Þjóðviljinn - 24.11.1974, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.11.1974, Blaðsíða 13
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. nóvember 1974. Sunnudagur 24. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 LEIRMUNAGERÐ Það er kannski fátt líkt með leirmunagerð og steinsmíði. Hvorttveggja er þó vinna við steinefni, þótt mikill munur sé þar á, önnur fín, hin gróf. Blaðamaður og Ijós- myndari litu inn í leirmunagerð og síðan steinsmiðju til þess að sjá hvað þar gerist og hvernig. Síðan gengu þeir sömu í listmunaverslanir til þess að grennslast fyrir um hvernig gengi að selja íslenska listmuni úr stein- efnum. Leirmunagerðin Funi i Borgar- túni er stofnuð af nemendum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, og er næst>elst leirmuna- gerð starfandi i landinu; aðeins Listvinahús Guðmundar heitins frá Miðdal er eldra. Eigendur Funa eru bræðurnir Haukur Kristófersson og Björg- vin Kristófersson. Að leirmuna- gerðinni vinna ásamt þeim konur þeirra og synir, sem eru aö nema iðnina, en leirkerasmlð er lögfest iðngrein. 1 þessari iðngrein munu Vera við tiu fullnuma i landinu. Sonur Björgvins, Helgi, lauk prófum nú fyrir skömmu, en sonur Hauks, Kristófer, lýkur námi i vor. Það getur verið að flestir viti af þvl, að keramik er leir; brenndur og unninn leir. Kera- mikvörur þær, sem unnar eru hjá Funa, eru ekki geröar úr islenskum leir, heldur innfluttum leir, dönskum, sem hingað kemur hreinsaður og tilbúinn til vinnslu. íslenskur leir var notaður til leirmunagerðar fyrstu árin, en of dýrt var að hreinsa hann og þvi látiö af að nota hann. Hjá Funa eru allir munir hand- unnir. Nægur markaður er enn fyrir keramik hér innanlands, og þvi hefur litið sem ekkert verið unniö fyrir erlendan markað, enda eru toliar á slikum varningi Helgi Björgvinsson sést hér renna lltinn vasa úr blautum leir. Hér er hins vegar renndur stærri vasi, og er það Kristófer Hauksson, sem að verki stendur. í leirmunagerðinni háir I Evrópu og þvi óhægt um samkeppni við þarlenda fram- leiðslu. Funi selur framleiðslu sina til verslana. Ahugi fyrir keramik og leirmunagerð hefur farið vaxandi eftir þvi sem Haukur sagði okkur, og ekki nándar nærri hægt að sinna óskum þeirra, sem læra vilja iðnina, enda óvist aö mati Hauks, að markaðurinn þyldi meiri framleiðslu en þegar er orðin, enda má geta þess, að innflutningur á keramikvörum er algjörlega óheftur. Það mun heyra til undan- teknina að fólk komi með teikningar að þvi sem það vill láta gera fyrir sig, en þó kemur það fyrir. Mestur hluti fram- leiðslunnar er þvi staðlaður, þó segja megi að næsta ómögulegt sé aö einhverjir tveir hlutir fram- leiöslunnar séu nákvæmlega eins þar sem um handunna vöru er að ræða. Sé leirinn notaður til þess að steypa með honum I mót eða eftir móti, er hann þynntur út og honum siðan hellt innan I mótiö, sem vanalegast er gipsmót. Gipsið drekkur i sig vætuna, og innan á það sest húö úr stein- efnum leirsins eftir lagi mótsins. Hin venjulegasta leirvinna fer þannig fram, að leirinn er tekinn blautur til vinnslu, og settur i þar til gerða vél og hnoöaður, en fyrir tima vélar þessarar var leirinn handhnoðaður, og þarf að hnoða hann þar til úr honum er allt loft og hann oröinn þéttur. Næst er leirinn settur á disk eðaskifu, sem snýst i hringi. Þar er leirinn renndur og mótaður i ker eða krukkur meö höndunum. Þessu næst er leirinn látinn þorna i venjulegum