Þjóðviljinn - 24.11.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.11.1974, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. nóvember 1974. GEÐDEILDIN REYKJAVÍK Reykjavik er hluti af menning- ar- og efnahagsheild hins vest- ræna kapitalisma og þvi eins góð- ur vettvangur til stúderinga á þvi fyrirbrigði sem hver annar staður á þessu heimssvæði. En finnst ykkur ekki Reykjavfk hafa breyst siðan i fyrra? Arið 1969 hvarf ég frá Reykjavik til dvalar á Akra- nesi. bá var hún tiltölulega róleg borg. Á yfirborðinu var fátt eða ekkert sem benti til þess að nokk- ur órói leyndist undir sléttu og nokkuð þunglamalegu yfirborð- inu. En þó mátti, ef vel var að gáð, greina ris þeirrar öldu er næstu ár skail á borginni og bitn- aði harðast á þeim aldursflokki sem nú er milli tvitugs og hálf þritugs. Arin næstu dvaldi ég á vetrum á Skaga og nam orgelleik og fékkst aðallega við gamla meistara er lifðu á timum er svo gjörólikir voru okkar timum að ætla mætti að margar vetrar- brautir lægju þar á milli. En á sumrum var ég i Reykjavik. Það fór þó svo aö ég komst i tiltölulega litil kynni við lifiö i borginni. Ég fann samt að hún breyttist smátt og smátt. Það var eitthvað mikið i gerjun, einhver sterk spenna i andrúmsloftinu, eitthvað nýtt og óþekkt hafði skotið upp kollinum sem áður haföi ekki verið til i borginni en læddist nú og laumað- istihornum og skúmaskotum. En ég hafði hvorki tima né aðstæður til að kynna mér þetta nánar. Eg taldi þó vist að til okkar hefði seytlað eitthvað af þeim ærslum og óróa er erlendis var hvað strið- astur og öfgafyllstur. Eg flutti til Reykjavikur aftur i ágúst 1974 og hef verið hér sið- an. Ég hef kynnst lifinu i borginni vel, bæði þvi sem allir þekkja en einnig hinu sem fáum er um kunnugt en marga rennir grun i. Oftast nær er álit þeirra á þeim fyrirbærum litað vanþekkingu og fölsunum fjölmiðla á sannleika. Mér varð ljós sú einkennilega staðreynd að kynslóð min hafði klofnað i a.m.k. tvær harla ólikar fylkingar er átti fátt sameigin- legt. Mér er skapi næst að stað- hæfa að hið eina raunverulega kynslóðabil með þjóðinni sé milli ólikra viðhorfa, skynjana og heimsmyndar jafnaldra sömu kynslóðar. Það var harkaleg upp- götvun. Fjölmennari fylkingin, flestir minir fornu skólabræður og sálufélagar, virtust i einu og öllu hafa fylgt fordæmi feðra sinna og fetað i þau fótspor er áð- ur höfðu verið troðin hundruöum kynslóða. Þeir voru sumir komnir i álitleg embætti sem gaf trygg- ingu fyrir þægilegu lifi i skjóli kerfisins með öruggan tekjustofn að bakhjarli, það valtasta af öllu hverfulu. Margir voru giftir og höfðu hrúgað niður börnum og stóðu i hörðu striði við að byggja sér húskofa og bilskúr yfir allt sitt hyski og hafurtask. Þeir höfðu með öðrum orðum komist bæri- lega ,,áfram”. Það sýndist ekki að þeim hvarfla að lifið hefði ann- að og æðra takmark og tilgang en að hreiðra sem best um sig i sin- um isgræna fangelsisklefa. Vakna siðan til vinnu sinnar að morgni og ganga til svefns að kvöldi, þjónandi starfsdegi sinum öllum þjóðskipulagi og samfé- lagsháttum þvi sem nú eru langt á veg komnir með að gera jörð- ina óbyggilega og murkar niður likami og sálir miljóna manna miskunnarlaust hvert andartak eins og kvikfénað i sláturtið. Þessum gömlu félögum minum var það jafn fjarri skapi að draga i efa verðmætamat þjóðfélagsins og manngildishugsjón og séra Áreliusi Nielssyni að efast um friðþægingu Krists fyrir mann- anna syndir á krossinum á Gol- gata. Þetta var farsælasta samfé- lagsformið, jafnt fyrir rika sem snauða, lærða sem leika. Hinn hópurinn, sýnu minni, hafði allt aðra stefnu tekið. Þó sumir þeirra væru reyndar við nám var ekki að sjá né heyra að þeir mætu mikils gildi þeirrar fræðslu að þvi takmarki að verða sem nýtastur maður i þess orðs sönnustu merkingu. Og ekki sýndist mér í fari þeirra örla á neinni viðleitni i þá átt að krækja sér með þessum hætti i embætti er tryggði þeim stúkusæti i