Þjóðviljinn - 24.11.1974, Page 15

Þjóðviljinn - 24.11.1974, Page 15
Sunnudagur 24. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Nokkrar nýjar bækur írá Leiftri: Ævisaga Hafsteins Sigurbjarnarsonar frá Reykholti í Höfðakaupstað, skráð af honum sjálfum. — Bókin er merk aldarfarslýsing og ljós vottur þess, hvern þátt íslenzk alþvða á í menningarsögu þjóðarinnar. Bjart er um Breiðafjörð Minningar Sigurðar Sveinbjörnssonar frá Bjarneyjum á Breiða- firði. Sigurður er enginn viðvaningur á ritvellinum. Hann á margar greinar í Dýraverndaranum og heimildarmaður er hann að nokkrum sögnum í bókinni „Breiðfirzkir sjómenn". Sigurður er átthagafróður og náttúruskoðari af lifi og sál. Útskæfur eftir Bergsvein Skúlason. Frásagnir i þessari bók eru mis- gamlar, segir Bergsveinn. Nokkrar hafa orðið útundan í fyrri bókum um Breiðafjörð og Breiðfirðinga, aðrar orðið til eftir að bækurnar voru prentaðar. Kvöldrúnir, þriðja og siðasta bindi Minningaþátta Matthíasar bónda á Kaldrananesi. ,,Hér er ekki á ferð stórbrotin afrekssaga, að- eins lífsmynd manns, sem vann þjóð sinni vel og fórnaði helft ævi sinnar i þágu útskagasamfélags," segir á bókarkápu. ÍSLENDA, bók um forníslenzk fræði, eftir Benedikt Gíslason frá Hofteigi. Þetta er önnur útgáfa bókarinnar. Fyrri útgáfan kom út 1963, og seldist þá upp á örskömmum tima. Þjóðkunnur fræðimað- ur, John Langelyth, fyrrum embættismaður í danska mennta- málaráðuneytinu, sem undanfarin ár hefur unnið að athug- unum á kirkjusögu, hefur nýlega samið merkt ritverk um aðdraganda kristnitökunnar á íslandi. — 1 formála nefnir hann þrjá íslendinga, sem ritað hafa um kristnitökuna á íslandi: Bjöm M. Ólsen, Barða Guðmundsson og Benedikt Gíslason frá Hofteigi. Hann talar um Benedikt sem einn hinna mörgu víðlesnu lærðu manna í bændastétt á Islandi og segir íslendu hafa orðið til þess að vekja áhuga sinn á að kanna sögu- heimildir um kristnitökuna á íslandi. Niðurstaða hans á þess- um rannsóknum er mjög merkileg. En það geta menn gengið úr skugga um með því að lesa bókina. Glætur eftir Sigurrós Júlíusdóttur. — 1 bókinni eru fjórar ástarsögur, sem gerast hér á landi. Af barna- og unglingabókum hafa komið út í haust: PÉTUR MOST, 5. Csíðasta hefti). — STEINI OG DANNI i stór- ræðum. — GÖMUL ÆVINTÝRI. — BOB MORAN (Hermenn Gula skuggans). — FRANK OG JÓI (tvær bækur): Dularfulla merkið og Maður í felum. — NANCY (tvær bækur): Eld- drekinn og Skíðastökkið. Bækur sendar um allt land gegn kröfu. Bókaútgáfan LEIFTUR hf. Stórt úrval nýkomið Heimsfrægir höfundar: Goya, Constable, Van Gogh, Picasso o.fl. Olíumálvcrk eftir fslenska frfstundamálara, gott vcrð. a Ennfremur afsteypur af höggmyndum frá römverska F timabilinu: Davfö eftir Michelangelo, Kossinn eftir Rodin, [ Hugsuöurinn eftir Rodin, Venus, Afrodite og fleira. i Verslunin BLOM OG MYNDIR Laugavegi 53 Húsbyggjendur — Myndir — myndir — myndir EINANGRUNARPLAST Getum afgreitt einangrunarplast á Stór- Reykjavikursvæðið