Þjóðviljinn - 24.11.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.11.1974, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. nóvember 1974. NOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Framkvæmdastjóri: Eióur Bergmann Ritstjórn, afgreiósla, auglýsingar: Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Skólavöröust. 19. Slmi 17500 <5 iinur) Svavar Gestsson Prentun: Blaöaprent h.f. ÞAÐ SEM ÁUNNÍST HEFUR í setningarræðu sinni á landsfundi Al- þýðubandalagsins ræddi Ragnar Arnalds meðal annars um það hvað hefði áunnist á valdaárum vinstristjórnarinnar. Ragnar sagði: „Litum fyrst á landhelgismálið. Ef vinstri stjórnin hefði aldrei verið mynduð, værum við vafalaust enn i svipuðum spor- um og Norðmenn með aðeins 12 milna landhelgi, og hægri rikisstjórn væri enn i mesta lagi að undirbúa útfærslu. Málið væri „i athugun”. , En útfærsla landhelginnar varð að veru- leika, og er nú einn af þeim sigrum, sem aldrei verður aftur tekinn. Það táknar að sjálfsögðu ekki, að undanlátssemin gagn- vart voldugum vinum i NATO sé úr sög- unni. En málið er nú komið i þann farveg, að ekki verður aftur snúið. Þjóðin hefur sannað fyrir sjálfri sér, að hún getur risið upp og knúið fram vilja sinn, ef forustan er fyrir hendi. Það er einmitt vitundin um eigin sam- takamátt, sem hér ræður úrslitum. Við eigum sjálfsagt eftir að horfa upp á alvar- leg vixlspor i landhelgismálinu af hálfu hinna nýju valdhafa. En þeir munu jafn- framt kynnast þvi, að i þessu máli er býsna þungt að róa á móti straumi. Við sjáum hvernig fór um samningana við vestur-þjóðverja. Einar Ágústsson og Matthias Bjarnason voru raunverulega búnir að gefa grænt ljós á 17 verksmiðju- togara i islenskri landhelgi. Þeir stóðu með samninginn tilbúinn i höndunum, en þeir voru reknir með hann öfugir til baka. Landhelgismálið er einmitt skýrt dæmi um það, hvernig vinstri stjórninni tókst að opna þjóðinni nýja útsýn og jafnvel að reka fleig lángt inn i raðir andstæðinganna. Uppbygging atvinnulifsins viðs vegar um land er annað dæmi. Áróðurinn fyrir þvi, að erlend stóriðja verði vaxtarbroddurinn i islensku atvinnulifi hefur beðið alvarleg- an hnekki. Fólkið sér með eigin augum, að árvisst atvinnuleysi i strálbýlinu viðs veg- ar um land er alls ekki óhjákvæmilegur fylgifiskur atvinnuþróunar i nútimaþjóð- félagi, eins og margir voru farnir að trúa eftir 12 ára ihaldsstjórn. Það sér, að hinni háskalegu öfugþróun i byggðamálum er unnt að snúa við og það veit að breytingin á ekki aðeins við um eigið byggðarlag — það blasir einfaldlega við i mannfjölda- skýrslum, að á starfstima vinstristjórnar- innar þótt stuttur væri urðu loksins afger- andi straumhvörf. 1 löngum talningalistum má auðveld- lega rekja hvernig fjölmörg byggðarlög hafa skroppið saman ár frá ári, mismun- , andi hratt, en þó stöðugt niður á við áratug eftir áratug. En það er einmitt á árinu 1973, liðlega einu ári eftir tilkomu vinstri- stjórnar, að taflið snýst við. Þá gerist það loksins að staðir sem fólkið flýði áður, fara aftur að vaxa. Þó að aðstæður kunni að breytast veru- lega þá lifir vitundin meðal fólksins um það, sem gerst hefur, og sú vitneskja er okkur stökkpallur til nýrrar sóknar. Eins er um lifskjör almennings, sem aldrei hafa verið betri en i tið fráfarandi stjórnar. Framundan er að visu hörð varnarbarátta og harðnandi timar. Sóknin til betri lifskjara hefur verið stöðvuð. En þeim mun sterkari verður viðspyrnan til frekari sóknar, þegar næsta tækifæri gefst.” bækur Enginn má undan líta Enginn má undan Uta nefnist ný bók frá Erni og örlygi, Er hún eftir Guölaug Guömundsson en hann er höfundur bókarinnar Reynistaöabræöur, sem út kom fyrir sex árum. Bókin er sagn- fræöilegt skáldrit og fjallar um morömálin I Húnaþingi um miöja siöustu öld er þau Agnes og Friörik voru hálshöggvin fyrir aö hafa brennt kofann ofan af Natan Ketilssyni og hjúum hans. Höfundur birtir i bókinni mörg áöur óbirt skjöl sem sennilega hafa ekki veriö hreyfö úr pökkum I hartnær heila öld. ALLIR ERU ÓGIFTIR ÍVERINU Út er komin hjá Erni og örlygi