Þjóðviljinn - 24.11.1974, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.11.1974, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. nóvember 1974. í myndlistarlífinu henta þykir og fé er veitt til.” Ekki þarf grannt aö skoöa til aö sjá að þessum akvæöum lag- anna hefur ekki veriö framfylgt. Nokkrar sýningar hafa slæðst hingaö á vegum annarra aðila, en sú starfsemi hefur verið mjög tilviljanakennd. Den nordiske Svo vikið sé að sýningum þeim sem nú standa yfir, þá er þar fyrst að nefna Den nordiske, en hópur þessi hefur sýnt saman siðast liðin fjögur ár. Nokkrir þeirra sem hér sýna eru gestir hópsins, en þátttakendur eru alls 24 og verkin nær hundrað. Þetta eru fyrst og fremst mál- verk, nokkrar teikningar og grafikmyndir, en myndhöggv- ararnir voru flestir skildir eftir heima, þvi verk þeirra þóttu of dýr i flutningi. Heildarsvipur sýningarinnar er áferðarfal - legur og snyrtilegur, en skortir allan ferskleika ogdirfsku. Ekki er heldur um það að ræða að listamennirnir séu sammála um ara. Stokkhólmur og Reykjavik, munurinn er ekki mikill, en þetta er sú hlið borgarinnar sem reykjavikurmálararnir hafa lit- ið hirt um. Borgarlifsmyndir hér eru flestar af myndrænum skúrum við Ægissiðu og hlýleg- um húsum i Vesturbænum. Breiðholtið og Miklabrautin hafa enn ekki kómist á léreft. Af öðrum þátttakendum mætti nefna færeyinginn Zakarias Heinesen sem áður hefur sýnt hér, og norðmánninn Snorre Andersen sem sýnir fimm vatnslitamyndir, fágaðar og nærfærnar náttúrustemning- ar. Sýning þessi veitir ekki yfir- sýn yfir það sem er að gerast i myndlist á Norðurlöndum, enda ekki ætlað það. Den nordiske er sýningarhópur, sem velur fé- laga og gesti sjálfur, þó erfitt sé að sjá af verkunum hvað það er sem heldur hópnum saman. Trykkerbanden Trykkerbanden sem sýnir i Galleri Súm er einnig svona sýningahópur, en á annarri bylgjulengd. 1 honum eru ein- göngu grafiklistamenn og markmið þeirra með samvinn- unni er að ná til sem allra flestra og þá gjarnan þeirra sem allajafna eru i litilli snert- ingu við myndlist. Þetta gera þeir einkum með tvennum hætti;annars vegar m.þ.a. sýna ekki eingöngu í venjulegum sýningasölum, heldur ekki siður á vinnustöðum, bókasöfnum, veitingahúsum og öðrum fjöl- sóttum stöðum. Nokkrir þess- ara manna hafa lika sýnt i húsakynnum dagblaðsins Poli- tiken, en það býður einum grafiklistamanni að sýna hjá sér i hverjum mánuði og gefur út eina mynd eftir hvern þeirra i stóru upplagi og selur við mjög vægu verði, eða sem samsvar- ar rúml. 100 kr. isl. Þessari sömu aðferð beitir Trykker- banden einnig til að ná til al- mennings. Myndirnar eru oft gerðar i nokkuð stóru upplagi og seldar ódýrt, eins og sést á þvi að þær sem eru á Súmsýningunni kosta frá 850-7200 kr. A þennan hátt nýtast kostir graflkmynd- arinnar best, þvi þessi listgrein er i eðli sinu fjölmiðill rétt eins og dagblöð, bækur og annað prentað mál. Hér á landi hafa grafikmyndir ekki náö almennum vinsældum, og getur það stafað af ýmsu t.d. þvi að við höfum ekki átt marga listamenn sem fengist hafa við þessa grein. Hitt gæti lika verið að fjármálasjónarmiðið spilli hér nokkru, þvi svo rækilega hefur það verið brýnt fyrir fólki að það dýrasta sé best, og graffk er jafnan tiltölulega ódýr. Þeir sem kaupa myndlistarverk til að sýna auð sinn eru þvi litiö hrifnir af grafik (Þetta minnir mig t.d. á það, að ég hef aldrei séð grafikmynd i banka). Þeir sem lita á myndlistaverk sem stöðutákn finnst það llka ókost- ur að mörg eintök eru prentuð af sömu myndinni, fyrir lista- manninn er þetta aftur á móti kostur, þvi að þannig nær hann til stærri hóps en hann getur