Þjóðviljinn - 16.03.1975, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — Þ.IÓÐVILJINN Sunnudagur 16. marz 1975.
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA tngefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
iVjriL-^z-vvj^ ovoinLiomn Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
VERKALYÐSHREYFINGAR Ritstjórar: Kjartan ólafsson,
Svavar Gestsson
OG ÞJOÐFRELSIS Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Vilborg Harðardóttir
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Slmi 17500 (5 llnur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
AÐ DEILA OG DROTTNA
Þegar til valda kemst afturhaldsstjórn
eins og islendingar búa nú við skiptir
miklu máli að andstöðuflokkar eigi stjórn-
visku og umburðarlyndi til þess að starfa
saman. Þegar i fyrrahaust beitti Alþýðu-
bandalagið sér fyrir slikri samvinnu við
Alþýðuflokkinn og Samtök frjálslyndra og
vinstrimanna m.a. um nefndarkjör, en
sameiginlega geta þessir þrir flokkar
komið tveimur fulltrúum i allar sjö manna
nefndir. Það kom fljótt i ljós að Benedikt
Gröndal hafði áhuga á slikri samvinnu, en
öðrumáli gegndi um Gylfa Þ. Gislason, og
þegar á reyndi sannaðist að sá siðarnefndi
réð enn sem fyrr öllu sem hann vildi ráða.
Gylfi Þ. Gislason hefur hafnað allri sam-
stöðu með Alþýðubandalaginu og Samtök-
unum, og i öllum málflutningi sinum hefur
hann reynst dyggur stuðningsmaður
stjórnarflokkanna, ekki sist Sjálfstæðis-
flokksins. Einu gildir hvað helminga-
skiptastjórnin hefur gert til þess að skerða
kjör og réttindi almennings, Gylfi Þ.
Gislason hefur alltaf sagt eitt og hið
sama: Þetta er allt vinstristjórninni að
kenna! Hann er orðinn pólitiskur öldungur
sem lifir i fortið sinni, sjóndeildarhringur
hans nær ekki út fyrir viðreisnarárin,
helsta rórill hans er að imynda sér að
hann geti orðið forsætisráðherra i nýrri
viðreisnarstjórn eins og Alþýðumaðurinn
á Akureyri gerði nýlega uppskátt.
Að sjálfsögðu hefur ekki staðið á umbun
stjórnarflokkanna fyrir þennan stuðning
Gylfa Þ. Gislasonar, honum hefur verið
bjargað undan þvi óbærilega hlutskipti að
þurfa að hafa samvinnu við Alþýðubanda-
lagið og Samtökin um nefndakjör. Þegar
kosið var i fjárveitinganefnd sl. haust
breyttu stjórnarflokkarnir lögum til þess
að Alþýðuflokkurinn fengi mann i nefnd-
ina! Þegar kosið var i stjórn Fram-
kvæmdastofnunar léðu ihaldið og fram-
sókn Alþýðuflokknum tvö atkvæði, svo að
hann fengi mann i stjórnina. Slikt hið
sama gerðist sl. fimmtudag þegar loksins
var kosið i útvarpsráð eftir þriggja mán-
aða baráttu fyrir þvi hugsjónamáli, listi
Alþýðuflokksins fékk tvö atkvæði frá
helmingaskiptastjórninni. Það dylst ekki
að stjórnarflokkarnir lita á fulltrúa Al-
þýðuflokksins sem hluta af stuðningsliði
sinu á þingi.
Að sjálfsögðu telur rikisstjórnin mikils-
vert að geta þannig sundrað andstöðu-
flokkum sinum á þingi, hitt skiptir þó
miklu meira máli að geta á hliðstæðan
hátt klofið andstöðuna utan þings, m.a. i
hinum voldugu hagsmunasamtökum
launamanna. Þar er að finna náinn sam-
verkamann Gylfa Þ. Gislasonar, hinn ný-
kjörna ritara Alþýðuflokksins, Björn
Jónsson. Það er engin tilviljun að eftir
ráðstefnu verklýðsfélaganna á dögunum
lét Björn einmitt Morgunblaðið hafa eftir
sér ummæli sem gengu i berhögg við inn-
tak og anda þeirrar ályktunar sem ráð-
stefnan hafði samþykkt. Þegar þessi
furðulegu ummæli sættu eðlilegri gagn-
rýni var Björn Jónsson hafinn á stall i
Morgunblaðinu, forustugreinar blaðsins
hafa i heila viku verið samfelldur lofsöng-
ur um ritara Alþýðuflokksins, skilning
hans, hæfileika og jákvæða afstöðu, og
hefur sjálfur Geir Hallgrimsson naumast
fengið að hlýða á jafn innilega pólitiska
hljómkviðu i málgagni sinu. Ekki þarf
mikla stjórnmálareynslu til þess að gera
sér grein fyrir hvötum blaðsins, hvort það
skrifar þannig um ritara Alþýðuflokksins
af umhyggju fyrir láglaunafólki eða til
þess að framfylgja hinni fornu stjórnlist
að deila og drottna.