stofuhita og tekur það 5 daga til viku. Aður en leirinn er orðinn fullharður er skorið I hann, með þar til gerðum hnifum, ef endanlega fram- leiðslan á að vera með einhverjum útskurði. begar leirinn er orðinn þurr fer fram á honum fyrri brennsla. Aður er þó sett á framleiðsluna hraunmulningur, sem festur er við með uppleystum leir til skreytingar. Fyrri brennslan fer fram i ofni, sem hitar fram- leiðsluna upp i 960 gráður þegar um lágbrennsluer að ræða.en 1260 gráður ef um hábrennslu er að ræða, eins og er t.d. hjá Kúni- gúnd. Haukur Dór, eigandi Kúnigúndar sagði að sá leir sem brenndur er við hærra hitastig væri óbrotgjarnari, og yrði algjörlega vatnsheldur áður en hann væri glerjaður. t slika vinnslu notar Haukur enskan leir, steinleir, sem er mun grófari en sá sem unnið er úr hjá Funa. Að lokinni brennslu leirsins er sprautað á hann eða handmálað með lituðum glerjungi, en það er duft, sem leyst er upp I vatni. Siðast fer svo fram seinni brennsla og harðnar þá glerjung- urinn, það er litarefnin, sem sett eru á framleiðsluna. Hvort sem það hefur verið gert hérlendis eða ekki, hefur þó vitnast, að viða erlendis hefur verið notaður glerjungur með blýi i. Sá glerjungur getur veriö hættulegur, leysist hann upp i innihaldi þvi, sem i leirmunina koma, og siðan drukkinn. Hérlendis er leir ekki vinnslu- merktur, né heldur hin innflutta kermikframleiðsla, þannig að ekki er unnt að sjá hvort notaður er glerjungur blandin blýi eöa ekki. Slik blýupplausn er ekki notuð við glerjun hjá Funa að sögn Hauks Kristóferssonar. Gunnhildur Pálsdóttir vinnur I Kúnlgúnd. Að vlsu fæst hún ekki viö leirmunagerð, heldur er hún myndlistarmaður. Hún hélt fyrir skömmu sýningu á verkum sínum úti I Eyjum, en þaðan er hún kynjuð. Að baki henni sést I ofiö veggteppi eftir Asu ólafsdóttur. Framleiðsla Hauks Dórs. Lengsttil vinstri er vfnkútur, sem kostar 1.879 krónur, þá teketill, sem kostar 2.720 kr., myndalegur vlnkútur, sem hægt er að fá fyrir 4.250 krónur. Þessar vörur eru úr hörðum leir, og áferöin þvi gróf, en yst til hægri eru þrlr staukar úr mjúkum leir, glerjaöir. í búðinni í Kúnigúnd i Hafnarstræti er eingöngu verslað meö Islensk unna vöru, ef frá eru taldir mat- arbakkar úr tré. Sú keramikframleiðsla, sem á boðstólnum er i Kúnigúnd er framleidd af Hauki Dór annars vegar og hins vegar af Lökken og Tove Kjarval. Greinilegur mis- munur er á framleiðslu þessara tveggja framleiðenda. Fram- leiösla þeirra Lökken og Tove er gerð úr finum leir, en framleiðsla Hauks Dórs úr steinleir, sem allur er grófari. Einnig gerir Haukur Dór minna af þvi en þau Lökken og Tove að glerja fram- leiösluna. All-mikil sala er I keramikvörum. Þá litum við inn I nokkrar gjafavörubúðir og sáum þar, að næstum heyrði til undan- tekningar að sjá erlenda keramik- framleiðslu þar, enda kannski ekki eftir miklu aö slægjast með innflutningi, þar sem fram- leiöslan hér heima stendur á þvi stigi, sem raunin er á um. Sýnishorn af framleiðslu Lökken og Tove Kjarvai. Lengst til vinstri er skál, sem kostar 372 kr., þá ostakúpa, sem greiöa þarf 1980 krónur fyr- ir, smjörkar á 1386 krónur og loks marmelaöiker, sem kostar 1362 krónur. Munir þessir eru úr mjúkum leir, glerjaðir og I sterkum litum. Bræðurnir Helgi og Björgvin Kristóferssynir framan við rekka með fuilunnum keramikvörum. Þrir vasar, misjafnlega langt komnir I vinnslu hjá Funa. Vasinn lengst tii vinstri er nýrenndur og biautur, sá