Þjóðviljinn - 24.11.1974, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 24.11.1974, Blaðsíða 24
Gyöinglegir flóttamenn koma til Palestlnu 1946: samviskubit Evrópumanna. Flóttamannabiiöir Palestlnumanna: þjóö án lands af erlendum vettvangi JÖÐVIUINN Sunnudagur 24. nóvember 1974. Palestínumenn og ísrael EFTIR ÁRNA BERGMANN Timarnir breytast. Fyrir 26 ár- um samþykktu Sameinuðu þjóð- irnar með atkvæðum flestra rikja nema múhameðskra að Palestinu skyldi skipt og israelsriki stofnað. Einn fulltrúanna komst svo að orði, að gyðingar hefðu rétt til þjóðrikis vegna þess, að reynslan hefði sýnt þeim, að þeir gætu ekki átt allt undir stopulli velvild þeirra rikja sem þeir byggju i. Menn ráöa hvort þeir trúa þvi, en það var fulltrúi Sovétrikjanna sem svo komst að orði. Siðan þá er mikið vatn runnið til sjávar. Israel hefur lengst af notið aðstoðar og allmikillar samúðar i Evrópu og þó einkum Bandarikjunum. Evrópumenn höfðu slæma samvisku eftir gyð- ingamorð Hitlers og það var þeim að ýmsu leyti þægilegast að létta á þeirri byrði með þvi að aðstoða þá sem eftir lifðu við að koma sér fyrir á bibliuslóðum. En eins og menn vita hefur dæmið ekki gengið upp: það er harmleikur hinna óliku þjóðabrota sem játað hafa gyðingdóm i mismunandi umhverfi, að þegar þeir loksins eignast þjóðriki skuli það gerast á kostnað hundruð þúsunda ara- biskra palestinumanna, sem flúðu land i Palestinustriðinu 1948 og siðar. í skugganum Sföan tsrael var stofnað hefur rikt hálfgert eða algjört hernað- arástand milli þess og arabiskra grannrikja. Palestinuarabar voru lengst af mjög afskiptir i þvi tafli, sem stórveldin hafa einnig átt virkan hlut að. Þeir voru afhentir flóttamannahjálp SÞ. Margar ástæður voru til þess, hve lengi var hljótt um þá. ísraelsstjórn var þægilegast að láta sem palestinumenn væru ekki til. Ara- biskar rikisstjórnir gátu ekki komið sér saman um samræmda stefnu að þvi er þetta fólk varðaði — sumar högnuðust vel á ódýru palestinsku vinnuafli og Hússein einvaldskonungur Jórdanlu, arf- taki fáránlegs eyðimerkurævin- týris breska heimsveldisins, gerði tilkall til að ráða löndum þeirra og örlögum. Og Palestinu- arabar voru mjög dreifðir og óhægt um vik að þeir kæmu sér upp einingarsamtökum sem nytu aimennrar viðurkenningar. Sigur Arafats Það er þvi ekki að furða, þótt menn telji það mjög sögulegan viðburð, að SÞ. viðurkenna PLO- samtökin sem fulltrúa þjóðar án lands og rikis — það er i fyrsta sinn sem slikt gerist. Og Arafat, foringi samtakanna, kemur til New York og heldur stefnuræðu á allsherjarþinginu. Að þessum áfanga liggur löng leið: fyrst sprengdu palestinskir skæruliðar vandamál sin inn i vitund heims- ins, ef svo mætti að orði komast. En að undanförnu hefur að minnsta kosti PLO lagt meiri áherslu á að tryggja sér stuðning eftir pólitiskum leiðum. Og sam- tökin hafa uppskorið það sem meira skiptir en heimboð SÞ — þau hafa fengið viðurkenningu á fundi æðstu manna arabarikja i Rabat um að þau fari með umboð fyrir palestinumenn. Þar með hefur Hússein konungi að mestu verið skákað út úr dæminu, val- kostir gerðir skýrari og einfald- ari. Palestínuríki? Israelum kemur þessi þróun mála bölvanlega — þeir hafa til þessa forðast að bera fram tillög- ur sem minnstu likur væru til að palestinuarabar gætu sætt sig við, einna helst hafa þeir reifað óljós- ar hugmyndir um að semja við Hússein, en nú-er sú leið einnig lokuð. Þeir hafa ekki haft annað fram að færa siðustu daga en að itreka, að þeir muni aldrei semja við PLO, sem þeir kalla hryðju- verkamenn og barnamorðingja. Og þeir neita sem fyrr þeim möguleika, að stofnað sé sérstakt riki palestinuaraba á vestur- bakka Jórdan og Gazasvæðinu, vegna þess að það riki yrði aðeins notað sem stökkpallur til þess langtímamarkmiðs PLO að ísra- elsriki sé lagt niður. Hugmyndinni um stofnun sér- staks Palestinurikis hefur vaxið fylgi innan PLO. En þvi skal held- ur ekki gleymt, að Palestinu- arabar eru klofnir i þvi máli. Þeir sem aðhyllast stefnu PFLP (Al- þýðufylkingar til frelsunar Palestinu, sem er til vinstri við PLO) óttast, að með þvi að fylgja þeirri hugmynd væru palestinu- menn að binda hendur sinar af samningamakki stórvelda og meira eða minna afturhalds- samra ráðamanna i hinum ara- blska heimi. Þvi halda þeir áfram skærum innan Israels, sem I