með stuttum fyrir- vara. Afhending á byggingarstað. HAGKVÆM VERÐ. GREIÐSLUSKILMALAR Borgarplast hf. Borgarnesi sími: 93-7370 SITT ÚR HVERRI ÁTTINNI Eigið þið Bítlaplötur? Eigið þið gamlar 45 snúninga plötur með Bitlunum, — hinum einu og sönnu, nátturlega? Sé svo, skuluð þið passa þær vel, þvi nú eru þær algerlega ófáan- legar. Hunter Davies, sem skrifað hefur sögu Bitlanna, varð fyrir þvl, að brotist var inn hjá honum og öllum árituðu Bltlaplötunum hans stolið. Það var auðvelt að útvega LP plötur i stað þeirra horfnu, en 45 sn. plöturnar gat hann hvergi fengið. Svo ef þið hafið safnaranáttúru... Hæstlaunaður Hæstu föst laun á Norður- löndum hefur „Aftonbladet” sænska reiknað út að Poul Svan- holm fái, en hann er forstjóri Carlsberg-Tuborg fyrirtækisins. En árslaun hans eru um 9 1/2 milj. kr. að skattinum frádregnum — og fyrir utan alla risnu, bitlinga oþh. skitiri auðvitað. Að sjálfsögðu hefur engum tekist að reikna út nákvæm „laun” þeirra.^em borga sér sjálfir, atvinnurekendanna og stórgróðamannanna. Þannig verður maður ríkur Einn rikasti maður veraldar er Jan-Paul Getty, sem nú er 81 árs. Og eftir þvi sem sagt er mun hann jafnframt vera einhver niskasti — eða nýtnasti — maður i heimi, amk. i þvi smáa . A kvöldin býður hann stundum vinum sinum heim til að skoða myndir af safninu og framtiðarheimili sinu sem hann er að láta byggja. Aætlaður kostnaður er uþb tveir miljarðar isl, svo Getty finnst hann varla geta boðið uppá dýran mat lika. Þannig fengu gestirnir nýlega rabarbaragraut að éta meðan Getty sjálfur hámaði reyndar i sig jarðarber og is. Þegar einn vinanna undraðist þetta, svaraði sá gamli: — Ég hata rabarbaragraut. En það er allt fullt af rabarbara i garðinum og einhver verður að éta hann upp. tVÍSNA- ÞÁTTUR — s.d ór.s^lf^T!— Sonur Hjálmars ef ég er... Það er vel við eigandi i visna- þætti að birta nokkrar visur eftir einn hraðkvæðasta hagyrð- ing er uppi hefur verið, Simon Dalaskáld. Margir hafa ekki mikið álit á Simoni sem hagyrð- ingi, en þó eins og Matthias Jochumsson sagði er hann frétti lát Simonar, það giitti á perlur innan um, og vister það satt. En frægastur varð þó Simon fyrir það hve fljótur hann var að yrkja, hann var það sem kallað er talandi skáld. Eitthvað var á reiki með fað- erni Simonar. Björn sá er skráð- ur var faðir hans mun ekki hafa verið það i raun og veru,og sagði Simon það raunar sjálfur. Flestir töldu hann son Sigurðar Breiðfjörð, aðrir töldu hann son Bólu-Hjálmars. Og eitt sinn er að þessu var ýjað við Simon svaraði hann: Sonur Hjálmars ef ég er allan tálma greiðir. Skulu álma hlynir hér heljar skálma leiðir. Ut af þessari visu urðu illindi milli Hjálmars og Simonar, Hjálmari þótti móðgun að þess- ari aðdróttun. Simongiftist konu er Margrét hét og var sambúð þeirra slæm. Eitt sinn kvað hann eftir slags- mál við konu sina: Margrét 1 lengi mundsterk er mjög að þrengir trega er mig hengja ofaná sér ætlaði drengilega. Eitt sinn kom hann á bæ og