Þjóðviljinn - 24.11.1974, Qupperneq 6
6 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 24. nóvember 1974.
MAGNÚS KJARTANSSON:
Verðum að tryggja fram-
búðar yfirráð íslendinga yfir
orkulindum og athafnalífi
Þessi grein Magnúsar
er að meginhluta til
ræða sú er hann flutti
við upphaf almennra
stjórnmálaumræðna á
flokksþingi Alþýðu-
bandalagsins s I.
f immtudagskvöld.
Kapitalisminn megnar ekki aö
leysa vanda Islensks þjóðfélags,
ekki aðeins vegna innri and-
stæðna þess kerfis heldur og
vegna sérstöðu þess litla þjóðfé-
lags sem við búum i. Þessi stað-
reynd hefur einnig verið ljós for-
ráðamönnum auðstéttarinnar
áratugum saman, þeim vitraðist
hún I grimmum veruleika i
heimskreppunni fyrir strið. Siðan
hafa þeir stefnt að þvi stig af stigi
að fá bakhjarl i erlendu valdi,
tengjast erlendu auðmagni. Þetta
var skýringin á Keflavikursamn-
ingnum 1946, þegar Bandarikin
fengu að halda hér aðstöðu þvert
ofan i gefin loforð. Siðan kom
Marshallstoðin, sem sannaði
hversu litilþægir islenskir auð-
borgarar eru ef gull er i boði. Með
endurvöktu hernámi 1951 var
þúsundum atvinnulausra manna
hvarvetna að af landinu sópað á
Keflavikurflugvöll eftír pólitisk-
an dilkadrátt, og islenskt þjóðfé-
lag sökk svo djúpt að nærri 30% af
gjaldeyristekjum rikisins komu
frá hernámsvinnu. Það er engin
tilviljun að aðalinntakið i þeim
nýja hernámssamningi sem nú
hefur verið gerður eru ótaldir ný-
ir miljarðar i hernámsfram-
kvæmdir, i hermangsgróða — það
eru fjármunirnir sem eru tengi-
liðurinn, en ekki hið marklausa
tal um öryggi.
Innrás erlends
auðvalds
Arið 1960 hófu gróðaaðilar á Is-
landi undir forustu Morgunblaðs-
ins áróöur fyrir þvi að Island
gengi i Efnahagsbandalag
Evrópu, hafnaði efnahagslegu
sjálfstæði, rynni inn I stærri heild.
Þaö var ekki okkar verðskuldun
heldur afstaða de Gaulle Frakk-
landsforseta sem kom i veg fyrir
þau málalok. En eftir það tók
Sjálfstæðisflokkurinn upp stefnu
sem hafði að markmiði hliðstæða
innlimun Islands I stærri heild.
Með álsamningunum 1966 var er-
lendum auðhring leyft að reisa
hér stórverksmiðju á Islenskan
mælikvarða. Hún var og er að öllu
leyti i eigu útiendinga, undanþeg-
in islenskum lögum og ákvörðun-
um alþingis, undanþegin Islensku
dómsvaldi. Gerður var bindandi
samningur um óbreytt og hrak-
lega lágt raforkuverð fram til
ársins 1997 og þangað fer meiri-
hluti þeirrar raforku sem fram-
leidd er I landinu á sama tima og
verulegur hluti þjóðarinnar býr
við orkuskort. Þróunin i orkumál-
um hefur sannað svart á hvitu að
efnahagslega var þetta mesti
hneykslissamningur sem nokkur
Islensk rikisstjórn hefur gert.
Samt eru fjármunirnir að minu
mati léttvægt atriði við hliðina á
þvi að með samningnum var ver-
ið að flytja stórfelld efnahagsleg
völd út úr landinu, frá íslenskum
stjórnarvöldum, frá þeim at-
vinnurekendum sem eru þrátt
fyrirallt hluti af samfélagi okkar
og veröa að beygja sig fyrir þróun
þess, til erlends auöhrings sem er
utan seilingar. Og þetta átti að-
eins að vera upphafið. 20 erlendar
álbræðslur, hrópaði Eyjólfur
Konráð Jónsson i sjónvarpsþætti
um þetta mál. Og innrásin átti
ekki aðeins að ná til orkufreks
iðnaðar, hér áttu að risa erlend
fyrirtæki stór og smá i öllum
greinum, m.a. var aðildin að
EFTA rökstudd með þvi að slikir
möguleikar myndu stóraukast.
Erlend fyrirtæki áttu að vera
vaxtarbroddurinn I iðnþróun á Is-
landi. Islenska auðstéttin, sem
fundið hafði feigðina læsast um
sig, ætlaði að bjarga sér með hin-
um sigilda hætti, með þvi að
tengjast stærri heild, taka þátt I
þeirri samþjöppun auðs og valda
sem er einkenni auðvaldsskipu-
lagsins á okkar timaskeiði, gera
örlög sin á Islandi háð örlögum
heimskapitalismans.
