólanum 1969-73.
Mæður taka
næturvaktina!
— 1 rækjuvinnslunni er unnið
allan sólarhringinn á þriskiptum
vöktum yfir vertiðina, en hún
stendur frá október fram i miðjan
desember og frá janúar út april,
segir Gigja. A haustin er þetta oft
stanslaus vinna, þe. lika um
helgar, i 4-5 vikur, en úr þvi fer
vinnan að minnka og þá er ekki
unnið sunnudaga og stundum ekki
heldur laugardaga.
Vaktirnar skiptast þannig, að
unnið er frá hádegi til kl. 8 á
kvöldin, frá 8 til 4 um nóttina og
frá 4 til hádegis. Sömu konur eru
alltaf á sömu vakt.
— Er þetta unnið i bónus?
— Nei, en þetta er samt ansi
stif vinna og það verður alltaf aö
halda áfram á fullum hraða, þvi
oft kemur það mikið niður á færi-
bandið að maður verður að hafa
sig allan við. Bandiö stoppar
aldrei nema i matar- og kaffi-
timum og þarsem konurnar geta
engan veginn stjórnað hraða þess
né hve mikið er á þvi er varla
hægt að bregða sér frá allan
timann, þvi það bitnar þá á
hinum.
Vegna þess hve þetta er stift er
nú farið að borga hærra timakaup
fyrir vinnuna i rækjunni en I
frystihúsunum.
Stundum lítiðum svefn
Þegar Gigja vann i rækjunni
kaus hún næturvaktina, frá kl. 4
til hádegis, og það kemur fram,
að einmitt þá vakt vinna margar
mæður.
— Þær geta ekki komið börn-
unum fyrir á daginn, segir hún.
Það er heldur auðveldara að fá
dagheimilispláss á morgnana og
svo fá þær oft einhvern til að lita
eftir á morgnana, eldri börn eða
nágranna og ættingja. Mér fannst
þetta lika besta vaktin af þvi að
þá átti ég allt kvöldið og allan
eftirmiðdaginn heima.
— Einhverntima þurfið þið að
sofa og hvila ykkur.
— Þaö kemur að visu fyrir að
maður sleppir þvi eða lætur sér
nægja smáblund áöur en farið er I
vinnuna. Hættast er við, að
hvildin farist fyrir þegar unnib er
um helgar, þvi á laugardögum
dembir maður sér gjarnan i til-
tektirnar og þh. þegar heim
kemur.
Sumar konur vinna lika aðeins
hálfan vinnutima, þe. fjóra tima
og fara þá heim kl. 8 á morgnana
til að sinna heimilinu. En I
rauninni eiga fáar þess kost að
velja um 4ra eða 8 tima vinnu, þvi
það er mjög takmarkað sem tekið
er af fólki, sem bara getur unnið 4
tima, ma. vegna þess hve erfitt er
að fá aðra á móti á hinn hluta
vaktarinnar.
Þetta er ansi mikill þrældómur
hjá rækjukonunum meðan vertið-
in stendur, en það kemur sæmi-
legt stopp yfir jólin, sem að visu
fer mikiö i jólaverkin á heimilinu,
og svo taka þær sér oftast fri yfir
sumarið, enda vel að þvi komnar
eftir tarnirnar.
Nú kynni einhver að spyrja,
hvort húsbændurnir tækju ekki til
hendinni á heimilinu með kon-
unum meðan mesta vinnan
stendur yfir, en einsog Gigja
bendir á, — í svona sjávar-
plássum eru þeir venjulega lika á
kafi I vinnu á sama tima og mjög
margir eru sjómenn og koma
varla heim nema rétt til að sofa
meðan vertiðin stendur yfir.
Lítið hrifin af bónusnum
Gigja segir, að i frystihúsunum
sé yfirleitt unnið i bónus, en sjálf
hefur hún heldur illan bifur á
honum, finnst hann stundum
koma misklið og óánægju af staö
meðal samverkafólksins.
— Mörgum finnst þær vinna
alveg jafnmikið og hinar, sem
betur fá borgað, sami timinn er
unninn og allir flýta sér einsog
þeir geta. Mér sýnist þaö vera
ákaflega slitandi fyrir fólk að
vinna lengi við þennan hraða og
spennuna sem skapast af keppn-
inni auk þess sem stöðurnar við
verkið fara illa með fólk.
Hún segir, að erfitt sé fyrir þá
kappsömustu aö greina hvenær
þeir ættu að slá af hraðanum^
( þegar ákveðnu hámarki er náð,
„þakinu” svokallaða á bónusn-
um, hækkar kaupið ekki meir,
A leiksvæði barnaheimilisins á tsafirði.
þótt afköstin aukist), og yfirleitt
sé heldur erfitt fyrir marga að
gera sér grein fyrir hvernig
bónusinn reiknast út. Sjálf segist
hún eiginlega aldrei hafa komist
almennilega inni það.
— En auðvitað eru skiptar
skoðanir um þetta fyrirkomulag,
segir hún, og þær sem ná veru-
legum árangri og háu kaupi eru
auðvitað ánægðar. Hitt er svo
annað hve langi þær endast til
þessarar vinnu.
Það kemur fram hjá Gigju að
lokum, að fyrir utan fisk- og
rækjuvinnuna er ekki um margt
aö velja fyrir ófaglærðar verka-
konur á Isafirði. Dálitið er um
ræstingar td. við skólastofnanir,
nokkrar konur vinna við sjúkra-
húsiö, en annars er vinnumark-
aðurinn nokkuð einhæfur.
— Og það bitnar fyrst og
fremst á þvi verkafólki sem orðið
er slitið og ekki treystir sér
lengur til að keppast við allan
daginn i fiskvinnslustövunum.
—vh
Herrahúsið Aðalstræti 4, Herrabúðin við