Þjóðviljinn - 24.11.1974, Blaðsíða 23
Sunnudagur 24. nóvember 1974. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 23
Ég ætla að segja ykkur
frá litlu ævintýri, sem ég
og vinir mínir lentum í
fyrir mörgum árum. Við
eigum heima í Vest-
mannaeyjum og áttum
þar margan dýrðardag. Á
sumrin veiddum við
murtu, fórum til sölva,
og könnuðum allt sem
vakti forvitni okkar.
Einn dag sem oftar ætl-
uðum við til sölva, þrjár
telpur og tveir strákar, öll
á svipuðum aldri.
Við lögðum af stað rétt
eftir hádegi og héldum
austur á Urðir og niður í
klappir. Við ákváðum að
fara í fótabað í Afapolli.*
Afapollur var kringlu-
laga pollur, sat alltaf sjór
í honum þegar fjarað
hafði út, í pollinum miðj-
um var stór steinn. Við
tókum okkur fótabað,
busluðum og sleiktum
sólina, en mjög gott veður
var þennan dag. Við á-
kváðum að halda austur
að Urðarvita og þræða
klappirnar, en þar var
margt að.skoða. Við
skildum pokana eftir, og
ætluðum að koma aftur
siðdegis og tína sölin þá.
Segir ekki af ferðum
okkar fyrr en við erum
komin móts við Kirkju-
bæina. Allt í einu stönsuð-
um við. Hvað er þetta?
Var ekki einhver að
syngja? Við skyggndumst
um en sáum engan. Við
litum hvert á annað. Við
heyrðum ekki betur en
söngurinn kæmi undan
fótum okkar. Það greip
okkur ofsahræðsla. Eins
og hendi væri veifað
þutum við og hlupum eins
og f jandinn væri á hælum
okkar.
Þegar mesti móðurinn
rann af okkur, vorum við
komin langleiðina heim.
Settumst við niður og
köstuðum mæðinni og
bárum saman ráð okkar.
Við ákváðum að rann-
saka þetta nánar. Fórum
við snemma daginn eftir.
Þegar við komum á
þann stað, er við heyrðum
sönginn daginn áður, rák-
umst við næstum strax á
gat á klöppinni er við
stóðum á. Kíktum við nið-
ur um gatið. Og viti
menn, klöppin sem við
stóðum á virtist vera loft
á stórum helli. Rauðamöl
var á gólfi hellisins og á
sillu í hellinum stóð kerti í
flösku. Á þvi sáum við að
söngmaðurinn var þessa
heims. Við ákváðum að
freista þess að finna hell-
isopið. Við fundum það
eftir stutta leit. Það var
rétt niður við sjávarmál.
Komumst við inn í hell-
inn. Þessi hellir virtist
vera ein hvelfing, ekki
mjög stór.
Ekki var hellisbúi
heima þessa stundina.
Héldum við okkur á
þessum slóðum næstu
daga. Og viti menn,
þarna kom hann gang-
andi. Og jú, ekki bar á
öðru. Hann hélt beint í
hellinn.
Þessi maður var mikið
á ferðinni á Urðunum og
hefur sjálfsagt haft af
því ánægju og gleði ekki
síður en við.
Heimsóttum við hellinn
oft í ferðum okkar.
Seinna komumst við að
því að hellirinn var
Rauðihellir sem kom svo
mikið við sögu í Tyrkja-
ráninu 1627.
Nú er þessi hellir kom-
inn undir hraun, Urðirnar
og Afapollur einnig, en
minningarnar eigum við
enn og þær verða ekki f rá
okkur teknar.
S. Sig.
Rauðiheliir varð fræg-
ur af því að þar faldi Jón
píslarvottur sig með
börnum sínum og konu.
Ræningjarnir fundu þau
og myrtu þar í hellinum.
Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir
Dagur Gunnarsson, 7
ára strákur í Hafnar-
f irði sendir þessa mynd.
Hann segir að hún heiti
„Hans og Gréta" eða
„ Pabbi og mamma" eða
„Adam og Eva".
PENNA-
VINIR
Ég er 12 ára og óska
eftir bréfaskiptum við
dreng eða stúlku á
aldrinum 12-13 ára.
Svara öllum
bréfum.
Steinar Agnarsson
Kirkjuvegi 18
Ólafsfirði.
SKRAUTA
Lineik Anna Sævarsdóttir 10 ára
Rauðholti, Hjaltastaðaþinghá,
Norður-Múlasýslu.
Einu sinni var kýr sem hét Skrauta. Hún var
mjög góð. Hún átti heima á bæ, sem hét Gil. Hún
var búin að vera inni allan veturinn. Nú var að
koma vor, hún hlakkaði mjög til að verða leyst út.
Nú kom að þvi að hún var leyst út. Það voru fimm
kýr i f jósinu auk hennar. Fyrst var hún leyst út og
svo hinar. Þær hlupu út um allt tún og skvettu
hölunum upp i loftið. Daginn eftir voru kýrnar
reknar út af túninu og látnar kroppa þar gras. Nú
voru þær glaðar og ánægðar. Og nú er þessari
sögu lokið.
HALLÓ KOMPA
Ég ætla að senda þulu sem ég nota oft. Hún er
svona:
Ég á sokk sem gat er á
og farðu frá.