Meiri hættur en
nokkuð annað
Ég var þeirrar skoðunar þá og
sú skoöun er óhögguð að þessi
stefna Sjálfstæöisflokksins fæli i
sér meiri hættur en nokkuð annað
sem gerst haföi hérlendis eftir að
þjóðin náöi fullveldi, og er þá her-
námið ekki undan skiliö. Með
slikri stefnu væri verið að koma
Islandi stjórnarfarslega á stig
hálfnýlendu, flytja hin mikilvæg-
ustu efnahagslegu völd út úr
landinu, gera okkur ómynduga á
sviði stjórnmála. Með slikri
stefnu væri verið aö gera að engu
um áratugaskeiö vonir okkar um
sjálfstæða islenska stjórnmála-
þróun, um vaxandi félagshyggju-
þjóðfélag, um kerfisbreytingar
sem væru spunnar af sósiallskum
toga. Ég var þeirrar skoðunar þá
og sú skoðun er óhögguð að þetta
vandamál væri svo risavaxið að
við gætum ekki látiö þar við sitja
aö heyja venjulega pólitiska bar-
áttu um það, i þeirri von að við
næðum auknu fylgi þótt við biöum
ósigur, eins og viö verðum oft að
sætta okkur við, heldur yrðum við
að beita öllum tiltækum ráðum til
þess að koma i veg fyrir innrás
erlendra fyrirtækja, ná öllum
hugsanlegum bandamönnum
hlaða varnarmúr sem dvgði.
Getur orðið
varnarveggur
Þetta var reynt I tið vinstri-
stjórnarinnar. Það var ekkert
auðvelt verk, hvorki forustumenn
Framsóknar né Samtakanna
Magnús Kjartansson
höföu sömu tilfinningu fyrir þessu
vandamáli og viö. En það tókst þó
að móta sameiginlega stefnu.
Hún var sú að framkvæmdir i
orkufrekum iðnaði yrðu i sam-
ræmi við getu og þarfir islend-
inga sjálfra, að slik fyrirtæki yrðu
að verulegum meirihluta til i eigu
islendinga, þ.e.a.s. islenska rikis-
ins en ekki neinna einkaaðila, að
þau lytu i einu og öllu íslenskum
lögum og ákvörðunum, þar á
meðal að sjálfsögðu fyrirmælum
um umhverfisvernd i samræmi
við ýtrustu kröfur okkar tima.
Þetta er ekki stefna sem upp hef-
ur verið fundin á íslandi, þetta er
stefna sem fylgt hefur verið af
öllum nýfrjálsum rikjum, sem
annt er um fullveldi sitt, hvort
sem ráðamenn þeirra aðhyllast
sósailisma eða kapitalisma,
stefna allra þeirra sem eiga auð-
lindir og vilja nýta þær án þess að
eftirláta þær erlendum fyrirtækj-
um. Þeirri samstöðu sem tókst
um þessa stefnu milli stuðnings-
flokka fyrrverandi rikisstjórnar
verðum við að reyna að halda
meö öllum tiltækum ráðum, og
það þvi fremur sem ég veit að
þessi sjónarmið ná langt inn i
raðir fylgjenda Sjálfstæðisflokks-
ins, á bak við þau stendur mikill
meirihluti þjóðarinnar. Þessi
stefna getur orðið sá varnarvegg-
ur sem geri okkur kleift að koma i
veg fyrir að okkur verði um ó-
fyrirsjáanlega framtíð þrýst niö-
ur á stig hálfnýlendu á þessu
sviöi.
Forsendur hafa
breyst
1 samræmi viö þessa stefnu var
i tiö fyrrverandi stjórnar unnið að
gerð áætlunar um byggingu
málmbiendiverksmiðju i sam-
vinnu við bandariska auðhringinn
Union Carbide, verksmiöju sem
átti að vera tiltölulega litil og að
tveimur þriðju i eigu islendinga.
Um það mál hefur risið nokkur á-
greiningur i okkar röðum, og er
það ekkert óeölilegt þótt hverjum
geti sýnst sitt um slika fram-
kvæmd og einstaka þætti hennar.
Um þetta mál deildum við nokkuð
á siðasta flokksstjórnarfundi, og
mun ég ekki hafa frumkvæði að
þvi að ýfa þær deilur hér. Ég er
enn þeirrar skoðunar að þessi á-
form, eins og að þeim var staðiö i
tiö fyrri stjórnar, hafi verið raun-
sæ og faliö I sér óhemju mikil-
væga stefnumörkun I verki til
þess að koma i veg fyrir innrás
erlendra fyrirtækja, þetta er hlið-
stæö stefna og norskir sósialistar
berjast fyrir i sambandi við nýt-
ingu olíulindanna I hafsbotninum
út af Noregi. En allar forsendur
þessara áætlana hafa gerbreyst á
þessu ári, einmitt þessa dagana
er núverandi iðnaðarráðherra að
ganga frá stórfelldum breyting-
um sem ég tel okkur mjög óhag-
kvæmar. Siðast en ekki sist er
ljóst að núverandi rikisstjórn
heldur þannig á orkumálum, aö
þessi framkvæmd mundi nú rek-
ast á þá óhjákvæmilegu nauösyn
að láta innlenda orkugjafa koma i
stað innfluttrar ollu hvar sem þvi
verður við komið og um land allt.
