Þjóðviljinn - 24.11.1974, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.11.1974, Blaðsíða 16
16 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. nóvember 1974. Eftir að hafa verið þrjár vikur i hjónabandinu for Kalli með eigin- konu sina i næturklúbb, sem hann hafði oft heimsótt meðan hann var piparsveinn. Eiginkonan varð full grun- semdar þegar stúlkan i fata- geymslunni heilsaði Kalla mjög hjartanlega. Verra var þó, þegar ljóshærð framreiðslustúlka kom að borð- inu þeirra, kyssti Kalla á kinnina og sagði: — Við hittumst eitthvert kvöldið, þegar þú átt ekki svona annrikt! Konan rauk á fætur og hljóp út úr húsinu með eiginmanninn á hælunum, stökk inn i leigubil, sem Kalli rétt náði að smjúga inn i. áður en hún skellti hurðinni. — Hlustaðu nú á mig! sagði hann. — Nei, ég tala ekki við þig! sagði hún. — Leyfðu mér að útskýra... — Nei, láttu mig i friði! Þá ieit bilstjórinn yfir öxl sina og sagði: — Heyrðu Kalli, eigum við ekki að snúa við og reyna að finna aðra, — það þýðir áreiðanlega ekkert að eiga við hana þessa.... A áróðursfundi úti á landi, fyrir siðustu bæjarstjórnarkosningar, sagði fundarstjórinn, er hann kynnti næsta ræðumann: — Aðalræðumaður hér i kvöld, er hvorki meira né minna en tals- maður flokksins á alþingi. Þá heyrðist laumuleg rödd utan úr sal: — Hefurðu gáð hvort það finnst eitthvað minna? Haft eftir eiginkonu: — Það eina sem eiginmennirn- ir muna frá brúðkaupi sinu, eftir 25 ára hjónaband, er að þeir voru viðstaddir, — og því reyna þeir að gleyma! ■ Tvær konur voru að ræða geig- vænlega hækkun skilnaðar- prósentu. — Ég segi nú fyrir mig, sagði önnur, að ekki dettur mér i hug að skilja við manninn minn. Hann er orðinn eins og einn af fjölskyld- unni, eftir öll þessi ár. Einn af vinum gæsahúðarfram- leiðandans Alfred Hitchcocks heimsótti hann nýlega, og var þá sýndur Rolls Royce bill, sem kvikmyndaframleiðandinn hafði nýlega keypt. — Þetta er stórkostlegur bill, Alfred, sagði gesturinn. Hann litur út fyrir að vera alveg nýr. Skrifstofustjórinn tók simann, og svaraði. — Jú, frú min góð, það er rétt, sonur yðar vinnur hér. En hann er þvi miöur ekki við núna. Hann skrapp til að vera við jarðarför- ina yðar. ÞORSTEINN FRÁ HAMRI TÓKSAMAN Gisli Súrsson „Frá þvi er sagt éitt haust, að GIsli lét illa i svefni nótt eina, þá er hann var á bæ Auðar, og er hann vaknar, spurði hún hvað hann dreymdi. Hann svarar: ,,Eg á draumkonur tvær,” sagði hann, ,,og er önnur vel við mig, en önnur segir mér það nokkuð jafnan er mér þykir verr en áð- ur, og spáir mér illt eina”.” Þannig segir fyrst i Gisla sögu Súrssonar af draumkonum þeim er honum urðu drjúgar til örlaga siðar. Draumkonur og draummenn hafa á öllum tim- um skipað nokkurt rúm i hugar- heimi manna, ekki sist ef afla þurfti frétta eða spásagna. riks Eggerz 1852: ,,Þá er Björn prófastur Halldórss. var i Sauð lauksdal (1755-1781), er sagt aðhauskúpa af manni kæmí þar i grefti upp úr kirkjugarði með heil augu og kvikandi, en allt annað bein skinið. Varð mönn- um felmt við, og var prófasti til sagt. Hann kvað ekkert þyrfti til að saka, og bauð að láta kúpu þá niður I sama stað og hún var upptekin. Var það gert. Af þessu trúðu menn, að Björn prófastur hefði draummann, og væri þetta kúpa hans, þvi aldrei áttu að geta rotnað