næsti hefur verið brenndur einu sinni og settur á hann hraunmulningur, en sá sem til hægri stendur er fullgerður með hertum lituðum glerjungi. Steinninn siipaður. í steinsmiðjunni Steiniðjan er til húsa i Einholtinu. Þar eru vinnubrögðin öllu stórkallalegri en við leirmunagerð. Stórir stein- hnullungar, mörg tonn aö þyngd, eru sagaðir niöur i þynnur, sem þó eru varla undir tonni að þyngd, eftir fyrstu meðferð. Hnullungar þessir eru sagaðir meö stálblöð- um, sem nudda sandkornum I si- fellu i grjótiö sem smám saman varöur aö gefa sig. Hins vegar eru það steinsagir með stórum og groddalegum sagarblöðum, sem steinþynn- urnar, sem frá fyrstu sög koma, eru enn og aftur sagaðar með, og þá niður i þynnur, sem eru ekki breiðari en svo að viö þær ráða þrekvaxnir menn, (þótt þær séu háar I loftinu). Að lokinni þynningu eru flisarnar svo siipaðar með harðari steintegundum, og fer sá verknaður fram i tröllslegri slipivél. Framkvæmdastjóri Steiniðj- unnar er Siguröur Helgason. Sagöi hann aö þeir notuðu aðal- lega gabbró, blágrýti og grástein af innlendum bergtqgundum. Gabbróið fá þeir aðallega úr steinnámu i Hoffelli I Nesja- hreppi, og einnig eitthvað frá Svinafelli. Gabbró er t.d. I stigum og göngum safnahússins á Húsa- vik, en einnig hefur þaö örlitiö verið notað i legsteina. Blágrýtið sagði Sigurður að þeir fengju úr Hreppunum. Blágrýti má sjá i innganginum i Arnarhvoli og Landspitalanum, svo og á súlum þeim, sem halda uppi nokkru af efri hæðum nýja Landsbankahússins að Laugavegi 7. Sigurður sagði, að nú leituðu þeir að grásteinsnámum, en sem stæði fengju þeir grástein i Miðdaislandi við gamla Þing- vallaveginn. Sá grásteinn væri ekki nógu góður til að vinna úr honum, þvi i honum væru holur og göt, sem draga mjög úr mögu- leikum fyrir þvi að fá stóra unna fleti. Sigurður hélt að fyrsta húsið, sem unninn grásteinn hefði verið settur I hérlendis, væri Háskólinn, en þar er grásteinn i forsalnum. Þá er einnig grásteinn i forsal Þjóðleikhússins. örlitiö sagði Siguröur að væri unniö úr jaspis og liparitij það væri þó frekar leikur þeirra i Steinsmiöjunni en alvara. Marmari og granit er flutt til landsins óunnið og tekið til meðhöndlunar hér. Það sem aðallega er unnið úr steini hér erú gólf- og veggflisar, tröppur, legsteinar og sólbekkir. Þá hafa og verið gerðar boröplötur úr steini, og fræg er taflborðsgerð þeirra i Stein- iðjunni, og enn gera þeir slik ef um er beðið. Draugagangur er sagður vera i húsi Steiniðjunnar. Ekki vildi Sigurður meðganga það, að þar væru á ferð þeir, sem ofan á sig ættu að fá steina, sem verið er aö vinna i Steiniöjunni hverju sinni. heldur væri hér tiltekinn maður á ferð. Ekki hafði Sigurður þó orðið hans var, en sagði að oft heyrðu menn i honum umganginn, sérstaklega þeir sem væru einir að vinna frameftir dimmum kvöldum. —úþ pgg Steinsög meö svokölluðu demantsblaöí. Þessi sög sagar þynnur Irá annarri sög, sem er öllu tröllslegri en þessi. Þrlr hlutir geröir I Steiniöjunni standandi á blágrýtispiötu: Pennastatif úr gabbró, sem feng- iö er frá Heinabergsjökli, fána- stöng gerö úr gabbró frá Hoffelli og steinstokkur meö áföstu merki Múrarafélagsins, geröu úr gabbró, sem fengiö er frá Svfna- felli. Siguröur Helgason, forstjóri Steiniöjunnar. Hillan aö baki hans er steinhilia, enda fuii af grjóti af ýmsum geröum. Myndir: Sigurjón Jóhannsson Texti: IJIfar Þormóösson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.