ávarpaði fólkið með þessari visu áður en hann heilsaði: Einn er kominn itur hingað ekki hræddur, Simon nefnist, gáfum gæddur gráum buxum er hann klæddur. Þessi visa er úr ljóðabréfi eftir Simon er hann var við sjó- róðra: Birtings mela essi á orku vel með knáa, Stóra Seli sækjum frá sjós á hvelið bláa. Þeir sem ekki hafa mikið álit á kveðskap Simonar ættu að skoða þessar visur: Sólin gljá á hveli há húmi frá sér ryður, hélugráar grundir á geislum stráir niður. Græna foldu gyllir sól gengin ljóns i merki, máttar voldugt hún er hjól heims i sigurverki. Auðvitað verða visur sem kastað er fram á stundinni oft- ast lakari en þær sem vel eru grundaðar. Hér er ein sem er nokkuð dæmigerð fyrir Simon. ort án umhugsunar: Yrkir frakkur orðaþjón útaf vamma sögu á Gilsbakka Jónsson Jón jafnan skammabögu. Það er sögn manna að Simon hafi náð sér best upp þegar hann orti ástarvisur en þær orti hann margar. Hér er ein slik: Horfi ég stundum hugsandi harma bundinn dróma, þar sem undir Esjunni ungu sprundin Ijóma. En nú skulum við láta staðar numið með Simon i bili og snúa okkur að visum sem sendar hafa verið þættinum. Vilhjálmur Einarsson frá Sel- fossi sendir okkur mjög gagn- rýnið bréf og við þvi er ekkert að segja, öll gagnrýni á rétt á sér. En hann segir að við séum ekki nógu vandfýsnir á þær vis- ur sem okkur eru sendar, heldur ekki á botnana. Þessu vil ég svara þvi til, að þessi þáttur er fyrir alla, bæði góða hagyrðina, miðlungshagyrðinga og einnig slæma hagyrðinga, þvi að gleymum því ekki, Vilhjálmur, að án þeirra tveggja siðasttöldu væru snillingarnir ekki til. En nóg um það. Vilhjálmur sendir okkur auk gagnrýninnar nokkrar visur: Beri maður létta lund linast raunar tetur. Eigi hann bágt um eina stund aðra gengur betur. Þessi er gömul segir Vilhjálmur: Við skulum ekki vila hót það varla léttir trega. Ávallt er það búmannsbót að bera sig mannalega. Vænt þætti mér um að Vil- hjálmur og aðrir visnavinir geröu meira að þvi að senda okkur nýjar áður óbirtar visur. Ágætur hagyrðingur kom til min um daginn með 3 nýjar vis- ur. Hann nefnir sig V.S. Visnaþáttinn vænan máttu hafa heila opnu eða meira allir vilja stökur heyra Ég vil rétta hlýja hönd heilsa vinum mlnum. Þeim sem strengja stuðlabönd i stökunum kæru sinum. Með loga i auguni menn lita það svið sem ljómar af gulli og auði. Menn keppast allt lifið kófsveittir við að komast, en sviðið er dauði. V.S. Ég var beðinn að spyrjast fyrir um það hjá lesendum hvort einhver þeirra kynni visur um dagblöðin sem ortar voru fyrir okkuð mörgum árum og það má vera að þær séu fleiri en ein, en ein þeirra endar svona: Svo djúpt er ég sokkinn að Al- þýöublaðið er orðið eitt af þvi sem ég les:... Eins og áður gefum við hálfan mánuð til að skila inn botnum. Margir botnar hafa borist við siðasta fyrripart, en hér kemur að lokum einn nýr fyrripartur: Ýmsum þykja atómljóðin einskis virði . . . S.ditfr

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.