Þjóðviljinn - 24.11.1974, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.11.1974, Blaðsíða 9
Sunnudagur 24. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Lucia Wilcox: tilviljun ræöur lita- vali. Missti sjónina — en heldur samt áfram að mála Lucia Wilcox heitir þessi kona. Hún er um sjötugt og hefur lagt stund á myndlistir frá þvf hún kom ung stúlka frá Libanon til Parisar nokkru eftir fyrri heims- styrjöld. Hún þekkti þar og naut aöstoðar manna eins og Matisse og Légers og kom með Léger til Bandarikjanna 1938 og hefur búið þar siðan. Fyrir tveím árum missti lista- konan sjónina. En hún hefur hald- ið áfram að teikna og mála. Hún vildi ekki láta blinduna breyta sér i „þriðja flokks mann- eskju” eins og hún komst að oröi. Og hún fór að teikna, fyrst ein- faldar, óskyggðar teikningar i svart-hvltu. Allir kunningjar hrósuðu þeim mikið, en hún tók þaö hrós mátulega hátíölega, hélt að þeir væru blátt áfram að hressa hana upp. En svo var haldin sýning á þessum teikning- um, og sýningargestir tóku þeim vel og keyptu margar, og vissu þeir ekkert um að myndirnar voru eftir blinda konu. Þetta hafði hin bestu áhrif á sjálfstraustiö. Teikningarnar uröu smám saman flóknari. Þetta voru bæði afstraksjónir, borgarmyndir, gamansamar mannamyndir, og fleiri viöfangsefni bar á góma listakonunnar — I bókstaflegum skilningi. Þá tók Lucia Wilcox aftur að nota liti, einkum þegar hún fæst til að búa til myndir sem hún fær hugmyndir að þegar eiginmaöur hennar les henni bækur og greinar um stjarnfræöi- leg efni. Hún vinnur þá að af- mörkuðum reit myndar I einu, og velur I hann liti af einskonar til- viljun. , ,Ég veit aldrei hvaða liti ég er meö, segir hún. „Ég nota liti eftir ágiskun og þaö sem gerist er þá það sem gerast átti”. Karajaustælar Næst á eftir óperustórstjörnum eru liklega frægir hljómsveitar- stjórar þeir bráðustu sem um get- ur. Eöa hver man ekki hvernig Herbert von Karajan skildi viö Vin og fór til Berlinarfllharmóni- unnar, þar sem sú saga gengur, að baðherbergi eitt, sem hann lát innrétta handa sér I hljómleika- húsinu, hafi kostaðum 14 miljónir isl. kr. Annar stórlyndur tónlistarmaö- ur er Sviinn Leif Segerstam, sem yfirgaf með miklum látum og yf- irlýsingum óperuna I Stokkhólmi fyrir nokkrum árum og fór til Finnlands, þar sem hann varö óperustjóri I Helsinki. En nú er allt búiö meö þaö og Helsinkióperan útjaskað rúss- nekst setuliðsleikhús i hans munni eftir aö vísað var á bug kröfum hans um meiri fjárveit ingar. Munurinn á tillögum hans og yfirvalda var um 25 milj. kr. isl. og 61 starfsmaður og þegar hann haföi reiknaö út að liöa mundu um 15 ár áður en von yrði til að fjárveitingar gætu nálgast óskir hans, tók hann hatt sinn og fór, — en ekki oröalaust sumsé. cTMyndir úr sögu verkalýðshreyfingar og sósíalískra samtaka Eldborgardeilan ÁTÖK um. Mynd nr. 17 er sennilega eina myndin sem til er frá þeim, a.m.k. sú eina sem við vitum af, en á henni er veriö að skipu- leggja verkfallsvaktir. Vita les- endur um fleiri myndir? Hverjir þekkjast á þessari mynd? Okk- ur langar sérstaklega að heyra frá eldri Eyjamönnum, bæöi út- af þessari mynd og þeirri er birtist i sunnudagsblaöi Þjóö- viljans 27. október af verkfalls- vakti Kveldúlfsverkfallinu 1932. menn neituðu að vinna við skip- ið nema hakakrossinn væri tek- inn niöur. 1 Reykjavik, Siglu- firði, Akureyri og Vestmanna- eyjum voru dæmi þess, aö verkamenn rifu hakakrossinn niður af skipi eða opinberri byggingu. Mynd nr. 18 er frá Diönu- slagnum á hafnarbakkanum i Reykjavík. Skyldi nokkur þekkjast? Díönuslagurinn Vinnustöðvun hafnarverka- manna I Reykjavik viö Díönu 1933 var af nokkuö öörum toga spunnin en önnur verkföll og var dæmi um alþjóðahyggju verk- lýössamtakanna og árvekni gagnvart fasismanum. Þar neituðu verkamenn að vinna undir hakakrossfána og það kom einnig iðul. fyrir á þessum timum, aö verkamenn höfðu meö sér vinnustöövasamtök um að neita aö vinna meö hvitliðum úr samtökum nasista. A Eskifiröi söfnuðu verka- menn eitt sinn liöi niður að höfn og vörnuðu þýsku fisktökuskipi landtöku, svo það varð frá að hverfa, en eskfirskir verka- Hafið samband Við höfum enn ekki fengiö