þriöja bók Snjólaugar Braga- dóttur frá Skáldalæk en hún er starfandi blaöamaöur viö Timann. Aöur hefur Snjólaug gefiö út bækurnar Næturstaöur og Ráöskona óskast I sveit, en nýja bókin heitir Allir eru ógiftir I verinu. A bókarkápu segir sv o um efni bókarinnar: Hvaö liggur beinast viö fyrir 24 ára, ólifsreynda, aölaöandi stúlku, sem stendur skyndilega ein uppi meö miljónir króna til umráöa. Njóta lifsins. Já, Jóhanna gerir þaö, en skynsemin segir henni, aö meö sama áframhaldi liggi leiöin beint I hundana. Af tilviljun hittir hún mann, sem beinir huga hennar á aörar brautir og hún er minnt á, aö hún átti einhvers staöar fööur Leiöin liggur á vertiö vestur á firöi, sumpart til aö kynnast annarri hliö á lifinu, sumpart til aö leita einhverrar vitneskju um fööurinn. I frystihúsinu kynnist hún daglega striti og misjöfnu fólki og á Lágeyri finnur hún lika hamingjuna, en gegnur hálf illa aö höndla hana. Vonsvikin fer hún burt, en...” Allir eru ógiftir I verinu er sett I prentsmiöju G. Benediktssonar, prentuö í Viöey og bundin i Arnarfelli. Káputeikningu geröi Hilmar Þ. Helgason. Návígi á norðurhjara örn og örlygur hafa sent frá sér fjóröu bók striös- og njósna- bókahöfundar sem nefnist Colin Forbes. Ber bókin heitiö Návlgi á norðurhjara og er baksviö hennar skákeinvlgi þeirra Spasskis og Fischers sem háö var hér I Laugardalshöllinni. Um söguþráö bókarinnar segir svo á kápu: ,,Hún hefst á harðvlt- ugum sviptingum og spennan helst linnulaus allt til söguloka. Á helköldum Ishafsauönum úti fyrir noröausturströnd Grænlands veröa grimmileg átök þrautþjálf- aöra rússneskra leyniþjónustu- manna og bandariskra andstæð- inga þeirra, er bresk-kanadiski garpurinn Beaumont fer viö þriöja mann til móts viö rúss- neskan vlsindamann sem hugöist ganga bandarlkjamönnum á hönd. Þaö er þó ekki rússinn sjálfur sem mest er um vert, heldur upplýsingarnar sem hann flytur meö sér, en þær eru ná- kvæm lýsing á gervöllu neöan- sjávarkerfi rússa á noröurslóö- um. Ef Bandarikjaforseti gæti haldiö til toppfundarins i Moskvu meö önnur eins gögn i fórum sin- um, væri óhætt aö segja aö hann stæöi þar vel aö vfgi. Rússum veröur þetta ljóst og leyniþjón- usta þeirra, undir forystu siberlu- mannsins bráösnjalla, Igors Pap- anin tekur skjótt til sinna ráöa. Flótti Rússans fyrir viösjárverö- an úthafsis, seigdrepandi aöstæö- ur á sjó og landi, átök og klækja- brögö I nistandi kulda heim- skautanæturinnar og úrslitasigur .á orrustuvellinum eru megin- þættir þessarar sögu sem Colin Forbes segir okkur af sllku öryggi og óhikaðri nákvæmni aö lesand- inn lætur sannfærast — hafi þess- ir atburöir ekki gerst i vikunni sem leiö hljóta þeir aö vera á döf- inni núna. Þetta er hörkuspenn- andi og vel skrifuö lýsing á full- komlega sennilegum atburöum”. Bókin er sett hjá prentstofu G. Benediktssonar, prentuö I Viöey og bundin I Arnarfelli. Kápu- teikningu geröi Hilmar Þ. Helga- son og kápuna prentaði prent- smiöjan Edda h.f. Af góðum grönnum Hvað um átsmögu- leika brauðsins? Markaöshorfur saltfisksins erf- iöar.... Álitshnekkir Islandsloön- unnar I Japan. Fyrirsagnir IMogga. Drykkjufasismi i skólum Kennararnir fá sopann sinn, en nemendurnir ekki Fyrirsögn I VIsi Holl og þörf leiðbeining Vatn er ekki aöeins gott i formi bununnar úr sturtunni heldur líka til aö drekka þaö. Vlsir Stéttaskipting i skytteriinu Skaut fyrst á stýrimanninn, síö- an á lögregluþjón Fyrirsögn I Mogga. Starfið er margt Rokufréttasmiöir leita aö at- vinnu, bjóöast til aö setja heims- met I aö láta grafa sig lifandi. Auglýsing I Kieler Nachrichten. Sterkur hafstraumur MOSKVA (APN) 2000 kíló- metra breiður hafstraumur streymir réttsælis umhverfis Suöurheimsskautslandið i gegn- um Kyrrahaf, Atlantshaf og Ind- landshaf. Þessi mikli straumur, er mörgum sinnum sterkari en Golfstraumurinn. Sovésk hafrannsóknarskip hafa safnað nákvæmum upplýsingum um straum þennan. Hann berst milli 35 og 60 gráðu suölægrar breiddar og flytur með sér 25 milljarða kúbikmetra á hverri sekúndu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.