að jafnaði vænst að ná eftir öðrum leiðum. Einn þátttakenda i Súmsýningunni, Jörgen Tang Holbek, er að þessu leyti i mjög góöri aðstöðu. Hann er fastráö- inn við Politiken til að gera grafikmyndir við greinar og annað i blaöinu. Ég held að það sé næsta sjaldgæft að dagblöö ráði grafikmenn til þessa starfa, teiknarar eru algengari og má I þvi sambandi nefna svi- ann Ewert Karlsson (EWK) sem sýndi i Norræna húsinu i fyrra. Hér á landi hefur litið verið um svona myndir i dag- blöðum, þótt Þjóðviljinn geti verið nokkuð rogginn með for- siðu sunnudagsblaðanna, og þetta hefur reyndar verið gert hér áður, en það var á árunum 1934-36 þegar Finnbogi Rútur Valdimarsson var ritstjóri Alþýðublaðsins. Þá fékk hann nokkra islenska myndlistar- menn til að myndskreyta for- siðu Sunnudagsblaðs Alþýðu- blaðsins. Fjórtán menn eiga verk á Súmsýningunni, og eru aðferðir þeirra fjölbreytilegar, þar eru: litó-, seri- og zinkgrafiur auk dúkskurðar- og ætimynda. Myndefnið er einnig margþætt, og að öllu samanlögðu má segja að það sé vel þess virði að leggja leið sina I Súm þessa dagana. Elisabet Gunnarsdóttir ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR SKRIFAR UM MYNDLIST Strætisvagn Sture Nilssons Núna er mikil norræna í myndlistarlífi bæjarins. I Norræna húsinu sýnir Den nordiske, en í þeim hópi eru listamenn frá öllum Norðurlöndunum og einnig Grænlandi. f Gallerí Súm er svo dansk- ur hópur sem nefnir sig Trykkerbanden með grafíksýningu. Það er ekki oft sem tvær er- lendar sýningar eru hér i einu, þvi allt of litið hefur verið af þvi gert að flytja inn myndlist. Á undanförnum árum hafa það einkum verið tvær áður nefndar stofnanir, Norræna húsið og Galleri Súm, sem séð hafa um að fá hingað erlendar sýningar. Listasafn íslands hefur ekki sinnt þessu verkefni, þótt auð- vitað megi tina til örfáar sýn- ingar. I lögum safnsins er reyndar tekið fram aö þetta sé á verkefnaskrá þess. 1 2. grein segir að hlutverk safnsins sé m.a.: ,,að afla viðurkenndra er- lendra listaverka...” og seinna: ,,að annast fræðslustarfsemi um myndlist, innlenda og er- lenda, með fyrirlestrum, kvik- myndasýningum, leiðsögn um safnið, útgáfu mynda og rita, eða með öðrum þeim hætti, er stefnu eða aðferð svo útkoman verður nokkuð sundurlaus. Það er þvi skemmtilegt að finna islenskan málara meðal undantekninganna. Tryggvi Ólafsson er ekki með eins gott úrtak eins og á siðustu einka- sýningu sinni hér, en mynd hans af Pierot er iskrandi Ismeygi- leg. Trúðurinn skælbrosir á móti okkur úr forgylltum rjómaterturammanum og hefur sópað burtu aðalsmanninum, stásskonunni og sveitasælunni sem venjulega eru I þessari um- gjörð. Mynd þessi er sérlega gott dæmi um það þegar ramm- inn um myndina verður hluti verksins. Sviinn Sture Nilsson er einn þeirra raunsæismálara sem ekki láta sér nægja að taka mynd af heiminum heldur notar þessa aðferð við félagslega á- deilu. Hann á fjórar myndir á sýningunni og af þeim mætti nefna „Okkur liður svo vel hér I úthverfinu, hér er rólegt og ó- spillt náttúran allt um kring” — í strætisvagninum sitja farþeg- arnir stilltir og prúðir með inn- kaupatöskur sinar og pinkla, en aftur I logar allt I slagsmálum og hnifum er brugðið á loft. Nöturleiki hinna nýju fátækra- hverfa leynir sér ekki þrátt fyrir reisuleg hús, og skammdegis- myrkrið er götuljósunum sterk- Norræna lskrandi ismeygilegur — Pierot Tryggva Zinkgrafiur eftir Henrik Flagstad lir Trykkerbanden. Að ofan t.v.: Fátækir verkamenn i S-Ameriku, t.h.: Grænlandsfrétt. Aðneðan t.v.: Yfirheyrsla igrisku fangelsi, t.h.: Mengun af vöidum bila.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.