augu draummanna, karla né kvenna. — Frá þvi sagði skilgóður bópdi, Guð- mundur Jónsson á Neðra-Nesi i Borgarfirði, er verið hafði á elnaði sóttin. Þegar karl er að- framkominn, koma þeir þá til hans Jón sonur prests og Magnús vinnumaður, og biðja hann að lofa sér að klippa af honum neglurnar og hárið, áður hann andaðist, og verða þannig draummann sinn eftir dauðann. Þetta vill karl með eingu móti leyfa, þó þeir itreki þessa beiðni sina. Seinustu nóttina, er karl lifði, vaka þeir yfir honum, Jón og Magnús. Þá leggja þeir hart að karli með að fá framgeingt vilja sinum, en karl þvertekur það. Þeir taka þá til sinna ráða og klippa af honum bæði hár og neglur, og eftir það andast karl. Nú liður af nóttin, og er karl lagður til og borinn i úthýsi. Draummaöur Að afla draummanns Séra Magnús Grimsson skrif- ar svo um það hversu menn skulu afla sér draummanns: „Þegar maður vill fá sér draummann biður maður vin sinn eða vinkonu áður en hann deyr að segja sér allt það er maður vill vita. Kemur þá hinn dauði þrjár nætur i röð til manns og ógnar manni á alla vegu. Geti maður nú staðist ógnanir hins dauða þá kemur hann siðan hverja nótt i draumi til manns og segir manni allt er mann fýsir að vita. En það skal maður varast að rengja draum- mann sinn eða þræta við hann þvi þá segir hann manni ekkert framar.” Sigfús Sigfússon segir svo frá öflun draummanns: „Draummaður verður til af tvenns konar tilverknaði. Fyrst af þvi, að einhver býður vini sin- um að vera fregnberi hans og hinn þiggur það. I öðru lagi af þvi, að kunnáttumaður neyðir veru hins látna til þess að vera það.... Draummaður segir jafn- an satt að vilja og óvilja eig- anda, uns eigandi er feigur, en þá fer hann að ljúga að honum. Losa verður eigandi sig við hann i lifanda lifi með þvi að af- má hann, eða gefa brott, þvi að annars hefur henn engan frið i jörðu. Sá sem fékk sér draum- mann, tók og geymdi hár og neglur hins látna. Vitjaði hann sins I þrjár nætur og heimti það. Ef maður lét þá eigi undan, var hinn látni fylgivera og draum- maður hans.” Heil augu og kvikandi Hér má auka við ummælum Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili. „Sagt er, að draum- menn rotni að fullu i kirkjugörö- um, nema augun: þau halda sér með fullu lifi, sem lifandi væru: hafa menn stundum komið ofan á slikar höfuðkúpur I krikju- görðum, og þarf ekkert við að gera annað en hylja þær moldu á sama stað. Hægt er að hafa af sér draumkonu eða draummann með þvi að skipa þeim að fara frá sér: við það fyrtast þeir.” Þessum hugmyndum, til stað- festingar er frásögn séra Frið- Vestfjörðum, að þar hefði ein- hverju sinni verið grafið I kirkjugarði, eg man ei hvar, og hefði komið upp hauskúpa skin- in með órotnum augum.” Jón Danielsson Meðal kunnra draummanna á öldinni sem leið var Jón Dani- elsson bóndi i Stóru-Vogum, er lést árið 1855. Frá honum segir Jón Arnason, að „hann átti bæði draummann og draumkonu.... Draumkona þessi réð honum i svefninum ýmis heilræði, hvern ig hann skyldi haga þvi eða þvi eða hverja aðferð hann skyldi hafa við fyrirtæki sin. Hún vis- aði honum á það sem hann glat- aði eða missti á einhvern hátt, og varð honum jafnan að góðu ef hann fór i öllu að ráðum draum- konunnar.... Um draummann- inn sagði Jón það, að sér virtist hann