upp nöfn nema örfárra á mynd nr. 12 af 7. júli fundinum viö Þórs- hamar (i þættinum 10. nóvem- ber) og þætti okkur vænt um aö þeir sem þar þekkja einhverja hefðu samband við okkur, ann- aðhvort Eyjólf Arnason bóka- vörð Dagsbrúnar eða Vilborgu Harðardóttur blaöamann. Sim- inn er 17500. Og vænt þætti okkur um ef þeir sem e.t.v. eiga gamlar myndir sem snerta sögu verk- lýðshreyfingarinnar og sósíal- iskra samtaka, leyfðu birtingu á þeim. I næsta sunnudagsblaði birtast væntanlega einhverjar myndir frá lesendum — vh PÓLITÍSK mönnum til aö skipa út bann- fiskinum. „Honum verður fátt til manna, en reynir þó að skipa út fiskinum. Hann er stöðvaöur viö verkiö af stjórn Drifanda og liöi hennar. Við þetta tækifæri stappar nærri, að til handalög- máls komi, þvl Guömundi Einarssyni rennur svo i skap, að hann greiðir formanni Drif- anda, Haraldi Bjarnasyni, bylmingshögg I höfuðið. Eitt andartak litur svo út að svarað verði I sömu mynt. En Haraldur stillir sitt mikla skap og sýnir þar með, aö hann er meiri vitmaður en skapmaður. Tilgangurinn er aö hindra brott- flutning fisks, en ekki sá aö sýna yfirburöi i handalögmáli, aö óþörfu. Við reiðihögg Guömund- ar tapar málstaður andstæðing- anna. Hins vegar erum viö nú þaö sterkir, aö viö þurfum ekki á handatiltektum að halda, og styrkur okkar er meiri eftir en áður. Þegar liö Guðmundar er gengið heim, er settur verk- fallsvörður um staðinn, eins og i venjulegu verkfalli. Um kvöldið er svo vinnustöðvuninni fylgt eftir með almennum verkalýös- fundi, þar sem enn er lagt að bæjarstjórn og bjargráðanefnd aö sleppa ekki atvinnunni úr bænum og einnig geröar ráö- stafanir til að koma i veg fyrir þaö með mannafla, aö fiskur veröi fluttur burtu i banni verkalýðssamtakanna”. Daginn eftir samþykkti meirihluti bjargráöanefndar (sem Jón sat i af hálfu vinstri manna), að ekki megi flytja burt meira af óverkuðum fiski en svo, að ca. 25 þús. skipd. séu eftir til verkunar i bænum. Samstarfsnefnd verkalýösfé- laganna gefur út fjölritað blað. Bæjarbúar standa með þeim og þar kemur, aö andstæðingarnir gefast upp, ms. Eldborg losar festar og lætur úr höfn. „Verkefniö er kyrrt i bænum. Verkalýðsfélögin hafa bjargað dýrmætri vinnu fyrir félaga sina á þessum erfiöu tímum. Hin stéttarlega baráttueining verkafólksins I Eyjum hefur unniö nýjan sigur og enn sannaö gildi þeirrar stefnu, er kommúnistar og vinstri menn boöa i skipulagsmálum verka- lýössamtakanna. Stefna flokks- ræðis og einangrunar hefur beð- ið ósigur innan verkalýössam- takanna”. Þannig lýkur Jón Rafnsson lýsingu sinni á þessum atburð- Lltil atvinna var i Vest- mannaeyjum vorið 1936 og hag- ur almennings slæmur. Bæjar- stjórn hefur kosið einskonar bjargráðanefnd I atvinnumál- um og samþykkt áskorun til allra, sem ráöa yfir fiski, að flytja hann ekki burt úr bænum að nauösynjalausu, heldur láta atvinnuþurfandi bæjarbúa hafa vinnu viö verkun hans. En um þetta leyti eru sumir fiskeigendur þegar farnir aö flytja burt óverkaðan fisk. Verklýðssamtökunum þykir óvarlegt að treysta bæjarstjórn einni og þaö verður eitt aðal- baráttumál þeirra að halda verkefnunum i bænum og verja rétt sinn heima fyrir I atvinnu- málunum. Eldborgardeilan er dæmi um velheppnaða varnaraðgerð af þessu tagi. Fisktökuskipiö „Eldborg” frá Borgarnesi átti að flytja óverkaöan saltfisk til verkunar i Hafnarfirði á vegum hf. Akurgerðis og hafði einn bæjarfulltrúa Sjálfstæöisflokks- ins, Guðmundur Einarsson, tek- iö að sér að sjá um útskipun. 17. mal fékk Guömundur bréf frá verklýösfelögunum um að bann heföi verið lagt viö fisk- flutningnum. Skipstjóranum á Eldborg er einnig skrifaö og skýrt frá málavöxtum og vöru- bllstjórar hvattir til aö flytja fiskinn ekki um borö. 1 þessu máli höfðu verklýössamtökin almenningsálitið á bak við sig og það er á allra vitorði, aö hvorki bjargráðanefndin né verklýösfélögin hafa gefiö sam- þykki sitt til aö fiskurinn verði fluttur burt. En Guömundur Einarsson I Viðey er maöur einráöur og djarfur, segir Jón Rafnsson I bók sinni „Vor 1 verum”, — og kærir sig kollóttan um almenn- ingsálitið, heldur safnar aö sér

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.