reynd eru fallnar til þess að draga úr árangrinum af diplómatiskum sigrum Arafats. Og „haukarnir” rikisstjórn og herstjðrn ísraels nota þessi áhlaup sem tilefni til að gera árásir á flóttamannabúðir i Libanon og magna spennu á landamærum Sýrlands — en við sjálft lá að þar syði upp úr á dög- unum. Langtímamarkmið Það er reyndar rétt sem isra- elsmenn halda fram, að PLO fellst ekki á hugmyndina um sér- stakt riki milli tsraels og Jór- daniu nema sem bráðabi.lausn. I ræðu sinni á þing'i SÞ sagði Ara- fat, að markmiðið væri að stofna eitt riki á öllu þvi svæði sem var Palestina, þar sem gyðingar, kristnir menn og múhameðskir Rabin: leitar hann samstööu meö haukum lengst til hægri? gætu lifað i sátt og samlyndi. Þetta hljómar ekki illa, og svipuð kenning hefur komið fram hjá nokkrum Israelskum minnihluta- hópum, mjög smáum að visu. Vandinn er sá, að þessi hugmynd þýðir i reynd, að Israel er niður lagt sem gyðinglegt þjóðriki, og er vandséð hvernig Israelar ættu að sætta sig við að gefa upp á bát- inn þá tryggingu, sem slikt riki veitir — þótt stopul sé — fyrir sjálfstæðri tilveru og menningu manna sem hafa endurfæðst sem þjóð með miklum harmkvælum. Hugmyndin gerir ráð fyrir tima þegar blóösúthellingar siðustu áratuga væru gleymdar, og rót- tækri þjóðfélagsþróun um Aust- 'urlönd nær, sem mjög drægi úr þýðingu þjóðrikja. Sá timi virðist ekki sérlega nálægur. Innanlandsvandi Israela Eitt er vist: Israelar eiga fáa kosti góða og um leið verður æ erfiðara fyrir þá að halda Arafat kemur al leynilegum fundi i Jórdanlu óbreyttri stefnu. Samúð vest- rænna rikja hefur mjög gufaö upp, og eins og vænta mátti skipt- ir þar engu um góður eða illur málstaður aðila, heldur blátt áfram olian arabiska. Erfiðleikar þeir sem pólitisk einangrun hefur I för með sér magnast af afleitu ástandi i efnahagsmálum. Eftir sex daga striðið 1967 hefur rlkt furðu mikil velmegun I ísrael með miklum innflutningi á bilum, sjónvarpstækjum, kæliskápum og öðru þvi sem talið er tilheyra vel- ferðarþjóðfélagi eða neysluþjóð- félagi. Þetta hefur verið mögu- legt vegna mikilla fjárfram- laga og fjárfestingar af hálfu gyðinga erlendis, eink- um bandariskra. En eftir striðið I fyrra hafa slik fram- lög mjög skroppið sasman um leið og skuldabyrðin og útgjöld til hernaðar hafa aukist. Herinn gleypir nú 33% af þjóðartekjum rikisins. Þvi hefur stjórn Rabins nú gripið til þess ráðs, að skerða neyslu og innflutning að miklum. mun. Þessar aðgerðir fela i sér 43% gengisfellingu israelska pundsins, niðurskurð á fjárlögum um miljarð punda, mjög skertar niðurgreiðslur á nauðsynjum, bann til hálfs árs á innflutningi á 29 lúxusvörutegundum og bann við að reisa nýjar opinberar byggingar og lúxusibúðir. Eins og að likum lætur kemur þessi niður- skurður harðast niður á lág- launafólki og þá einkum þeim israelum sem komnir eru frá Arabalöndum og öðrum löndum þriðja heimsins. — enda voru það þeir sem efndu til harðvitugra mótmælaaðgerða fátækrahverf- inu Sjekhunat Hatikva I Tel Aviv á dögunum. Stríð og friður Efnahagsráðstafanir skerpa þvi andstæður milli stétta og ein- stakra þjóðfélagshópa i Israel sjálfu. Þar með geta þær grafið undan möguleikum sósialdemó- kratans Rabins til að stjórna, en meirihluti sá sem hann hefur brætt saman á þingi er mjög naumur. En ef hið öfluga verka- lýðssamband, Histatrud, sem flokkur Rabins hefur reyndar tögl og hagldir i, gerist honum erfitt, er hann sagður reiðubúinn til að mynda þjóðstjórn með hinni her- skáu og hægrisinnuðu stjórnar- andstöðu, Likud. Það mundi hins- vegar þýða enn meiri ósáttfýsi i garð arabiskra nágranna og palestinumanna, þvi i Likud hafa forystu þau öfl sem vilja helst ekkert láta áf hendi af þeim landssvæðum sem israelar ráða nú. Þetta ástand hefur orðið til þess að ýms blöð velta fyrir sér þeim möguleika að israelar reyni að leysa sina kreppu með leiftur- striði á hendur grönnum sinum. Markmið sliks leifturstriðs væri það, að reyna að vinna hernaðar- sigur, sem tryggt gæti ísrael frið i svo sem tiu ár — i þeirri von að að þeim tima liðnum væru vestur- veldin ekki lengur háð arabiskri oliu. Viöbrögö viö kreppu ástandi Gjöriö svo vel, herrar mínir, — tvenns konar sultarólar, fyrir launþega og fyrir gróöamenn... .....--------s<i^ — ■*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.