leik- húsi lifsins. Næstum engir höfðu stofnað heimili en bjuggu i litlum og oft snotrum timburhúsum i gamla og fallega miðbænum okk- ar eða þar i grennd. Húsgögnin voru mestanpart kassar, fjalir og tunnur og dýnur til að sofa á, inn- anstokksmunir sem fyrrnefndi hópurinn hefði eflaust kallað ó- nýtt rusl. Mat þessa fólks á verð- mætum þjóðfélagsins og mann- gildishugsjón var á allt aðra lund en hinna er höfðu tekið sér far með strætisvagninum til fyrir- heitna landsins umhugsunar- laust. Þessar manneskjur voru i uppreisn gegn þeirri lifsspeki þjóöfélagsins að meta verðmæti einstaklinganna eftir þvi hve eignir þeirra og fjármunir voru miklir, embætti þeirra glæst, álit þeirra voldugt eða völd þeirra máttug. Það gagnrýndi mis- kunnarlaust efnahagslegar undirstöður þjóðfélagsins, fræðslukerfið, mennta- og menn- ingarstofnanir.kirkjuna, heimilið, fjölmiðla og aðra áhrifavalda og mótunaröfl fjöldans. I einu orði sagt: Það fyrirleit öll rótgróin og voldug kennivöld og viðurkennd markmið og gildi. En hvað hafði það þá til málanna að leggja? Hvernig lifði það? Þvi er fljót- svarað. t næstum þvi algeru til- gangslausu tómarúmi. Fæstir unnu reglubundna vinnu. En stundum var rokið i feikna skorpu en fjármununum öllum jafnharð- an eytt i vín og skemmtanir. Margir lifðu á snikjum og hjarta- gæsku kunningja sinna. Stanslaus party voru sifellt I gangi um alla borgina. Hver sem kærði sig um gat verið drukkinn hvern einasta dag. Og þeir sem ráð og rænu höfðu gátu einnig stöðugt verið undir áhrifum annarra lyfja. En var þetta fólk þá andlega farsælt? Þvi fer fjarri. Ég held að það hafi verið með þjáðustu samfélags- hópum þjóðfélagsins. Það hafði tætt sundur allar þær undirstöður fyrir lifinu sem venjulegt fólk trú- ir á og tekin hafa verið sem góð og gild sannindi I hundruð ára. Það hafði rakið upp hvern þráð i sinu rýjateppi og sat nú ráðalaust og skilningsvana yfir ullarflókanum. En jafnframt hafði þessi niður- rifsstarfsemi þær afleiðingar að þegar þetta fólk hafði séð i gegn- um lygahjúp þjóðfélagsins fór það að skynja svo og svo mikið af öðrum „viddum” eða öðrum „heimum” sem falsheimspeki vesturlanda hefur ætið talið hé- góma, bull og vitleysu. Þetta ger- ist ætið þegar einstaklingurinn fer að brjóta niður blekkingar- múr hins ytra veruleika. En þetta „drop out” yfir í „annan heim” ruglaði þennan vansæla hóp enn meira. Gamlir draugar verða seint niður kveðnir og heimspeki þeirra þjóðfélagshátta sem það hafnaði og var i uppreisn gegn hafði auðvitað enn mikil itök i hugsun þeirra og tilfinningalifi af þvi að það neyddist til að búa við þá hvern dag ævi sinnar. Það skildi bókstaflega ekki hvað var að gerast i sálarlifi sinu. Þá varð það skelfingu lostið og lifnaðar- hættir þeirra tóku á sig enn öfga- fyllra og striðara form. Sumir gáfust upp og soguðust niður i það djúp er fæstir munu upp úr kom- ast. Aðrir börðust upp á lif og dauða og nú ekki aðeins viö ó- freskjur samfélagsins heldur einnig óvætti sinna eigin sálaraf- kima. Það var sálarstyrjöldin mikla sem hver einstaklingur, sem vill verða sinn eigin herra og drottnari, skapari örlaga sinna og meistari gjörða sinna, verður að heyja fyrr eða siðar á ævibraut sinni. Þannig var ástandið i Reykja- vik meðal ungs fólks þegar ég kom þar fyrir rúmu ári síðan. Ég dvaldi fyrir nokkrum árum miss- erisbii á geðdeild einni hér i borg. Þegar ég i vetur virti fyrir mér þennan tvihöfða óskapnað gat ég ekki varist þvi að bera saman lif innan dyra geðdeiidanna og utan. Munurinn er furðulitill, ef til vill enginn, einungis mismunur á fjölda sjúklingahópanna. A geö- deildunum er til fólk sem að fullu og öllu hefur gefist upp i lifsbar- áttunni en smíðað sér sinn draumaheim til eigin nota þar sem tengslin við raunveruleikann eru algerlega rofin en fullkomið samræmi og friður rikir. Þessi flokkur sjúklinga samsvarar á- gætlega þeim hópi er haltrar troðnar slóðir kerfisins, brýst i gegnum öil skólastig