snoðlikastur Tærgesen kaupmanni I Reykjavik. Einu sinni þegar draummaðurinn kom til hans sýndi hann honum inn I eilifðina. Honum þótti hann sýna sér tólf menn bláklædda er allir voru bundir með járnviðj- um. Hann þóttist engan þeirra þekkja, en einn þóttist hann vita að væri Skúli Magnússon land- fógeti, eftir þvi sem hann hafði heyrt frá honum sagt. Spurði hann þá draummanninn hversu lengi þeir menn ættu við þann kost að búa, en hann svaraði: „Til dómadags.” „Hvað verður um þá síðan? ” segir Jón. Hann svarar: „Guðs miskunnsemi er ómælanleg.” Ekki er sagt að hann hafi sýnt Jóni fleira i það sinn.” Eftirfarandi saga úr safni Þorsteins Erlingssonar sýnir að ekki var dælt að ætla mönnum að gerast draummenn gegn vilja sinum. Draummaður gengur aftur „Um 1680 hélt séra Illugi Húsavikurkall nyrðra, sonur hans hét Jón, er seinna bjó á Bakka, og i hákarlamálinu átti við Þorlák i Rauf. Vinnumaður Illuga prests hét Magnús. Einu sinni kom aldraður förumaður að Húsavik, sjúkur og illa til reika. Hann baðst gistingar og fékk það. Daginn eftir var karl svo lasinn, að hann treystist ekki til að klæða sig. Lá hann þar i Húsavik nokkra daga, og Nóttina eftir hátta þeir Jón og Magnús fram I dyralofti og hafa hárið og neglurnar af karli und- ir sænginni i rúminu. Þegar lið- ur að miðri nótt, kemur karl og er heldur gustmikill og heimtar nú hár sitt og neglur. En þeir fé- lagar aftaka það i alla staði. Karl er að þjarka við þá alla nóttina, en þeir sitja við sinn keip og fær karl ekkert áunnið. Nú kemur næsta nótt, þá kemur karl aftur og er nú hálfu verri, og með naumindum fá þeir nú staðist hann og er rétt að þvi komið, að þeir uppgefist að halda þessu fyrir karli, en þó varð það. Daginn eftir eru þeir smeykir um að þeir muni ekki geta haldið hárinu og nöglunum fyrir karli þriðju nóttina. Um kvöldið, er þeir fóru að hátta tóku þeir innsigli prests og settu á hurðina fyrir dyraloftinu og fóru svo að hátta. Nú ber ekkert til tiöinda hjá þeim félögum og liður svo framyfir miðnætti. En þegar lifði á að giska þriðjungur nætur, vita þeir félagar ekki fyrri til en loftshurðin er brotin upp i hendingskasti og prestur kemur upp á loft og veður inn að rúminu, en karl á eftir upp i loftsgatið og er i meira lagi ógurlegur ásýndum. — Klerkur skipar nú syni sinum og vinnu- manni að fá sér strax hárið og neglurnar, er þeir hafi heimild- arlaust tekið af manninum, þeim muni ekki annað vænna. Þeir eru tregir til, en prestur heimtar það fast og karl um- hverfist I loftsgatinu og gerir sig liklegan að stökkva á þá félaga og tæta þá sundur. Þeir sjá sér þvi ei annað fært en afhenda presti hárið og neglurnar, en prestur kastar hvorutveggja i draugsa og hverfur hann strax. Prestur segir þeim þá, að draugsi hafi komið til sin um nóttina og klagað yfir þessu at- ferli þeirra, og gagn hefði þeim verið, að draugsi hefði ekki komist til þeirra á undan sér þá nótt. Aldrei bar neitt á draugsa eftir þetta, fyrir tilstilli prests, en margt mótdrægt máttu þeir félagar liða um dagana eftir þetta, og var það kennt draug þessum.” (Gisla saga Súrssonar: Isl. þjóöhættir Jónasar frá Hrafna- gili, Þjóðsögusöfn Jóns Arna- sonar Sigfúar Sigfússonar, Jóns Þorkelssonar og Þorsteins Er- lingssonar).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.