Kunnur frumkvöðull islenskrar verk-
lýðshreyfingar lét einu sinni svo ummælt,
að meðan Morgunblaðið réðist á sig vissi
hann sig vera á réttri leið. Tæki Morgun-
blaðið hins vegar upp á þvi að hæla sér,
hefði hann villst af vegi og þyrfti að leið-
rétta stefnu sina. Þessi einföldu sannindi
hafa reynst óbrigðull mælikvarði i is-
lenskri verklýðsbaráttu i sextiu ár, og þau
eru jafn traustur leiðarvisir enn þann dag
i dag. —m
íbúðahverfi
sprengt
i rust
Gámhýsahverfið í St.
Louis náði ekki einu sinni
20 ára aldri. Það var
sprengt i loft upp og jafnað
við jörðu í heilu lagi af því
að enginn vildi búa þar.
Fyrir tæpum tveim áratugum
byggðu borgaryfirvöldin i milj-
Prentsmiðja
Þjóðviljans
annast
allskonar
setningu
og prentun
Prentsmiðja
Þjóðviljans hf.
Skólavörðustíg 19. Simi
17505
ónaborginni St. Louis i Banda-
rikjunum nýtt hverfi 11 hæða
blokka fyrir láglaunafólk. Tiu
þúsund manns áttu að geta búið
þarna, en reysnlan varð sú að um
leið og fólk með nokkru móti gat,
flutti það burt. Að lokum stóöu
fjórar af hverjum fimm ibúðum
auðar, húsin fóru að láta æ meira
á sjá, var illa haldið við og illa um
þau gengið og afbrot urðu æ tiöari
i hverfinu. Að lokum létu borgar-
yfirvöld rýma ibúðirnar sem enn
var búið i og sprengdi blokkirnar
33 í loft upp.
Sömu örlög eru talin biða fleiri
álika gámhýsahverfa bæði vestan
hafs og austan. Við byggingu
margra þessara hverfa, þar sem
aðalmarkmiðið hefur verið að
byggja fljótt og ódýrt, sem ekkert
er auðvitað á móti i sjálfu sér,
virðist alveg hafa gleymst að
þarna á að búa lifandi fólk, fjöl-
skyldur með börn, og ekkert hef-
ur verið gert til að lifga upp á um-
hverfið og gera það manneskju-
legra. Miili húsanna eru aksturs-
brautir, afmarkaðar grasflatir og
miklu sætrri bilastæði, engin leik-
svæði, engin tilbreyting, ekkert til
að una við. Og innanhúss kynnist
enginn nágrönnunum og fólk tal-
ar ekki saman frekar en það væri
á ferð i opinberri skrifstofubygg-
ingu.
Það læra vist fáir af reynslu
Sprengt I rúst
Fjórar af hverjum fimm Ibúöum stóöu auöar
annarra. Um það vitnar opinber
byggingastefna t.d. hér i Reykja-
vik, þar sem byggð eru háhýsa-
hverfi á sama tima og reynt er að
snúa þróuninni við viða i Evrópu-
löndum. I V-Þýskalandi er nú t.d.
um það rætt að veita aðeins opin-
ber lán til ibúðabygginga sem eru
innan við fimm hæðir og i Ham-
borg vill borgarverkfræðingurinn
aðeins leyfa einmenningsibúðir i
háhýsum og telur gámhýsin fjöl-
skyIdufjandsamleg og jafnvel
beinlinis heilsuspillandi.
Ivo
Andric
látinn
Júgóslavneski rithöfundurinn Ivo
Andric, sem fékk bókmennta-
verðlaun Nóbels 1961, andaðist i
dag eftir langa sjúkralegu, átta-
tiu og tveggja ára að aldri. Bók-
menntaverðlaunin fékk hann
einkum fyrir skáldsöguna Brúin
yfir Drinu, sem komið hefur út á
islensku. Brúin yfir Drinu er
sagnfræðileg skáldsaga og fjallar
um lif og sögu bosniumanna með-
an þeir heyrðu undir veldi tyrkja-
soldáns.
Andric var sjálfur bosniumaður
af grisk-orþódoum ættum. Flest-
ar þekktustu bækur sinar skrifaði
hann á árum siðari heimsstyrj-
aldar, þegar hann var ýmist i
fangelsi eða stofuvarðhaldi. Hann
var ambassador Júgóslaviu i
Berlin i upphafi striðsins, þangað
til þjóðverjar slitu stjórnmála-
sambandi við júgóslava og gerðu
innrás i land þeirra.