umhugs- unarlaust, eignast börn og buru á allt aö þvi sjálfvirkan hátt og fall- egt heimili samkvæmt náttúru- lögmáli og hefst i góða og örugga atvinnu eða stétt. Kennividd þjóð- félagsins, allt frá vinnuskipaninni til trúarbragðakerfanna er þessu fólki öruggt leiðarhnoða svo að a.m.k. á yfirborðinu er lif þess fullt af friði og öryggi. Ef hið ytra kerfi raskaðist um eina hárs- breidd myndi lif þessa fólks falla i rúst og það myndi missa vitið i bókstaflegum skilningi. Munur- inn á þessum svefngenglum þjóð- félagsir.s og dreymendum geð- deildanna er fyrst og fremst sá að þeirsiðartöldu eru i minnihluta á deildunum meðal sjúklinganna en hinir fyrrnefndu i miklum meiri- hluta i þjóðfélaginu. Hins vegar er i miklum meirihluta á geðdild- unum fólk sem likja má við minnihlutann i þjóðfélaginu. Það er fólk sem liður illa af þvi það þolir ekki að horfa upp á alla þá lygi og afskræmingu er blasir viö hvarvetna, fólk sem rýnir i eigin barm og leitar þar sannleikans. Þetta er fólk sem rakið hefur upp rýjateppið og glimir við að vefa það upp á nýjan leik. (Er það til- viljun að rýjateppi mega heita upphaf og endir allrar „meðferð- ar” á geðdeild Borgarspitalans?) Og — merkilegt nokk — furðu margt af þessu fólki er tekið að „droppa” yfir i aðrar „viddir” eða aðra „heima”, meira eða minna. Þessar „viddir” eru auð- vitað ekki viðurkenndar á geð- deildunum og „lækning” þessa fólks beinist fyrst og siðast i þá átt að koma þeim aftur inn i hinn borgaralega svefngenglahring svo þeir verði „góðir og nýtir samfélagsþegnar”. Þjóðskipulag það sem við höfum þrumandi yfir okkur frá vöggu til grafar er orðið eitt allsherjar geðveikrahæli. En það er kóróna sköpunarverksins að á hæli þessu eru þeir geggjuð- ustu taldir heilbrigðastir en hinir heilbrigðustu geggjaðastir. Ég gerðist einu sinni svo djarfur að haida þessari skoðun, sem nú má teljast algeng viða um heim, fram i bók. Það var illa séð hér á þessu eyðuskeri. En mér blöskr- aði að lesa um það að skilgrein- ingar af þessu tagi væru betur komnar i „höndum sérfróðra manna”. Það var sósialisti sem ritaði þessa einkennilegu játn- ingu. En i höndum hvaða sérfræð- inga? Eru þeir sérfræðingar ekki SIGURÐUR GUÐJÓNSSON einmitt skipuleggjendur og mót- endur þeirrar hugmyndafræði sem sósialistar eru i sem hat- rammastri andstöðu við? En hvers vegna hefur þá ólguna i Reykjavik lægt frá þvi i fyrra? Svefngenglar kerfisins vafra um á sama hátt og áður. En hinir ó- róasömustu teppatætarar hafa róast og stillst. Hafa þeir tekið sér sæti við hlið hinna i strætisvagn- inum? Fjarri þvi. Hér eru miklu merkilegri og afdrifarikari hlutir að gerast. Þeir sem rifið hafa nið- ur hvern stein i hugmyndablekk- ingahöll sinni fyllast fyrst skelf- ingu á rjúkandi rústunum. Þá gerist annað hvort að þeir hverfa inn i nóttina svörtu eða eygja von- arbjarma hins nýja dags. Þessi er þróun mannlegrar veru: Sljór svefngengill — glórulaus vitfirr- ingur — hinn vitri sjáandi. Það tekursinn tima að rýja nýtt teppi úr þráðunum. En nú eru mann- eskjur — furöu margir menn og konur, ekki aðeins i Reykjavik, heldur um viða veröld — teknar til við að rýja sér nýtt og fagurt teppi í þögn og einveru, sjálfum sér til þroska og samfélagi fram- tiðarinnar til blessunar. „Vaxtar- broddur. frelsis og fæðingahriðar heillaríkrar framtiðar” er að talsverðu leyti einmitt að finna i hópi þeirra sem eru byrjaðir að rýja upp teppi sitt á nýjan leik, hvort sem menn kalla þá starf- endur hippa, „eftirlætisbörn of- neysluþjóðfélagsins”, pólitlska öfgahópa, „ógæfusama æsku” eða öðrum enn verri og hósianna hræsnandi nöfnum. Dauðateygjur úrelts menningarleysis og skammsýnnar heimsmyndar eru holdiklæddar i þeim óheilla- mönnum sem mitt i ölduróti nýrr- ar aldar letra á sinn klofna skjöld: „Þá vil ég heldur á Krist minn trúa”. Skrifað undir 7. synfóniu Beet- hovens á Seltjarnarnesi 22. október Sigurður Guðjónsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.