Ég er þvi þeirrar skoðunar aö
þessi framkvæmd sé ekki tima-
bær eins og nú standa sakir og sist
undir forustu þeirra manna sem
hafa það að opinskáu markmiði
að tengja okkur erlendu auð-
magni.
Hitt tel ég þó enn sem fyrr al-
gert meginatriði aö geirnegla þá
pólitisku afstöðu sem ég gerði
grein fyrir áðan, þau lágmarks-
skilyrði sem verður að uppfylla
þegar viö hefjum orkufrekan iðn-
að og efnaiðnað i tengslum við
vatnsafl okkar og varmaorku. Ég
er þeirrar skoðunar að um þá
stefnu getum við enn safnað
meirihluta þjóðarinnar. I þvl
sambandi vil ég minna á að i
stjórnmálayfirlýsingu flokks-
þings Framsóknar sem birt er I
Timanum i dag telur flokkurinn
eftirfarandi meðal „grundvallar-
atriða” sinna: „Óskert yfirráð
landsmanna siálfra yfir auðlind-
um og rannsóknum þeirra, at-
vinnutækjum og atvinnurekstri”.
Við verðum aö kosta kapps um að
binda Framsóknarflokkinn við
þessa stefnumörkun, fylkja um
hana meirihluta þjóðarinnar og
meirihluta alþingis. 1 þeirri bar-
áttu verða mikil örlög ráðin.
Hættur grúfa
yfir okkur
Þetta er þeim mun brýnna og
nærtækara sem nú er ljóst að leið-
togar Sjálfstæðisflokksins hafa
ekkert lært og engu gleymt. Það
voru ekki liðnir nema nokkrir
dagar frá þvi Gunnar Thoroddsen
tók við störfum iðnaðarráðherra,
þegar hann hóf viðræður við auð-
hringinn Alusuisse um hrikalega
innrás erlendra fyrirtækja. Hug-
myndin er sú að islendingar leggi
nú einnig fram vatnsvirkjunar-
réttindi. Þarna er semsé ekki aö-
eins um að ræða erlendar verk-
smiöjur sem kaupi af okkur hrá-
orku, heldur eiga þær að fá yfir-
ráð yfir sjálfum orkulindum okk-
ar. Sverrir Hermannsson hefur
þegar hafið áróður fyrir dýrö
þessarar hugsjónar i Morgun-
blaðinu og hvatt ákaft til að stofn-
að verði undirbúningsfélag til
virkjunarrannsókna nú þegar, og
Visir telur það ekki sist til fram-
dráttar þessum hugsjónum aö
þær muni gera kleift að leggja
niður allan landbúnað á Islandi.
Mér er einnig kunnugt um það að
margir bandariskir og evrópskir
auðhringir hafa gefið sig fram til
þess að kanna ný viðhorf eftir
stjórnarskiptin. Meöan ég gegndi
störfum iðnaðarráðherra kannaði
ég sérstaklega hvort stórfyrir-
tæki á Noröurlöndum væru fáan-
leg til samvinnu samkvæmt þeim
pólitisku forsendum sem ég geröi
áðan grein fyrir, en þau reyndust
hafa takmarkaðan áhuga, enda
varpaði iðnaðarráðherra svia
fram þeirri hugmynd i viðtali við
Dagens Nyheter i oliukreppunni i
fyrra hvort ekki væri ráð að flytja
sænsk fyrirtæki i orkufrekum iðn-
aði til tslands. Einnig sænskir
sósialdemókratar, hinir ágætu
samverkamenn okkar i norrænni
samvinnu litu þannig á Island
sem hugsanlega nýlendu sina á
sviði orkumála. En mér er kunn-
ugt um að þau norrænu stórfyrir-
tæki sem reyndust treg i taumi,
hafa upptendrast af áhuga eftir
stjórnarskiptin á tslandi. Þessar
hættur grúfa sig nú yfir okkur, og
ég er þeirrar skoðunar, eins og ég
rakti áðan, að engin stefna sé
háskalegri framtið islensku þjóð-
arinnar — við getum til dæmis
gertokkur grein fyrir þvi hvert á-
stand kæmi upp ef hér yrði á nýj-
an leik alvarlegt atvinnuleysi.
Þvi hlýtur baráttan gegn þessari
stefnu að verða meginatriði i öll-
um athöfnum okkar, og barátta
okkar verður að vera svo raunsæ
að hún nái árangri, okkur nægir
ekkert minna en að hnekkja þess-
ari stefnu, tryggja til frambúðar
full yfirráð islendinga yfir orku-
lindum sinum og atvinnulifi.